Nýja dagblaðið - 24.05.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 24.05.1934, Side 3
N B NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39 Sími 4245. Ritst jómarskri f stof u r: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: áusturstrœti 12. Sími 2323 Áskriftargj. kr. 2,00 A mánuBi. í lausasölu 10 aura oint. Prentsmiðjan Acta. Samgðngumát Reykjavíkur og austur. sveitauna Eitthvert brýnasta verkefni til úrlausnar á næstu árum er samgöngumál Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisins. öðru megin við nokkuð snjó- þ.ungan fjallgarð liggur höfuð- staður landsins, þar sem þriðj- ungur þjóðarinnar býr. Hins- vegar liggja að þéttbýlustu sveitir Islands, sveitir, sem sennilega búa yfir einna mest- um framfaramöguleikum allra héraða landsins. Milli þessai’a tveggja svæða er algerlega ófullnægjandi sam- gönguleið. Megnið af fram- leiðsluvörum bænda austan- fjalls er flutt til Reykjavíkur. Fátt eða ekkert er framleið- endunum eins nauðsynlegt og það, að hafa sem greiðastan að- gang til margmennis höfuð- staðarins, þar sem íbúum bæj- arins eru aftur á móti kaup framleiðslunnar eins nauðsyn- leg sem hinum er salan. En þessi leið er einatt ill- fær eða jafnvel lokuð og það iöngum tímum saman á vetr- um. Það er með allra ítrustu erfiðleikum að hægt er að brjótast með afurðir mjólkur- búaxma vestur um Hellisheiði og til Reykjavíkur, þar sem neytendurnir bíða þeirra, Góðar samgöngur eru slag- æðar þjóðlífsins og án þeirra er menningu hverrar þjóðar ábótavant. Það er nú alllangt síðan að fyrst hófust ráðagerðir um það, hvernig samgöngum milli Reykjavíkur og Suðurlands- sveitanna skyldi helzt hagað. En hitt skiptir mestu, að enn eru engar framkvæmdir orðnar i þessu efni, sem viðunandi séu. Rangæingar hafa sýnt hinn mesta dugnað og þrekmikla framkvæmd með því að hrinda til úrlausnar einu þeii'ra allra brýnasta stórmáli, þar sem eru brýrnar á vatnasvæð- um Markarfljóts. Um framkvæmd samgöngu- bóta yfir Hellisheiði verður ríkið að koma til sögu. Það er skylda, sem ekki verður undan komizt. Það er þörf, sem ekki verður vanrækt öllu lengur. En ríkið gerir fátt annað en það, sem ráðandi flokkar þings- ins hafa áhuga fyrir. Hverjir myndu nú líklegastir til þess að hrinda þessu stór- máli áleiðis? Halda menn að íhaldsflokk- urinn fái áhuga á því? Varla kemur nokkrum í hug, að þar N« vilja þeir þegja - og láta gleymast Það er nokkuð bersýnilegt undanhald hjá „bændavinun- um“ um varnir í áníðslu sinni á sveitunum. 1. Þeir þegja við því, að tveir fjölmennir bændafundir á öuð- urlandi mótmæla einum rómi kaupkúgun Þ. Br. í opinberri vinnu og ranglæti í fram- kvæmdum. 2. Þeir þegja við því, að bændafundir í Þingeyjarsýslu heimta opinberu vinnuna í hér- aðinu til handa bændum og- hafa þá um leið áhuga fyrir réttlátu kaupi. 3. Þeir þegja um að eini bóndinn á Vesturlandi, sem þeir státa af að fylgi þeim, hefir opinberlega ráðizt á alla liði í bændaáníðslu Þ. Briems. 4. Þeir þegja um að Jón í Stóradal hefir orðið semja um mikla kauphækkun á Blönduósi við verkamenn, og afhenda þeim yfirráðin í skipavinnu á staðnum yfir bændum, sem þar þurfa að vinna. 5. Þeir þegja um, að Þorst. Briem lét í haust sem leið taf- arlaust undan hóp af kjósend- um Á. Á., sem heimtuðu veru- lega kauphækkun handa öllum, og fengu hana, í brúarvinnu skammt frá Þingeyri. 6. Þeir þegja um, að Tr. Þ. og Geir Zoega sömdu við Al- þýðusambandið veturinn og vorið 1930, um vissan kaup- taxta í hverri sýslu, hækkuðu kaupið um allt að 20%, og hafa 'látið ómótmælt að Tr. . hafi lofað meíri hækkun vorið eftir. 7. Þeir þegja um, að Tr. Þ. og G. Zoega framkvæmdu þessa miklu hækkun upp á eigin ein- dæmi. Bændur fengu „ekkert í staðinn“. 8. Þeir þegja um að G. Z. borgaði Breiðdælingum 5 kr. á dag í vegavinnu í fyrravor. Nú hafa íhaldsmenn í sýslunefnd Suðurmúlasýslu hækkað kaupið úr 5 í 9 kr. 9. Þeir þegja um að ég hafi tvisvar lýst sök opinberlega á hendur Þ. Br. og G. Z. um ranglæti í kaupborgun, þar sem Árnesingar og Reykvíkingar unnu á Hellisheiði í vetur, Ár- nesingar fyrir 75 aura um tím- ann. Reykvíkingar fyrir 1,20 kr. Sama vinna á sama stað. 10. Þeir þegja um dæmi eins I og það, að tveir synir bónda í i Þingvallasveit vinna í opinberri j vinnu sitt til hvorrar handar i við bæinn. Annar er 10 daga ! að vinna fyrir því kaupi, sem í hinn fær á 6 dögum. Báðir full- j orðnir. j 11. Þeir játa sök sína við umrædda vinnu við Markar- fljót og Þverá. Þeir hafa borg- að verkamönnum úr kaupstöð- unum hærra kaup, stundum allt að helmingi, stundum allt að 2/3 hærra en sveitamönnum. Vegamálastjóri er einn til frá- sagnar um, hvort duglegir verkamenn úr Rangárvallasýslu dugðu miður til að beygja járn. teina í steypuna, heldur en að- komuverkamenn. 12. Þ. Br. getur ekki dulið gremju sína yfir því, að endur- skoðandi LR. skyldi ekki hjálpa til að fela ósamræmið um kaup gjaldið. Hversvegna má þjóðin ekki vita um ranglætið í kaup- greiðslum stjórnarinnar? 13. „Bændavinirnir" þegja um það, að þó að þeir vilji hafa bændur á 50 aura tímakaupi við erfiðisvinnu í sveit, þá borgar Kreppulánasjóður að sögn embættismanni á 6000 kr. eftirlaunum kr. 2,50 um tímann við að skrifa upp skuldir bænda, að Þ. Br. borgar Tr. Þ. 7200 kr. árslaun fyrir eftirvinnu við kreppumálin, að Jón í Stóra- dal veitti sér 20 kr. kaup á dag við sama, að Hannes á Ilvammstanga fær 1000 kr. fyrir tveggja daga vinnu við að endurskoða verksmiðjuna á Siglufirði, og að hann fær 450 kr. mánaðarlega fyrir eitt af sínum fimm aukastörfum hjá ríkissjóði. 14. Niðurstaða málsins er sú, að „bændavinirnir“ eru á flótta um hvert einstakt atriði í mál- inu. Vegna framkomu Jóns Jónssonar og H. J. fá bændur enga verðhækkun á vörum sín- um, sem annars hefði verið komin fram með bráðabirgða- lögum, sem kosningar hefði staðfest. Á hinn bóginn eru bændur um allt land komnir í sóknaraðstöðu við stjórnina og vegamálastjóra. Bændur vilja fá að sitja fyrir opinberri vinnu í sveitunum, og njóta réttlætis í kaupgreiðslu. Stjóm- in og sýslunefndir semja og hækka eins og Þ. Br. við kjós- éndur Á. Á. eins og Magnús Gíslason í Suður-Múlasýslu, eins og Jón Jónsson á Blöndu- ósi, eins og Tr. Þ. við Alþýðu- sambandið 1930, er hann hækk- ar kaupið um allt að 20% og gefur fyrirheit um meira næsta ár. Enginn er með veslings „bændavinunum“ nema sveita- pilturinn, sem er nýbúinn að fá bitling við refarækt hjá Búnaðarfélagi Islands. Hann er eins og þeir stóru í Kreppu- lánasjóði, og ánægður með sitt hlutskipti. En bændastéttin blð- ur ekki um. „náð“, aðeins rétt- læti. J. J. sé mikils að vænta, eins og háttsettum íhaldsmönnum hef- ir fallið orð til nágranna sinna austanfjalls. Allir muna áeggjanir Jak. Möller í Vísi, er hann hvatti almenning bæjarins til þess að hætta að kaupa framleiðsluvör- ur sveitamanna. Þessum manni með allri sinni endemisfortíð er hreykt hátt á framboðslista íhaldsins í Reykjavík. Framboðshmdir í Strandasýslu hefjast næstu daga. Hermann Jón- asson og Tr. þórhallsson fóru í gærlcvöldi norður með Goðafossi. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er í Sambandshúsínu, þriðju hœð Opin daglega 9—12 og 1—6- Simi 2979. Kjörskrá, liggur frammi. KERKULES sláttuvélar eru reyndastar að gæðum og endingu. Höfum selt um 1000 vélar á fáum árum notaðar um land allt, Nýjar og auknar endurbætur árlega - hið nýjasta - algerlega sjálfvirk smurn- ing og slitstál í fingrum. Og þó er HERKULES ódýrust, Samband isl. samvinnufélaga — 13 ‘C Z S i g) s > & B._ 53 2 3 S’-ö Í2 b s s I cn g p 3 .2 | .§ g | 2 S !§T HREINJ UN - Afgreiðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur frá Klapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20. Sent gegn póstkröfu um allt land. Sími 4263. — Pósthólf 92, Móttaka hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1. Sími 4256. — Afgreiðsla í Hafnarfirði í Stebbabúð, Linnetsstíg 1. — Sími 9291. Ef þér þurfið að láta gufuhreinsa, hraöpressa, lita eða kemisk-hreinsa fatnað yðar eða annað, þá getið þér verið fuliviss um, að þér fáið það hvergi betur né ódýrara gert en hjá okkur. — Munið, að sérstök biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða hattur er gufuhreinsaður og pressaður.. Sendum. — Allskonar viðgerðir. — Sækjum. F 1 I TT” Leskjaðl og Ji. A 1 1 l\ óleskjað altaf til gott drjúgt 1 TRÉSMIÐJÁN Kirkjustr. 10 "11 T ATTT? Sími 2 3 36. J: fj UJJÍNTrÍ og ódýrt

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.