Nýja dagblaðið - 25.08.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 25.08.1934, Blaðsíða 2
Z N Ý J A DAG BLAÐIÐ M I að Selfjallsskála á morgun Yið Selfjallöskála er ágæt aðstaða til útiskemmtana. Sléttir vellir til margskonar knattleika, kapphlaupa og glímu ef svo ber undir. Skemmtiskrá er ekki fastákveðin, því fyrirfram er vitað að ekki skortir skemmtun þar sem Framsóknarmenn koma sam- an til gleðskapar. Veitingar, svo sem kaffi, öl, gosdrykkir, skyr og mjólk, verð- ur fáanlegt í Skálanum allan daginn. Áformað er að skemmtunin hefjist kl. 2. Dans kl. 4—7 Bifrei^ar Steindórs flytja fólk uppeftir frá kl. 1 og heim frá kl. 7. — Fargjöld kr. 1,00 fyrir fullorðna og 0,50 fyrir börn, hvora leið. Framsóknarmenn, ungir og gamlir, konur og karlar, sækið skemmtunina að Selfjallsskáia og sjáið um að þar verði margmennt og gaman að koma á sunnudaginn. Undirbánings>neíndiii. Meistaramót I.S.I. hefst 1 dag kl. 5,45 á lþróttavelliniim Keppt verður um Islandsmeistaratignina í frjáls- um íþróttum. I dag verður keppt í þessum í- þróttum: 100 metra hlaup, 800 metra hlaup, þrístökk, kringlukast, 4X100 metra boðhlaup, 5000 metra hlaup. Bæjarbúar komið á völlinn í kvöld og fylg- ist með því, hverjir verða íslandsmeistarar. Spennandi keppni. Allir beztu íþróttamenn landsins keppa. Mótið heldur áfnam á morgun kl. 2 e. h. Virðingarfyllst. Stjórn K R. Löétak Lögtak fer fram fyrir ógreiddum bifreiðasköttum og skoðunargjöldum, sem í gjalddaga féllu 1. júlí þ. á., svo og iðgjöldum fyrir vátryggingu ökumanna bifreiða fyrir árið 1934, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Gullbringu og Kjósar-sýslu og Hafnarfjarðar, 22. ágúst 1934 Maþ.nús Jónsson Bífröst, sími 1508 Alikálfakjðt Nautakjöt í buff og steik Nýtt dilkakjöt Frosið kjöt af fullorðnu Lifur og hjörtu Ennfremur allsk. grænmeti Kjötverzlunin Herðubreið Frikirkjuveg1 7, Sími 4565. „Amatörar" Verið vandlátir með vinnu þá er þér kaupið. — Látið mig framkalla, kopiera og stækka myndir yðar og berið það saman við það, sem þér áður hafið reynt. Ljósmyndastofa SIG. GUÐMNUDSSONAR I.ækjargötu 2 Sími 198( ^ MV Mynda og rammaverzl. FREYJUG. 11 Sími 2105 Í5LENZK MALVERK Nýja EPOKA- dömubindið Samningar stórveldanna Locarno varð heimsfrægur bær upp frá þeim degi er Stresemann og Briand með að- stoð Englands og Ítalíu luku við hina miklu samningagerð, sem binda átti enda á gamlar þýzk-franskar landamæraþræt- ur. Þessi tvö lönd viðurkenndu gagnkvæmt landamæri sín á milli og afsöluðu sér þar allri landvinningapólitík. England og Ítalía stóðu að samningn- um, sem ábyrg um gildi hans og varanleik, þ. e. þau skuld- binda sig til þess að koma því landinu til hjálpar, sem verður fyrir árás hins, er þá hefir rof- ið sáttagerðina. Það er nú ekki með öllu ólíklegt, að Locarno sé að verða einskonar samnafn á nokkrum öðrum svipuðum milliríkjasamningum, sem munu — ef þeir komast til fram- kvæmda — verða til nokkurs stuðnings friðnum í Evrópu og opna ef til vill möguleika fyrir takmörkun vígbúnaðar eða jafnvel afvopnun. Það sem þykir hér mestu skipta, er að festa Austur-Locarno samning- ana, þ. e. samninga Austur- Evrópuríkjanna um föst og óumdeild landamæri þeirra á millum. Frakkland 0g England hallast að ýmsu leyti að slíkri samningsgerð, án þess þó að hún eigi um neitt að bera blæ hins gamla ríkjabandalags fyr- ir 1914. Ætlunin hefir verið sú, að Þýzkaland, Rússland, baltisku ríkin, Pólland og Rúmenía, viðurkenni núver- andi landamæri hvers annars og að Frakkland „gangi í ábyrgð“ um að samningurinn verði haldinn á sinn hátt eins og Englendingar og ítalir tryggðu samninginn milli Þjóð- verja og Frakka og sem nú er farið að nefna Vestur-Loc- arno-samninginn. Það er talið að Rússlandi sé mjög umhugað um það, að slíkir samningar komist á: Ilöfuðmálgagn Sovétstjórnar- innar segir, að stjórn Rúss- lands sé ákveðinn talsmaður þessa sáttmála. En hann múni rn'est trygging friðarins í Aust. ur-Evrópu. Og blaðið bætir því við, að bezt muni fyrir Þýzka- land að hugsa sig ekki allt of lengi um að stíga slíkt póli- tískt skref, ev einungis myndi vera því ávinningur. En það hefir staðið á Þýzka- landi. Og það hefir jafnvel búizt við öðru af Mussolini en því, að hann styddi fransk- rússneska samning*agerð um þessi mál. Austurlandamæri Þýzkalands eru hlutur, sem nazistastjórnin getur a. m. k. hugsað sér að fá í heppilegra 'horf. En þótt þessi að ýmsu leyti mikilsverða samningahugmynd komist í framkvæmd, friðnum til meiri tryggingar, blasa við ýmsar vandasamar spurningar: Nái t. d. Austur-Locarao- samningurinn gildi með Fraklc- landi, sem ábyrgðaraðila, hvernig myndi þá fara, ef Þjóðverjar réðust á Rússa? Þá yrðu Frakkar skyldugir — samkvæmt samningnum — að hefja ófrið við Þýzkaland, en um leið væri England og Ítalía skuldbundin til hjálpar við Þjóðverja eftir efni gamla Locarnosamningsins. Og hinsvegar, ef Rússar réð- ust inn í Þýzkaland, mundu þá Frakkar bregða við — sem samningsbundinn aðili — og senda Hitler heri sína til hjálp- ar? Vitanlega er hægt að svara þessum spumingum með því, að til slíkra hluta muni trauð- lega koma, þar sem Austur- I iocarnosamningur byggðist á þeim grundvelli, að bæði Rúss- ar og Þjóðverjar gengu í Þjóðabandalagið og yrðu þar af leiðandi bundnir ákvæðum þess. Allir þessir samningar geta efalaust verið góðir og gagn- legir, þótt þeir séu alloft gerð- ir af misjafnlega heilum hug. Galli þeirra er sá, að þegar til alvörunnar kemur og á mátt þeirra reynir, bresta þeir eins og* bláþræðir fyrir valdafíkn mannanna og drottnunargirni. FREYJU kaffibætisduftið — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætis- • duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi- bæti í stöngum. Notið það bezta, sem unaið er í laudiuu heftr ávallt til leigu nýja og góða bíla i leng-ri og skemmri terðir Sanngjarnt verð. Fljót atgreiðsla. Bitreidastöðin BIFB0ST Hverfisgötu 6 — Sími 150ÍJ Allt með íslenskum skipnm! hinu patenter- aða guttaberkalagi, er gert til þess að full- nægja hinum ströngu heilbrigði8kröfum nú- tímans, enda að dómi sérfræðinga langbezta dömubindið á mark- aðinum. Fæst í Ingólfsapoteki og Reykjaviknrapoteki HABO - S J ALFBLEKUNGURINN er sá langhentugasti; með honum er hægt að taka afrit af því sem skrifað er. Má skipta um penna eftir vild. HARO sjálfblekungurinn er sér- lega hentugur við bókfærslu, teikningu o. fl. — HARO fæst hjá helztu bóksölum í Reykjavík og út um land

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.