Nýja dagblaðið - 11.04.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 11.04.1934, Blaðsíða 4
A N Ý J A DAGBLAÐIÐ Annáll Skipafréttir. Gullfoss kora lil Kaupmannahafnar í fyrradag. Goðafoss fór frá Hull í gœr á leið lil Vestmannaeyja. Bmarfoss fer lil Breiðafjarðar og Vestfjarða á morgun. Dettifoss fór til Keflavík- ur í gærkvöldi. Lagarfoss var í aær á leið fil Kaupmannahafnar frá Noregi. Selfoss var í Ant- vverpen í gær. Jarðarför Guðmundar Heigason- ar stórkaupmanna fer fram frá dómlurkjunni i dag kl. 1%. Drengurinn sem varð fyrir bif- reiðinni um daginn, porlákur N. Arason verður jarðsunginn í dag. Jarðarförin fer fram frá dómkirkj- unni, en hefst með bæn á heimili foreldranna Laugaveg 138, kl. 3 síðd. Maður barinn til óbóta. í fyrra- kvöld var hringt á lögregluna frá Framnesveg 13 og beðið um að- stoð lögreglunnar. Hafði drukkinn maður komið þar í húsið og spurt eftir manni, sem bjó þar ekki. Guðbjartur Ólafsson hafnsögumað- ur, sem þarna býr, bað manninn þá að l'ara aftur, en hann brást reiður við og barði Guðbjart í and- litið, svo liann nefbrotnaði. Af velðum komu í gær togar- arnir Ólafur með 82 föt lit'rar og Gulltoppur með 137 föt. Súðin fór austurum í gærkvöldi. Tala bífrelða var samkvæmt skýrslu vegamálastjóra árið 1933 á öllu landinu 1559. Flestir bílar eru Chevrolet, 95, og næst Buick ca. 80. Vöruflutningsbifreiðar eru þó flestar Ford. Verðmæti innfiuttrar vöru var í febrúar 2.557.290 kr. Saltfiskútflutningur i febrúar var 7288 tonn fyrir 2.769.870 kr. Heildarútflutningurlnn tvo fyrstu mánuði ársins var 5.514.460 kr. og er það 10% minna en á sama tíma í fyrra. Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8 verður haldin Hljómleika- og kveðjusamkoma fyrir Adj. Svövu Gisladóttir, Capt. Boyd og Capt. og Frú Spencer. — Mikill söngur og hljóðfærasláttur! Úr Hafnarfirði 9/4. í morgun komu af veiðum: Rán með 83 föt lifrar, Walpole með 80 föt, línu- veiðararnir Bjamarey með 150 skp. Huginn með 200 skp., og Andey með góðan afla, og Báran (vélbát- ur) með ágætan afla. — FÚ. Guðmundur Helgason stórkaupmaður. Hann andaðist að heimili sínu hér í bænum 24. marz. Hann var fæddur 2. nóv. 1898, sonur hins mæta bændaöldungs Helga Guðmundssonar hrepp- stjóra á Ketilstöðum í Hörðu- dal. Guðmundur gekk í Sam- vinnuskólann 1919 og lauk það- an prófi. Vann hann við verzl- unarstörf hjá kaupfélögum sunnanlands um skeið. Síð- ar fékkst hann við verzlunar- störf í Hamborg og Kaup- mannahöfn. Átti hann fyrstur manna þátt í því að koma ís- lenzkri síld á markað í Mið- Evrópu, ásamt Magnúsi Andr- éssyni stórkaupmanni í Kaup- mannahöfn. Árin 1926—1928 var hann í förum til Suður- Ameríku á vegum danskra verzlunarhúsa. 1930 flutti hann alfarið heim og stofnaði þá firmað G. Helgason og Melsteð í félagi við Pál Melsteð stór- kaupmann. Guðmundur heitinn var greindur maður og vel látinn. Hann var góður taflmaður og vann mörg verðlaun fyrir tafl á ferðum sínum. Málamaður var hann óvenjugóður, talaði og ritaði ensku, þýzku og spönsku. Má óhætt telja að Guðmundur hafi verið í fremri röð hinna yngri kaupsýslumanna. Peningafölsun. Fundizt hefir verðbréfa og peningafölsunarverk- smiðja nálægt Varsjá. Leynilög- reglumenn frá Scotland Yard kom- ust á slóðir falsaranna og fundu verksmiðjuna. Karlakór Reykjavikur Söngstjóri: Sigurður Þórðarson Sam söngur í Gamla Bió, fimtudaginn 12. april kl. 7'/*. Píanounditspil: Ungfrú Anna Péturss Aðgöng'umiðar á kr. 1,00, 2,50 og 3,00 seldir í Gamla Bíó frá kl. 1 í dag. Nýkomid: Ódý Asparges í dósuni (ítalskar). Asíur í glösum. Agurkur í glösum. Appelsínu-marmelaðe (íta lskt). Sýróp i glösum. Capers í glösum. Gerduft í stömpum. Jarðárberjasulta (ítölsk). Kaupfélag’ Bankastrœti 2 Kirsuber Cocktnil í glösiun. Marmite Exlract, 2 oz. og 4 oz. Maccarónur, ítalskar. Ferskjur, niðursoðnar. Perur, niðursoðnar. Apricosur, niðursoðnar. Blandaðir óvextir, jiiðursoðnir. Reykf a ví kur Sími 1245 ru auglýsings rttar. Kutif) og saln II Leitið ekki langt yfir skamt! Því bezta og ódýrasta fæðið og krónu máltíðir fáið þið alltaf í Matstofunni Tryggvagötu 6. Tækifærisverð á nýtízku svefnherbergishúsgögnum, vegna burtfarar, ásamt fleiri húsgögnum. Einar Carlsson, Vatnsstíg 3 eða á Laugaveg 141. Símar 4587 og 2672. Frosið dilkakjöt alltaf fyrir- liggjandi. Freðkjöt frá Norður- landi al alþekkt fyrir gæði og góða og hreinlega meðferð. S. í. S. — Sími 1080. Vegna þrengsla seljast nokkr- ir tvísettir klæðaskápar með tækifærisverði og góðum greiðsluskilmálum. A. v. á. eða sími 2773. Húsnæði Q í Bruxelles ætluðu þjóðernis- sinnar að vígja nýtt fundarhús nýlega, en vígslan fór öll í handa- skolum vegna þess, að kommún- istar liöfðu liaft viðbúnað mikinn, og réðust á íundaimenn. Vai'ð haidagi úi', og barst ieikurinn viða um götumai', unz lögreglunni tókst að skakka leikinn. — FÚ. Fimm nazistar iu-utust út. úr fangelsi i Linz i Austurríki ný- lega. Lógreglan hefii' nú tekið noklcra af ætlingjum þessai'a sti-okufanga fasta, fyrir hjálp og undirbúning við flóttann. — FÚ. Skógareldur kom upp nálægt Beilín í fyrrakvöld. Slökkviliðið kvaddi sér til aðstoðar flokk árás- ai’liðsmanna, og tókst að slökkva eldinn, en þó ekki fyrr en hann hftfði eytt um 30 þúsund fei'metr- um af skóglendi. — FÚ. Fannkoma i Skotlandi 8. þ .m. gerði mikið fannkyngi í Skotlandi, ■ í Deeside og Donside Ijéruðunum. Snjói-inn er þar nú eitt fet á dýpt. í Aberdeen voru einnig þi'umur og eldingar. Talsímastaui-ar svign- uðu og línur slitnuðu undan fann- kyngi snjóþyngslanna, svo að - símasamband var víða slitið. FÚ. Fágætur fundur. 8. þ. m. fannst i Triest peningur sleginn eftir elztu mynd sem kunnugt er að til hafi verið af Kristi. Aðeins Fimm slíkir peningar hafa fund- i/.t. — FÚ. 1 H Ij omsve.it Reyfcjaíiknr Meyja- skemman Unglingsstúlka óskast um tíma, hálfan daginn, Grundar- stíg 8. Sími 4399. Sníðum og mátum kvenkáp- ur og dragtir. Saumastofan Tízkan, Austurstr. 12, 1. hæð. Góð, sólrík þriggja herbergja íbúð í Þingholtunum til leigu frá 14. maí. Tilboð merkt ,,1888“ leggist á afgr. 'Nýja dagblaðsins. • Stúlka óskar eftir litlu her- bergi 1. maí, helzt í austur- bænum. Tilboð merkt „Lítið herbergi“ leggist á afgreiðslu blaðsins. Lítil íbúð á góðum stað í bænum til leigu frá 14. maí. Uppl. á skrifstofu S. í. S. Sími 1080. Fremur lítið snoturt herbergi nálægt miðbænum óskar karl- maður eftir 1. maí. Fyrirfram greiðsla. A. v. á. 2—3 stofur og eldhús óskast í nýtízku húsi 14. maí. Fyrir- framgreiðsla. Sími 2092. -Fundið Rauðröndóttur trefill tapað- ist frá Sogamýrarskóla að Austurbæjarskóla. Finnandi geri aðvart í síma 4326. Gullúr í kassa með áletr- un á lokinu: Kristín Sigfús- dóttir, Þórunúpi, hefir tapast s. 1. laugardag í miðbænum'. Finnandi beðinn að skila gegn fundarlaunum á afgr. blaðsins. RAUÐA HÚSIÐ. — Þetta var laglega af sér vikið, Watson, sagði hann þegar þeir stigu á land. Hann náði í báða jakkana og beið svo með tösk- una í hendinni meðan Bill þurkaði sér og klæddist. Að því loknu gengu þeir inn í þykknið. Antony lagði frá sér töskuna og þreifaði í vasa sinn. — Ég ætla að fá mér í pípu áður en ég opna töskuna, sagði hann. En þú? — Ég líka. Þeir fylltu pípur sínar vel og vandlega og kveiktu í þeim. Bill var ofurlítið skjálfhentur. Antony tók eftir því og brosti til hans. — Tilbúinn ? — Já. Þeir settust niður. Antony hélt töskunni milli hnjánna, þrýsti á lásinn og opnaði hana. — Föt, sagði Bill. Antony tók upp þá flíkina, sem efst lá og hristi hana. Það var brún flónelstreyja. — Kannast þú við hana þessa? spurði hann. — Þetta eru brúnu flónelsfötin hans Marks. — Þau, sem hann átti að hafa flúið í? — Já. Svo er það. En hann átti nú eins og þú veizt, ósköpin öll af fötum. Antony leitaði í brjóst- vasanum og tók þaðan nokkur bréf. Hann virti þau snöggvast fyrir sér og var hik á honum. — Það er líklega réttast ég lesi þau, sagði hann. Ég á við til- þess að sjá ... Hann leit spyrj- andi augum á Bill, en hann kinkaði kolli. Antony lét vasaljósið skína á bréfin og leit á þau. Bill beið með eftirvæntingu. — Líttu bara á! — Hvað er nú það? — Bréfið, sem Cayley gat um við lögreglufull- trúann. Frá Robert. „Mark, þinn ástkæri bróðir kemur að heimsækja þig ...“ — Já, það er víst bezt að ég haldi því eftir. Nú, þetta var treyjan. Við skulum nú líta á það sem eftir er. Hann tók nú fötin úr töskunni og breiddi úr þeim á jörðina. — Nú, hér er þá allur fatnaðurinn. Skyrti, bindi, sokkar og nærföt, skór — allt reifið. — Allt, sem hann var í í gær? * — Já. — Hvaða ályktun dregur þú af þessu? Bill hristi höfuðið og kom með gagnspurningu: — Er þetta það, sem þú áttir von á? Antony hló nú allt í einu. — Þetta er í meira lagi broslegt, sagði hann. Ég átti von á. — Jú, þú veizt á hverju ég átti von; á dauðum manni, alklæddu líki. En ef til vill var viss- ara að fela fötin sér í lagi. Líkið hér og fötin í ganginum, þar sem enginn gat fundið þau. En nú gerir hann sér mikið umstang til þess að fela fötin hér, og skeytir ekkert um líkið. Hann hristi höf- uðið. Ég játa það, að ég er sannast að segja í vafa, hvað ég eigi að halda nú, Bill. — Er þarna nokkuð fleira? Antony leitaði í töskunni. — Steinar og — jú, hér er eitthvað. Hann náði í þetta og sýndi Bill. Það var lykillinn að vinnuherberginu. — Skrattinn hafi það, ef þú hefir ekki haft rétt fyrir þér. Antony fór aftur að grufla í töskunni og hvolfdi henni svo gætilega á grasið. Úr henni ultu allmargir steinar — og enn einn hlutur. Hann lýsti með vasa- ljósinu. — Annar lykill, sagði hann. Hann stakk á sig báðum lyklunum og sat lengi hljóður og hugsandi. Bill var líka þögull, því hann vildi ekki trufla Ant- ony, en að lokum rauf hann þögnina. — Á ég að koma þessu fyrir aftur? Antony hrökk við og leit upp. — Hvað þá. Já auðvitað. Nei annars, ég skal gera það sjálfur. Haltu á ljósinu. Hægt og gætilega lagði

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.