Nýja dagblaðið - 24.05.1934, Síða 2

Nýja dagblaðið - 24.05.1934, Síða 2
2 MT * J A dasblabib Ljóma Titamíu-smiörlíki heíir lagt fram vísindalegar sannanir frá Statens vitamin Laboratorium um að Ljóma smjörlíki innihaldi sólskinsviíamínið * D vitamínið Engin önnur smjörlíkisgerð á landinu hefir getað lagt fram slíkar sannanir frá þessari þekktu, ströngu og viður- kenndu vísindastofnun. 2-3 duglejíir menn geta fengið umboð til að líftryggja fyrir lífsábyrgðar- félagið SVEA hér í Reykjavík og nærliggjandi aveitum. Gióður hagnaður fyrir duglega menn. Leitið upplýsinga hjá aðalumboði SVEA á Islandi: C. A. Broberg Lækjartorgi 1 S í m i 3 1 2 ‘d NB. Fyrirspurnum þessu viðvíkjandi ekki svarað í síma Barnavinafél. Sumargjöf heldur bazar næsta sunnudag í Grænuborg. Gjöfum er þakksam- lega veitt móttaka daglega eftir hádegi. Einnig tekið á móti um- sóknum fyrir börn á dagheimilið, sem hefst 1. júní n. k. Sími 4860 Gatnla laugardag 26. maí kl. 11 Skemmtilegt kvöld Þrír kátir náungar Gellin og BorgntrHm með aðstoð Bjarna Björnssonar enn fremur svna Helene Jónssou og Egild Carl- seu nýtízku stepdans, með harmonikuundirspili Aðgöngumiðar 2,00, 2,50 og 3,00 í Hljóðfærahús- inu, Atlabúð, Eymundsen og Pennanum. NINON OC3IO • s— 'T Nýtisku peysur, blússur, plls og kjólar alltaf að koma. Sauugjarnt verð. NINON AUJTTUDJTRÆTI • 12 ^ MV Mynda og nammavepzl. FREYJUG. 11 Sími 2105 ÍSLENZK MflLVERK Ursmlðavinnustofa mín er í Austurstræti 8. H&r&ldnr Hagan Sími: 8890. AHráttarafl Mihara eldfjallsins á japanska sjáifsmorðingja Mörg hundruð manna hafa kastað sér ofan í gíginn og fyrirfarið sér síðastliðið ár. .Tapanska stjórnin stendur ráð- þrota gagnvart þessu sjálfsmorðaæði. I Tokioflóanum við strendur Japans liggur lítil eyja, sem heitir Oshima. Þar er eldfjallið Mihara. Er það ægilegur gígur, sem alltaf sýður og kraumar í, og stígur upp af honum sí- felldur reykjar og gufumökkur. Það var 7. janúar 1933, að tvær ungar japanskar háskóla- stúlkur frá Tokio komu til eyj- arinnar, og gengu upp á fjallið. Er þær höfðu dvalið á rönd eld- gígsins nokkra stund, og horft ofan í reykjarhafið, skrifaði önnur þeirra kvæði, þar sem hún lýsti því, hversu fagur dauðdagi það væri að kasta sér ofan í sjóðandi gíginn, og leys- ast þar sundur og stíga svo til himins með reyknum. Skýrði hún skólasystur sinni frá því, að hún væri staðráðin í því að íyrirfara sér á þennan hátt, og eftir að hún fékk loforð hjá hinni að þegja yfir dauða sín- um í fimm ár, þá hljóp hún fram af. En hin gat ekki haldið þagn- arheitið, og sagði einni skóla- systur þeirra frá því. Hún tók sér samstundis ferð á hend- ur til eyjarinnar og endaði þar líf sitt á sama hátt. En þetta varð uppvíst og komst í blöðin, og það var ritað um hinn fagra og skáldlega dauðdaga stúd- entanna Mieko Ueki og Kiyoko Matsumoto, og breiddur yfir það einskonar helgiblær og það varð, að því er menn álíta, orsökin til þess æðis, er greip fólkið. Fjöldi manna flykkist til eyjarinnar og allir stefndu upp að eldgígnum og margir end- uðu þar líf sitt. Það var mjög fámenn lögregla á eyjunni, og hún g-at ekki reist rönd við þessu. Það voru sendir lög- reglumenn í tugatali frá Tokio, en það tókst samt ekki að hindra fólkið. Þrátt fyrir það að lögreglan náði í fjölda manna, sem ætlaði að fyrir- fara sér, þá sluppu alltaf ein- hverjir úr höndum hennar, og dag nokkurn síðastliðið sumar sáust sjö menn steypa sér ofan í gíginn. Annað sinni stóð hópur manna á barmi gígsins. Spurði þá einn meðal þeirra, hvort hér væri nokkur, sem vildi kasta sér fram af. Samstundis tók mig'ur maður sig út úr hópnum ög' stökk fram al'. Japanir líta á dauðann eins og vissa leið til paradísar, þar sem þeir síðan lifi í eilífum sæludraumi. í þeirra augum er ekkert rangt við að taka sitt eigið líf, og sökum þess, að þeir hafa auðugt ímyndunaráfl, og eru næmir fyrir fegurð, þá ráða þeir sig af dögum á sem skáldlegastan hátt, og nær allt- af á fegurstu stöðum, eins og í Kegonfossinum eða á strönd- inni við Kamakura, eða þá í Mihara eldgígnum. Allir þessir staðir eru rómaðir fyrir fegurð sína. Stjórnarvöldin ha'fa staðið ráðalaus gagnvart þessu æði, sem greip um sig méðal fólks- ins síðastliðið ár. Er talið, að ekki verði tekið fyrir það að fullu fyr en almenningi verði komið í skilning um, að þéssi dauðdagi er hvorki fagur eða skáldlegur og fólkið líður lim- lesting og kvalir, áður en það deyr. z HILLIN Q IslenzkurTango eftir Þóri Jónsson, útsett af Roy Wat- ling — Fœst i Hljóðfærahúsi Reykja- vikur, Atlabúð og hjá K. Viðar. RAUÐA HÚSIÐ. einn eftir af fjölskyldunni, síðan systir hans dó fyrir ári síðan. Ég efast um það, að hún hafi vitað, hvort Robert var á lífi eða ekki. Það var aldrei minnst á hann. Næstu tvo daga unnum við Mark að framkvæmd þessa áforms. Þér skiljið það nú, að tilgangur okkar beggja var ekki hinn sami. Erfiði Marks byggðist á því að þessi grikkur hans skyldi auka frægð hans um nokkurn tíma, mitt, aftur á móti, að það skyldi fara í gröfina með honum. Hann þurfti bara að gabba Miss Norris og hina gestina, ég varð að gabba alla. Þegar hann var kominn í gerfi Marks, ætlaði ég að myrða hann. Robert átti þá að vera dauður og. Mark (auðvitað) horfinn. Hvað var þá hægt að ímynda sér annað en að Mark hefði myrt Robert? En þér getið skilið, hversu þýðingarmikið það var, að Mark bjó sig með lífi og sál undir þetta seinasta hlutverk sitt. Þér segið kannske, að það hafi verið ómögulegt að koma þessu verulega hagkvæmlega fyrir. Ég svara þessu þannig ennþá einu sinni, að þér þekktuð aldrei Mark. Hann varð einu sinni það, sem hann óskaði lielzt að vera — listamaður. Enginn Othello litaði hörund sitt dökkt með meiru kappi en Mark. Skeggið ætlaði hann að raka af sér ■— nokkrar athugasemdir frá Miss Norris höfðu stutt að þeirri ákvörðun. En það var líka þýðingarmikið fyrir mig, að ihendur hins dauða væru ekki velþrifnar og snyrtilegar herra. mannshendur. Með því að tala um þeta við hann í fimm mínútur og nota sér trú hans á listamanns- hæfileikum sínuni var tekinn fullnaðarákvörðun um hendumar. Hann lét neglurnar vaxa og klippti þær síðan-ójafnar. — Miss Norris tekur óðar eftir hönd- unum á þér, sagði ég. Með hæfileikum listamannsins þar að auki ... Þannig var það einnig með nærfötin hans. Það var naumast þörf að vera utan yfir sokkunum; sem listamaður hafði hann ákveðið hvaða tegund hann ætlaði að tak, sem átti að vera sambærileg við Ro- bert. Ég keypti þetta og aðra hluti fyrir hann í London. Ef ég hefði ekki tekið burtu hvert einasta merki um það, hvaðan þeir væru, þá hefði hann sjálfur gert það af eðlishvöt sinni. Eins og regluleg- ur Ástralíani og listamaður gat hann ekki haft merki frá austurhverfi London í næríötum sínum. Já, við hugsuðum málið rækilega, báðir tveir; hann sem listamaður, ég sem — nú, við getum sagt morðingi, ef þér viljið. Því skipti ég mér ekki af lengur. Fyrir ætlanir okkar voru glöggar. Á mánudaginn fór ég til London og skrifaði þaðan bréf frá Robert til Mark. (Jafnvel þar ennþá einu sinni hinn lista- mannlegi næmleiki). Ég kevpti einnig byssu. A þriðjudagsmorguninn skýrði hann frá því við morg- unverðinn að Robert myndi koma. Robert var enn á lífi — við höfðum sex vitni, sem gátu sannað það, sex vitni, sent vissu, að hann ætlaði að koma síðari hluta dagsins. Okkar leynilegu ráðagerðir voru þann- ig, að Robert ætti að koma klukkan þrjú, svo hann væri við, þegar gestirnir kæmu frá leikvellinum nokkru s einna. Vinnukonan átti að svipast eftir Mark og þegai' hún fann hann ekki, átti hún að koma aftur til vinnustofunnar og taka eftir því, að ég hefði ofan af fyrir Robert í fjarveru Marks. Ég átti að segja, að Mark hefði brugðið sér eitthvað frá og ég myndi kynna hinn týnda bróður við teborðið. Burtvera Marks átti ekki að vekja neina sérstaka undrun, því gestirnir áttu að hafa það á tilfinning- unni — já, Robert átti raunverulega að finna það — að honum var illa við, að hitta bróður sinn. Svo átti Robert að gera sér leik að því, að vera ókurteis við gestina og þó auðvitað mest við miss Noris, þangaö til hann héldi að það gengi full langt. Frósög*nin við morgunverðinn gekk ágætlega. Eft- ir að gestirnir voru farnir, höfðum við morguninn fyrir okkur til að ljúka undirbúningi okkar. Mér var einkum umhugað, að fá sem beztar staðfestingar fyrir því, að þetta væri Robert. Þessvegna stakk ég upp á því við Mark, að hann, þegar hann hefði búið sig, ætti að fara eftir leyniganginum niður til leik- vallarins, svo eftir lengri veginum til baka og stilla svo til, að hann hitti hliðvörðinn. Á þennan hátt myndi ég fyrir það fyrsta fá tvö vitni, sem urðu vör við komu Roberts — fyrst hliðvörðinn, og svo einn jarðyrkjumanninn, sem ég lét vera að vinna á grasflötinni fyrir framan húsið. Mark var náttúrlega fús til þessa. Hann gat gert tilraun með málróm sinn við hliðvörðinn. Það var sannarlega skemmtilegt að vita til þess, hversu fúslega hann gekk inn á allar til- lögur mínar. Aldrei hefir nokkurt morð verið undir- húið jafn umhyggjusamlega af þeim, sem átti að myrða. Hann fór í búning Roberts inni í svefnherberginu við hliðina á vinnustofunni. Það var öruggasti stað- urinn — fyrir okkur báða. Þegar hann var búinn, kallaði hann á mig, og ég virti hann fyrir mér. Hann lék hlutverk sitt óvenjulega vel. Ég hygg, að merki hinna óhollu nautna hafi verið farin að sjást á and-

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.