Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 12.08.1934, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 12.08.1934, Qupperneq 2
z N Ý J A DAGBLAÐIB (^j^ (^ (^ @ (^ ® Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Bra&in KAUPMANNAHÖFN Biðjíð kaupmann yðar um B. B. munntóbak Fæsi allsstaðar. Q) @) @) ^i) (^i) @ @i ► Sápuverksmiðjan SJ ÖFN i ’ Akureyri ’Í Framleiðir allakonar hreinlætisvörur: Handsápur: Möndlusápa. Pálmasápa. Rósarsápa. Baðsápa. Skósverta Hárþvottalögur .Júgursmyrsl Þvottasápur: Sólarsápa. Blámasápa. Eldhússápa. Kristallsápa. Q-ljávax. k Reynið Sjafnarvörur og þá munið þér nota þær ávalt síðan, og sannfærast um ágæti ís- lenzkrar framleiðslu. Sjafnarvörur fást hjá öllum kauptélögum og kaupmönnum landsins. I heildsölu hjá oss og beínt frá verksmiðjunni á Akureyri. Samband ísl. samvinnufélaga. Jífe-nájfeAiTf# fó. 4 Ull -- Ull L suraarkauptíðinni þurfa bændur að ráða við sig hvernig þeira verður ullin notadrýgst. Klæðaverksmiðjan Gefjun, Akureyvi framleiðir beztu ullarvörur, sem fáanlegar eru hér á landi, af því hún notar eingongu úrvalsull. Allskonar fata- dúkar, band og lopi alltaf fyrirliggjandi hjá verksmiðj- ratni og flestum umboðsmönnum hennar ut um land. í Reykjavík er alltaf hægt að fá vörur verksmiðj- unnar í Gefjunarútsölunni á Laugaveg 10. Tökum ull við háu verði uppi vinnulaun, og í skiftum fyrir vörur. Spyrjið um ullarverðið hjá umboðsmönnum. Klæðaverksm. Gefjun. *fi Allt með islenskum skipmn! t Merkur Borgflrðingur Nýlátinn er Ásgeir Sigurðs- son bóndi að Reykjum í Lundar- reykjadal, 67 ára að aldri. Hafði hann og Ingunn kona hans, er lifir mann sinn, búið á Reykjum í 36 ár. Syni áttu þau fimm. Landskunnir eru tveir af þeim: Magnús skáld og Leifur skólastjóri á Laug- um. Björn, Sigurður og Ingi- mundur dvelja heima við bú- skapinn. Allir eru synimir sér- staklega vel gefnir eins og for- eldrárnir. Ásgeir var uppalinn á Efstabæ í Skorradal og dvaldi því allan sinn aldur þarna uppi í dalabotnum Borg- arfjarðarhéraðs. Hann var líka að ýmsu leyti alltaf með ein- kennum dalbúans: dulur, at- hugull, gætinn, fámáll, yfirlæt- islaus,; traustur, gáfaður, gest- risinn. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fýrir sveit sína og sýslu, sat vel jörðina, átti ágætan bústofn, komst vel af, en lagði oft mikið að sér við erfiða vinnu. Hafði Stefnubreyting i skóiamáium Eftir Aðalstein Signundsson, kennara Framh. Nú fer 10 ára snáðinn vor að læra ýmsar námsgreinar, landafræði, sögu, náttúrufræði, kristin fræði, reikning, rétt- ritun o. s. frv. Fyrirfram er tiltekið, hvað hann skuli „læra“ í öllum þessum fræð- um, hvað hann skuli festa sér í minni, til þess að geta „stað- ið sig vel á prófinu“ að lok- um! Með vísdómslega sam- inni stundaskrá er til tekið, hvaða klukkustundir og mínút- ur hverrar viku, allan vetur- inn, barnið skuli fást við hvert viðfangsefni fyrir sig. í dag klukkan 10—llvá það að hafa landafræði ög fyrir þann tíma hefir því vérið sett fyrir að lesa um borgir í Danmörku. Þá verður það auðvitað að svara spurningum um borgirn- ar í Danmörku þann tímann, bpnda á þær á kortinu, þylja úr minni sínu nöfnin á þeim og hlusta á það, sem kennar- anum þóknast um þær að segja. Það kemur ekkert mál- inu við, þó að það kæmi land- skjálfti norður á Dalvík í gær og hugur barnsins sé fullur af spurningum um það náttúru- fyrirbrigði, og það langi til að afla sér upplýsinga um það og skilnings á því, en sé hins veg- ar gersamlega alveg sama um allar borgir Danaveldis. Stundaskráin og kennslubókin gera ekki ráð fyrir jarð- skjálfta í Svarfaðardal. Drengsnáðinn, sem. vér fylgdum í skólann, fær í hend- ur kennslubækur, eina í hverri námsgrein, og þær á hann að læra. Þessar bækur á hann ekki að lesa, eins og eðlilegt er að lesa bók. Honum er sett fyrir lexía fyrir lexíu til að stagla og læra, smátt og smátt, stundum „aukið degi í æfiþátt aðrir þegar stóðu á fætur“. Það var að ýmsu leyti ein- kennilegt að koma að Reykj- um í Lundarreykjadal, einkan- lega vegna þess fróðleiksanda, sem þar sveif yfir heimilinu. — Flest allt fólkið á bænum var sílesandi í frístundunum mörg helztu mál álfunnar, án þess þó að hafa notið skóla- menntunar sem teljandi væri. Mjög erfitt var samt um bóka- kost og erfiðisvinnan fast stunduð. — Þeir, sem þekktu hjónin og synina á Reykjum undrast ekkert, þó að þaðan komi hver af öðrum méstu lærdóms- og menntamenn þjóðarinnar. Þeir er meta slíkt einhvers munu nú renna þakk- lætishuga til Ásgeirs bónda, sem nú hefir kvatt, eftir langt og farsælt æfistarf. Og ég, sem þessar fáu línur skrifa, þakka honum auk þess inni- lega fyrir allar góðu viðtök- urnar og skemmtistundirnar frá því ég sem fátækur dreng- ur var að heimsækja hann á Reykjum. V. G. á löngum tíma, sundurslitið, með lexíum úr öðrum bókum inn á milli og samihliða. Þann- ig silast hann gegn um kennslubókina sína, líklega livað eftir annað — les hana og staglar í sundurlausum bút- um, eftir utanaðkomandi skip- un, á tímum, þegar áhugi hans og þarfir kalla ekki á efni hennar. Þetta getur ekki ann- að en haft þær afleiðingar, að drengurinn verði hundleiður á kennslubókunum sínum og sú leiði yfirfærist jafnvel á aðr- ar fræðibækur. Ætli vér þekkj- um ekki dæmi þess, lesendur góðir ? Hverjum nútíðarmanni er meginnauðsyn að geta komið íyrir sig orði í skrifuðu máli, nokkurn veginn skýrt og skammlaust. Aðferð gömlu skólastefnunnar til að kenna . drenghnokkanum, sem vér fylgjum, þetta, er sú, að láta hann skrifa stíla í fastskorð- uðum réttritunartímum, sem eru slitnir frá öðru námi og starfi skólans. Iiann skrifar sögur, eða sundurlausar máls- greinar, sem er hnoðað saman utan um vandrituð orð, eftir upplestri kennarans, eða þá að hann endursegir efni, sem kennarinn hefir tuggið í hann. Hann er æfður í að skrifa ann- • arra manna hugsanir með ann- ara manna orðum. Þau orð eru fullorðinna manna mál, sem honum er óeðlilegt og torskil- ið, og kemur inn hjá honum þeirri skoðun, að ritmál sé allt annað en eðlilegt mál, og það, að setja fram hugsanir í rit- máli, sé galdur, sem honum sé ofvaxinn og óskiljanlegur. Það, sem lífið heimtar að drengurinn læri og nái leikni í, er að velja sínum eigin hugsunum orð og rita sín eig- in orð rétt og sæmilega. Þetta fæst ekki með því, að barnið hafi orð annarra manna eftir. Ileldur með þjálfun í að semja sjálfur — hugsa sjálfur, velja sjálfur hugsunum sínum orð. Það er meira vert, að velja hugsununum rétt orð en að velja orðunum rétta stafi. Til hins síðamefnda er stafsetn- ingarorðabók sjálfsagt hjálp- artæki og æfing í að nota hana veitir leikni, sem lífið heimtar — leikni í að vera fljótur að nota stafrófsröð og fletta upp í bók á því, sem fræðast þarf um. Ég verð að fara fljótt yfir sögu á stuttum ræðutíma, enda ættu þessi dæmi að nægja til að sýna, að viðteknar venjur í starfsaðferðum skólanna koma ekki heim við þær kröfur, sem þekking og nauðsyn nútímans gerir um afköst skólanna. Nýja skólastefnan lítur ekki á það sem hlutverk sitt, að hlaða fróðleil</ á minni nem- andans — birgja hann upp með þekkingarmola, sem geym- Framh. á 4. síðu

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.