Nýja dagblaðið - 25.08.1934, Síða 3

Nýja dagblaðið - 25.08.1934, Síða 3
aiaviaova V f A N S NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39. Sími 4245. Ri tst j órnarskrifstof umar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. -og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Simi 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Lögbrota- ráðherrann Magnús Guðmundsson ritar í Mbl. í gær fjögra dálka langa grei'n, til þess, að al- menningur geti ekki sag\ að ltann hafi þagað við þeim rétt- mætu ásökunum, sem fram eru komnar út af lögbrotum lians í varalögreglumálinu. M. G. vill ekki játa sekt sína með þögninni. En hann játar hana með því, sem verra var fyrir hann sjálfan: Að gera opinbera tilraun til að þvo hendur sínar og geta ekki. Hvert einasta orð, sem Nýja dagblaðið og Tíminn hafa sagt um liið þrefalda lög- brot M. G. stendur enn óhrak- ið. Langloka M. G. er ekkert nema „pex“, útúrsnúningar og rökvillur, sem gera málstað hans ennþá aumari en hann áð- ur var. Því hefir aldrei verið haldið fram hér í blaðinu eða af nú- verandi dómsmálaráðherra, að fasta lögreglan í Reykjavík þurfi ekki styrk. En Nýja dagbl. vill styrkja lögregluna á löglegan hátt, og þannig, að liún komi að gagni við dag- lega löggæzlu. M. G. vildi styrkja hana ólöglega með varalögreglu, sem ekkert gagn er að, en er illa þokkuð af al- menningi. M. G. segir, að varalögreglu- kostnaður ríkisins á þessu ári sé ekki nema 11 þús. kr. En hann gleymir þeim 40 þús- undum af þessa árs greiðslum, sem hann sjálfur fyrirskipaði að færa á reikning ársins 1933. Skýring M. G. á því, hvað bæjarlögreglan þurfi að vera fjölmenn áður en stofnað er til varalögreglu, er nokkuð skrítin. Það er eftir því sem M. G. skilur lögin, þegar lög- regluþjónarir eru tveir á þús- und, fleiri en tveir á þúsund eða færri en tveir á þúsund(!) Eftir þessu má alltaf stofna varalögreglu hvað fámenn, sem fasta lögreglan er, ef ráðherra aðeins hefir lagt samþykki sitt á tölu hennar. Ákvæði laganna væru þá vitanlega alveg þýð- ingarlaus. Þá kemst M. G. að þeirri niðurstöðu, að úr því að bæj- arstjórn Reykjavíkur hafi samþykkt að brjóta lög með því að skipa ólöglega lögreglu- menn, þá hafi ríkinu borið skylda til að greiða hluta af kostnaðinum við lögbrotið! Er þetta einstaklega frumleg hug- mynd hjá Magnúsi, að menn fái greiddan ríkisstyrk til lög- brota. Um áfsngisbannið Brynleifur Tobíasson kennari, fyrv. stórtemplar og einu af aöalforvígismönnum bindindishreyfingarinnar hefir, samkvæmt beiðni, ritað eftirfarandi grein fyrir Nýja dagblaðið og Tímann, þar sem hann rekur sögu áfengis bannsins og lýsir afstöðu templara til þess nú. 25 ár. Áfengisbann hefir nú verið í lögum á íslandi aldarfjórðung. Lögin voru staðfest 30. júlí 1909, og Friðrik konungur 8. lét svo um mælt við Björn Jónsson ráðherra, þá er hann undirskrifaði þau, að hann ósk- aði þess, að sér mætti nauðn- ast að staðfesta slík lög handa Dönum. Ilonum var það ljóst að áfengisbölið þjakaði þjóð- unum, og hann virtist hafa álitið, að lögin mundu ná til- gangi sínum. Bannrbaráttan á íslandi hófst 1903. Atkvæða- greiðslan 1908 sýndi, að 3/q kjósenda, er komu að kjör- borði, vildu þurrka landið ai' áfengi. Alþingi 1909 samdi bannlögin í samræmi við vilja meirihluta. þjóðarinnar, en þau gengu ekki að fullu í gildi fyrr en 1. janúar 1915. Þurkatíð. Árin 1915, 1916 og 1917 var ljómandi þurkur á íslandi. Áfengisnautn var sarna sem engin, og samt var áreiðanlega meirihluti þeirra manna, sem áttu að annast framkvæmd laganna, mótfallinn þeim. Það skal viðurkennt, að samgöngu- hömlur þessi árin, vegna heimsstyrjaldarinnar, greiddu fyrir því, að lögin næðu til- gangi sínum. Borgarstjórinn í Reykjavík lýsti yfir 1917, að enginn nyti fátækrastyrks í bænum, vegna drykkj uskapar- óreglu. Á „lokadaginn" í Reykjavík sást ekki áfengi á nokkrum mánni. Sveitirnar voru gersamlega þurrar á Is- landi. En nú fór andstæðing- Eitt er eftirtektarvert í þessari löngu ritsmíð M. G. Þár er ekki tekin ein einasta grein upp úr lögunum um lögreglumenn, sem hér skipta þó mestu máli, og ekki einu sinni vitnað til þeirra orðrétt, svo að hægt sé að átta sig á. Af hverju forðast M. G. að vitna orðrétt í lögin? Það er af því, að lögin tala á móti honum. Og annað er líka einkenni- legt. Vöm M. G. er dagsett í Reykjavík 17. ágúst. En hún birtist ekki í Mbl. fyr en viku síðar eða 24. ágúst. Allir vita, að Magnús hefir verið slysinn, og að flokksmenn hans eru famir að hafa sterka gát á, að hann geri ekki skissur. En það vissu menn þó ekki fyr, að lögbrotaráðherrann væri kom- inn • undir ritskoðun hjá ekki merkilegri „pappír“ en Mbl. — og það ritskoðun, sem tekur meira en viku á fjórum dálk- um. um laganna ekki að verða um sel. Þeir sáu, að „þrælalögin“, sem þeir kölluðu, þurkuðu landið. Ilrakspár þeirra höfðu að engu orðið. — Veggurinn var tryggur. Flóðstíflan dugði. Læknarnir heiinta áfengi. En nú komu læknarnir til Alþingis og heimtuðu ýmsar tegundir áfengis fluttar til Islands. Þeir töldu óhjákvæmi- legt að fá þessar tegundir tekn- ar á lyfjaskrá. Alþingið trúði þeim og leyfið var veitt. En það komu fleiri, sem heimtuðu áfengi. Það var beðið um áfengi á skipin handa farþeg- unum, og konsúlar erlendra ríkja fengu leyfi til innflutn- ings. Þessar undanþágur voru staðfestar í lögunum frá 14. nóv. 1917, og* með þeim var úti um fullkomið öryggi flóðstífl- unnar. Læknarnir ávísuðu áfengi, sumir í mjög stórum stíl. Heilbrigðisverðir þjóðar- innar gerðust liðsmenn Bacc- husar. Svona slæm tíðindi gerð- ust þá á íslandi. Það tók að seytla nokkuð gegnum stífl- una Þjóðin var ekki spurð um undanþáguna. Alþingi veitti hana, og sannaðist þá sem oftar átakanlega hið fom- kveðna, að kjósendurnir hafa valdið aðeins einn dag með nokkuru millibili, nfl: kosn- ingadaginn, en fulltrúarnir (þingmennirnir) alla hina dag- ana. Spánverjinn kemur í leikinn. Þrátt fyrir læknavínið gekk allt bærilega fram yfir 1920. Bindindishreyfingin efldist jafnt og þétt á íslandi frá 1884 —1909. Upp frá því tók starf- seminni að hnigna, og 1918 komst Reglan í einna mesta niðui-lægingu, sem hún hefir verið í hér á landi. En þó fór næstu árin að hækka hagur hennar. Við undanþáguna 1917 höfðu temþlarar rumskazt. samt ekki fyrr en eftir tvö missiri. Þeir sáu, að bannið átti ekki öruggt skjól undir veggjum Alþingishússins. — Reglan tók að vaxa, og í hana kom verulegur fjörkippur næstu árin, þó einkum eftir það, að Spánverj ar heimtuðu innflutning svokallaðra léttra vína til íslands 1922, ef toll- kjörin ættu ekki að versna fyrir ísl. fisk þar í landi. Vín- innflutingurinn var leyfður 1923. Alþingi braut enn skarð í stífluna. Þjóðin var heldur ekki þá spurð ráða. Nú hófst opinber vínsala á Islandi. Drykkjuskapurinn magnaðist, einnig á skipunum kringum landið. — Árið 1925 voru sett ný lög, enn kölluð bannlög. Reglan óx jafnt og þétt til 1928. Spyrnt við fótum. Einmitt sama árið sem Regl- an hefir orðið sterkust á Is- landi, voi*u sett ný lög, áfeng- islögin 1928, og var þá vikið af braut undanlátsseminnar og spyrnt við fótum, hert á refs- ingum gegn yfirtroðslum lag- anna, einkum gegn læknum, lyfsölum, skipum, bifreiðastjór. um 0. s. frv. Eftirlitið var skerpt stórum og drykkju- skapurinn hvarf að mestu á skipunum. En það var eins og Reglan þyldi ekki þessa stoð löggjafarinnar og framkvæmd- arvaldsins. Hún tók aftur að dotta, og gekk svo til ársins, sem! leið. „Báglega tókst með Al-' þing enn“. Á Alþingi hafa komið fram síðustu árin frumvörp um af- nám banns sterkra drykkja og afnáms á banni gegn bruggun sterkra öltegunda. Ágætir bannmenn á Alþingi, eins og* Tryggvi Þórhallsson, Vilmund- ur Jónsson og Pétur Ottesen, beittust fyrir því að kveða niður þessi frumvörp, og þeim tókst það. Með þessum aðför- um ýmissa alþingismanna var eins og hert á þjóðinni að láta sér finnast fátt um lögin eða það, sem eftir var af þeim. Heimabruggið magnaðist, og mestur var drykkjuskapurinn í Reykjavík og grennd. Þar var sí og æ predikað gegn „bann- inu“, og hafði háskólakennari í læknisfræði forustuna. Bann- inu, sem Alþingi var búið að eyðileggja að mestu, var kennt um, hvernig komið væri. Það var alið á því að lækna méinið með meira áfengi. Það var kennt að reka ætti djöful út með Belzebub. Danskur and- banningur var fenginn til Reykjavíkur, og andbanninga- félag var sett á laggirnar. Og nú, þegar bann þjóðarinnar frá 1909 hafði verið úr lagi fært, hvað eftir annað, gerðist Al- þingi til þess að skora á stjóm. ina að láta fara fram atkvæða- greiðslu um bannslitrin, eins og nú voru, á haustdegi, þeg- ar var allra veðra von. Fyrsta vetrardag 1933 létu kjósendur í ljós vilja sinn. Tæpar 28 þúsundir kjósenda greiddu atkvæði eða um helm- ingur allra kjósenda í landinu. Tæpar 16 þús. voru mótfallnar löggjöfinni, eins og hún nú er, en tæpar 12 þúsundir vildu ekki sleppa henni, hafa vafa- laust talið, að hreppa mundi þjóðin ekki betra, þó að afnum- ið yrði bannið. Það, sem ger- ist, er þetta, að nokkru mínna en þriðjungur allra kjósenda í landinu vill afnemá bannið, eins og* það er nú. Glæsilegan er hægt að kalla sigur and- I banninga, ef um sigur er hægt að ræða í þessu sambandi, þrátt fyrir alla ófræginguna um bannið fyrr og síðar og þrátt fyrir slælegt eftirlit með lögunum alla tíð. Það er ómótmælanlegt að drykkjuskapur á íslandi er minni nú en hann var fyrir bannið, þó að gert sé ráð fyrir talsverðri nautn ólögleyfðs áfengis. Þessu hefir bannið þó kom- ið til vegar. Hvað á nú að gera? Sumir segja: Nú á Alþingi að afnema bannlögin. Aðrir telja enga nauðsyn reka til þess að hreyfa við þeim, og auðvitað hafa alþingismenn al- gerlega óbundnar hendur í þessu efni. Við templarar erum ekki ein- huga í málinu. Meirihluti ráð- andi manna í Stórstúkunni tel- ur rétt, eins og á stendur, að nema bannið, þ. e. bann gegn innflutningi sterkra drykkja, úr lögum. Minnihlutinn vill ekki beygja sig fyrir atkvæða- greiðslunni. En um það eru málsmetandi félagar Reglunnar, að því er ég bezt veit, sammála, að sterkar hömlur eigi að vera gegn sölu og veitingum áfengra drykkja í landinu, en þó þannig, að þjóðin ráði þeim að mestu sjálf. — Það verður að krefj- ast þess, ef bannið verður af- numið, að kjósendur í landinu, í hverju lögsagnarumdæmi fyrir sig, verði látnir segja til sín um það með atkvæða- greiðslu, hvort áfengissala skuli fara þar fram eða ekki (héraðabann). I öðru lagi verður að leggja áherzlu á það, að veitingar áfengra drykkja á skipum kringum landið verði bannaðar. I þriðja lagi verður að tryggja það, að áfengið verði selt láu verði, þar sem það kann að verða á boðstól- um. I fjórða lagi verður að gera gangskör að því, að bind- indisfræðsla fari fram í skól- unum og áð alveg sérstök áherzla verði lögð á þá fræðslu í kennaraskólanum. I fimmta lagi verður að koma skipulagi á útbreiðslu bindindis, og velja sérstaklega hæfa. menn til þess að annast hana. Þessar kröfur byggjast á þeim staðreyndum, að því erf- iðara sem er að ná í áfengi, því minna er drukkið; því dýr- ara, sem áfengið er, því minna er keypt af því; því betri skil, sem menn kunna á hættunum, því meira forðast þeir þær, og loks er það nú orðið talin siðferðileg og þjóðfélagsleg skylda um allan svokallaðan menntaðan heim, að löggjöfin og framkvæmdavaldið yfirleitt geri sitt til að firra mannkyn- ið hættu þeirri, er af áfengis- nautninni leiðir, svo mjög sem auðið er. Allt þetta verður að miða við þær skoðanir og erfðavenjur, sem ríkjandi eru í hverju þjóðfélagi, því að þau lög ein ná tilgangi sínum, sem eru í nokkumveginn sam- ræmi við þau lög, sem! rituð eru á hjörtu fólksins sjálfs, sem við þau á að búa. Br. T.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.