Nýja dagblaðið - 10.04.1934, Síða 4
4
» Ý 3 A
DAð BLAÐIÐ
Annáll
Suöurlandiö fer til Breiðafjarðar
á morgun, en flutningi sé skilað í
dag. ■ jJ
Bruggari tekinn. Guðmundur
Jónsson á Hverfisgötu 100 var á
laugardagskvöldið tekinn fyrir
bruggun. Fundust hjá honum
nokkrar flöskur af heimabrugguðu
áfengi.
A1 veiðum komu í gœr Sindri
með 82 föt lifrar. Hannes ráðherra
með 130, Geir með 97 og Skalla-
grímur með 130 föt.
Farfuglaiundi sem vera átti í
kvöld er frestað til næsta -þriðju
dags.
SáÖin. Brottför hennar var frest-
að til kl. 9 i kvöld.
Dráttur í happdrætti háskólans
fer fram i annað sinn i dag.
Bngin vinnustöðvun varð i gær
við uppskipun kolanna. Brynjólí-
ur Bjamason kom niður í verka-
mannaskýli i gærmorgun og vildi
l'á verkamenn til þess að hætta að
vinna við koiauppskipun í kola-
skipi, sem lnér er með kol til þórð-
ar Ólafssonai', sökum þess að kola-
kraninn var notaður. Brynjólfur
fékk enga áheym og verkamenn
vildu lialda áfram að vinna.
Á matreiðslunámskeið það í
Austurbæjarskólanum, sem ungfrú
llelgu Sigurðardóttir auglýsir í
dag, verður bætt við fáeinum
námsstúlkum, vegna þess að
nokkrar stúlkur sem ráðnar voru
að taka þátt í námskeiðinu, hafa
forfallast. þær stúlkur, sem áður
liöfðu sótt og ekki fengið pláss
verða nú látnar sitja fyrir öðrum.
Skiðaierðir. Veðrið á sunnudag-
inn var afbragðs gott, enda not-
uðu það margir. Um 200 manns
voru á skíðum á Heilisheiði og í
Henglinum. Fjöldamargir gengu
upp á Skáiafell, allmargir í Jós-
efsdal og upp á Bláfjöll, og enn
nokkrir fóru upp í Kjós og gengu
yfir Kjöl. Alls munu um 300
manns hafa verið á skiðum á
sunnudaginn. Sólskin var mikið
allan daginn, enda er skíðafólkið
dökkbrúnt í andliti.
Dr. Ame Möller fór utan með
Dr. Alexandrine í gær. Hefir hann
dvalið hér um skeið og flutt fyrir-
lestra við háskólann, aðallega um
íslenzkan sálmakveðskap á mið-
öldum.
Frá stjórn íslenzku
yikunnar á Suðurlandi
Eins og kunnugt er, byrjar
ísl. vikan að þessu sinni 22. þ.
m., og eru það vinsamleg til-
mæli stjómar ísl. vikunnar á
Suðurlandi til skólastjóra og
kennara í skólum landsins, að
þeir noti tímann þar til næstu
Isl. viku er lokið, til þess, að
glæða áhuga nemenda sinna
fyrir málefnum Isl. vikunnar
með ritgerðum, fyrirlestrum og
umræðum um þau.
Síðastliðið ár, var dálítilli
fjárhæð varið til þess að verð-
launa beztu ritgerðir bama í
bamaskólunum í Reykjavík og
Hafnarfirði um málefni Isl.
vikunnar.
Nú hefir stjómin ákveðið að
verja allt að kr. 200,00 til verð-
launa fyrir beztu ritgerðir
nemenda í gagnfræðaskólum
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Verður skólastjórum hlutaðeig-
andi skóla síðar tilkynnt um
það, hvar og hvenær ritgerð-
imar eiga að afhendast, og
hverjir fengnir verða til þess
að dæma um þær.
Frá Húsavík 8/4. Hér á Húsa-
vík var góður fiskafli undanfama
viku, eða venjulega um 6000 kilo-
grömm i róðri, á stærri báta. Fisk-
urinn er genginn á grunnið, og
stutt sóttur. Smásíld til beitu veið-
ist á höfninni og inn við Sand. FÚ
Frá Ólaísvík 9/4. þrír opnir
bátai- liéðan fóru til Búða á Snæ-
fellsncsi 5. þ. m. og stunda þaðan
sjóróðra, en alli heíir verið treg-
ur. Hér og á Sandi var ágætur
afli siðastliðna viku. — FÚ.
Úr Rangárvallasýslu 9/4. Orma-
veiki í sauðfé stingur sér niður á
stöku stað, en miklu minni brögð
eru að henni en í fyrra, enda not-
uðu margir ormalyf í haust og
vetur handa fé sinu, einkum
töflur þær, sem Niels Dungal
mælti með, og virðast þær hafa
gefizt mjög vel að dómi þeirra, sem
reynt hafa. Hey hafa reynzt létt
og beit sömuleiðis, og hefir því
verið gefið mjög mikið í vetur, þó
jörð hafi oftast verið auð, enda
hefir beit ekki notast sökum hrak-
viðra. Kýr hafa mjólkast með
lakasta móti. — FÚ.
Blatreidslnnámsskeid
i Ansturbæiarskólanum
Sökum forfalla annara geta nokkrar stúlkur komist að á
námsskeiðinu í kvöld. IJppl. í síma 2151.
Helga Sigurðardóttir.
Stórbruni
Loncíon kl. 20,50 8/4. FÚ.
Seint í gærkvöldi kom upp
eldur í bifreiðaskýli eins
stærsta flutningafélagsins í
Liverpool. Á tíma var óttast
um, að hár reykháfur, sem á
því var, myndi falla á nærliggj-
andi hús, en svo varð þó ekki.
Slökkviliðinu tókst að ná tökum
á eldinum snemma í morgun.
Fjörutíu vagnar eyðilögðust,
þar á meðal 18-hjóla bifreið, sú
eina af þeirri tegund, sem til
var í Englandi.
10 þús. hundar drepnir. í Ok-
luhama í Bandaríkjunum hefir
komið upp hættulegur faraldur af
hundaæði. Til þess að stemma
stigu fyrir útbreiðslu þess, hefir
verið tekið það ráð, að lóga 10 þús-
und hundum í ríkinu, — FÚ.
pegar Ungverjar sömdu lrlðlnn.
Titulescu, utanríkisráðherra Rúm-
eníu, hélt þvi fram i ræðu nýlega,
að Ungverjar heíðu ekki gert
skyldu sína gagnvart Dónárríkj-
unum, er þeir sömdu friðinn i
París 1919, og taldi að hin erfiða
aðstnða Dónárríkjanna væri að
miklu leyti vanrækslu þeirri að
kenna. þessu svaraði þingmaöur,
sem tók þátt í friðarsamningun-
um, í efri málstofu ungverska
þingsins, og sagði m. a., að ung-
verska friðarsamninganefndin
hefði sætt sömu meðferð í Paris
og stríðsfangar, og væri það algjör
misskilningur að ætla, að samið
liefði verið um friðarskilmálana,
heldur hefði nefndin orðið að
skrifa undir það, sem fyrir hana
var lagt. — FÚ.
Frá Vestmannaoyjum 9/4. Und-
anfarna daga hefir verið stöðugt
blíðviðri og afli ágætur. Nokkrir
smábátar hafa stundað síldveiði í
lagnet og veitt mjög vel. Fimm
færeysk fiskiskip komu í gær til
þess að kaupa nýveidda beitusíld.
— FÚ.
„Brúarfoss“
fer á föstudagskvöld (13.
apríl) um Vestmannaeyjar, til
Hull og Hamborgar.
Farseðlar óskast sóttir fyrir
hádegi samá dag.
„Dettiloss“
fer á fimmtudagskvöld 12.
apríl til Vestfjarða og Breiða-
fjarðar.
Fer fyrst beint til Isafjarðar.
Farseðlar óskast sóttir fyrir
hádegi sama dag.
rmm Vl 1 ^
Ci r X *
S u ð i n
fer kl. 9 í kvöld.
K YNNIÐ ykkur hvern-
ig þið getið notið arðs hjá
Kaupfélagi Reykjavíkur til
jafns við félagsmenn.
Sími kaupfélagsstj. 1245.
• Ódýrn %
anglýsmgamar.
Kaup og sala
5 hestafla Trumph-mótorhjól
í ágætu lagi, er til sölu fýrir
tækifærisverð. Upplýsingar á
Grettisgötu 22 D frá kL 4—7 á
kvöldin.________________
Tækifærisverð á nýtízku
svefnherbergishúsgögnum,
vegna burtfarar, ásamt fleiri
húsgögnum. Einar Carlsson,
Vatnsstíg 3 eða á Laugaveg
141. Símar 4587 og 2672.
limvötn, hárvötn og hrein-
lætisvörur fjölbreytt úrval hjá
Knupfélagi Reykjavíkur.
Hús og aðrar fasteignir til
sölu. Hús tekin í umboðsaölu.
Skrifstofan í Aðalstræti 9 B
opin kl. 11—12 og 5—7. Sími
4180 og 3518 (heima). Helgi
Sveinsson.
„Komi ríki þitt“ fæst hjá
öllum bóksölum. Kostar aðeins
4 kr. bundin, en 3 kr. óbundin.
SPAÐKJÖT
af úrvalsdilkum alltaf fyrir-
liggjandi. S. í. S. — Sími 1080.
Húsnæði
Lítil íbúð á góðum stað í
bænum til leigu frá 14. maí.
Uppl. á skrifstofu I. S. I. Sími
1080.
Fremur lítið snoturt herbergi
nálægt miðbænum óskar karl-
maður eftir 1. maí. Fyrirfram
greiðsla. A. v. á.
Sólríkt herbergi með sérinn-
gangi óskast 14. maí fyrirkarl-
mann í fastri atvinnu. Tilboð
merkt „Sólríkt“ leggist á afgr.
blaðsins.
2—3 stofur og eldhús óskast
í nýtízku húsi 14. maí. Fyrir-
framgreiðsla. Sími 2092.
t
Ef þú villt að af sé máð
óhreinkan í tíma:
3—1—8—3 er róð,
þá að hringja í síma.
RAUÐA HUSID.
— Erum við ekki tilbúnir?
— Jú. Það er bezt, að þú hengir treyjuna þína
á sjötta staurinn og ég á þann átjánda, þá sjást
þeir betur. Ætlar þú að klæða þig úr fötunum hérna
eða í bátnum?
— Að nokkru leyti hér og að nokkru leyti í bátn-
um. En ertu nú viss um að þú viljir ekki helzt kafa
sjálfur?
— Alveg viss. En ég þakka þér nú samt íyrir
hugulsemina!
Þeir gengu fyrir endann á síkinu og yfir á hinn
bakkann. Þegar þeir komu að sjötta staurnum fór
Bill úr treyjunni og hengdi hana á staurinn. Því
næst klæddi hann sig úr ytri fötunum, en Antony
fór að athuga um átjánda staurinn. Þegar þessu
var lokið stigu þeir í bátinn og Antony þreif ár-
amar.
— Segðu til, Bill, þegar ég er kominn á þitt mið.
Hann réri hægt út á mitt síkið.
— Þú ert nú hérumbil á staðnum, sagði Bill loks.
Antony lagði upp árar og leit í kringum sig.
— Já, það er eitthvað um þetta bil. Hann sneri
bátnum svo, að framstefnið horfði að grenitrénu,
sém Bill hafði falizt undir. Sérðu tréð mitt og
treyjuna?
— Já sagði Bill.
— Það er ágætt. Nú ætla ég að róa hægt í
þessa stefnu, þangað til við erum komnir nákvæm-
lega á þeim stað, þar sem jakkinn þinn og tréð þitt
ber saman í beinni línu. Athugaðu þetta eins ná-
kvæmlega og þér er unnt — sjálfs þín vegna!
— Ekki lengra, sagði Bill. ögn aftur á bak, ögn
betur ... svolítið áfram, aftur. Þetta er gott. Ant-
ony lagði nú upp áramar og leit í kringum sig. Að
svo miklu leyti sem hann gat séð, þá voru þeir nú
staddir þar sem bæði miðin sögðu til, að töskunni
hefði verið sökkt.
— Jæja Bill, nú skaltu kafa. Bill smokkaði sér úr
skyrtu og buxum og reis á fætur.
— Þú mátt ekki steypa þér úr bátnum, karl
minn, sagði Antony ákveðinn. Þú myndir hrynda
bátnum úr horfi. Láttu þig síga hægt og rólega
niður í vatnið. Bill lét sig síga niður í vatnið úr
skut bátsins og synti svo rólega fram með bátn-
um.
— Hvemig er vatnið? sagði Antony.
— Kalt. Jæja, vertu þá sæll! Hann spymti við,
það sást til hans augnablik í vatnsskorpunni. Svo
hvarf hann. Antony hélt bátnum í horfi og leit nú
eimþá eftir miðunum.
Bill kom nú upp úr á bak við hann og blés og
spýtti ákaflega.
— Það er fjandans for í botninum, sagði hann í
ásökunarróm, eins og Antony ætti sök á þessu.
— Slý?
— Nei, því er nú betur.
— Jæja. reyndu aftur.
Aftur kafaði Bill og Antony kom bátnum aftur í
sitt rétta lægi. Og aftur skaut Bill upp, í þetta
skipti framan við bátinn.
— Þú ert eins og selur útlits, sagði Antony og
brosti. Ef ég fleygði síld til þín myndirðu grípa hana
'fimlega með munninum.
— Það er enginn vandi fyrir þig að gera að gamni
þínu. Hvað á þetta annars að ganga lengi?
Antony leit á úrið.
— Svona þrjá klukkutíma. Við verðum að halda
heim þegar byrjar að daga. En hertu þig nú, því
mér verður kalt að sitja hér.
Bill jós á hann vatni og kafaði enn. I þetta skipti
var hann nærri mínútu í kafi og hann glotti þegar
honum skaut upp aftur.
— Ég náði taki á töskunni, en hún er fjandi þung.
Það gæti verið, að ég réði ekki við hana einn.
— Það er ágætt, sagði Antony. Hann náði í dig-
urt snæri úr vasa sínum og fékk Bill það. Þræddu
þetta í gegnum hankann á töskunni, ef þú getur.
Svo drögum við hana upp báðir.
— Ágætt! Eftir tvær mínútur voru þeir búnir að
töskunni upp í bátinn. Bill klifraðist upp í og Ant-
ony réri að landi.