Nýja dagblaðið - 18.08.1934, Page 2

Nýja dagblaðið - 18.08.1934, Page 2
z N Ý J A Til Akureyrar og víðar. Alla mánudaga, þriðjudaga, ■ ■ n æ uj fimtudaga og laugardaga »1« ö ■» Hau« IRúmbeztu og traustustu lang- ferðabifreiðar landsins, stjórnað af landsfrægum bifreiðastjórum Afgreiðsluna í Reykjavfk annast Bifreiðastöð Islands, sími 1540 Bífreíðastöð Akureyrar Simi 9 ATH. Áframhaldandi fastar ferðír frá Akureyri um Vaglaskóg, Goðafoss til Mývatnssveitar, Húsavíkur og Kópaskers. DAOBIaABIB % Nokkrir kaflar úr bók þýzka ríkis- \ þingsmannsins Gerhart Seger, sem hann neinir Oranienburg. stutt frá ei'dastöðinni, steig' inn í áætlunarbíl, þaðan aftur upp í sporvagn, úr sporvagn- inum enn inn í . eimlest, þaðan upp í hraðlest og skömmu síðai- inn í aðra hrað- lest, þar til ég að lokum, seint um kvöldið kom til þess staðar, er ég ætlaði að hefja frá fjórða og síðasta þáttinn í flótta inínum: förina yfir um landa- mærin. Og þetta tókst eftir átta klst. næturgöngu. Odýrt saltkjöt i heiiuni tinmum Sími 4241 EGYPTIAN ClGARBTTES CMM.Ðl'TIIPIPE© r/sn.3. Éu sver, aS Mgja eftir beztu vitund og samvizku, hreinau sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Gerhart Seger. Flóttinn úr kval&stadnúm Það er ekki hægt að segja að ég sæti í bílnum. Ég kom naumast við sætisbrúnina. Meðan hann beið eftir benzín- inu, var það hélan á rúðunum, sem ein skýldi mér mót for- vitnum augum. Fyrsti áfangi flóttans hafði heppnazt. En hve ólýsanlega rann benzínið hægt niður í bílinn. Mér fannst líkara, sem það væri eins og þykkur grautur. Að lokum komumst við af stað. Ég hafði nefnt stað millum Oranien- burg og Bernau, en samstund- is mundi ég, að vegurinn, sem við ókum, var fjölfarin sam- gönguleið milli fangabúðanna og útibús þeirra í Blumberg. Við hvern vagn, sem mætti okkur, þíddi ég lítið gat á hél- una og skyggdist út. Mér fannst sem við værum stöðugt eltir — líklega af bifreið frá Oranienburg. En áfram héld- um við, og að lokum var ég við ákvörðunarstaðinn. Hér breytti ég um stefnu og lét bílstjórann aka suður á bóginn og þvínæst inn í eitt út- hverfi Berlínar. Annar áfangi flóttans var farinn. Nú yfirgaf ég bílinn og steig upp í sporvagn. Fyrsta spölinn var ég nokkurnveginn rólegur. Enginn virtist gefa mér gaum. Vagnstjórinn tók ekki eftir, hve rómur minn skalf, þegar ég bað um far- miðann. Fyrsta sinn á þessuní þrem klst. síðan flóttinn hófst, dró nokkuð úr taugaæsingunni. Vagninn ók langan veg stanzlaust og ég var niðursokk- inn í heilabrot um framhald flóttans, þegar hann stöðvaðist með snöggum rykk og þrír S. A.-menn stigu upp á vagn- pallinn. Hugaræsing mín hófst á ný. Fyrsta hugsunin var að fara út og upp í annan vagn, en um leið þóttist ég vita, að S. A.-menn notuðu oft og víða sporvagna borgarinnar — og ég sat kyrr. Kyrr? Já, raun- verulega sat ég, —, og hallaði mér aftur á bak, en í hugan- um! Mér þótti sem ég svifi í lausu lofti. . Hver sporskil og J hverja beygju, sem við ókum, fann ég gegn um allan líkam- ann, frá tám og til fingur- góma. Árum saman hefi ég ferðast með sporvögnum í Ber- lín, en aldrei hafði mér til hugar komið, að þeir gætu verið jafn taugaæsandi sam- göngutæki. Sápuverksmiðjan SJÖFN Akuveyvi T * J Framleiðir allskonar hreinlætisvörur: Handaápnr: Möndlusápa. Pálmasápa. Rósarsápa. Baðsápa. Skónverta Hárþvottalögur Júgursmyrsl Þvottasápur: Sólarsápa. Blámaeápa. Eldhússápa. Kristallsápa. Gljávax. Reynið Sjafnarvörur og þá munið þór nota þær ávalt síðan, og sannfærast um ágæti ís- lenzkrar framleiðslu. Sjafnarvörur fást hjá öllum kaupfélögum og kaupmönnum landsins. I heildsölu hjá oss og beínt frá verksmiðjunni á Akureyri. Samband ísl. samvinnufélaga. < < < Inni í miðju Berlínar fór ég út, sléttaði svolítið úr fötum mínum og gekk — inn í bað- hús. Hversu sem jörðin virtist loga undir fótura mínum, hafði ég ósegjanlega sterka löngun til þess að fá heitt bað — fyrsta skifti í níu mánuði. Jafnvel í miðjum flóttanum hvarf þessi þrá ekki úr hug mínum. Og nú, þegar ég naut þess — fannst mér ég geta þvegið af mér fangavistina, ekki einungis líkamleg áhrif hennar, heldur og sálræn, og það þótt flóttinn væri enn einungis hálfnaður. Með öðrum vagni hélt ég nú ferðinni áfram og á endastöð hans fór ég yfir í járnbraut- arlest, úr henni inn í hrað- lest á einni aðalsamgönguleið landsins. Þá lest yfirgaf ég Það var helköld tunglskins- nótt. Þakin snjó gnæfðu trén meðfram veginum við tært næturloftið. Það marraði í mjöllinni undir fótum mér og andgufan fraus næstum fyrir vitunum. Því nær landamærunum sem ég kom, því örar barðist hjartað í brjósti mér. Skyldi landamæranna vera gætt á þessum stað? Fyrstu sex klst. af næturgöngu minni, — og sex klst. eru langur tími und- ir slíkum kringumstæðum — var ég í stöðugum ótta um það, að mæta varðmánni eða S. A. mönnum, og þá hefði öll mín áreynsla verið árangurs- laus. í sex klst. varaðist ég að stíga á grein eða sprek, í sex klstundir gekk ég með helauma vöðva, með öll skilvit spennt eftir hverju hljóði skógarins, með taugar, sem voru þandar til hins ítrasta. Þarna lá ósjálegur steinn fyrir framan mig, mitt í skóg- inum. Hann. var þakinn ofan af snjó og lýstur af bjartri fyllingu mánans. Þessi steinn aðskildi tvo heimá. Það var landamæramerkið. Ég skundaði framhjá honum og staðnæmdist andartak. Undarlegar sýnir báru fyrir augu mín: Barnæska mín, skólagangan, starfsárin, fjöldi atburða úr liðinni þrjátíu ára æfi — svo hélt ég áfram. Tveim tímum seinna og eft- ir nær sólarhrings stöðugan flótta, náði ég þorpi, hinum- megin landamæranna. Eftir meir en hálft ár gat ég hvílst í hreinu rúmi. Ég gat lokað dyrunum1 eftir mér. Ég var einn. En staðurinn, sem ég dvaldi nú í, var ekki mínir átthagar. Þetta var ekki landið, sem ég hafði barist fyrir í ófriðnum og þar sem ég síðar var kos- inn þingmaður. En hér naut ég mannlegra réttinda. Hér var enginn mað- ur píndur svo viðbjóðslega, með svo skelfilegri grimd villi- dýrsins sem í Þýzkalandi Hitl- ers. Með komu minni inn yfir landamæri Tékkóslóvakíu, var ég aftur í siðrænu mannfélagi, í ríki menningarinnar. Ég var sloppinn úr ógnum fangabúðanna og orðinn frjáls maður. Niðurlag.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.