Nýja dagblaðið - 01.04.1934, Side 2
2
N Ý J A
gefið mig“. 0g er unnt að
hugsa sér dapurlegra tákn um
ósigur, heldur en lok hans á ■
krossinum milli tveggja þjófa í
og méð þyrnikórónuna sem '
merki um konungdóminn hans? 1
0g þó átti ósigur hans eftir
að verða enn meiri. Þeir, er
síðar hugðu hann konung him-
insins, og þeir, er enn í dag
hyggja hann konung himinsins
og vilja reisa honum musteri
hér á jörðu, meta lögmál méira
en líf, yfirvarp meira en
hjartalag, sið meira en kær-
leika, skipulag meira en menn.
I hans nafni er barizt fyrir
sigri þess, er hann reis gegn
með öllum þrótti vilja síns og
hugdirfðar.
0g að lokum. Var ekki sá
ósigur hans méstur, að við
menn, ég og þú, bróðir minn og
bróðir þinn, systir mín og
systir þín, höfum ekki verið
verð baráttu hans? Sannarlega
hafa margir verið kallaðir og
fáir útvaldir. Á öllum öldum
hafa flestir þeir, er hann gaf
sýn og heym og mál, læknaði
o g reisti upp frá dauðum,
brugðizt, þegar mest reið á.
Og svo er enn. Enn er lífið
dauðanum merkt, enn er
hjartalagið sem logi af óhreinu
ljósmeti, enn er kærleikur okk-
ar hverfull og við mennimir
lítt til að treysta á. En með
yfirvarpi og sið má halda ó-
heilindum í leyndum, með lög-
máli og skipulagi má halda
eyðingaröflum í böndum og
jafnvel festa fylkingar til sókn-
ar eftir verðmætum, er hafa
eilíft gildi. Trú hans, trú hans
var of bjartsýn á lífið, hjarta-
lagið, kærleikaxm og — menn-
ina.
Og þó, og þó var trú hans
sönn og sigur hans mikill. Trúr
var hann lífinu og mönnunum,
trúr var hann sjálfum sér, máli
sínu, draum sínum, trú sinni
til hinztu stundar. Þrautabik-
arinn drakk hann með þreki,
krossinn tók hann á herðar sér
og þyrnikórónuna á höfuð sér
fyrir trú sína á lífið, hjarta-
lagið, kærleikann og mennina.
Fyrir staðfestu trúar sinnar
naut hann meiri þrauta heldur
en allir aðrir menn, og fyrir þá
staðfestu hlaut hann eilíft líf
— síðasti ljóminn úr auga
hans varpaði birtu lífsins í
dýrð mannsins yfir alla jörð i
um aldir fram. Svo undarlega
var þraut hans og sigur saman
ofið, að kross hans hefir orðið
tákn hvors tveggja: mestu
þjáningar og mesta sigurs —
og jafnvel hiimar mesti; ham-
ingju.
0g sjálft lífið í brjóstum
veikra manna hefir hann reist
upp frá dauðum. Við ljóma
trúar hans á lífið og mennina
höfum við fundið okkar trú á
lífið og mennina og jafnvel á
lögmálið og skipulagið. Trú
hans á hjartalagið og kærleik-
ann, „guðsríkið" manna meðal,
hefir orðið salt jarðarinnar og
súrdeigið, er sýrir allt brauð-
ið. Og nú eftir 1900 ár getur
ljóminn af fögnuði hans enn
gert allt bjart umhverfis okk-
ur, og í þrautum okkar og
sorgum getum við enn fundið,
,D AGBLAÐIÐ
Indverskt mnsteri
Fimmtánda janúar í vetur gerði afarmikla landskjálfta á
Norður-Indlandi. Margir bæir hrundu gjörsamlega, en víða
urðu minni og meiri skemmdir. Manntjónið varð mjög mik-
ið og ber skýrslum ekki saman. Segja sumar, að farizt hafi
3 þús., en aðrar 10 þúsundir. — Margar merkar byggingar
hrundu eða skemmdust. Hið fræga Buddha musteri í Luch-
now hrundi til grunna. í Dehli hrundu ýms merkileg minnis-
merki og Taj Mahal grafhýsið í Agra skemmdist mjög. I
Allahbad hrundi höll Maharajans af Benares og komst hann
með naumindum undan. — Myndin hér að ofan sýnir eitt af
hinum mörgu og skrautlegu musterum Buddhatrúarmanna í
Allahbad, sem nú.eru meira og minna í rústum.
Skáldið Jakob Gandsbuvgh \
Allmiklum tíðindum þykir
það sæta, að Jakob Gansburg,
einn af bezt látnu nýju skáld-
unum í Rússlandi, maðurinn,
sem skrifaði einna fallegast
um vélaöldina upprennandi og
hetj udáðir kommúnistanna,
hefir verið tekinn fastur og
dæmdur í tveggja ára fangels-
isvist. Og ástæðan er sú, að
það var ekki hann sjálfur, sem
skrifaði sögurnar, sem haxm
hefir hlotið frægð sína fyrir.
Hinn rétti höfundur er Lu-
bich-Koshurof, þekktur borg-
aralegur rithöfundur frá keis-
aradögunum. Haxm er nú 63
ára gamall og hefir hafst við
í kofa í skógunum hjá Moskva,
síðan byltingunni lauk og lif-
að hann er bróðir okkar og
bróðir systra okkar.
Og þó að við höfum aldrei
séð ljóma fagnaðarins í augum
hans eða sorgina og kvölina í
svip hans, og jafnvel þó að við
hvorki þekkjum sporin hans
frá annara sporum né höfum
hugdirfð til að ganga á vegi
hans, vegi mikillar baráttu,
mikillar þrautar og mikils
fagnaðar, þá eru orðin, sem
hann skxáfaði í sandinn enn
guðspjall gleði okkar og sorga,
að við sult og seyru. Gans- |
burg kúgaði hann til að rita |
sögumar fyrir sig, með því, að |
láta hann að öðrum kosti í
hendur lögreglunnar. Koshu- i
rof skrifaði og skrifaði og
Gansburg varð frægur. En svo
þreyttist Koshurof og setti inn '
í eina söguna langan kafla úr
einni af hinni fyrri bókum sín-
um. Gansburg varaðist ekk-
ert. En rússneska lögreglan
komst á snoðir um prettinn og
allt varð opinbert.
Nú er það Gansburg, sem,
situr í fangelsi, en Koshurof,
sem er frægur og hefir unnið
sér fé og álit aftur. Þannig
skiftist það stundum.
því að hann er bróðir minn og
bróðir þinn, bróðir systur
þinnar og systur minnar.
Amór Sigurjónsson.
Iþið vitrið að tekið §é rd
eftir auglýsingum ykk-
ar, þá gkuluö þið helzt
auglýsa í
Nýja dagbiaðinu
Ásgvímur Jónsson
málavi
i.
Ásgrímur Jónsson er vorboði
í list sinni. Ár eftir ár síðan
laust eftir aldamót hefir hann
opnað málverkasýningu fyrir
höfuðstaðarbúa um páskaleyt-
ið, þegar vorbirtan er að byrja
að leggja undir sig landið.
Og í öðru lagi er hann vor-
maður í íslenzkri listasögu.
Hann og Þórarinn Þorláksson
eru fyrstu fullkomnu málararn-
ir á íslandi. Þeir byrja bar-
áttu sína fyrir sjálfstæðri ís-
lenzkri málaralist, með 20.
öldinni. Þeir eru böm hins
nýja tíma. Þeir sigla í kjölfar
fyrsta myndhöggvarans, Ein-
ars Jónssonar, frænda Ásgríms
málara. Heilsuleysi og erfið
lífskjör drógu úr Þórarni Þor-
lákssyni sem málara. Þó mun
hann ætíð standa við hlið Ás-
gríms Jónssonar, sem annar af
tveim brautryðjendum og upp-
hafsmönnum íslenzkrar mál-
aralistar.
n.
Ásgrímur Jónsson er Ámes-
ingur og Þingeyingur að ætt-
erni, en alinn upp á Suðurlandi.
Og Suðurland hefif mótað
skapgerð hans og vinnubrögð
á alveg óvenjulegan hátt. Suð-
urlandssléttan er ekki einungis
mesta undirlendi á Islandi,
heldur eitt hið fegursta hérað.
Hin miklu frjóu og grasgefnu
sléttulönd, sundurskorin af
voldugu stórfljótum, eru um-
kringd með kranzi af jöklum,
sumum hinum fegurstu, sem
til eru í nokkru landi. Menn,
sem ekki eru aldir upp á Suð-
urlandi heldur í lokuðum döl-
um eða þröngum fjörðum, eiga
í fyrstu erfitt með að átta
sig á hinu víðfaðma, jöklum
kringda útsýni á Suðurlandi.
Þeir ná ekki, fyr en eftir
mikla kynningu, út yfir hina
miklu víðáttu. En það eru ein-
mitt þessi einkenni, þessi feg-
urð, sem hefir mótað Ásgrím
Jónsson, og verið hans bezti
kennari. Svo að segja öll hans
listaverk eru túlkun og dýrk-
un á hinu göfuga, stórfengi-
lega og hátíðlega í náttúru
landsins. Ásgrímur Jónsson
hefir sennilega gert meira en
nokkur annar Islendingur til
að opna augu samlanda sinna
fyrir fegurð og yndisleika ís-
lenzkrar náttúru. I myndum
hans kemur fram hin mikla
dýpt, hin mikla víðátta, og
venjulega eitthváð af hinum
miklu jöklum landsins. Ásgrím-
ur elskar jöklana alveg sér-
staklega, af því að þeir eru ó-
aðskiljanlegur hluti sunn-
lenzkrar náttúrufegurðar. En
jöklarnir eru honum líka nauð-
synlegir. Þeir eru ljós- og lita-
gjafi í mörgum myndum hans.
Jöklarnir koma Ásgrími Jóns-
syni í þeim efnum nokkuð í
stað hinnar dularfullu, undur-
samlegu listar, sem einkennir
málverk Rembrands.
III.
Enn hefir enginn skrifað
æfisögu Ásógríms málara. •
Sjálfur er hánn fámáll og yfir-
lætislaus í mesta lagi. Hann
mun að líkindum aldrei segja
eða skrifa sjálfur mikið um
þroskaferil sinn og æfistarf.
En málverk hans, sem nú
skifta mörgum hundruðum,
rnunu fyrst og fremst verða
heimildir um þennan merki-
lega manh.
Annars vita menn með vissu
nokkur atriði um upphaf Ás-
gríms og störf hans. Hann er
alinn upp í fátækt, við venju-
leg heimilisstörf og litla skóla-
göngu. En þegar á barnsaldri
kemur fram í drengnum sterk
löngun til að mála og teikna,
þó að engin væri kennsla og
engin skilyrði til að nema þá
list í landinu. Þegar hann er
fullorðinn, kemst hann til Dan-
merkur á málaraskóla, dvelur
þar nokkur missiri, og beitir
allri orku til að sjá og nema
sem mest á sem styztum tíma,
því að lítil voru fararefnin.
Síðan tekst honum, fyrir
heppilega tilviljun, að fá ofur-
lítinn styrk til Parísarferðar.
Kemur hann síðan heim, legg-
ur á hverju vori af stað upp
í sveit, þar sem er mikil feg-
urð og miklir jöklar og málar
náttúru landsins allt sumarið.
Ásgrímur er búinn að glíma við
alla jökla landsins, við Vatna-
jökul úr Hornafirði, við öræfa-
jökul úr Landbroti, við Eyja-
fjallajökul frá Múlakoti, við
Heklu úr Þjórsárdal og Hrepp-
um, við Kerlingarfjöll uppi í
öræfum, við Skjaldbreið frá
Þingvöllum, við Eiríksjökul frá
Húsafelli, Við Snæfellsjökul úr
Staðarsveit. Lengra norður og
vestur á bóginn fer Ásgrímur
ekki. Hann vantar jöklana og
ljósmagn þeirra. Jöklarnir
verða að vera leiðarstjarna, og
í skjóli þeirra og í nánd við
þá lætur hann sér lynda, að
taka önnur verkefni: Garðinn
í Múlakoti, skóginn í Húsa-
felli með silfurtærri bergvatns-
á. Hengilinn frá Þingvöllum,
eða kvöldroðann í Reykjavík.
En allt er þetta sunnlenzkt,
og tilheyrir þeim heimi, sem
hefir mótað Ásgrím og gert
hann að miklum listamanni.
En þegar fer að hausta,
kemur Ásgrímur úr fjallferð-
um sínum, og sezt að heima í
Reykjavík. Þá byrjar vetrar-
vinnan, að fullgera og endur-
skapa myndir þær, sem hann
hefir byrjað á í tjaldi sínu
eða á afskekktum sveitabæ um
sumarið. Vetrarvinnan er erf-
ið fyrir íslenzka málara.
Skammdegið hvílir þungt á
þeim. Ljósið, sem er undir-
staða í listastarfi málarans, er
þá torfengið, en myrkrið yfir-
gnæfandi. Þegar koma ein-
stakir heiðríkjudagar, flytja
þeir sólskin inn í sál málar-
ans. Þá getur hann flutt úr
heimi endurminninganna mikið