Nýja dagblaðið - 26.04.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 26.04.1934, Blaðsíða 4
4 -•-'■'Tpiiy n t » A DAOBLABIB Annáll Frá hallærisfundlnum. Mbl. skýr- ir frá því í gœr, að þeir Óskar Clausen, Jón á Akri, Alfred Jónas- son tollþjónn og Jóhannes oddviti i Bolungarvík hafi flutt ræður um trúmál og uppeldi á landsfundi íhaldsmanna í fyrradag. Að lokn- um umræðum var aamþykkt „í einu hljóði“ tillaga frá Gísla Sveinssyni um mótmæli gegn „nið- urrifsmðnnum og trúleysingjum". Jóhannes fyrv. bæjaríógeti stýrði sumkomunni í fyrradag. Gestir í bænum. Kristinn Stef- ánsson skólastjóri Reykhoiti, por- gils Guðmundsson kennari sst, Halldór Ólafsson bóndi Fögru- brekku, Jón Tómasson bóndi Hnitatungu, Sæmundur Oddsson bóndi Garðsauka. Nova fór héðan i gærkveldi, og fiafði meðferðis m. a. yfir 50 tonn aí vörum úr Reykjavík til hafna út um land. Bæði strandferðaskip ríkisins, eru þó rétt ófarin héðan. Fer annað í kvöld og hitt um næstu helgi. En kaupsýslumenn Reykjavíkuríhaldsins hirða ekki um að halda flutninginn til þeirra, jafnvel þó engu muni á tíma eins og nú. Samhliða auglýsa þeir svo stórum stöfum í blaði sínu: Notld íslenzk skip. Og nú á að heita „ís- lenzk vika“. En einlægni ihalds- munna í því að efla íslenzkar sigl- ingar kemur álika vel fram nú og í fyrra, þegar allur íhaldsflokkur- inn á Alþingi greiddi atkvæði á móti því að setja löggjöf íslenzku skipunum til vamar. AUar nefndir á íhaidsfundinumi áttu að skila álitum i gær, sagði Mbl., og öll nefndarálitin áttu að vera útrædd fyrir kvöldið. þá ætl- aði Varðarfélagið að gefa fundar- mönnum kaffi. Eftir þessu heíir ekki verið gert ráð fyrir löngum umræðum um hvert nefndarálit Svo gengur það til, þar sem „afla- klæmar" ráðal Af veiðnm. komu i gær Arin- björa hersir, Belgaum, Ólafur, Geir, Otur, Karlsefni og Tryggvi gamli, allir með góðan afla prír transkir togarar komu í gæi‘ að fá sér kol og salt, auk þess var einn þeirra lekur, og þuríti að- gerðar við. Brezka olíuskipið íór í gær, einn- ig franska efitrlitsskipið sem legið hefir hér inni nokkra daga. MeSal farþega með „Nova“ norð- ur um land í fyrrakvöld vora: Júlíus Havsteen sýslumaður og Einar J. Reynir til Húsavíkur, Pétur Lárusson og Pétur Ólafsson til Akureyrar. Skipafréttir. Gullfoss var í gær á leið til Vestmannaeyja frá Leitli. Goðafoss fer til útlanda á morgun. Brúarfoss fór frá Leith í fyrra- kvöld á leið til Kaupmannahafnar. Dettifoss var í Hamborg í gær. Lagarfoss kom til Djúpavogs í gærmorgun. Selfoss var hér í Reykjavík í gær. Framboð Alþýðuilokksmanna i Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hefir v.erið ákveðið. Verður Jón Baldvinsson þar í kjöri. í Vestur- Skaptafellssýslu bjóða þeir fram Óskar Sæmundsson formann verk- lýðsfélagsins í Vík. Með Súðinni komu að norðan og vestan síðast um 70 farþegar. Með- al þeirra voru pórhallur Bjöms-. son frá Kópaskeri, Gunnlaugur Magnússon á Ósi, Magnús Jónas- son frá Staðarfelli með frú, og Hálfdan Einarsson frá Stykkis- hólmi. Iðnsamband byggingannanna í Reykjavík auglýsir nú í blaðinu eftir manni með þekkingu á iðn- Trésmiðafélag Reykjavíkur 0 Ódýrn 0 auglýsingarn&r. aðarmálum til að veita skrifstofu Iðnsambandsins forstöðu. I fjarveru Hermanns Jónassonar hefir Gústav Jónasson verið settur lögreglustjóri. Doktor í stjömuiræðL Með Goða- fossi síðast kom frá þýzkalandi dr Trausti Einarsson, ættaður héð- an úr Reykjavík. Hefir hann stundað vísindanám í þýzkalandi, nær því samfleytt síðastliðin 5 ár. Tók hann próf í vor við háskól- ann i Göttingen og varði þar doktorsritgerð sína um sólarrann- sóknir. * Framboð. Morgunblaðið skýrir frá því, að eftirfarandi framboð séu ákveðin af hálfu íhalds- manna: í Gullbringu- og Kjósar- sýslu Ólafur Thors, í Ámessýslu Eiríkur Einarsson og Ludvig Norðdahl læknir. í Vestmanna- eyjum Jóh. þ. Jósefsson. í Rang- árvallasýslu Jón Ólafsson og Pét- ur Magnússon. í V.-Skaítafells- sýslu Gísli Sveinsson. f Austur- Skaftnfellssýslu Stefán Jónsson bóndi r Hlíð í Lóni. í N.-þing- eyjarsýslu Sveinn Benediktsson. f S.-þingeyjarsýslu Kári Sigurjóns- son. Á Akureyri Guðbrandur ís- berg. í Eyjafjarðarsýslu Garðar þorsteinsson og Einar Jónasson á Laugalandi. í Skagafirði Magnús .Guðinundsson og Jón Sigurðsson á Reynistað. í A.-Húnavatnssýslu Jón Pálmason á Akri. f Stranda- sýslu Kristján Guðlaugsson cand. jur. í Dalasýslu þorst. þorsteins- son sýslum. f Snæfellsn. og Hrmppadalssýslu Thor Thors. í Borgarfjarðarsýslu Pétur Ottesen. Sundlaugin í Reykholti er vafa- laust bezta sundlaug landsins. Vatn- ið er tært og alls hreinlœtis gætt, enda hefir varla orðið vart við eyrnaveiki þar tvo síðustu vet- urna. Flestir nemenda þar verða prýðilega vel syndir og margt er þar um ágæta sundmenn. Á ný- iega afstöðnu vorprófi urðu þess- ir hlutskarpastir á bringusundi: 48,40 m synti Guðjón Ingimundar- son á 37,9 sek., en þórdís þor- kelsdóttir á 43,5 sek. 500 m synti Hermann Guðmundssorí á 8 mín. og 57 sek., en þórdís þorkelsdóttir á 10 mín. og 17 sek. 1000 m synti Hermann Guðmundsson á 18 mín. og 43% sek., en þórdis þorkelsdóttir á 21 mín. og 18 sek. — 2000 m synti Guðjón Ingimund- arson á 40 mín. og Ásgeir Bjama- son á 43 min. og 56 sek. Eldur í enskum togara. Enski togarinn Wimpole frá Grimsby kom hér inn seinnipartinn í gær, með eld í kolageymslunni bak- iiorðsmegin. Hafði kviknað í tog- aranum úti á sjó fyrir sólarhring. • Ilöfðu skipverjar dælt sjó á eld- inn, en ekki tekizt að slökkva. Var slökkviliðið kallað, og mun því, eltir nokkurn tíma hafa tekizt að kæfa eldinn. Til frekara öryggis var þó skilinn eftir maður úr slökkviliðinu í togaranum með nauðsynlegan útbúnað ef reynast kynni að eldurinn væri ekki slökktur. Nánari fregnir höfðu blaöinu ekki borizt, er það fór í prentun. Flokkakeppni f fimleikum um farandbikar Oslo-Tumforening fer fram í fimleikasal Nýja bama- skólans i kvöld kl. 8. Að þessu sinni tekur aðeins einn flokkur þátt í keppninni, og er hann frá Glimu- fél. Ármann, en bikarinn vinnst því aðeins að flokkurinn fái eigi Á fundi Trésmiðafélags Reykjavíkur 16. apríl 1934 var svohljóðandi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Félagsmenn mega ekki vinna við frágang á hurðum og gluggum, sem hafa verið unnir utanlands. Undanskilin eru hurðir og gluggar, sem iðnfyrirtæki hér á landi geta ekki framleitt". Þetta tilkynnist hérmeð. STJÓRNIN. minna en 350 stig. Stjómandi er Jón þorsteinsson, fimleikakennari, og dómendur verða þorgils Guð- mundsson íþróttakennari í Reyk- holti, Björgúlfur Ólafsson læknir og Hallsteinn Hinriksson fimleika- kennari. Að gefnu tilefni tilkynn- ist, að þar sem áhorfendasvæði er mjög takmarkað geta eigi aðrir fengið aðgang að keppninni en þeir sem boðnir eru. Jökulfararnir 25./4. FtJ. Jökulfaramir bjuggust við að leggja á Vatnajökul í morg- un. Útvarpið átti tal við Kálfa- fell og var sagt að þeir hefðu lagt upp þaðan í gærmorgun, og vom í för með þeim 7 menn úr sveitinni. Tveir voru ráðnir í að fara með þeim alia leið til eldstöðvanna, þrír ætluðu að bíða við jökulbrúnina 2 daga og einn þeirra ætlaði ef til vill alla leið, en 2 komu til baka með hestana í gærkvöldi. Flutning höfðu jökulfaramir á 6 áburðarhestum. 1 leiðangrinum er sem fyr er getið, þeir dr. Niels Nielsen, Keld Milthers magister og Jó- hannes Áskelsson náttúmfræð- ingur. Áður en lagt var af stað í leiðangurinn frá frá Kálfafelli veiktist Keld Milthers, og fór ekki með leiðangursmönnum til eldstöðvanna að þessu sinni. Hann er nú á Breiðabólsstað og var sagður kominn til heilsu. Frá EyfirðiRgum Sýslufundur Eyfirðinga var haldinn á Akureyri 10.—13. þ. m.: Samþykkt var að veita Ól- afsfjarðarhreppi leyfi, sam- kvæmt beiðni, til að virkja Garðsá til framleiðslu raf- magns handa ólafsfjarðar- kaupstað. Einnig var samþ. að ábyrgjast allt að 160 þús. kr. lán til virkjunarinnar. Samþykkt var að greiða úr sýslusjóði 5000 kr. til björgun- arskútu, er haldið verði út frá Siglufirði. Greiðist það fram- lag með 1000 kr. árlega á ár- unum 1935—1939. Þá var og samþykkt að skora á ríkisstjóm og næsta alþingi, að láta reisa í sýslunni heimavistar hússtjómarskóla fyrir minnst 25 nemendur, og veita nægilegt fé á fjárlögum til reksturs skólans. Ennfrem- ur var ákveðið að leggja til slíkrar skólastofnunar kvennar skólasjóð sýslunnar að upphæð Beztn rakblöðin Þunn, flug- bíta. Raka hina skegg- sáru tilfinn- ingarlaust. - Kosta að_ eins 25 aura Fást í nær öllum verzlunum bæjarins. — Lagersími 2628. Pósthólf 373. Tapað-Fundið Það ráð liefir fundizt, og skal almenningi gefið, að bezt og öruggast sé að senda fatn- að og annað til hreinsunai- og litunar í Nýju Efnalaugina. Lopakembupoki og merktur skíðasleði í óskilum á Skóla- vörðustíg 9. M a r c o n i seztagur Faðir loftskeyta og útvarps heiðradur London kL 18 25/4. FÚ. Marconi er sextugur í dag. Á alþjóðafundi sambands félaga, er reka loftskeytastöðv- ar í skipum (Marine Wireless Association), sem haldinn hef- ir verið í Róm, var samþykkt að gera 25. apríl að Marconi- degi. Á fundi þessum voru full- trúar frá 50 þjóðum. Aukakosniag í Englandi London kl. 18 25/4. FÚ. Úrslit aukakosninganna í North-Hammersmith vom birt í gærkvöldi. Frambjóðandi verkalýðsflokksins, I. R. West, sigraði með 3516 atkvæða meirihluta. Andstæðingur hans var íhaldsmaður fylgjandi þjóð- stjóminni. I allsherjarkosning- unum fyrir þremur árum! vann frambjóðandi Ihaldsins með 7000 atkvæða meirihluta. 15 þús. kr. og auk þess 10 þús. úr sýslusjóði. Var kosin nefnd til þess, í samvinnu við kvenfé- lög sýslunnar, að gangast fyr- ir fjársöfnun til skólans. í nefndina vom kosnir: Davíð Jónsson Kroppi, Stefán Stef- ánsson Vargá og Valdimar Pálsson Möðmvöllum. Kaup og sala Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Dívanar bestir í bænum. Lægra verð en áður. Hús- gagnavinnustofan Tjamarg. 3. Til sölu lítið einbýlíshús í út- jaðri bæjarins (Kirkjusandi). Uppl. kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Steingr. Stefánsson, Óð- insgötu 4. Sími 2769._________ STÓRHÖGGIÐ kjöt af dilkum og fullorðnu fé fyrirliggjandi. S. 1. S. — Sími 1080. Nokkur ný og vönduð eikar- skrifborð til sölu á 125 kr. á Njálsgötu 80 (kjallaranum). Sel heimfluttan húsdýraá- burð. Valdemar Jónsson Hverf- isgötu 41. Taða, vel verkuð, til sölu á 11 aura kg. A. v. á. Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Nýleg reiðhjól til sölu, ódýrt. Nýja reiðhjólaverkstæðið, Laugaveg 79. Tilkynningar I. O. G. T. Ungmennastúkan Edda nr. 1 heldur skemmtun á fimmtud. 26. apríl kl. 9. Skemmtiatriði: Dans og fleira. Aðgöngumiðar verða seldir á fimmtudag frá 5—9. Lauritz Jörgensen málara- meistari VesturvallagÖtu 7 tek- ur að sér allsk. skiltavinnu, utan- og innanhúss málningar. ..Áður en þér flytjið í nýja húsnæðið, skuluð þér láta hreinsa eða lita dyra- og gluggatjöld, fatnað yðar eða annað, sem þarf þess með, hjá Nýju Efnalauginni. Sími 4263. Húsnæði Herbergi til leigu helzt fyrir stúlku, Bragagötu 29 A, mið- hæð. Sumarbústaður nálægt Rvík óskast til leigu. Uppl. í síma 2146. Lítil íbúð (2 herbergi og eld- iiús) er til leigu í nýtízku húsi við Sóleyjargötu frá 14. maí. Tilboð sendist afgr. Nýja dag- blaðsins merkt 70. Maður í fastri stöðu óskar eftir tveim herbergjum og eld- húsi í suður- eða vesturhluta bæjarins. Tvennt í heimili. Uppl. í síma 2211. Herbergi til leigu nú þegar eða 14. maí fyrir einhleypa. Uppl. í síma 2898 milli 7—8. Þægileg og sólrík tveggja herbergja íbúð er til leigu ut- anvert í bænum, nú strax eða 14. maí. Tilboð óskast sent á afgr. blaðsins, sem fyrst, merkt „tbúð“. Stór kjallarastofa til leigu. I-Ientug til húsgagnageymslu o. fl. Upplýsingar í síma 3687 og 3146.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.