Nýja dagblaðið - 23.06.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.06.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAQBLABIB 8 Avarp til Framsóknarmanna í Reykjavík NÍJADAGBLAÐIÐ ÍTtgefandi: „BlaOaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guömundsson, Tjamargötu 39 Simi 4246. Ritst jómarskrií stofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaakrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura oint. Prentsmiöjan Acta. Morgundagurinn Kosningadagurinn er á morgun. Með eftirvæntingu er nú beðið eftir þeim úrslitum, sem þá verða felld af kjósend- unum íslenzku. Til þess liggja fullgildar ástæður. Hiklaust má fullyrða, að eng- ar kosningar hér á landi hafi ráðið úrslitum um jafnmörg og stórvægileg mál og kosning- amar á morgun. Hiklaust má fullyrða að úrslit engra kosn- inga áður hafi varðað jafn- miklu um atvinnulíf, ménn- ingu og velferð íslenzku þjóð- arinnar og kosningarnar á morgun. Og aldrei fyr hafa kosningar hér snúist um það, hvort frelsið skyldi. afnumið, alþýðan færð í viðjar þræl- dóms og undirokunar, og braskaramir tækju alræði yfir atvinnuvegunum, bönkunum og utanríkisverzluninni. Fyrir þessu eina máli, fyrir baráttunni um frelsið, hverfa öll önnur mál, þó stór séu, því á því eina máli byggist það, hvernig öðrum málum verður ráðstafað í framtíðinni. Kjósandi! Mikil er ábyrgðin sem hvílir á atkvæði þínu á sunnudaginn. Eitt atkvæði — þitt atkvæði, getur ráðið úr- slitum — úrslitunum um það, hvort frelsi þjóðarinnar verður tryggt eða eyðilagt í framtíð- ínni. Kjósandi! Með atkvæði þínu á morgun geturðu fært aukna velmegun, aukin lífsþægindi, aukin réttindi, aukna menn- ingu inn á alþýðuheimilin í landinu. Með atkvæði þínu get- urðu líka eflt sundrungina í þjóðfélaginu, aukið á réttar- spillinguna, fjölgað atvinnu- leysingjunum, lækkað tekjur framleiðslustéttanna og aukið óhóf, tildur og eyðslufagnaði braskaranna. Kjósandi! Það á ekki að vera örðugt að velja. Svo önd- verðar eru höfuðstefnumar í stjómmálunum íslenzku, í svo gagnstæða farvegi falla fram- sóknarstefnan annarsvegar og íhaldsstefnan hinsvegar. Dagurinn á morgun er úr- slitadagur um frelsi og fram- tíðarheill þjóðarinnar. Minnstu þess, kjósandi, við kjörborðið á morgun, að á þínu atkvæði geta þessi úrslit oltið. Hugs- aðu þig um tvisvar, áður en þú vegur að frelsi þínu og frelsi þjóðarinnar með því að kjósa íhaldið eða sprengiflokkana. Megi úrslit kosningaxma á morgun styrkja frelsið og lýð- ræðið, og leiða heill og ham- ingju yfir sérhvert heimili í landinu. Ykkur er sagt að þýðingar- íaust sé að kjósa lista Fram- sóknarmanna í Rvík. Við mun- um hvorki koma hér að þing- manni né vinna uppbótarsæti. Þetta er villukenning, sett fram af andstæðingum og keppinautum, sem vilja lokka Framsóknarmenn til að ljá öðrum flokkum fylgi. Sízt situr þetta á Alþýðufl. Hann býður fram yfir 20 menn, aðeins til að safna at- kvæðum, þótt vitað sé, að þeir falli. Hversvegna leitast hann við að safna á frambjóð- endur sína 10—50 atkv. í kjördæmi, en hyggur að Fram- sóknarmenn í Rvík, sem eru fimmfalt fleiri en kjósendur Haralds á Seyðisfirði, eigi að hverfa frá stefnu sinni vonlaus. ir um það, að geta á þann hátt unnið móti íhaldinu. Framsóknarmenn í Rvík þurfa að vita það, að á þing- inu 1932 vildi allur þingflokk- ur okkar hafa þingmannatölu Reykjavíkur 8, ef nokkur þing- mannafjölgun yrði. Þá hefði Framsóknarfl. verið örugg- ur með 1 fulltrúa úr höfuð- staðnum og bandið milli sveit- anna og höfuðstaðarins styrkt. En árið eftir, þegar stjórnin kom með frv. sitt, þá fjölgaði hún þm. upp í 50, en fækk- aði þm. Rvíkinga í 6. Það var gert í samráði við Jón í Stóradal, Þorstein Briem og allt íhaldið. Það var gert til að larna Framsóknarflokkinn í Rvík. Socialistunum þótti gott hvað gekk. Þeir vildu heldur 6 en 8 þm. í Rvík. Allir þess- ir „leiðtogar“ gerðu þessa breytingu í því eina skyni og einu von, að tefja fyrir við- gangi samvinnuflokks í Rvík. Á flokksþingi Framsóknar- manna 1933 lét Ásgeir Ás- geirsson mann sér handgeng- [Blaðinu hefir borizt eftirfar- andi grein frá mœtri konu hér í bænum]. Það hlýtur að vera, að fleir- um en mér af útvarpshlust- endum hafi fundizt skrítið og hjáróma að heyra Jón Þorl. segja í útvarpsumræðunum: stétt með stétt. Mér datt fyrst í hug, þegar ég heyrði orðin, að nú hefði einhver gárunginn gripið inn í hjá Jóni, til að skemmta útvarpshlujstendunr um, því þessi orð úr munni eins mesta burgeisins í Rvík láta svo einkennilega í eyrum þeirra, sem um langt skeið hafa fylgst með hugarfari og breytni íhaldsins. Og það er áreiðanlegt, að það er ekkert, sem íhaldsburgeisamir hata Jónas Jónsson eins fyrir, og inn bera fram tillögu um 6 þm. fyrir Rvík. En hún var felld með nálega öllum -atkv. Sveitamennimir, fulltrúar framfaramanna í bygðum landsins, vildu hafa vaxandi grein af flokknum í höfuð- staðnum. En bræðingsliðið, „bændavinimir“, íhaldið og auk þess socíalistar samþykktu hin lævísu ráð á Alþingi. En það hið lævísa ráð mun ekki ná tilgangi sínum. Fí-am- sóknarmenn í Rvík stóðu fast með flokki sínum vorið 1931. Þeir stóðu fast með flokki sínum 1932, þegar átti að af- henda hann íhaldinu. Og þeir stóðu fast með stefnu flokks- ins, þegar hann var að hrista af sér hina niðurlægjandi 'sam- búðarfjötra á flokksþingunum 1933 og 1934. Framsóknarmenn í Rvík! Út um byggðir landsins mun verða afarmikil þátttaka í kosning- unum af hálfu Framsóknar- manna. Ef flokksmenn í Rvík halda fast samjan, og styðja lista sinn og flokk, þá er mjög sennilegt, að flokkurinn fái uppbótarsæti og sinn fulltrúa kosinn á þing. „Bændavinir“, íhald og Alþ,- flokkurinn hafa saméinast um að reyna að eyðileggja um- bótaflokkinn í Rvík. Framsóknarmenn í Rvík! Verið trúir drengilegum for- dæmum úr 'sögu flokksins. Þið stóðuð fastir fyrir í þingrof- inu 1931. Þið stóðuð á verði í herleiðingunni 1932. Þið hafið átt mikinn þátt í viðreisn flokksins. Munið að hættan heíir aldrei verið meiri en nú! Flpkknum liggur meira á at- kvæðinu en nokkru sinni fyr. Fjölmennið á morgun og kjós- ið Usta Framsóknarmanna, C-listann. J. J. það, að hann frá fyrstu tíð hefir barist fyrir að láta stétt- armuninn hverfa. Ég man eft- ir einu sinni, þeg-ar Jónas Jónsson var ráðherra, að ég heyrði einn íhaldsmann segja þau orð, sem mér fundust lýsa svo vel innræti þeirra og lífsskoðun. Hann sagði: — „Jónas, hvernig í ósköpunum getur maður borið virðingu fyrir honum í ráðherrasætinu, bann sem lætur bílstjórann sinn þúa sig“. En fyrir starf Jónasar Jóns- sonar og fleiri Framsóknar- manna er nú sem betur fer sú tíð liðin fyrir íhaldinu, að vesalingarnir í sku^gahverf- unum standi og mæni út úr bæjardyrunum á eftir Reykja- víkurburgeisunum, og sveita- Stétt xxted stétt Gjaldeyriseinokun og gengislækkun Hvaða þýðingu hefir gengislækkun og umráð einstakra manna yfir gjaldeyrinum? Það þýðir almenna dýrtíð, gjaldþrot fjölda smásala og smáatvinnurekenda? Það þýðir einveídi örfárra ............ ...... ......................... manna í f jármálum og þá um leið öðrum málum. Allir vita, að utanríkisverzl- unin er ekki lengur frjáls. Is- land og aðrar þjóðir verða að kaupa vörur sínar í þeim lönd- um einum, þar sem þær geta selt afurðir sínar. Um verð er ekki lengur spurt. Þetta gerir innkaupin óhag- stæðari og vörurnar dýrari — eykur dýrtíð. Við þetta fáum við ekki ráðið. En ef þar við bætist, að gengi íslenzku krónunnar yrði lækkað eins og Ólafur Thors, Kveldúlfur og Tryggvi Þór- hallsson vilja, mundi það hækka verð á útlendum vörum, ekki einasta í hlutfalli við gengis- lækkunina heldur miklu meira, þar sem margir tollar og álagn- ing á vöruna er miðað við inn- kaupsverð og innkaupsverðið er þeim mun hærra sem gengi þ, e. gullgildi krónunnar er lægra. Og* ef svo einstakir, stórir útflytjendur eins og Kveldúlf- ur fengu að ráða yfir hinum erlenda gj aldeyri, sem þeir fá fyrir afurðir landsmanna, yrðu þessi fyrirtæki einráð um hvaða vörur væri keyptar fyr- ir þennan gjaldeyri og við hvaða verði þær yrðu seldar. Ef gengið yrði lækkað eftir að Kveldúlfur hefir keypt fisk sinn, mundi það þýða miljóna gróða fyrir Kveldúlf og mil- jóna töp fyrir almenning. Og ef Kveldúlfur og aðrir útflytjendur yrðu þar á ofan eim-áðir yfir hinum erlenda gjaldeyri, mundi það þýða nýjan miljónagróða fyrir þá og ný miljónatöp fyrir almenn- ing. Verkföll og hnignun fram- leiðslu mundi sigl(a í kjölfar stórgróðamannanna. Engin furða þótt Ólafur Thórs hafi ýtt Jóni Þorlákssyni til hiiðar. Gengislækkun og ráðstöfun- arréttur hins erlenda gjaldeyr- is er eitt af alvarlegustu mál- um þessara kosninga. Gengið má ekki lækka vegna sérhagsmuna einstakra manna eða vegna pólitískra spekú- lanta. Gengið má ekki lækka, nema nákvæm rannsókn sýni, að það sé velferðarmál þjóðar- heildarinnar. Þau rök vanta enn og- verða sennilega ekki fundin. Og gjaldeyririnn má ekki vera í höndumí fárra einstak- linga, sem síðan geta einokað vöruinnkaup og vöruverð. Framsóknarflokkurinn vill enga gengislækkun, nema að rannsökuðu máli, og Fram- sóknarflokkurinn vill ekki leggja umráðin yfir gjaldeyr- inum í hendur einstaklings- hyggjumanna og spekúlanta. Munið þetta, kjósendur, á kjördegi 24. júní og kjósið C- listann. Stétt með stétt — en konur gegn körlum Menn veittu því eftirtekt í útvarpsumræðum, að það voru tvö slagorð, sem íhaldsmenn notuðu einkum og voru sér- staklega áberandi í ræðum Jóns Þorlákssonar og Guðrún- ar Lárusdóttur. Slagorð Jóns var: Stétt með stétt, og Guð- rúnar: Konur gegn körlum. Það er dálítið óskylt, sem liggur að baki þessum slagorð- um. Um annað þeirra: Stétt með stétt, var sýnt rækilega fram á í ræðu Hermanns lög- reglustjóra, að íhaldið svík- ur þetta kjörorð ekki .aðeins dagsdaglega með breytni sinni, heldur er það sjálft hin raunverulega orsök stétta- fólkið feli sig í skotunum, þegar „fína“ fólkið kemur í hlaðið. Fyrir þetta og margt ann- að menningarstarf í þarfir þjóðarinnar, fylkir fólk sér um lista Framsóknarmanna á morgun. G. D. mótsetninganna hér á landi. Hitt slagorðið: Konur gegn körlum, mun eflaust mörgum þykja vera í nokkurri mótsetn- ingu við það fyrra. Því fyrst það er talið sjálfsagt, að fylkja stétt með stétt, hvers- vegna er þá ekki líka eins sjálfsagt, að fylkja konum með körlum. Og fyrst svo er ekki, hvaða ástæður liggja þá til þess, að stofna eigi til póli- tískra deilna milli kvenfólks og karlmanna ? Ég fann heldur engar fram- bærilegar ástæður færðar fyr- ir því, í ræðu konunnar frá Ási. Hafa konur t. d. aðra hagsmuni en karlmenn í því, að komið sé upp leikvöllum fyrir bömin í bænum? Er það ekki til jafnmikils gagns fyrir konur sem karlmenn, að sund- höllin s é fullgerð ? Er það ekki eins gott fyrir húsmæð- umar eins og húsbændurna, að húsaleigan og verzlunar- álagningin lækki? Og þannig Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.