Nýja dagblaðið - 08.07.1934, Síða 2
2
N Ý J A
DAGBLASIB
1 dag kl. 3 e. h.
hefjasi kappreiðar á Skeið**
vellinam; einnig Sundreiðar í
Elliðaárvog.
»Scientific Beauty Products«.
Allt til viðhalds fdgru og hraustu hörundi.
Vera Simillon
Mjólkuríélagshúsinn. Sími 3371. Heimasimi 3084
Vísindaleg hörundssnyrtÍDg með nýtísku-
aðfei’ðum: Andlitsnudd, sérstök aðferð til
þess að ná burt hrukkum, hárœðum, bólum,
nöbbum, flösu, hárroti o. s. frv. Hárvöxtur
upprættur með Diathermie og Electrolyse.
Háfjallasólar- og Sólar-geislun. — Kvölhsnyrting.
Ókeypis ráðleggingar á mánud. kl. 6V»—7Va.
Kristján Ág. Kristjánsson
Þann 4. þ. mán. lézt á Landa
kotsspítalanum, eftir uppskurð
Kristján Ág. Kristjánsson frá
Skóganesi í Miklaholtshi’eppi,
sem um mörg undanfarin ár
hefir verið skjalavörður á skrif
stofu Alþingis. Er þar fallinn
til foldar einn af nýtustu son-
um landsins. Vel menntaður,
góður drengur, sem hafði trú
á framtíð íslenzkrar moldar og
kunni að meta starf bóndans.
Ungur lauk hann góðu prófi
úr kennaraskólanum og stund-
aði síðan barnakennslu hin
næstu ár, þar til hann réðst
skjalavörður á skrifstofu Al-
þingis og reisti þá um svipað
leyti bú á Skóganesi ytra, þar
sem hann hefir stundað búskap
síðan, jafnframt störfum sín-
um við Alþingi.
Er þeim, sem þetta ritar,
kunnugt, að oft lá nærri að
hann yfirgæfi bújörðina sína
fögru og flyttist til Reykjavík-
ur, þar sem hann hafði að
nokkru ’leyti sitt aðal starf, en
•
jafnan sigraði átthagaástin og
trúin á framtíð landbúnaðar-
ins. Hann vildi ekki, þegar á
átti að herða, víkja úr þeirri
fylkingu, er hann hafði skipað
sér í, þótt bardaginn væri oft
harður.
Kristján heitinn var annálað
prúðmenni í allri framkomu,
grandvar í orði en glaður í
hópi vina sinna. „Mér finnst
alltaf sólskin í Reykjavík þeg-
ar Kristján er kominn í bæinn'*
sagði einn vinur hans við mig.
Þessi orð sögð í gamni lýsa
manninum betur en iöng rit-
gerð.
Hávaxinn, ljós yfirlitum,
broshýr og bjartur, þannig
birtist hann vinum sínum og
kunningjum. Bjart var yfir lífi
hans og björt er minning hans
hjá vinum og vandamönnum.
Á laugardaginn kvaddi ég
hann á sjúkrahúsinu, brosmild-
an og vongóðan og ræddum við)
þá um væntanlega heimferð
hans um næstu helgi. — Nokkr_
um dögvim síðar er hann liðið
lík. Andlát hans kom óvænt
og snöggt, því að allt benti til
að hann hefði fengið fulla bót
á meini sínu og gæti haldið
heimleiðis eins og áætlað var,
en vonirnar brustu, því að dag-
inn sem hann átti að klæðast,
var hann í hendi dauðans.
Kristján heitinn var fæddur
hinn 4. ágúst 1889 og skorti
því réttan mánuð til að verða
45 ára. Er fráfall hans því sár-
ara, að hann er kallaður frá
konu og níu börnum og því
elsta 12 ára gömlu. Kona hans
er Sigríður Gísladóttir, dóttir
Gísla bónda í Ytra-Skógarnesi,
sem hefir dvalið hjá dóttur
sinni hin síðustu ár.
Kristján heitinn var sonur
Kristjáns bónda Kristjánssonar,
er síðast bjó á Rauðkollsstöð-
um í Eyjahreppi, Guðbrands-
sonar á Hólmlátrum á Skógar-
strönd, og er sú ætt all fjöl-
menn og útbreidd um Dali,
Snæfellsnes og víðar.
Allmörg aukastörf hafði
Kristján heitinn fyrir sveit
sína og hérað og verða þau ei
talin hér, en þess má geta, að
ef velja hefði átt góðan dreng
til starfs, er vel þurfti að inna
af hendi, þá var valinn til þess
Kristján á Skógamesi og voru
þau störf honum ærið erfið, þar
sem hann var jafnan liðfár á
heimili og löngum stundum að
heiman.
Blessuð sé minning hins
látna vinar.
p. t. Reykjavík, 6./7. 1934
Stefán Jónsson.
Derksm
Smiðjustíg; 10
Jteykjauik
Simi 4094
HBfinn fyririiggjandi
í öllum stærðum
og éerðum.
Komið.
Efni og yinna vaudað.
Verðið lægst.
• Sjáið. - Sannfærist.
Alt tilheyrandi. Sjáum um jarðarfarir sem að undanförnu. Hringið
í verksmiðjusímann og talið við mig sjálfan. Það mun borga síg.
Virðíngarfyllst. pr. Trésmíðaverksmiðjan RUN.
Ragnar Halldórsson.
Aðrar kappreiðar
ársins.
b
<?
f dag kl„ 3 e. h. háir hesta-
mannafélagið Fákur aðrar kapp
reiðar ársins á Skeiðvellinum
við Elliðaár. í þetta sinn verða
reyndir allmargir ,hér áður ó-
þekktir hestar á vellinum, og
sumir það sprækir, að gömlu
hlaupagarparnir mega vara sig.
Það er ábyrgðarhluti fyrir
n;ig að fara að benda á þessa
hesta, sem vissa sigurvegara,
en þó get ég ekki með öllu stillt
mig um að nefna hér nöfn
þeirra, svo sem Svip Páls Þor-
bergssonar, Tvist Mag-núsar
Árnasonar, Fálka Þorgeirs Jón-
assonar og Litla-Brún Páls
Pálssonar, sem nú er teflt fram
á móti mósunum. Þá má ekki
gleyma Reyk Jóns Guðnason-
ar, sem áður hefir unnið hér
fyrstu verðlaun á vellinum, en
hefir ekki hlaupið nú síðustu
þrjú árin, en þó hann sé lítill
og orðinn fullorðinn, þá er
víst um það, að mósarnir verða
að teygja úr skönkunum ef
þeir eiga að skilja hann eftir.
Þá má geta þess, að í sambandi
við þessar kappreiðar verða
háðar sundreiðar í Elliðaárvog-
um. Er það nýlunda hér, að
sjá hesta synda og menn skipta
um hesta á sundinu, þó ekkert
væri annað en það að sjá á
kappreiðunum, þá ætti það eitt
að vera nóg til þess að þúsund-
ir manna þyrptust inn á völl
í dag.
Þá er einnig í ráði, að á vell-
inum verði sýnd smádrengja-
reið. Það er gjört vegna barn-
anna sem koma á völlinn.
Reykvíkingar! Sleppið ekki
þessu tækifæri, en komið inn á
völl í dag og horfið á frækna
hesta hlaupa og synda!
Dan. Dan.
I
þið YÍIfrO mO teklO b* rti
eftir *uglý»ingmn jrkk-
ar, þá skuluQ þiO heixt
auglýse i
Nýja dagbaðinu.
/