Nýja dagblaðið - 26.04.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 26.04.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, fimmtudagínn 26. apríl 1934. 96. blað. í TðfjOíd Baráttan um Kina rfl!7n O qX milfln oTAmml/lnnnn ii4nP Japanir reyna að milda hugi stórveldanna útaf yfirlýsingu er þeir sendu frá sér um yfirráð í Kína. Mynd þessi var tekin morguninn eftir hið ægilega slys, sem varð í þorpinu Fjöra í Noregi, þar sem 41 maður fór- ust út af því að heljarmikið bjarg hrundi hátt úr fjalli nið- ur í fjörðinn, sem þorpið stóð við. Sundrast Kommúnistaflokkurinn? Það er haft eftir kommúnistum, að ísleifur Högnason í Vestmannaeyjum, Gunnar Jóhanns- son á Siglufirði og EINAR OLGEIRSSON verði reknir innan fárra daga. t DAG Sólaruppkoma kl. 4,23. Sólarlag kl. 8,32. Flóð árdegis kl. 3,10. Flóð síðdegis kl. 15,30. Veðurspá: Norðaustankaldi. Léttir til. Ljósatími hjóla og bifreiða 8,55—4. Söín, skrilstofur o. fL: 1 Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 ' þjóðminjasafnið ......... opið 1-3 Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3 þjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 Alþýðubókasafnið .. ..opiö 10-10 Landsbankinn .......... opinn 10-3 ; Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 j Utvegsban.' inn opinii 10—12 og 1—4 Útbu Landsh., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Hvk og nágr. 10-12 og 5-7'/•> Fóstiiúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-0 Bögglapóststofan ..... opin 10-5 Landssiminn ............ opinn 8-9 Skriístofa úivarpsins kl. 10-12 og 1-0 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9 12 og I 0 liimskipafélagið ........ opið 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Sölusamli. ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—6 Skrilst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst lögManns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarst ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Ríkisféhirðir ................ 10-3 Skipaskoðunar og skráningast. ríkisins 10-12 og 1-6 Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Lögregluvarðst opin allan sólarhr. Heimsóknartiml sjúkrahúsa: Landsspítalinn .......... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ...... kl. 3-5 Mughrnesspítali ...... kl. 12%-2 Vífilstaðahælið 12^-1% og 3%-4Vi Kleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar.................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 lílliheimilið ............... 1-4 NæturvörOur í Reykjavikurapóteki | og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Gísli Fr. Petersen, Barónsstíg 59. Sími 2675. Skemmtanlr oy samkomur: Málverkasýning Finns Jónssonar, Austui’stræti 10 (Braunsverzlun, uppi). Samgöngur og póstíerðir: Súðin vestur um í hringíerð kl. 9 síðd. Dagskré útvarpalna: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. Lesin dagskrá næstu viku. 19,25 Erindi ísl. vikunnar: Handavinna í skólum (Halldóra Bjamadóttir). 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: Jarðvegsrannsóknir, IV (Há- kon Bjarnason). 21,00 Tónleikar: á) Útvarpshljómsveitin. b) Gram- inófónn: Islenzk lög. c) Danslög. Ýmislegt, sem fram hefir komið nú upp á síðkastið, bendir á það, að Kommúnista- flokkurinn sé í algerðri upp- lausn og að hann muni ef til vill sundrast allur áður en kosningarnar fara fram nú í sumar. Hinir tíðu brottrekstrar úr flokknum á skömmum tíma hafa að vonum þótt harla und- arlegir. Meðal þeirra, sem rekn- ir hafa verið, eru Ingólfur Jónsson bæjarstjóri á ísafirði, Haukur Björnsson, Hendrik Ottoson, Gísli Indriðason o. fl. Ennfremur hefir aðal máttar- stólpi flokksins á Akureyri, Jón Guðnason kaupmaður, sagt sig úr honum. Um þessa menn er sagt svo frá í Verklýðsblaðinu, að þeir hafi ekki verið „réttlínumenn“, að þeir hafi verið „tækifæris- sinnar“. Verklýðsblaðið skýrir frá því nú í vikunni, að „tæki- færisstefna“ þessi sé upp fund- in af Stefáni Péturssyni, og hafi Stefán upphaflega verið á móti því að stofna kommúnista- flokk hér á landi. Segir blaðið, að Stefán hafi viljað vinna með Alþýðuflokknum. Stefán» hefir þó ekki enn verið rekinn, en dvelur nú í Rússlandi. Hann er eini maður hérlendur, sem skrifað hefir bók um rússnesku kommúnistabyltinguna. En allra nýjustu fregnimar eru þær, að fyrir dyrum standi innan fárra daga ný og yfir- gripsmikil „hreinsun“ í flokkn- um og þeir, sem nú eigi að reka, séu kommúnistaforingjarnir á Siglufirði og í Vest- mannaeyjum, Gunnar Jóhannsson og Isleif- ur Högnason, og auk þeirra Einar Olgeirsson. Um Brynjólf Bjamason hef- ir Verklýðsblaðið sagt, að hann hafi látið í ljós „sáttfýsi við tækifærisstefnuna". Helzt er svo að sjá, að Jens nokkur Figved frá Eskifirði sé nú hinn leiðandi „réttlínumað- ur“. Hann ritar undir nafni grein þá í síðasta Verklýðsblað, sem skýrir frá deilunum innan flokksins. London kl. 18 25/4. FÚ. í alþjóðamálum dregur enn að sér langmesta athygl alstað- í ar afstaða Japana til Kínverja. Japanskir stjórnmálamenn eða sendiherrar eru hvarvetna að reyna að sannfæra ríkisstjóm- irnar utn það, að stefna jap- önsku stjómarinnar sé engan- vegin nein ásæknisstefna. Gagnrýnin á framkomu Jap- ana er ákveðnust í Bandaríkj- unum. Japanski sendiherrann í Washington heimsótti í dag utanríkisráðuneytið þar, og skýrði frá því, að það væri alls ekki ætlun Japana að hverfa Londou kL 18 23/4. FÚ. Spænska stjómin hefir sagt af sér, vegna erfiðleika, sem risið hafa út af nýju náðunar- lögunum. En í þeim er gert ráð fyrir náðun nálega átta þúsund pólitískra fanga og eru margir þeirra konungssinnar. Zamora forseti skrifaði að vísu undir lögin, en lét þess Auk peningaseðla hafa verið fölsuð hlutabréf ýmsra féiaga og skulda- bréf margra ríkja. Er talið að fölsunin nemi allt að 20 millj. kr. Pólsku lögreglunni hefir ný- lega heppnast að hafa upp á félagsskap, sem vann að stór- kostlegri seðla- og verðbréfa- fölsun. Hafði leikið grunur á því um hríð, að til myndi slík- ur félagsskapur og hafði lög- reglan því fengið sérstakan spæjara frá Scotland Yard, Hatherill að nafni, til aðstoðar við eftirgrennslunina. Var það einkum fyrir hans atbeina, að það tókst að hafa upp á seðla- fölsurunum. Það var í London, að menn urðu seðlafölsunarinnar fyrst varir. Kom það í ljós, að í um- ferð vom nokkur fölsuð bréf af hinum svonefndu 7 % frá ,,opindyrastefnunni“ í Kína, þ. e. að það væri ekki ætlun þeirra að amast við því, að er- lendar þjóðir hefðu þar sams- konar réttindi og hingað til. Hinsvegar sagði hann, að það væri krafa Japana, að þeir yrðu spurðir ráða um þau mál, sem væru viðkomandi Kína og gætu verið bagaleg japönskum hagsmunum. Amerísk blöð eru mjög harð- orð í ummælum sínum um Japana. Eitt þeirra kemst svo að orði, að Japanar hafi glatað trausti heimsins, með því að gera að leiksoppi þýðingar- mestu alþjóðasamninga, sem nokkurn tíma hafi verið gerðir. getið um leið, að hann gerði það með fyrirvara, og kvaðst mundu birta athugasemdir sín- ar síðar. Lerroux forsætisráðherra lýsti því þá yfir, að þessi athuga- semd bæri vott um það, að hann hefði glatað trausti for- setans og lagði hann því fram lausnarbeiðni sína og allrar stjórnarinnar. pólsku ríkisskuldabréfum. Var eftirlíkingin það vel gerð, að munurinn varð ekki fundinn nema með sérstakri aðgæzlu. Seðlafalsararnir höfðu komið sér upp sérstakri bækistöð í einu af úthverfum Varsjá. En svo vandlega var frá öllu þessu gengið, að engum gat komið til hugar, að þarna hefði seðlafalsarar bækistöð. Bendir margt til þess, að seðlafölsun- in væri búin að eiga sér stað í nokkuð langan tíma. Höfðu seðlafalsaramir komið á iðn sína bæði vel hugsuðu og klók- legu skipulagi. Mymdamótin voru gerð í Varsjá og virðast leturgrafararnir hafa verið mjög færir í starfsgrein sinni. Síðan voru þau send til Lond- on og þar fór prentunin fram. Þaðan voru seðlamir sendir til Varsjá og fór þar fram á þeim ítarleg endurskoðun. 1 Framh. á 4. síðu. Stiórnarskitti á Spáni Löggjöf um náðun pólitískra fanga, sem flestir eru kommgssinnar, olli falli stjómarinnar.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.