Nýja dagblaðið - 08.04.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 08.04.1934, Page 3
W Ý 4 A dasblasib 3 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Dr. phil. þorkell Jóhanneason. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Simi 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guömundsson. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. 1 lausasölu 10 aura eint. Prentsmiöjan Acta. Atvinna og lýðrsði I fyrradag- voru kommúnist- ar að reyna að undirbúa verk- fall við kolakranann. Þeir orða það svo, að slíkt skuli gert til að mótmæla „vinnuhraðanum“ við höfnina. Það er vitanlega engin ástæða, sem til þess liggur, að slíkt verkfall skuli hafið. Kaup er ekki lækkað. Vinnutími ekki lengdur. Það eru engar venju- legar verkfallsástæður fyrir hendi. Það eina, sem fyrir ligg- ur, er að leggja niður vinnu, við fyrirtæki, sem búið er að starfræk.ia við sömu kringum- stæður mörgum sinnum áður. Sjálfar meina kommúnista- „sprauturnar“ ekkert með þessu. Þetta er þeirra venju- lega aðferð, til að látaast vera að leika forystumenn í augum verkamanna. Samt munu það vera nokkrii' verkamenn, sem féllust á til- lögur þeirra. Þegar kringumstæður þeirra manna eru athugaðar, er af- staða þeirra skiljanleg. Margir eru búnir að ganga á eyrina dagiega og hafa . ekki fengið neina vinnu. Sumir eiga fyrir heimili að sjá og hafa ekkert fyrir að leggja. Aðrir eru ung- ir menn, fljóthuga og óþolin- móðir, eins og æskunni er títt. Hvorutveggjum finnst biðin óþolandi og eitthvað verði til bragðs að taka. Slíkt er ástandið í Reykja- vík um þessar mundir. Hundr- uð manna hafa ekkert að gera á þeim tíma, sem atvinnan er mest. Þegjandi er horft á það af stjórnarvöldum bæjarins. Ekk- ert hefir verið gert til að glæða atvinnulífið í bænum. Atvinnu- tækin ganga úr sér og atvinn- an minnkar. Það er engin furða þó slíkt verði til að skapa fylgi hinum fáránlegustu hugmynd- um. En íhaldið veit hvað það ætl- ar sér. Þetta ástand gerir verkamennina sundurþykka, og gremja knýr suma, til álíka til- rauna og verkfalls við kola- kranann. Slíkir atburðir gera það réttlætanlegra að stofnað sé til aukinnar lögreglu, sem hægt er að efla svo með tíð og tíma, að hægt verði að bæla niður verkföll. Þessi tilraun kommúnista og aðrar álíkar eru alveg eftir óskum íhaldsins. En þegar það hefir eignast sinn stéttarher, þá leggst sú venja niður við kosningar, að auð- valdið horfi auðmjúkt og kjass- andi framan í vinnandi fólkið á íslandi. Sundlaugarnar og sundhöllin 110 ár. 110 ár eru liðin síðan byrjað var að kenna sund í laugunum hér fyrir innan bæ- inn. Það hefir tekið Reykvík- inga 110 ár, að koma Sund- laugunum í það ástand, sem þær eru nú í, en eins og allir vita, eru þær ónýtar nú sem stendur og hafa verið það í all- an vetur. Ennþá eru að vísu margir menn, sem vonast eftir því að gert verði við hita- vatnsleiðsluna einhverntíma í sumar, svo að þær verði not- hæfar. Ég Held að það sé mjög at- hugandi hvort rétt sé að gera við Laugarnar, þar sem þær eru. Allar leiðslur að þeim virð- ast ónýtar og það fer ekki hjá því, að það kosti mikið fé, að leggja nýjar leiðslur. Allir klefar og girðingin er mjög fúið og járnið víða lélegt. Auk þess eru þær svo nærri vegin- um, að ekki fer hjá því, að sú hliðin, sem að veginum snýr, verður alltaf fyrir skemmdum af nmferðinni. Hvar á að byggja nýjarlaug- ar? Ég álít því að réttara væri, að byggja nýja laug, sem næst hitaleiðslunni, sem til bæj- arins liggur, því það er eng- inn efi á því, að það er bein- línis sparnaður. Gömlu Laug- arnar eru alveg að verða úr sér gengnar og ónýtar og það verður ekki komizt hjá því að kosta miklu fé til viðgerða á þeim á næstu árum, ef þær eiga að reynast nothæfar. Þá mundi með þessu móti verða hægt að nota heita vatnið mun betur með því að taka það allt í eina leiðslu og þá væri hægt að skifta um vatn í Lauginni á örskömmum tíma og velja til þess þann tíma, sem ekki væri þörf fyrir vatnið í bæn- um. En hvernig sem þessu verð- ur hagað, þá má ekki dragast að úr því ástandi sem nú er, verði bætt tafarlaust. Það er ófyrirgefanlegt að hafa þetta svona lengur. Skólafólk sem vill læra að synda, svo og allir aðr- Þessvegna þarf vinnandi fólk til lands og sjávar að gjalda varhuga við öllum klofningstil- raunum, hvort sem að þeim standa kommúnistar eða bændaflokksmenn. Vinnandi fólkið á að standa saman. Framsóknarflokkurinn kveður hvern einasta vinnandi mann á íslandi til sameiginlegrar bar- áttu gegn atvinnuleysi, íhaldi og einræði. Framsóknarflokkurinn skor- ar á hvern einasta kjósanda, að fylkja sér fast um kröfu sína, þá kröfu, sem markar allar i þarfir alþýðunnar á íslandi. Sú ; krafa felst í tveim orðum: At- I vinna og lýðræði. »c* ir bæjarmenn, verða að fara upp að Álafossi til að læra þetta og má nærri geta hvað margir fara á mis við þá kennslu, og auk þess eru svo allir þeir sem syndir eru og vilja baða sig og æfa sig, þeim er fyrirmunað þetta beinlínis af bæjarstjórn Reykjavíkur. SundhallarfrumvarpiÖ 1923. Á Alþingi árið 1923 bar Jón- as Jónsson alþm. fyrst fram frumvarp til laga um íþrótta- sjóð Reykjavíkur. Honum átti að verja til þess að byggja sundhöll í Reykjavík. Þessu máli var yfirleitt illa tekið, fyrst og fremst af íhaldsmönn- um, sem þá voru ráðandi flokk- ur á Alþingi og svo einnig af forráðamönnum íþróttamanna. íhaldsmönnum þótti of mik- iö gert fyrir Reykjavík. Árið 1927 bar svo Jónas Jónsson fram frumvarp til laga um sundhöll í Reykjavík og þá var það samþykkt, en þó voru Sjálfstæðismenn á móti því og báru þó einkum fyrir hve mjög Reykjavík væri gert hærra undir höfði en öðrum lands- hlutum. Hér er ekki rúm til þess að rekja þessa raunasögu, en öll- um er kunnugt hvar því máli er komið og enn eru margir sem muna það, hvernig öllum brögðum var beitt til þess að eyðileggja það mál, t. d. má nefna það, að sumir menn álitu sýkingarhættu yfirvofandi, ef laugin væri yfirbyggð. Það var þá sem dr. med. Halldór Han- sen skrifaði grein um sundhöll- ina í Morgunbl. og eftir það báru menn kinnroða fyrir að láta það uppvíst verða, að þeir væru á móti sundhöll af heil- brigðisástæðum. Ég ætla að leyfa mér að taka hér upp nokkur orð úr þessari grein H. H., því þau eiga alltaf erindi til þeirra manna, sem þetta mál tefja. Hann segir m. a.: Úr grein dr. Halldórs Hans- cns um sundhöllina. „Það eru erfiðir tímar, allt þarf að spara, vér verðum að kunna fótum vorum forráð, satt er það. En vér verðum að spara það fyrst sem óþarfast er og kljúfa þrítugan hamarinn til þess að koma því upp sem ber marg- faldan ávöxt. Höfum við efni á að sólunda heilsu almennings? Höfum við efni á að rýra vinnuafl þjóðar- innar? Höfum við efni á að láta berklasjúklingum fjölga ár frá ári, og útgjöld til berklavarna aukast og margfaldast? Er það rétt þegar hitt er vitanlegt, að mörgum batnar með tiltölulega litlum kostnaði, ef hjálpin kem- ur nægilega snemma. Nei. — Við höfum ekki efni á að draga það, að byggja Framh. á 4. síðu. Hey vinnuvélar Bændur og aðrir sem ætla að fá sór heyvinnuvólar fyrir sumarið ættu að athuga: Að HERKULES sláttuvélamar verða með alger- lega sjálfvirkri smurningu og mikilvægum endur- hótum framyfir það sem áður hefir þekkst. Að DEERING- rakstrarvélarnar með stífu tindun- um taka langt fram þeim rakstrarvélum, sem áður hefir verið völ á. Að LUNA snúningsvélar vinna sór nú óðum vin- sældir allra þeirra er sjá og reyna. Veljið réttar vólar, réttar stærðir og rótta gerð. Samband isl. samvinnufélaga Sínii no. 2697. Vesturgötu 16. duðjóu Einarsson Ég opna í dag matsölu með sérstaklega sniðugu fyrir- komulagi. Opið frá kl. 6 f. h. til 11,30 e. m. Allt afaródýrt, svo sem: Steiktur fiskur m. kartöflum (Fish and Cheeps). 0,30 Heitir hundar (hot Dogs)............................... 0,25 Skyrhræringur m. mjólk................................. 0,50 Köld mjólk............................................. 0,20 Kaffi m. brauði........................................ 0,30 Hvítöl................................................. 0,25 Pilsner og gosdrykkir. — Cigarettur og neftóbak. — Sælgæti fjölbreytt úrval. Ég leyfi mér að vekja sérstaklega athygli bæjarbúa á steikta fiskinum, og munu þeir fljótt sannfærast um, að það margborgar sig að kaupa steiktan fisk m. jarðeplum, tilbú- inn á borðið, og með því spara bæði tíma og ,peninga. Öllum fyrirspurnum svarað mjög greiðlega. — Sérstakt hreinlæti viðhaft. — Hringið í síma nr. 2697, og þér munuð sannfærast um ágæti þessarar nýjungar. Ennfremur leyfi ég mér að benda þeim verkamönnum, sem vinna við höfnina, að koma á Vesturgötu 16, til Guðjóns. Þar fá þeir bezta og ódýrasta aðhlynningu. Virðingarfyllst. Gnðfón Einarsson Sími no. 2697. Vesturgötu 16. Umíerðarbann Umferð um Þing’vallaveginn frá Köldu- kvíslarbrú að Þingvöllum, er bönnuð fyrst um sinn, meðan klaka er að leysa. Vegamálaskrifstolan fæst leigð á Svalbarðseyri kom- andi sumar, ásamt bryggju, fólks- íbúð og ef til vill geymsluhúsi. Listhafendur snúi sér til Kaupféiags Eyfirðinga Akureyri

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.