Nýja dagblaðið - 26.04.1934, Síða 2

Nýja dagblaðið - 26.04.1934, Síða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ FATAGERÐIN H.F. framleiðir Blá verkamannatöt úr hinu alþekkta NELSON XXX nankin, allar algengar teg. Brún verkamannaföt úr Ia khaki, svo sem: Samfestinga, jakka, tvær tegundir, sloppa, tvær tegundir, strengbuxur. Hvlta karlmannssloppa, þrjár tegundir. Hvita kvensloppa, tvær tegundir. Mislit barna- og nnglinga-töt, smekkbuxur og samfestinga í 4 litum. Ef þér gætið þess að kaupa eingöngu föt með voru vörumerki, þá munuð þér sjá, að treysta má íslenzkum höndum og íslenzku framtaki FATA6ERÐIMH.F., REYKJAViK Símnetni FSF. — Pósthólf 255. — Simi 2724. H.f. Hamar, útibú í Hafnarfirði Vesturgðtu 22 & 24 - Sími 9141 framkvæmir 1. flokks vinnu við vélar og skip. Styðjið íslenzkan iðnað og menn! Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju kaffibætir. ■ . : . FIíKVJA KONUR OG STÚLKUR VEITIÐ ATHYGLII Kjólar frá 8 krónum upp í 200 krónur (fínustu sam- kvæmis-, ball- og kveld- l^jólar). Hvergi eins ódýrir. Blússnr bæjarins fallegasta úr- val. Verð við allra hæfi. I Feysnr frá 3.50, !/4 ódýrari en annarsstaðar. Hvergi eins fallegar. Pils frá 8 krónum, sem er það ódýrasta er hér hefir sést. Hvergi eins gott snið. — Allt nýjar vörur. — Nýtt verð. NINON \Austurstræti 12 (uppi). Opið 2—7. Bókmenntir — íþróttir — listir Nemendahljómieikar Tónlistarskólans Tónlistarskólinn hélt nem- endahljómleika á sunnudaginn í Gamla bíó fyrir fullu húsi. Komu þar fram sex úrvalsnem- endur skólans. Léku fimm prýðileg. Má skólmn vel við una að geta sýnt slíkan árang- ur eftir ekki lengri tíma. — Sumir af nemendunum, sem þarna komu fram, höfðu verið aðeins tvo vetur í skólanum. — En jafnframt má það vera öll- um mönnum gleðiefní, að við Efri röð, frá vinstri: Árni Björnsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Ól- afur Markússon, Haukur Gröndal, þórarinn Kristjánsson, Björn Ól- afsson, Indriði Bogason. — Neðri röð, frá vinstri: Katrín Ólafsdóttir, Svala Einarsdóttir, Jórunn Viðar, Guðríður Guðmundsdóttir, Friða Andrésdóttir, Anna Ólafsdóttir, Katrín Daihoff Bjarnadóttir, Margrét Eiríksdóttir. þeirra á pianó og einn á fiðlu. Verkefnin, sem nemendurnir höfðu til meðferðar, voru yfir- leitt fjölbreytt og vönduð. Má t. d. nefna Fiðlukonsert í E- moll, Op. 64, eftir Mendelssohn og Ballade í G-moll, Op. 23, eftir Chopin, sem hvorutveggja krafðist mikillar leikni og fastra taka. Meðferð nemend- anna á viðfangsefnunum var yfirleitt góð og hjá sumum skulum nú hafa eignast öflugan tónlistarskóla, með jafn full- komnum kennslukröftum og þessir hljómleikar báru vitni um. Og haldi hann áfram eins og hann hefir byrjað, verður hann íslenzku tónlistarlífi til ómetanlegs gagns. Síðari nemendahlj ómleikarnir verða á sunnudaginn kemur, og verður þá vonandi hvert sæti skipað. X. Til þess að hafa full not af útvarpstæki sínu, verða menn að hafa góðan grammófón, enda sannfærast menn nú betur og betur um þetta atriði. Sönnun þess er hin sívaxandi eftirspurn eft- ir góðum en ódýrum grammó- fón. 'l'il þess að fullnægja þessari eftirspurn, höfum við nú ákveðið, að bjóða yður okk- nr landsþekktu Polyphon- grammófóna, sem eru mjög fallegir og sterkir, og einmitt nú voru að koma frá verk- smiðjunni, fyrir aðeins 55 kr. en venjulegt verð er um kr. , 80,00. Komið strax i dag og heyrið hina fallegu og hljóm- fögru fóna. — þeir eru til í svartri, blárri og brúnni leð- urlíkingu. Hijöðíærahúsið Bankastræti 7. (við hliðina á Lárusi Lúð- vígssyni). Notið íslenzkar vOr- ur og ftlenzk skip Seðlaíölsun 1 Póllandi Framh. af 1. síðu. Vín hafði verið stofnaður sér- stakur banki, sem leit út fyrir að vera alveg venjuleg og heið- virð peningastofnun, en hafði það sem aðalmarkmið, að koma framleiðslu seðlafalsaranna í verð. Hafði hann leyst þetta starf svo vel af höndum, að falsaðir seðlar og verðbréf voru komin í umferð á flestum kauphöllum í Evrópu. Eins og áður er sagt, var það fölsunin á 7% pólsku rík- isskuldabréfunum, sem leiddi til þess, að glæpurinn var uppgötvaður. Hefir verið kom- izt að raun um, að slík bréf hafa verið fölsuð fyrir 1 millj. kr. virði. Auk þess hafa verið falsaðar fleiri tegundir af pólskum ríkisskuldabréfum. Einnig hafa verið fölsuð aust- urrísk, tékknesk og ungversk verðbréf. Hlutabréf ýmsra fyrirtækja hafa líka verið fölsuð. Eftirlíking hefir verið gerð bæði eftir enskum og amerískum peningaseðlum. Tal- ið er að íölsuð hafi verið verð- bréf og seðlar fyrir allt að 20 millj. kr. virði og mun mikill hluti þess hafa þegar verið kominn í umferð. Þegar seinast fréttist höfðu 18 menn verið teknir fastir í Varsjá, vegna seðlafölsunar- innar og 3 í London.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.