Nýja dagblaðið - 12.08.1934, Page 4

Nýja dagblaðið - 12.08.1934, Page 4
I N f J A DAGBLABIÐ ÍDAG Annáll Bráðabirgðalög Stefnubrepting % Odýrn Sólaruppkoma kl. 4,10. Sólarlag kl. 8.53. Flóð árdegis kl. 6.25. Klóð síðdegis kl. 6.40, VoðurSpá: Norðankaldi, bjartviðri. I.jósatími hjóla og bifreiða kl. 9.50—3.15. Söfn, skrilstofur o. fL pjóöminjasafnið .......... opið J-3 Náttúrugripasafnið ....... opið 2-3 Listasafn Einars Jónssonar .... 1-3 Fóstliúsiö..................10—11 Landssíminn ............. opinn 8-9 l.ögregluvarðst. opin allan sólarhr. Messa í dómkirkjunni kl. 11 (sr. Bjarni Jónsson). í tríkirkjunni kl. 2 (sr. Árni Sig- urðsson). Haimsóknartimi sjúkrahnsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugarnesspítali ........... 12^-2 Vífilstaðahælið 12%-l% og 3J4-4J4 Kleppur ...................... 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 1-3 og 8-9 Sólheimar .................... 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Farsóttahúsið ................ 3-5 Næturvörður í Reykjavikurapóteki og Ivfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir Gísli Fr. Petersen, Barónsstíg 59. Sími 2675. Næturlæknir aðra nótt Gpðm. Kari Péeursson, Sími 1774. Samgöngur og póstferöir: Suðurland fró Borgamesi. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10.40 Veðurfregnir. 14.00 Messa i fríkirkjunni. 15.00 Miðdegisútvarp. 19.10 Veðurfregnir — Tilkynningar 19.25 Grammófóntónleikar. 19.50 Tónleikar — Auglýsingar 20.00 Klukkusláttur. Grammófóntónleikar (orgei). 20.30 Upplestur: Sögukafii (Halldór Kiljan Laxness). 21.00 F’réttir. 21.30 Danslög til kl. 24.00. Á m o r g u n: Kl. 10.00 Veðitrfregnir. 12.15 Há- degisútvarp. 15.00 Veðurfregnir 19.10 Veðurfregnir. — Tilkynning- at 19.25 Grammófóntónleikar. 19.50 Tónleikar. — Auglýsingar. 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar: Alþýðu- iög (Útvarpshljómsveitin). 20.30 Frá útlöndum (sr. Sigurður Einars- son). 21.00 Fréttir. 21.30 Tónleikar: a) Einsöngur (frú Elísabet Einars dóttir). b) Grammófónn. Flugheimsókn Rússa í Frakklandi Berlín, 11./8. PÚ. Hópur flugvéla frá Sovét- Rússlandi er nú í heimsókn í Frakklandi. Frönsku blöðin birta langar greinar um heim- sóknina. „Le Joumale“ hrósar nijög gerð flugvélanna og tel- ur þær útbúnar samkvæmt öll- um kröfum -nútímans. Bendir blaðið í þessu sambandi á það, að vináttusamningur á milli Rússa og Frakka mundi mjög auka öryggið í álfunni, þar sem hin órólegu lönd í Mið- Evrópu yrðu þá innilukt af sterkum herafla. Tíminn kemur út næstkomandi þriðjudag. Auglýsingum sé sldlað i Prentsm. Acta í dag nða á morg- un. Bandalag íslenzkra listamanna lu-fir nýlega gerl ráðstafanir til þess, að „Kirkjuráð hinnar is- lenzku þjóðkirkj u“, sem gaf út hókina „Viðbætir við sálmabók", og nefnd sú, sem sá um útgáfuna, verði látin sæta ábyrgð að lögum lyrir meðferð sína ó Ijóðnm, sem tekin voru í bókina. Höfundar þessara sálma hafa skorað á Bandalag íslenzkra listamanna ð gera réðstafanir til þess að bókin verði gerð upptæk. Byggja þeir kröfur sinar á eftirfarandi atrið- um: 1) Sálmar liafa verið teknir í viðbætinn án vitundar og leyfis liöfundanna. 2) nefndin hefir víða fellt úr sálmunum og réttri röð erinda hefir verið raskað. 3) Nefnd in befjr gert stórkostlegar breyt- ingar á sumum þessara’sálma án vitundar og leyfis höfunda. Hafa „Bandalaginu“ þegar birizt áskor- nnir frá átta iilutaðeigendum, En það eru Steingrímur Matthíasson v.egna föður síns, Davíð Stefáns- son, Huida, Kjartan Ólafsson, Ólína Andrésdóttir, Brynjólfur Dagsson vegna Brynjólfs frá Mimia-Núpi, Jón Magnúson og Ólína þorsteins- dóttir, ckkja Guðm. Guðmundsson- ar skólaskálds. Síldveiði á Akranesi. í fyrradag komu þrír útilegubátar inn til Akraness íneð síld, „Aldan" með yfir 100 tunnur, „Báran'* og „Ver“ með milli 50 og 60 tn. hvor. Einn- ig kom „Sæfarinn**, sem veiðir i dragnót, inn með góðan afla. Ný- i'arnir eru á síldveiðar ,,Hafþór“ og „Víðir“. — Síldin veiðist í Jökul- djúpinu. Miss Mc. Cord, ameríksk drátt- listarkona og málari, dvelur nú hér í bænum. Hingað kom hún frá Frereyjum, þai- sem hún hafði dvalið um nokkurra mánaða skeið. l’orðaðist hún um eyjarnar og dró og málaði þar fjöida mynda. Við- dvöl hennar hér mun verða frem- ur stutt. Ægir, 7. tbl. yfirstandandi árg. er nýlega kominn út. Efni: Sjó- minjasafn, eftir ritstj, skýrsla er- indreka Fiskifélagsins í Austfirð- íngafjórðitngi frá 1. apríl til 1. júlí 1934, sjóferðareglur, harðfiskur eft- ir St. Sigurfinnsson, ísrek við Grænland og ísland árið 1933 eftir dr. Bjarna Sæmundsson, vél til fjSkmjölsframleiðslu í fiskiskipum o. fl. Innflutningurinn i júlímánuði sl. nam að verðmæti kr. 3.350,139 kr., samkvæmt tilk. fjármálaréðuneytis ins 10. þ. m. Jan.—júli 1934 nam útflutningur ísl. afurða kr. 19.744.840, en inn- ílutningurinn á sama tíma nam kr. 28.193.000. Fiskafli licfir verið mikill við Langanes og Melrakkasléttu það sciri af er þessum mánuði og síð- ari hluta fyrra mánaðar. Einnig liefir vcrið mikill síldarafli um þessar slóðir. Sildarverksmiðjan á Raufarhöfn licfir tckið á móti um 37000 hi. síldar. Síldarsöltun hófst þar í fyrradag og voru saltaðar um 300 tunniir. Gufuskipið Kolumbus kom til Siglufjarðar í fyrrakvöld með túnnufarm. Er þetta fyrsta ferð skipsins þangað. — Skipið er 1200 smál. cð stærð og eru eigendur þess nokkrir menn í Reykjavík. Skipstjóri er Árni Gunnlaugsson liéðan úr bænum. Framh. af 1. síðu. í skólfcmáhuii aug’lýsmganaar. 8. gr. Skylt er öllum, sem verzla | með sláturfjárafurðir, að láta kjötverðlagsnefnd í té allar upplýsingar og skýrslur, er hún óskar eftir, viðvíkjandi sölu og söluhorfum á slátur- f j áraf urðum, bæði innanlands og utan. 9. gr. Landinu skal skipta í verð- lagssvæði eftir aðstöðu til markaðs og flutninga. Nefnd- in skal ákveða verðlag á hverju verðlagssvæði fyrir sig. 10. gr. Kjötverðiagsneínd gerir þær ráðstafanir, er hún telur þurfa til þess að innlendi markaður- inn notist sem bezt. Hún hefir eftirlit með því, að gætt sé hagsýni og spamaðar við slátrun og í allri meðferð slát- urfjárafurða og verzlun með þær. í því skyni getur nefnd- in takmarkað fjölda útsölu- staða, þar sem henni virðist þurfa. 11. gr. Kjötverðlagsnefnd er heim- ilt, ef hún telur þess þörf, að láta ákvæði þessara laga um sölu og verðjöfnunartillag gilda um nautakjöt og fleiri slátur- f j áraf urðir. 12. gr. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. I reglugerð má ákveða sektir við brotum gegn henni. 13. gr. Brot gegn 3. gr. varða sekt- um -allt að 10.000 krónum. Brot gegn öðrum ákvæðum laga þessara verða sektum allt að 1000 krónum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Sektir renna í verð- jöfnunarsjóð. 14. gr. Með mál út af brotum á lögum þessum skal farið sem almenn lögreglumál. 15. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Milli Krisuvíkur og Grindavikur hefir verið lagaður vegurinn fyrir bila nú nýlega. Er hann sæmilega góður í þurru veðri. Vegalengdin er um 24 kílómetrar. Resolut kom liingað í gær að norðan með frysta síld. Talstöðin á Siglufirði cr tekin til starfa. Hún afgrciðir viðtöl við skip frá ki. 7,50 ti lkl. 23.00 dagl. í fyrradag var búið að salta 104 þús. tn, síldar alls á landinu. Á siima tíma. í fyrra vor búið að salta alls tæplega 135 þús. tn. Útflutningur ísl. afurða í júlí sl. nam, samkv. skýrslu frá Geng- isnefnd, kr. 3,571.550. Framh. af 2. síðu. ast svo í minni hans, ]?ar til hann kann að þurfa að nota þá, eins og hey geymist í hlöðu — ef þeir gleymast þá ekki og týnast. Nýju skólastefnunni er það ljóst, að börnin eru verur í sköpun, mótun, vexti. Að þau búa yfir miklum hæfileikum, óljósum og blundandi, og þessa hæfileika þarf að finna, vekja og veita þeim tækifæri og hvöt til stælingar. Hlutverk skóla- starfsins er líkt og hliðstætt þeim æfingum, sem íþrótta- rnaður iðkar til að verða fær í íþrótt sinni. Við æfinguna stælast vöðvar hans og hann æfist í að beita réttum vöðv- um til hverrar hreyfingar og nær með því valdi yfir líkama sínum og evkur afkastagetu hans. Slíkar æfingar fyrir anda og líkama nemandans og alla hæfileika hans telur nýj a skóla- stefnan skólastarfið eiga að vera. Af því leiðir, að nemand- inn verður sjálfur að vera að verki, en ekki aðgerðarlítill viðtakandi þess, sem í hann er troðið. íþróttamaðurinn stælist ekki á að heyra um íþrótta- leikni og sjá hana, heldur af því, sem hann gerir sjálfur — af sjálfri áreynslunni. Nýja skólastefnan leitast því við að veita bömunum sern fjölþættust tækifæri til starfs í skólunum. Hún vill láta huga og hönd vinna saman að því, að brjóta til mergjar viðfangs- efni tilverunnar í kringum barnið. Nýju skólarnir láta börnin fá efni til rannsóknar, og þá gjarnan efni, sem draga að sér hugi þeirra og áhuga. Börnin fá til afnota bækur og önnur tæki til rannsóknarinn- ar. Og ávöxtur rannsóknarinn- ar kemur sýnilega í ljós í teikningum ýmiskonar handa- vinnu og í rituðu máli, sem börnin afkasta. Bömin eru þama að verki, sem hefir til- gang og takmark í sjálfu sér, eins og hvert annað starf. Þau njóta vinnugleði, áhuga og sköpunargleði við að framleiða sýnilega hluti. Þeim festist ósjálfrátt í minni það, sem minninu þykir vert að geyma, eins og gerist í eðlilegu hvers- dagslífi, og er að því leyti engu glatað af kostum lexíunáms- ins. En þau fá að auki tamn- ingu og leikni í að leita og finna, rannsaka og vinna, vega og meta staðreyndir. Slík leikni er hverjum nútíðar- manni meginnauðsyn. Kaup og sala Húseignir til sölu. Enn hefi ég t.il sölu talsvert af húseignum með lausum íbúð- um 1. okt., t. d. l.Steinsteypu- hús, þrjár íbúðir. 2. Nýlegt, járnvarið timburhús, sérstætt, eignarlóð, öll þægindi. 3. Stein- steypuhús, þrjár íbúðir. 4. Snot urt, sérstætt steinhús, her- bergi og eldhús. 5. Hálf hús- eign í austurbænum á götu- horni. 6. Lítið steinsteypuhús, tvær litlar íbúðir o. m. fleira. Annast eignaskipti og sölu fast eigna. Get tekið erfðafestu- eða leiguland eða jörð hér nær- lendis í skiptum fyrir hús á góðum stað í bænum. Gerið svo vel að spyrjast fyrir. Fast- eignasalan, Austurstræti 14, þriðju hæð. Símar 4180 og 3518. Helgi Sveinsson Úrvals hey til sölu ef keypt er strax. Afgr. v. á. Nýlegt orgel til sölu. Uppl. gefur Brynjólfur Þorláksson, orgelleikari. Melónur eru komnar aftur Kaupfélag Reýkjavíkur. Mótorhjól er til sölu í góðu standi. Mjög ódýrt ef samið er strax. A. v. á. Nýtt hvalrengi daglrga í Saltfisksbúðinni. Sím: 2098 Með tækifærisverði seljast tveir klæðaskápar, tvíseitur og þrísettur, úr birki. Uppi. Mið- str. 5, niðri, kl. 7—9 síðd. Freknukrem (Stilmans) Niv- eakrem, Igemokrem og Sports krem fæst hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. 5 manna bifreið sérlega rúmgóð, til söiu með góðum kjorum. Minni bifreið gæti ef til vill orðið tekin í skiptum. Afgr. v. á. Beztu og ódýrustu sunnu- dagaferðirnar verða nú eins og áður frá Vörubílastöðinni í Reykjavík. Sími 1471.* Það ráð hefir fundizt, og skal almenningi ^gefið, að bezt og öruggast sé að senda fatn- að og annað til hreinsunar og litunar í Nýju Ffnalaugina. Hannes Jónsson, dýralæknir. Sími 2096. Bragi Steingrímsson, dýra- læknir. Eiríksgata 29 Sími 3970 Ég verð rúmsins vegna að láta nægja þetta almenna yfir- lit um stefnubreytingu þá, sem nú er að gerast í skólamálum. Hefði þó verið æskilegt, að geta skýrt hina nýju stefnu með einstökum dæmum um vinnubrögð hennar. Þetta stutta yfirlit vona ég þó að nægi til að gera háttvirtum les- öndum ljóst hvað vakir fyrir þeim kennurum, sejn eru að breyta til um vinnubrögð í skólastarfi sínu. Hásnæði Tvö herbergi og eldhús með öllum þægindum óskast 1. okt. sem næst miðbænum, handa lít- illi fjölskyldu. A. v. á. 1 herbergi og eldhús eða með aðgangi að eldhúsi óskast strax Uppl. í síma 3328. 4 herbergi og -eldhús með öllum þægindum óskast í Mið- eða Vesturbænum fyrir 1 .okt. Afgr. v. á.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.