Nýja dagblaðið - 23.06.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 23.06.1934, Blaðsíða 1
Ofsóknir Morgunblaðsins og lagaprófessorsins á Hæstarétt Meginádeilum ósvarað. Það er einn ljós blettur í greinum B. B. — hann reynir ekki að verja þau alræmdu réttarfarshneyksli, að íhaldið lét Magnús Guðmundsson fella niður rannsókn í íslandsbanka- málinu og borgarstjóramálinu og skipaði sér sjálfur dómara í sínu eigin afbrotamáli í Hæsta- rétti. Meginádeilan í grein minni: „Dómsmál og réttar- far“, var um þessi hneyksli. íhaldið kallaði þessi mál of- sóknir. Nú eru þau það skýrð íyrir almenningi, að íhaldið skammast sín fyrir að tala um þau og meira að segja B. B. líka. Þetta er mikil framför. Hvað sem dómsmálaráð- herra sagði. En B. B., og Mbl. reyndar líka, gera annað. B. B. ritar dálk eftir dálk í Vísi um önn- ur atriði. Eitt spakmæli þessa prófessors er það, að ég hefði átt, hvað sem dómsmálaráð- herra fyrirskipaði, að rann- saka íslandsbankamálið og dæma bankastjórana! En þetta vald lögreglustjóra yfir dóms- málaráðuneytinu þekkir víst enginn nema lagaprófessorinn, það er eitt af þessum áður ó- þekktu kenningum! En það leynir sér ekki, að B. B. er þó kominn á þá skoðun, að það hafi verið meira en lítið rík ástæða til málshöfðunar í því máli, úr því ég átti að fara svona að. — Nóg umi það. Málið mátti ekki koma í dómsmálaráðuneytið. Hálfan annan dálk ritar B. B. uití það, hve stórfelld yfir- sjón það hafi verið hjá mér, að senda málið í dómsmála- ráðuneytið. — Manni skilst helzt, að þangað megi dóms- mál alls ekki koma og það beri rannsóknardómaranum yf- irleitt að forðazt! Svona flónsku er ekki eyð- andi orðum að. Fyrirskipun ráðuneytis- ins. 1 ummælum mínum um fyr- irskipun dómsmálaráðuneytis- ins um frestun rannsóknar- innar, segi ég, að J. J. muni ekki hafa gefið þessa fyrir- skipun. Nú upplýsir B. B., að þetta er rétt. G. Sveinbjöms- son hafi gefið fyrirskipunina, og fengið samþykki J. J., vit- Eftir Hermaun Jónasson lögreglustjóra anlega í því oftrausti, að allt væri með felldu. En ég lagði megináhei'zlu á annað, sem B. B. þegir yfir: Ég segi: „Og það sem verst var við þessa fyrirskipun var það, að ákærð- ur fékk á einhvem hátt vitn- eskju um hana og notfærði sér til þess að draga málið svo sem ég hefi áður skýrt rétti- lega frá“ ... Hver skýrði Bimi Gíslasyni frá fyrirskipuninni? Skifting málsins. Nú heldur B. B. og Mbl. því fram, að það hafi átt að skifta máli Bjöms Gíslasonar og Hansínu Ingu Pétursdóttur í tvö mál og dómsmálaráðuneyt- ið hafi aðeins fyrirskipað að fresta máli H. I. P. — Þetta stafar annaðhvort af vísvit- andi ósannsögli eða alveg ó- ven j ulegum þekkingarskorti. Mál beggja var sömu sakar- efni í öllum tilfellum að kalla. Að skifta því, var brot á öllum réttarfarsreglum og hefði í Hæstarétti • varðað ógildingu málsins frá upphafi. — Er hörmulegt til þess að vita, að prófessor 1 lögum skuli vera svo þekkingarsnauður um ein- földustu atriði í meðferð sakamála. Ég hefi nú hrakið þessi á- deiluatriði lið fyrir lið og ætla nú að lokum að leiða vitni, 1 sem B. B. og Mbl. taka senni- 1 lega nokkurt mark á. Hæstiréttur talar. „Samkvæmt kröfu hinna á- kærðu var héraðsdómáranum stefnt með framhaldsstefnu 5. jan. 1931 til ábyrgðar fyrir meðferð hans á málinu og hef- ir hann mætt og látið mæta í hæstarétti og fært fram vöm fyrir sig. Byggja hin ákærðu kröfu sína á ábyrgð á hendur dómaranum aðallega á því, að hann hafi dregið rannsóknina á langinn, að hann hafí beitt ólöglegri hörku sérstaklega með því að setja þau í gæzlu- varðhald, og að hann hafi bók- að rangt framburði þeirra. Að vísu hefir allmikill dráttur orð- ið á fyrri rannsókninni í mál- inu, en dómarinn hefir réttlætt þetta nægilega a f s i n n i h á 1 f u með því sem tekið hefir verið fram í undirréttar- dóminum. Og framhaldsrann- sóknina hefir hann leyst af hendi án nokkurs ónauðsynlegs Framh. á 2. síðu. MM Á íhaldið að fá samskonar aðstöðu til skattaálagningar og 1928? Hér í blaðinu voru í gær birt nöfn tíu íhalds- manna og tekjuskattur þeirra árin 1928 og 1929. Fyrra árið var Einar Arnórsson skattstjóri og hafði eftirlit með skatt- framtölum í umboði í- haldsstjómar.. Síðara árið var Helgi Briem skattstjóri og framkvæmdi þetta eftir- lit. Framsóknarstjómin hafði þá völd. Þessir tíu menn greiddu árið 1928 tekjuskatt í ríkissjóð samtals Kr. 8214,00 En árið 1929 bar þeim að greiða samtals Kr. 55463,00 Mismunurinn á tekju- skatti þessara 10 íhalds- manna þessi tvö ár nemur Kr. 47249,00 Með öðrum orðum: Þessurn tíu mönnum hef- ir haldizt uppi undir stjóm og vemdarvæng íhaldsins að koma sér hjá tekjuskatti sem nemur Kr. 4724,90 á hvern þeirra um sig að , meðaltali. Og mundi þetta ekki hafa verið eitthvað svip- að öll þau ár sem íhaldið annaðist skattheimtuna. Ekki er að undra þótt þessir menn og aðrir áþekkir sæki fast að fá yfir sig íhaldslandstjórn. En ert þú, kjósandi, eins áfram um það? Ætlar þú með atkvæði þínu í kjörklefanum á morgun að hjálpa Einari Arnórssyni, Garðari Gísla- syni, Hallgrími1 Bene- diktssyni, Thór Jensen, Jakob Möller, Páli frá Þverá, ólafi Thórs og Valtý Stefánssyni til þess að koma sér undan tekju- skatti, sem nemi á ári að meðaltali á hvern þeirra Kr. 4724,90 Sæluhússfundurinn »Aiitaf að íapa« íhaldið boðaði til almenns kjósendafundar í sæluhúsinu í gærkvöldi. Hafði það mikinn viðbúnað og lét skreyta húsið utan og koma fyrir á því gjallarhornum, því að rækilega hafði verið smalað á fundinn eins og bersýnilega kom í ljós. Var liðinu svínfylkt á gang- stéttarhornið g'egn sæluhúsinu. Urðu áhorfendur hart nær 6 tugir manna, þegár flest var. Meðal áhorfenda gaf á að líta Jóhs. Jóhannesson fyrv. bæjar- fógeta, Georg lækni, nokkra eldfæraskoðunarmenn með gilta hnappa og loks á að gizka hálft kúgildi skírnarvotta frá upphafi nafnbreytingatímabils- ins. Fyrstur tók til máls Magnús dócent. Keyndist hann áhorf- endum ósýnilegur með öllu; tóku þá fylkingar mjög að þynnast og töldu menn sig Vísir rekúr ofaní Jón Þorláksson með vottorðum Vísir 20. þ. m. segir: ,,í Alþýðublaðinu í gær er sagt frá því, að Jón Þorláks- son hafi byrjað útvarpsræðu sína, „á dylgjum um það“ að stjórn landsverzlunar hefði keypt 18 þús. kr. skuldabréf með 3000 kr. afföllum. Það voru sannarlega engar dylgjur, sem J. Þ. fór með um þetta. Hann sagði skýrt og ákveðið að þetta hefði verið gert“. Vísir 22. þ. m. birtir eftir- farandi vottorð: „Samkvæmt beiðni vottast hér með, að eftir bókum Lands- verzlunar Islands, hefir hún 28. janúar 1929 keypt fyrir nafn- verð skuldabréf, að fjárhæð 18.000,00 kr., trygg-t með 2. veðrétti í Þórsgötu 19. Af and- virðinu voru Filippusi Guð- myndssyni greiddar 15.000,00 kr., en Landsverzluninni sjálfri 3.000,00 kr., upp í skuld Kaup- félags Reykvíkinga. Fjármálai-áðuneytið 20. júní 1934. Páll Eggert Ólason (sign).“ Eins og vottorðið ber með sér, hefir Landsverzlunin keypt bréfið fyrir 18 þús. kr. eða af- fallalaust. Allar aðdróttanir Jóns um okur og fjárdrátt Landsverzlunarinnar eru til- hæfulausar og fer vel á því, að Vísir og Mogginn reki ofan í sjálfa sig og Jón Þorláksson með opinberum vottorðum. gabbaða, því þeir höfðu komið til að sjá en ekki heyra. Af að hlusta á þessa sömu menn i útvarpið höfðu þeir fengið meira en nóg — þó voru ræðu- menn ekki allir þeir söniu og þá, því nú fengu meðal annars Möller og Pétur að mæla fáein orð. Nokkrir klapparar voru hafðir inni í húsinu og- gerðu þeir bæði að klappa — og stynja undir tölum þeirra Ja- kobs og Péturs. Lýkur hér með þeim þætti af kosningaósigri íhaldsins. I Burt með okur fhaldsins á nauðsynjum! Ihaldið leggur 100% á rafmagnið Stefna íhaldsins í skatta- málum, er að leggja tolla og aðrar álögur á lífs- I nauðsynjar almennings. Meirihluta sinn á Alþingi og bæjarstjórnum notar það til að okra á nauð- synjunum í stað þess að skattleggja hátekju. og stóreignamenn. Gott dæmi er álagning þess á raf- magnið hér í Reykjavík. Bæjarreikningar 1932 sýna, að það ár voru g-jöld rafveitunnar kr. 549554,50 tekjur rafveitunnar kr. 1072638,55 Þetta þýðir: Rafmagn sem kostar '/2 miljón sel- ur íhaldið notendum á eina miljón, eða hækkar það um 100% ' Hversvegna? Til þess að koma í veg fyrir útsvarshækkun á efnamönnum og koma gjaldabyrðinni yfir á þá fátæku með skatti á nauð- synjavörum, sem allir þurfa að nota. Kjósendur! Viljið þið gefa íhaldinu meirihlut- ann á Alþingi til að af- létta sköttum á stór- gróðamönnum og brösk- urum, en auka í þess stað okrið á lífsnauðsynjunum eins og það hefir gert með rafmagnið í Reykja- vík?

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.