Nýja dagblaðið - 10.04.1934, Page 2

Nýja dagblaðið - 10.04.1934, Page 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Byggingargamvinnpfélag Reykjavikur Meyjaskemman Eldhúsinnréttingar II Þeir sem vilja gera tilboð vitji uppdrátta og lýsinga til óperettusýningu Hljómsveit- ar Reykjavíkur virðist vera fylgt með meiri athygli hér í bænum um þessar mundir, en flestu öðru- Óperettan hefir Þorláks Ofeigssonar, Laugaveg 97 kl. 5—7 í dag gegn 5 kr. skilatryggingu. Mána-bón er án efa bezta, bónið fljótvirkt og létt i ^otkun. Gljáir fallega. Mána-skóáburður gerir skóna yðar eins og nýia. Til bænda og búnaðarfélaga MUNDE) að panta allar ræktunarvörur svo sem girðingarefni, verkfæri, sáðvörur og tilbúinn áburS o. fl. svo tím- anlega að ekki þurfi að treysta á síðustu stundu til aðdrátta og framkvæmda. MUNIÐ að vér útvegum yður allar slíkar vörur, og veljum þær eftir óskum yðar, og þeirri reynslu, sem við má styðjast bæði hér og erlendis. MUNIÐ að vér svörum greiðlega öllum fyrirspuraum, um þessi atriði, og sendum verðlista hvert semóskaðer. Virðingarfyllst, Samband isl. samvinnufélaga Jóhanna Tschðll (Jóhanna JóhannsdótUr). nú verið leikin 20 sinnum fyrir fullu húsi. Vafalaust setur „Meyjaskemman“ met í sýn- ingafjölda hér, ef haldið verð- ur áfram, meðan aðsókn er nóg. „Meyjaskemman" er bæði fallegur og skemmtilegur leik- ur. Lögin, sem hún er samin utanum, eru flest tekin úr danslagasafni, eftir Franz Schubert, og eru lögin hvert öðru yndislegra. Efni óperett- unnar er hugðnæmt og skemmtilegt, á köflum spreng- hlægilegt. Aðalhlutverkin eru leikin snilldarlega, og . mörg hin smærri einnig mjög vel. Allur hefir leikurinn annan svip en við eigum hér oft að venjast, sérstaklega er yfir öll- um leiknum óvenjulegt fjör, enda er stjórnin í höndum tveggja kunnra gáfumanna, þeirra Dr. Franz Mixa og R. E. Kvaran. B Hljómsteil Reytjavíknr Meyja- skemman Verður sýnd annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó (sími 3191) í dag kl. 4—7 og á morgun frá kl. 1. Kynnið yður söngvana. Kaupið leikskrána. Nótnahefti með vinsæl- ustu lögunum fást í leik- húsinu, Hljóðfærahúsinu og hjá K. Viðar. Bókmenntir — íþróttir — listir Skíðamótið i Lathi Um miðjan síðastliðinn mán- uð fór fram skíðamót í Lathi á Finnlandi, eins og getið var um hér í blaðinu fyrir skömmu. Norðmenn sendu þangað nokkra af sínum beztu skíðamönnum og svo ýmsar aðrar þjóðir. En Finnar stóðu sig frækilega, unnu hvert af- reksverkið á fætur öðru. Að- eins í , ,kombineruðu“ hlaupi og stökkum stóðu Norðmenn þeim á sporði. Finnar hafa í seinni tíð tamið sér nýtt og léttara göngulag, sem ýmsir telja mjög sigurvænlegt, og eru Norðmenn og Svíar farnir að bénda skíðamönnum sínum á, að þeir verði að taka upp j þetta göngulag Finna, ef þeir ætli að reyna að standa þeim á sporði. Annars má geta þess, að sigurinn í þolgöngun- um er að nokkru leyti undir því kominn, hvar þær eru haldnar. í Finnlandi fara þær næstum eingöngu fram á jafn- sléttu en í Noregi er skíða- brautin jafnan mjög mishæð- ótt. Er því auðsætt, að þeir, sem mótið halda, standa að öðru jöfnu nær sigrinum. Þó er þetta að sjálfsögðu ekki einhlítt eins og bezt sást á Holmenkollenmótinu um dag- inn, þar sem Finnar sigruðu glæsilega í þolgöngu. En hrað- inn hlýtur að verða talsvert misjafn, og er þvi aldrei fylli lega réttmætt að bera saman skíðagöngur, sem háðar eru við mismunandi skilyrði. Úrslitin í Lathi urðu sem hér segir: 17 km. ganga: 1. Nurmela (F.) 1.16.25 2.. Tupparainen (F.) 1.16.45. 3. E. Dahlgren (F) 1.16.51. 4. V. Forsell (F) 1.17.04. 5. Sverre Brodahl (N) 1.18.37. 50 km. ganga: 1. Toikka (F) 4.09.09. 2. Tamela (F) 4.10.35. 3. Huup- ponen (F) 4.11.34. 4. Ahtio (F) 4.12.38. 5. Likkanen (F) 4.12.43. Alls áttu Finnar 43 fyrstu mennina! Saarinen (F) var stöðugt á undan þar til 15 km. voru eftir. Þá varð hann að gefast upp vegna þreytu. I „kombineruðu“ hlaupi urðu þessi úrslit: 1. Sigurd R0en (N). 2. Val- kama (F). 3. Uionen (F). 4. Mattila (F). 5. Hallstein Sun- det (N). I stökkum urðu þessi afrek: 1. Valonen (F) 49 m. 2. Reider Karlsen (N) 48,5 m. 3. Ivanaainen (F) 47,5 m- 4. Ti- honen (F) 47 m. 5. Grass (Þýzkal.) 47 m. Hér eru tekin lengstu stökk- in bæði úr stökkkeppninni og „kombineraða“ hlaupinu. En í „kombineraða" hlaupinu voru, þó einkennilegt megi virðast, mestu stökkafrekin. X. Ingimar Sigurdsson Garöyrkjustörí Þetta er lítil bók, aðeins 3 arkir að stærð. En þetta er reyndar kostur. Fyrir bragðið er bókin handhægari. Henni er líka ætlað að vera handbók fyr- ir þá, sem oft hafa lítinn tíma til að lesa, en þurfa helzt á þeirri leiðbeiningu að halda, sem er ljós og miðuð við það, að koma að praktiskum notum. Hér er í stuttu máli skýrt frá því, hwemig yrkja eigi mat j urtagarða, hvernig undirbúa eigi landið, hversu haga skuli áburði eftir jarðvegi og öðru. Hvernig eigi að skifta garðin- um niður svo að hver tegund matjurtanna fái hæfilegt og hentugt pláss eftir stærð og legu garðsins. Þá er skýrt frá sáningu jurtanna og grisjun. Er það vandasamt atriði og þýðingarmikið að hér sé að öllu farið rétt. Þá er kafli um hirðing garða. Boðorðið hér er ógn einfalt: Burt með illgresið, h'aldið garðinum alltaf hrein- um! En boðorð eru mörg auð- lærð, og svo er um þetta. Um hitt bera allt of margir garðar vitni, að það er víða illa hald- ið. Þetta er samt ekki eins erfitt og sumir halda. Sé garði einu sinni haldið hreinum sum- arlangt, verður það auðvelt næstu árin! Þá kemur kafh um mat- jurtir ýmsar, fjölærar mat- jurtir (Rabarbara o. fl.) og jarðepli. Er þetta langmesti hluti bókarinnar, enda er hér vikið að flestum þeim mat- jurtum, sem algengar eru eða algengai- ættu að vera í görð- um. Loks er kafli um upptöku og geymslu á matjurtum. Nú fer í hönd sá tími, að menn fari að hugsa um garða sína, þeir sem þá hafa. Hér í Reykjavík er ennþá allt of lítið um það, að mönnum almennt gefist kostur á því að hafa 1 smágarða í útjöðrum bæjarins, sem þeir geta yrkt í hjáverk- um og unað sér í á sumrin, þegar svo vill verkast. Víða í öðrum löndum hefir verið komið skipulagi á slíka garð- yrkju og þótt gefast vel og þótt hér sé ekki skilyrði eins góð fyrir trjágróður og víðast ytra, þá má hér margt rækta til gagns og gamans þeim, sem yndi hafa af því að hlúa að gróðri. En það eru flestir og er þetta mikið heilsu og menningaratriði, og þó nokk- urt hagnaðarmál. Fyrir slíka garðyrkjumenn og alla byrjendur, er bók Ingi- mars Sigurðssonar um garð- yrkjustörf nytsöm og hand- hæg. MT Auglýsingar i Nýja dagblaðiuu auka viöskiftiu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.