Nýja dagblaðið - 25.03.1934, Page 3
n t s a
ðaoblaðib
3
I
NÝJADAGBLAÐIÐ I
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ |
Ritatjóri:
Dr. phil. porkell Jóhannesson. |
Ritstjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. |
Afgr. og auglýsingaskrifstofa: §
áusturstræti 12. Sími 2323. j
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftargj. kr. 2,00 A mánuði. |
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Kreppulánin
Það er að myndast töluverð
óánægja með framkvæmd
kreppulaganna. Það var áður
mikil og réttmæt óánægja með
undirbúning niálsins. Tveir af
þrem stjómendum sjóðsins,
Jón Jónsson og Pétur Magnús-
son hafa kosið sig sjálfa eða
hvor annan, sem þingmenn og
nefndarmenn í þingnefnd, inn
í þetta vel launaða starf. Og
allir þrír nefndarmennirnir
unnu að því sem þingmenn, að
halda völdunum yfir sjóðnum
í höndum fámennrar stjórnar,
sem segja má að hafi skapað
sig sjálf.
Þetta eru að vísu miklar og
fordæmafáar misfellur í ís-
lenzkri þingsögu. En það heyr-
ir fortíðinni til. En það sem
nú er efst uppi á baugi, er
það, að ofan á erfiðleika
kreppunnar bætast þeir erfið-
leikar, að sumir bændur, sem
ætla að fá bót á fjárhags-
kjörum sínum, óttast, að
þeim muni vegna ver í þeim
viðskiptum, ef þeir haldi póli-
tískri sannfæringu sinni. Þá
grunar, að skoðanakúgun komi
til greina við lánveitingarnar.
Það má telja fjarstæðu, að
nokkrir af hinum þrem stjóm-.
endum sjóðsins láti sér konía
til hugar, að beita hlutdrægni.
Þeir eru ekki að fara með eig-
in fé, heldur fé, sem þjóðin á.
Allur tilgangur laganna bygg-
ist á því, að stjóm sjóðsins
sýni fyllsta réttlæti. Ef stjóm
Kreppulánasjóðs léti velvild
eða óvild til einstakra manna
ráða gjörðum sínum, þá væri
það afbrot sambærilegt við
það, að dómari misnotaði stöðu
sína og dæmdi ranga dóma í
hagsmunaskyni fyrir sig eða
sína nánustu.
Kreppusjóðsstjórnin á vafa-
laust ekki gkilið þá tor-
tryggni í þessu efni, sem vart
hefir orðið á ýmsum stöðuni á
landinu. En hún má þó kenna
sjálfri sér um, að slík skoðun
er til í landinu. Er þar fyrst
um að kenna hinni eigingjömu
baráttu um völd í sjóðnum,
seinlæti nefndarinnar að birta
reglur þær, sem hún ætlar að
fylgja í störfum sínum og
loks pólitískum umbrotum og
flokksmyndunarbraski stjóm-
enda sjóðsins.
Það er nauðsynlegt fyrir
alla, sem leita til Kreppulána-
sjóðs, að ganga að því verki
með fullri djörfung. Hér er
ekki um sveitarstyrk að ræða,
heldur hallærishjálp. Hér á
Skípulagning
afurðasölunnar
Framh. af 1. síðu.
út. — Landinu er skipt í verð-
jöfnunarhéröð.
Ríkisstjómin skipar mjólkur-
nefnd. Hún á að fylgjast með
markaði fyrir mjólk og mjólk-
urafurðir, gera tillögur um
mjólkurskatt, sjá um að stjórn-
ir mjólkurbúa og sambanda
þeirra haldi lög og reglur, hafa
eftirlit með verðskráningu
mjólkur og mjólkurafurða, að
sjá um að mjólkurbúasambönd-
in innheimti skattinn. Nefndin
hefir ennfremur umsjón með
innflutningi á níjólk og mjólk-
urafurðum (sjá lög um einka-
sölu á mjólk og mjólkurafurð-
um 10./2. 1933). Samkvæmt
einkasölulögunum ber að borga
skatt af innfluttri mjólk og
mj ólkurafurðum til mjólkurbúa
sambandsins.
2. Lög um sláturf járskatt
2Ö./6. 1933.
Skattur greiðist af öllu slát-
urfé, sem við skoðun reynist
góð verzlunarvara. Hann er
notaður til að greiða fyrir sölu
sláturfjárafurða. — Skatturinn
má mest vera 3 kr. fyrir
stórgripi, 2 kr. fyrir svín og
1 kr. fyrir önnur sláturdýr.
Innheimtu skattsins annast
nefnd, sem lögum (lög 10/10.
1913) samkvæmt á að sjá um
framkvæmd á kjötskoðun.
Skattinn greiða eigendur slát-
urhúsa, hann er lagður í sjóð.
Ríkisstjómin skipar nefnd til
að sjá um framkvæmd laganna,
gera tillögur um skatthæðina
og hvernig skattinum skuli var-
ið, svo tilgangi laganna væri
náð.
III. Noregur.
Bráðabirgða lagafyrirmæli til
að greiða fyrir sölu landbúnað-
arvara 6/6. 1930 og 24/6. 1931.
Eftir lögunum skipar ríkis-
stjómin viðskiptanefnd (Om-
sætningsraad). Tilnefning l
nefndina er ákveðin í lögunum.
Tilgangurinn er með samvinnu
að bæta verzlun með flesk,
mjólk, smjör, ost og egg. Við-
skiptanefnchn á að vinna að
því að ná þessum tilgangi, og
samkvæmt tillögum hennar get-
ur konungur lagt skatt á flesk,
mjólk og egg eitt ár í senn.
Á lögum þessum eru svo byggð
fyrirmæli landbúnaðarráðu-
neytisins um skatt af þessum
vörum og fleira sem snertir
verzlun með þær.
1. Mjólk:
Bréf frá landbúnaðarráðuneyt-
inu 25/ 7. 1931.
Mjólkurskatturinn er ákveð-
inn 2 au. pr. kg. af kúa- og
geitamjólk. Viðskiptanefndin
(Omsætningsraadet) veitir
skattinum móttöku. Þar sem
mjólkurbúasambönd og mjólk-
urframleiðendafélög, sem hafa
með höndum mestan hluta
mjólkurframleiðslu í hlutaðeig-
andi héraði leggja til að skatt-
leggja neyzlumjólk, skal það
gert, og innheimtir viðkomandi
félag skattinn. Skatturinn er
notaður til verðuppbótar á
mjólk, sem notuð er til vinnslu.
2. Flesk:
Samkvæmt tillögum við-
skiptanefndar er lagður skatt-
ur á öll svín, sem seld eru eða
afhent til slátrunar og skoðuð
og stimpluð af dýralækni. Við-
skiptanefndin veitir skattinum
móttöku og ráðstafar honum
samkvæmt 1. gr. laga 6. júní
1930 til að greiða fyrir sölu á
fleski. Hefir viðskiptanefndin,
eftir að Norges Flæskecentral
'tók til starfa, 19. apríl 1932,
látið mestan hluta skattsins
ganga til Flæskecentralen og
má nota féð sem rekstursfé,
til auglýsingastarfsemi, skipu-
lagningar á markaði fyrir
flesk, umbóta á fleskmeðferð o.
fl. (Ársskýrsla viðskiptanefnd-
ar 1931 og 1932). Á aðalfundi
N. F. í apríl 1933 var ákveðið
að starfsemin skyldi einnig ná
til sölu á kjöti. (Bréf 30./12.
1933 og Instilling fra Komiteen
til organisering av sauekjöt-
omsætningen 1933).
IV. Danmörk:
Landbúnaðarframleiðsla í Sví-
þjóð og Noregi gerir ekki bet-
ur en fullnægja þörf lands-
manna. I Danmörku aftur á
móti er geysimikill útflutning-
ur á landbúnaðarvörum. Um
80% af vérðmæti útflutnings í
ekki að vera um dutlungaverk
að ræða, né nokkra tegund af
verzlun. Bændastéttin á að
krefjast réttlætis og fullrar
„hreinskilni“ í öllum skiptum
Iíreppulánasjóðs.
Það ætti engum að vera það
ljósara en þeim þrem mönnum,
sem hafa svo að segja útvalið
sig sjálfa til að stjórna þess-
ari hallærishjálp, að á þeim
hvílir þung ábyrgð, fyrst og
fremst um réttlæti og dreng-
skap í skiptum við bænda-
stéttina.
Verk kreppunefndar verður
fyrir opnum tjöldum. Fjöldi
manna veit um hinar einstöku
niðurstöður. Þar verður gerð-
ur samanburður og gagnkröf-
ur. Ef nefndin villist óviljandi,
eins og komið getur fyrir alla
menn, þá verður það opinbert
mál. Þá koma til greina end-
urbætur og leiðréttingar. Blöð-
in eiga í þessu sem öðru að
vera málsvarar almennings.
Stjórn Kreppulánasjóðs hef-
ir sýnt dirfsku í því hvernig
hún skapaði sjálfa sig. Bænd-
urriir eiga að sýna dirfsku 1
kröfum um réttláta og óhlut-
dræga framkvæmd kreppulag-
anna. Og takist það ekki í
fyrsta leik, þá eru eftirmál til
um alla mannlega hluti.
Danmörku er fyrir landbúnað-
arvörur.
Ráðstafanir Dana til verð-
hækkunar eru því miklu örð-
ugri viðfangs en annarsstaðar
á Norðurlöndum, þar sem þeir
eiga svo mikið undir því, hvern.
ig gengur með sölu á fram-
leiðsluvörum þeirra til útlanda.
1. Flesk:
Þegar Englendingar, sam-
kvæmt Ottawasamningunum,
sem undirskrifaðir voru 20/8.
1932, tóku að takmarka inn-
flutning á landbúnaðarvörum
frá útlöndum, kom þetta eink-
um hart niður á fleskinnflutn-
ingi Dana til Englands. Með
samningunum milli Dana og
Englendinga skyldi ákveðið
fyrir stuttan tíma í senn, hve
mikið Danir mættu flytja af
fleski til Englands, en samtals
skyldi það ekki vera undir 65%
af fleskinnflutningi Englend-
inga, var ekki nema eitt fyrir
Dani að gera og það var að
draga úr fleskframleiðslunni.
Fleskverðið hækkaði stórkost-
lega í Englandi. Þegar verðið
var lægst í Englandi fengu
Danir 50—60 au. fyrir kg. af
fleski, en nú fá þeir kr. 1,50—
1,60 fyrir kg. Aftur á móti er
fleskverðið í Danmörku nú
ekki nema um 60 au. fyrir kg.
fyrir það, sem notað er í land-
inu.
Nú vilja auðvitað allir selja
flesk til útflutnings. En til
þess að gera öllum rétt til,
hafa verið settar reglur um út-
hlutun á kortum til allra bænda
í landinu, sem; stunda svína-
rækt, og gefa þessi kort bænd-
unum rétt til sölu á svínum til
útflutnings. Samkvæmt þessu
getur hver bóndi selt einhvern
hluta til útflutnings, afgangin-
um af framleiðslunni verður
hann svo að ráðstafa sjálfur til
innanlandssölu.
Ráðstafanimar miða einnig
að því að takmarka fleskfram-
leiðsluna. Til að sjá um það
hefir verið skipuð sérstök
nefnd fyrir allt landið með und-
irnefnd í hverju sveitarfélagi.
Auglýsing 19/4. 1933 um
takmörkun svínaframleiðslunn-
ar samkv. lögum 21/2. 1933,
kveður nánar á um það, hvern-
ig framkvæma skuli takmörk-
un svínaframleiðslunnar.
2. Kjöt:
Til þess að halda uppi verði
á kjöti í landinu voru gefin út
lög. 11. febr. 1933. Helztu
! ákvæði þessara laga eru þau,
að ríkissjóður leggur fram 1,2
milj. kr. til kaupa á kjöti
handa atvinnuleysingjum. Lög
| 30. apr. 1933 um ráðstafanir til
að greiða fyrir sölu á naut-
gripum og nautakjöti. Helztu
ákvæði laganna eru í því fólg-
in, að landbúnaðarráðherra,
með samþykki landbúnaðarráðs,
getur gert ýmsar ráðstafanir í
þessu efni, einkum það að
eyðileggja kjöt af mjólkurkúm
og öðrum lélegum gripum. Til
að standast kostnað við þessar
ráðstafanir, er heimilt að inn-
heimta 10 kr. gjald fyrir hvern
nautgrip, sem við slátrun er
viðurkenndur söluhæfur til
manneldis.
Ég hefi gert þetta stutta
yfirlit um ráðstafanir ná-
grannaþjóðanna til að halda
uppi verði á landbúnaðarvör-
um. Þessar þjóðir hafa lagt
geysimikla vinnu í rannsókn
þessara mála, og er engum
vafa bundið, að við íslending-
Framh. á 4. síðu.
róðurvörur=
Fóðurblanda Sís.
Maísmjöl
Hafrafóðurmjöl
Rúgmjöl
Hveifimjöl
Hænsnakorn blandað
Hænsnamjöl Jaðar
Fóðursalt
Athugið verð.
Samband Isl. samvinnufélaga
(xuðm. Karl Pétursson
læknir
Tek á móti sjúklingum í Austurstræti 14, 2. hæð (hús Jóns
Þorlákssonar) kl. 41/)—6. — Sími 2781.
Sigurður Sigurðsson
læknir
Veiti sjúklingum móttöku í Austurstræti 14, 2. hæð, kl. 2—3
daglega. — Símar 2781 og 2780 (heima).
Sérgrein: Lyflæknissj úkdómar, einkum lungna og hjarta-
sjúkdómar.