Nýja dagblaðið - 07.06.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 07.06.1934, Blaðsíða 2
2 W Ý J A DASBLABIB listinn er listi Framsóknartlokksins Happdr ætti Háskóla íslands Viðskiptamenn, athugið: Þó að endurnýjunarfrestur sé liðinn, munu umboðsmenn endurnýja til laugar- dags fyrir venjulegt endurnýjunargjald, nema þau númer, sem þegar hafa verið seld. Eftir því sem nær dregur drætt- inum, því meiri hætta er á því, að miði yðar verði seldur. Kaupfélag aelur meðal ancare: Matvörur, <0 u Sælgæti, 0 > Hreinlætisvörur, Vasahnífa, a V ek jaraklukkur, cð ■m Ritföng, öa rt Gúmmílím, M a Nýlenduvörur, a tn Tóbaik, 1 Snyrtivörur, U4 Eldhúshnífa, a h Skrifborðsklukkur, :© Filmur (Gevaert), > Fjlmpakka (Gevaert (4 cð Hárgreiður allsk. <0 ‘O 0. m. fl. Reykjavíkur Eflið ykkar eigin hag með því að verzla í samvinnuverzlun- inni. Gangið i Kaupfélagið, eða vinnið ykkur inn í það, með viðskiptum. Bankastræti 2 — Sími 1245 1 ' t Nýtt úrval af Sportfataetnum og Sumarfrakkaetnum nýkomið. V^erðið hvergi lægra. GEFJUN, Laugav. 10 Sítni 2838 LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR. Akranessferðin sem frestað var síðastliðinn sunnudag' verður farin á sunnudaginn kemur, 10. þ. m. kl. 9. árd. með e.s. „HEKLA“. Fargjald er aðeins 4 kr. og kr. 2,50 fyrir unglinga innan 16 ára aldurs, báðar leiðir. Farseðlar seldir í verzl. Foss, Laugaveg 12, Tóbaksverzl. London, verzl. Björns Jónssonar Vesturg. 27. og á laugardag- inn eftir kl. 4 í anddyri Pósthússins. — Þeir sem ekki hafa skilað farseðlum, sem keyptir voru urii daginn, geta fengið þeim skipt eða endurgreidda á sömu stöðum. Til ágóða fyrir j bágstadda á landskjálftasvæðinn heldur 9 Asa Hanson Danssýningu annaðkvöld í Iðnó kl. 8'l2. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á moi'gun eftir kl. 4, Verð frá 1 kr, Meistaramót I. S.I. í tundi verdur háð á Akureyri i sumar íþróttaráðið á Akureyri hef- ir farið fram á það við stjórn í. S. að meistaramótið í sundi verði haldið þar í sum- ar. Akureyri er eini kaupstaður landsins þar sem viðunanleg skilyrði eru fyrir hendi fyrir sundmenn til þess að setja rr.et, svo að sambærilegt geti talizt aðstöðu erlendra sundmanr.a. Þeir sem hafa reynt það að synda í heitu vatni og köldu, vita það bezt sjálfir, hve miklum erfiðleikum kuldinn veldur. Það má segja það, að allt fram að þessu hafi ís- lenzkir sundmenn ekki getað mælt sig við beztu sundmenn heimsins af því að íslendingar hafa alltaf orðið að heyja sín sund í köldum! sjó. Sundmót þetta á að fara fram í sund- laug Akureyrar. Sundlaugin á Akureyri er byggð árin 1920—22, af Akur- eyrarbæ, og kostaði um 20 þús. krónur. En árið 1933 var leitt heitt vatn í þessa laug og varð kostnaður við það sem bærinn greiddi, kr. 24716.00. En vinna og framlög frá einstökum mönnum og félögum vegna hitaleiðslunnar voru um fjögur þús. krónur. Þess utan var stofnað til „krónuveltu“ vegna sundlaugarnar og komu inn á þann hátt um tvö þús. kr., sem notaðar voru til þess að útbúa og hita upp 2 búningsherbergi og 2 baðherbergi við laugina. Sundlaugin er 35 metrar á lengd, en breiddin er 11 metrar í annan enda og 9 metrar í hinn. Dýpt laugarinnar er 2-— 214 metri. Við laugina er 1 stökkpallur 4—5 metra hár og 2 stökkpallar lægri. Hitinn í sundlauginni er 16—20 stig C á vetrum, en 20—25 stig C að sumri til. Áhorfendasvæði við laugina eru upphlaðnir grasbekkir og er mjög skýlt og notalegt þar fyrir áhorfendur. Erlend kennaranámskeið Vegna íslenzkra kennara, sem kynnu að leggja leið sína til útlanda nú í sumar, vil ég benda á nokkur námskeið, sem haldin eru í Englandi, Svíþjóð og Danmörku. I Englandi er haldið hið ár- lega námskeið, The City of London Vacation Course, dag- ana 27. júlí til 10. ágúst. Stjórnandi þess er Fisher, fyrv. kennslumálaráðherra Breta. Viðfangsefni eru fjöl- breytt. Ýmsir heimskunnir menn flytja erindi, valdir kennarar sýna fyrirmyndar vinnubrögð við kennslu, og sýning verður á nýtízku kennslutæk j um. I Svíþjóð er m. a. íþrótta- námskeið við Rámshyttan, dag_ ana 11.—31. júlí, undir stjórn Ilelge Lindau fimleikastjóra við Centralinstituttet í Stokk- hólmi. Er það jafn t ætlað þeim, sem lítt eru lærðir í list- inni og hinum er nokkuð kunna. Einna mest stund er lögð á leiki allskonar. Þá er og námskeið, sem nefnt er Nordisk Sommar- kursus, haldið í Tállberg við Siljan í Dölum frá 15. júní til 21. ágúst. Eru það raunar mþrg námskeið, sem taka við hvert af öðru. Hinu fyrsta stjórnar dr. Alfred Adler pró- fessor, heimskunnur sálfræð- ingur og einn af höfundum hinnar svonefndu sálgrennsl- unar. Fjallar námskeið þetta um' sálræna heilsuvernd. Þá koma þar námskeið í næringar- efnafræði, matreiðslukennslu, teikningu og mótun, og loks söngnámskeið. í Danmörku eru þessi nám- skeið m. a.: í Hilleröd dagana 30. júlí til 3. ágúst. Leiðbeina . þar ýmsir kunnir Ivennarar og skóla- menn danskir um starfshætti við kennslu í efri bekkjum barnaskóla. I lýðháskólanum í Helsingör. (Den internationale Höjskole i Ii.). Það starfar í þrem flokk- um, hinn fyrsti 19.—31. júlí, annar 1.—14. ágúst, og þriðji 15.—28. ágúst. Þar eru eink- um kennd mál, enska, þýzka og franska, og flutt erindi á þessum málum um ýms við- íangsefni og vandamál, sem nú eru efst á baugi. Vilji einhverjir kennarar færa sér námskeið þessi í nyt, er ég fús að veita nánari leið- beiningar um þau, svo sem ég get. Guðjón Guðjónsson. í vetur hafa neméndur Menntaskólans á Akureyri iðk- að sund í lauginni að staðaldri, svo og allmargir áhugasamir sundmenn Akureyrarbæjar. Það mun nú í undirbúningi að 10—20 beztu sundmenn Reýkjavíkur fari norður til Akureyrar og keppi þar um meistaratignina í sundi á hin- um ýmsu vegalengdum. • Merkur bygginga- meistari iátinn Hinn víðkunni améríski byggingameistari og verkfræð- ingur Cass Gilbert er nýlát- inn, 74 ára áð aldri. Gilbert hafði gert uppdrætti að ýmsum mestu stórhýsum Bandaríkjanna, svo sem ráð- húsum ýmsra fylkja, bóka- söfnum 0. fl. þ. h. Hann var aðstoðarverkfræðingur við byggingu Brooklynbrúarinnar. En það er lengst mun halda nafni hans á lofti, er Wool- worth-byggingin í New York. Hún er verk hans, og var hún ógurlegt stórvirki talið, er henni var lokið 1912. Eiffel- turninn í París var eina bygg- ingin í heiminum, sem var hærri, og tveir áratugir liðu áður en ameríkanar byggðu annan eins skýjakljúf, er tæki þessum byggingum fram hvað hæð snerti. En óvíst er hvort þeir hafa ennþá byggt stíl- fegri skýjakljúí en Wool- worthbyggingin er. Brugg og bannlög í Bandaríkjunum Mr. Joseph Choate forstjóri, „Federal Alcohol Control Ad- ministration“, hélt nýlega ræðu í New York um bruggið og bannlögin. Skýrði hann þar mjög greinilega frá ástandinu. Mr. Choate upplýsti, að drykkjuskapur hefði aukizt meira en um helming frá þeim tíma að bannlögin gengu í gildi á stríðsárunum, og meiri hluti þess áfengis, sem neytt væri, væri búinn til á ólöglegan hátt. Síðastliðna þrjá mánuði sagði hann að fundnar hefðu verið yfir 4 þúsund bruggverksmiðj- ur, og hefðu þær getað fram- leitt helmingi meira áfengi en allar opinberar áfengisgerðir Bandaríkjanna til samans. Opinber framleiðsla taldi hann að væri álíka mikil nú og verið hefði áður en bannið kom, en þá hefði mjög lítið verið um brugg, svo það lægi augljóst fyrir, hversu geysileg aukning drykkjuskaparins væri, og myndi óhætt að telja, að það væri um meira en helmings aukningu að ræða, á hvert höfuð.. Taldi hann að lokum, að vín- tollar og innflutningsgjald á áfengi, yrði að lækka stórkost- lega, ella myndi lítilsvirðing og óhlýðni almennings gagnvart áfengislögunum verða engu minni, en verið hefði gagnvart bannlögunum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.