Nýja dagblaðið - 24.03.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 24.03.1934, Blaðsíða 4
4 M Ý 3 A DAOBLADIÐ Aunáll Skipairéttir. Gullíoss er á ísa- íirði. Goðaíoss íer til Hull og Hamborgar í kvöid. Brúarfoss fór frá Loudon í fyrradag á ieið tii Kaupm.hafnar. Dettifoss fór frá Hull í gærkvöldi á leið tii Vest- mánnaeyja. Lagarfoss er á ísa- íirði. Selfoss er í Reykjavik. peir, sem gerast kaupendur blaðsins í dag, fá sérstaklega góð kjör, Steingrímur Matthíasson iæknir á Akureyri heíir fengið lausn frá embætti frá 1. júní næstkomandi að telja. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra fór i gær með fiugvél frá London til Kaupmannahafnar. Kíkisráðsfundur. Forsætisráð- herra verður á rikisráðsfundi með konungi í dag. Mun hann leggja fram stjórnarskrárbreytinguna og kosningaiögin nýju til undir- skriitar. tiuðmnudur Finnbogason iands- bókavörður ílytur erindi i útvarp- ið í kvöid um Wiiliam Morris, hinn nafnkunna enska íslandsvin. Erindið er íiutt i tilefni af því, að hundrað ár eru nú liðin frá fæð- ingu hans. Flokkspingsfulltrúarnir fóru all- margir héðan úr bænum í gær. Borgíirðingar og Mýramenn fóru með Suðuriandi í gærmorgun og margir norðan- og vestanfuiitrúar með Súðinni í gærkvöldi. Rangæ- ingar fóru líka í gær. í dag fara fulltrúarnir úr Árnessýslu. Goðafoss fer til útlanda í kvöld. Fór hann í fyrradag til Iiafnar- fjarðar og tók þar fisk. Höfnin. Af veiðum hafa komið Geir með 85 lifrarföt, Ver með 75 og Sindri með 58. Dómsmálaráðherra Fríríkisins írska skaut í vetur til Hæstarétt- ar þeim úrskurði yfirréttarins, að herrétturinn liefði ekki vald til þess að dæma i máli O’Duffys, en hann var sakaður um að tilheyra ólöglegum félagsskap, að hafa gerst sekur um landráðastarfsemi, og að hafa eggjað menn til að myrða de Valera. Úrskurður Hæstaréttar var kveðinn upp í dag. Hann er á þann veg, að her- rétturinn hafi vald til að taka fyrir fyrstu ákæruna, þ. e. um að tilheyra ólöglegum félagsskap, en ekki hina síðartöldu. — FÚ. Runciman verzlunarm.ráðherra Breta tilkynnti í neðri málstofu brezka þingsins nýl., að stjórnin mundi bera fram frumvarp til laga til þess að greiða íyrir leit að olíulindum í brezku eyjunum og tryggja skipulagða vinnslu þeirra, er kynnu að finnast. Ennfremur sagði hann, að gert yrði ráð fyrir þjóðnýtingu islíkra olíulinda. FÚ. Fimm flugvélar hafa nú verið gerðar út, til þess að reyna að bjarga C.heljuskin leiðangrinum, og eru flugvélamar á leið til Anadyr. I hverri flugvél eru 3 menn, og er gert ráð fyrir því, að þeir geti tekið með sér 5 eða 6 farþega. FÚ. Sprenging varð nýlega í olíu- skipi á Seine-fljótinu nálægt Rou- en í Frakklandi, og kviknaði sam- stundis í því. Engu hefir verið bjargað úr skipinu, því önnur skip hafa ekki komizt nálægt því vegna hitans. Ekki er vitað um orsakir sprengingarinnar. — FÚ. Sprengju var varpað á Unter den Linden í Berlín nýlega, rétt hjá byggingu innanríkisráðu- neytisins. Tveir menn meiddust, en sá sem verkið framdi komst undan og. þekktist ekki. — FIJ. JarSarför Emmu ekkjudrottning- ar af Hollandi fer ekki fram fyr en á þriðjudaginn kemur, og hefir Kona Roosevelts Um eng-an mann mun hafa verið talað meira síðastl. ár en Roosevelt forseta. Hinar stór- felldu aðgerðir hans til við- reisnar og atvinnuaukningar vekja heimsathygli, enda hafa þær þýðingu miklu víðar en í Bandaríkj unum. Hinsvegar hefir verið hljótt um Mrs. Roosevelt og helzt um hana talað sem góða eiginkonu og samhenta Roosevelt. En hún hefir líka sýnt það nú í seinni tíð, að hún lætur sér hag al- mennings miklu skipta og fylg- ist vel með framkvæmdum manns síns. 1 Washington er skólabörn- um, sem ekki komast heim vegna fjarlægðar í matmáls- tímum, veitt ókeypis máltíð af hj álparnefnd landstjórnarinnas. Nýlega gerði Mrs. Roosevelt sér ferð til að athuga hvernig máltíðirnar væru. Strax á eftir fór hún beint á fund formanns hjálparnefndarinnar og krafð- ist þess að mörgum starfs- mönnunum væri vikið frá. Þeir seldu máltíðirnar í eiginhags- munaskyni, en hugsuðu ekki um börnin. Ennfremur sagði hún að gera yrði matskrá fyr- ir hvern dag og sjá um að henni yrði framfylgt. 1 annað sinn ók hún einn daginn 80 míiur, til að kynnast hag fólks í héraði, þar sem sögð var mikil fátækt. Jarðirn- ar þar voru í eigu manna, sem sjálfir bjuggu í borgunum, en lifðu á því að leigja eða láta aðra yrkja þær. „Fjarverandi jarðeigendur“, er haft eftir Mrs. Roosevelt um þetta, „það er sama ástandið og það, sem kollvarpaði írlandi forðum og nokkru af Englandi". Jafn- framt kvaðst hún vona, að slíkt þekktist hvergi annarsstaðar í Bandaríkjunum. henni verið frestað vegna þess, að dómkix-kjan í Delft, þar sem öll Nassau-Oranie-konungsættin hvílir, er undir viðgerð. það hefir frétzt, að ekkjudrottningin hafi beðið þess í ei'fðaskrá sinni, að jarðarförin færi fram án allrar viðhafnar. FÚ. Jámbrautarslys. Frá því var sagt í fréttum fyrir skömmu, að járnbrautarslys hefði orðið í Sovét- Rússlandi 12. marz s. 1. það hefir fyrst nú frétzt greinilegar af slysi þessu, og munu 33 menn hafa far- izt, en 68 meiðst. Sagt er að slysið liafi verið skeytingarleysi nokk- urra jái-nbrautarembættismanna að kenna, og hefir mál verið höfðað gegn þeim. — FÚ. Franska lögreglan telur sig hafa komizt á snoðir um skipulagða njósnarstarfsemi, er rekin hefir verið undanfarið í Paris, af hálfu tveggja Evi'ópuríkja, til tjóns fyrir Bretland, Bandaríkin og Frakk- land. S.extán manns hafa verið teknir fastir, sem taldir eru riðnir við njósnir þessar. — FÚ. Einn af flugmönnum Byrd-leið- angursins í suðurheimskautslönd- um og loftskeytam., sem með hon- um var, hafa orðið viðskila við leiðangurinn, sökum þess, að þeir þurftu að nauðlenda alllangt frá bækistöð hans. Byrd segir samt enga ástæðu til að óttast um þá, því þeir hafi vistaforða til 30 daga, og verði önnur flugvél send þeim til hjálpar svo fljótt, sem veður leyfi. — FÚ. Afurðasalan Framh. af 3. síðu. síðuna fara að taka verulegan þátt í samstarfi kaupfélags- manna. Með vexti útgerðarinn- ar á undanförnum áratugum, hefir fólkinu fjölgað mjög ört í sjóþorpum og bæjum. Er nú svo komið, að íbúatala sveit- axma stendur í stað ár eftir ár, en íbúum bæja og sjóþorpa fjölgar um 1500 manns á ári. Þessi breyting atvinnulífsins hefir haft þær afleiðingar, að innanlandsverzlun með land- búnaðarafurðir hefir aukizt mjög mikið, og mest síðasta áratuginn. Er nú svo komið, að ætla má, að af aðalfram- leiðsluvöru bænda sé ekki flutt út hin síðari ár nema um V3- hluti kjötframleiðslunnar. — Samvinnufélögin hafa af eðli- legum ástæðum lagt meiri á- herzlu á útflutninginn en inn- anlandssöluna. Samtök bænda um afurðasöluna beindust í upphafi eingöngu að útflutn- ingnum. Innanlandssalan var aukaatriði, nema þá helzt hér í Reykjavík. Eftir því sem innlendi mark- aðurinn hefir aukizt, hin síð- ari ár, hafa komið í ljós skipu- lagsgallar hjá félögunum, sem orsaka glundroða á framboð- um og tiltölulega lágt vöru- verð til framleiðenda. Það sem mestum ófarnaði veldur í þessu efni, er sá galli á skipu- lagi félaganna, að aldrei hefir verið innleidd eða framkvæmd söluskylda hjá félagsmönnum. Þetta hefir ekki haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir verzlun með þann hluta fram- leiðsluvaranna, sem fluttar eru til útlanda. Þar treysta félags- menn yfirleitt á félögin, enda eiga þeir ekki hægt um vik með að losna við vörumar á annan hátt af eigin ramleik, og kaupmenn hafa yfirleitt lagt litla alúð við þessa verzl- un. T. d. hefir enginn kaup- maður komið upp frystihúsi, til að geta flutt út frosið kjöt. Félagsmenn 1 kaupfélögum og sláturfélögum geta aftur á ! móti auðveldlega boðið vörur ; sínar til sölu á innlendum j markaði, án milligöngu félag- ‘ anna. Eru þessi skipulagslausu framboð bænda á framleiðslu- vörunum, helzta orsökin til viðskiptaglundroðans og hins j lága verðlags, sem einkum hef- ; ir verið áberandi 2—3 síðustu | árin. Á þessu verður að ráða bót. Það er á valdi lands- manna sjálfra, að tryggja bændum það hátt verð fyrir það • af framleiðsluvörunum, sem selt er innanlands, að hægt sé að lifa viðunandi lífi á landbúnaði, og það er hags- munamál allra stétta þjóðfé- lagsins, að takast megi að finna leið til þess. En fyrst og fremst eru það bændurnir sjálfir, sem verða að sýna þann þroska og skilning, sem gerir það mögulegt að koma þessum málum í viðunandi horf. — Þær framleiðsluvörur bænda, sem ég geri hér á eftir að umtals- efni, eru kjöt, mjólk og mjólk- urafurðir, kartöflur og egg. Undirróður nazista f ^Lithauen. Berlín kl. 8, 23/3. FÚ. Stjórnin í Lithauen hefir farið fram á það við Schreiber landstjóra í Memel, að hann víki 29 þýzkum embættis- mönnum í Memel-héraðinu frá störfum fvrir pólitíska starf- semi í þágu Nazistaflokksins. Embættismennimir hafa farið fram á, að mál verði höfðað á móti þeim, til að komast að raun um, hvað þeir hafa brotið af sér. Nazisti á flótta Kalundborg • kl. 17, 23/3. FÚ. Ritmester Lembke, einn af aðalforingjum Nazistaflokksins danska, kom til Hróarskeldu í morgun og var þegar tekinn fastur og farið með hann til Kaupmannahafnar. Hafði úr- skurður verið felldur um það fyrir nokkru, að Lembke skyldi tekinn fastur, vegna þess að hann hefði brotið lögin um bann við pólitískum einkennis- búningum, en hann hvarf um sömu mundir, og spurðist síðan ekki til hans um hríð. Lembke var síðan yfirheyrður af Phil dómara í Kaupmannahöfn, og að því loknu var úrskurðurinn um fangelsun hans numinn úr gildi. • Ódýrn # aug:lýsing-8 rnar. Bökun í heimahúsum, eftir Helgu Sigurðardóttur er ný- komin út í annari útgáfu, auk- in og endurbætt. Fæst hjá öll- um bóksölum. Stoppuð húsgögn eru til sölu með sérstöku tækifærisverði. Hringbraut 186. IIús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan 1 Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjamabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfél. Reykjavíkur. Sími 4562. D 1 V A N A R (og viðgerðir) með góðu stoppi og mörgum fjöðrum, verða beztir og sterkastir, ódýrastir og fallegastir. — Húsgagna- vinnustofan Skólabrú 2 (hús Ól. Þorsteinssonar læknis). 35 krónur. Nýja divana, madressur o. fl. fáið þér mjög ódýrt og vandað. Laugav. 49, bakhúsið. FROSIN DILKASVIÐ fyrirliggjandi. S. í. S. — Sími 1080. Framleiðsla á eggj um og kartöflum hefir aukizt mjög mikið seinni árin, en þó vantar talsvert á, að nægilega miMð sé framleitt til að fullnægja þörf landsmanna. Þó gengur mjög illa að selja þessar vörur, af því þær geymast illa og mikið berst að á skömmum tíma ár hvert. Einfaldasta ráðið til að létta fyrir framleiðendum, er að rík- ið taki einkasölu á kartöflum og eggjum. Með því móti er hægt að gera framleiðendum unnt að losna við þessar vörur, og þó ríkið borgaði ekki hátt verð, þá er ólíkt meiri trygg- ing í því fyrir framleiðendur, heldur en með núverandi fyrir- komulagi, þar sem allt er í ó- vissu með söluna, af því verzl- anir vilja heldur kaupa útlend- ar kartöflur og egg, þar sem oftast nær er hægt að selja þessar innfluttu vörur með miklu meiri hagnaði. Fyrir neytendur ætti þetta að koma í sama stað niður, því engin ástæða er til að ætla, að út- söluverð til almennings þyrfti að hækka. Einkasalan mundi líka geta gert miklu betri inn- kaup á þeim vörum, sem flytja þyrfti inn, heldur en með nú- verandi fyrirkomulagi, þar sem innflutningurinn er dreifður á margar hendur. Geymsla á eggjum og kar- töflum er því nær óhugsandi, ef hver framleiðandi þarf að annast hana sjálfur. Hinsvegar gæti ríkiseinkasala komið upp 2—3 geymslustöðum á landinu, án þess að kostnaður af því yrði óbærilegur. Eðlilegast virðist mér, að Áburðareinkasalan og Kar- töflu. og Eggjasalan yrðu und- ir sömu stjórn. (Framh.). Fyi*ir páskana seljast blúss- ur og pils frá 4 krónum og kjólasilM frá 20 kr. í kjólinn. Saumastofan Tízkan, Austur- stræti 12. Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Atyinna Vantar mann við trillubáta- útgerð, má vera unglingur. Uppl. í síma Hábæ, Vogum. Jakob Sigurðsson. Ung stúlka óskar eftir at- vinnu sem fyrst, ekki vist. Til- boð merkt Atvinna, sendist af- greiðslu Nýja dagbl. Stúlka óskast, Ránargötu 6 (miðhæð). Tilkynningar Veitið athygli! Fæði og lausar máltíðir fáið þið bezt og ódýrast. Matstofan Tryggva- götu 6.______________________ Gott ódýrt fæði fæst í K.-R- húsinu. Einnig einstakar mál- tíðir. Húsnæði Lítil íbúð óskast helzt strax eða 14. maí, með öllum þæg- indum, í nýju húsi. Uppl. í síma 4015. Ef þið viljiö aö teklö eá rel eítir auglýsingum ykk- ar, þá skuluö þið helzt auglýsa í Nýja dagblaðinu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.