Nýja dagblaðið - 30.08.1934, Síða 1
ÉiniiiÉÉIim stAnr lefnd
samkvæmt 1. grein samningsíns um
stjórnarsamvinnu Framsóknarflokks-
ins og jafnaðarmanna
Jónas Jónsson.
Atvinnumálaráðherra hefir í
gær skipað nefnd samkv. 1.
lið samnings Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins
urn stjómarsamVinnu „til að
gera tillögur og áætlanir um
aukinn atvinnurekstur, fram-
kvæmdir og framleiðslu í land-
inu, svo og aukna sölu afurða
utan. og innanlands. Sé lögð
áherzla á að efla þann atvinnu-
rekstur sem fyrir er á heil-
brigðum grundvelli, enda kom-
ið á opinberu eftirliti' með
hverskonar stórrekstri til
tryggingar því, að hann sé
rekinn í samræmi við hags-
muni almennings“. Er starfs-
svið nefndarinnar ákveðið af
atvinnumálaráðherra í sam-
ræmi við ofanritaða grein
samningsins.
Tveir landskunnir Framsókn-
armenn, Jónas Jónsson form.
Framsóknarflokksins og Stein-
grímur Steinþórsson skóla-
stjóri á Hólum eiga sæti í
nefndinni. Jónas Jónsson er
þekktastur núlifandi íslenzkra
stjórnmálamanna fyrir fram-
sýni og viturleg úrræði, enda
Emil Jónsson.
Steingrímur Steinþórsson.
er hann upphafsmaður margra
þeirra umbótamála, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefir barizt
fyrir. Steingrímur Steinþórs-
son er yngri maður, en tæpast
mun völ á manni, sem betur
þekkir mál landbúnaðarins en
hann.
Ásgeir G. Stefánsson.
Aðrir nefndarmenn eru:
Héðinn Valdimarsson, forstjóri
Olíuverzlunar Islands, Emil
Jónsson bæjarstjóri og Ásgeir
G. Stefánsson framkvæmdar-
stjóri í Hafnarfirði.
Héðinn Valdimarsson.
Heimwehrmenn
berj&st nm heydýxmr
London, 29./8. FÚ.
Lögreglan í Vín var í nótt
kvödd til þess að skakka leik-
inn í deilu, sem kom upp í höf-
uðstöðvum Heimwehrliðsins.
Ein fréttin sagði, að ungir
T Teimwehrmenn hefðu gert
uppreisn gegn foringjanum, og
hefði þá hafizt bardagi, og upp_
réisnarmennirnir verið teknir
fastir. Síðari fregnin segir, að
engir bardagar hafi orðið og
eru deilurnar þá skýrðar svo,
að tveir flokkar hafi deilt,
vegna þess að annar átti að
sofa á heydýnum, en hinn í
hreinum rúmum.
Qrierson
kominn til Oanada
London, 29./8. FÚ.
John Grierson hefir nú loks
tekist að ljúka flugi sínu milli
Englands og Canada um norð-
urleiðina. Hann kom í Hudson-
flóa í morgun.
Baktjaldasamn'
ingar Þjöðverja
N aziatanppr eisnir
skipnlag’dar í
mörgum löndum
London, 29./8. FÚ.
Evrópublað, sem talið hefir
verið áreiðanlegt fréttablað,
segir frá því í dag, að Þjóð-
verjar og Jugo-Slavar hafi gert
roieð sér leynisamning um land-
auka, m. a. ætti að gera Tri-
est að sameiginlegri hafnar-
borg. Þetta á að gerast þannig,
segir fréttin, að í Jugo-Slaviu
á að koma nýju skipulagi á
austurríska Nazista, og eigi
þeir svo að gera árás á stjóm-
ina í Vín í október, og enn-
fremur eigi í haust að verða
fasistauppreisn í ýmsum lönd-
um, m. a. í baltisku löndunum
og Irlandi.
I Vín undrast menn þessar
fréttir stórlega. Utanríkisráð-
herra Jugo-Slaviu hefir lýst því
yfir tafarlaust, að enginn fót-
ur sé fyrir þessari frásögn, og
segir hann, að Jugo-Slavar hafi
enga löngun til landvinninga,
og að enginn leynisamningur
hafi verið gerður, eða sé í ráði,
og Jugo-Slavar ætli á engan
hátt að ásælast það, sem þeir
eigi ekki. Loks segir ráðherr-
ann, að stjómin í Jugo-Slaviu
j standi ekki í neinu sambandi
við austurríska Nazista.
Skólamál Revkjavíkur
Viðtal við form. skólanefndar Reykja-
víkur, frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur.
Bæjarbúum er kunnugt,
hversu mjög hefir skort á það,
að fullnægt væri þörfum út-
hverfa bæjarins til fræðslu
barna, hvað aðbúnað snertir. I
Skildinganesi, við Lauganesveg
og í Sogamýri hafa verið notuð
lítt viðunandi húsakynni til
skólahalds og aðstaða að öðru
leyti verið erfið. Sérstakan
skóla fyrir veikluð börn vantar
alveg, sem þó er brýn nauðsyn
Aðalbjörg Sigurðardóttir.
á að komið verði upp. Engin
varanleg skipun hefir gerð ver-
ið um meðferð vangefinna
barna, þeirra sem siðferðilega
og vitsmunalega eiga ekki sairi-
stöðu með öðrum bömum.
Umbætur á húsakynnum og
leikvelli Miðbæjarskólans hafa
dregist mjög úr hömlu og
margt fleira í þessum efnum
kallar eftir skjótum fram-
kvæmdum til menningarlegra
hagsbóta fyrir reykvíska æsku.
Nýja dagblaðið sneri sér ný-
lega til formanns skólanefndar,
frú Aðalbjargar Sigurðardótt-
ur, og spurði hana um þessi
mál.
— Hvað líður byggingu
skólahúss fyrír umhverfið
austan bæjarins?
— Fyrir skömriiu hefir ver-
ið gert útboð á þeirri byggingu
og verður nú hafizt handa um
framkvæmd hennar. En þetta
hefir dregizt lengi fram eftir
sumrinu og verður skólinn því
ekki tilbúinn til kennslu fyr
en eftir áramót.
— Hvað veldur því að ekki
var byrjað á verkinu í vor, svo
að skólinn gæti verið tilbúinn
í haust?
— Ég býst við að því valdi
að ekkert fé var ætlað til bygg-
ingarinnar á fjárhagsáætlun
bæjarins, það var fellt í bæjar-
stjórninni, og síðan þurfti
að fá lán til þess.
— Gat bærinn ekki lagt
fram fé í svipinn, þótt dregist
hefði um nokkrar vikur að fá
lánið ?
— Því get ég ekki svarað,
því að skólanefndin hefir ekki
fé til ráðstöfunar, sem þarf til
þeirra framkvæmda í skólamál-
um, er hún leggur til að gerð-
ar séu. Það hefir borgarstjóri,
f. h. bæjarstjórnar.
— Þurfa þá börnin, sem
þenna skóla eiga að sækja, ekki
að stunda neitt nám niðri í bæ?
— Nei. Kennslan fer öll fram
þarna, nema að matreiðsla
verður sennilega fyrst í stað í
Austurbæj arskólanum.
— Hvað verða mörg börn í
þessum skóla?
— Þau verða eitthvað yfir
100, sem eiga sókn að honum
í vetur. En húsið verður þann-
ið byggt, að tiltölulega ódýrt
verður að stækka það, þegar
börnum fjölgar.
— Hvenær verður byggt
skólahús í Skildinganesi ?
— Ég vona að það dragist
alls ekki lengur en til næsta
vors. Skólanefndin er sammála
um að húsið þurfi að vera til- •
búið til notkunar að hausti
1985, og hygg ég að fé verði
ætlað til þess á næstu fjár-
hagsáætlun. Húsnæði það, sem
nú er notað þar, er alls ekki
svo gott sem skyldi, sem jafn-
an verður þegar tekin eru á
leigu hús, sem byggð eru í allt
öðrum tilgangi.
— Hvað umbætur verða
gerðar í Miðbæjarskólanum?
— Auk þess sjálfsagða við-
halds á skólahúsinu, sem með
þarf, verður sérstakt herbergi
tekið til læknisskoðunar bam-
anna, en fram að þessu hefir >
hún verið í sama herbergi og
tannlækningar. En það er að-
kallandi þörf á meira húsnæði
fyrir skólann, kennarastofu,
vinnustofu, salernum o. fl. og
má það ekki dragast að fé fá-
ist til þeirra umbóta.
— Þá voru veittar 15 þús.
kr. til breytinga og endurbóta
á leiksvæðinu, og mUnu þær
verða framkvæmdar fyrir
haustið, en ég sé að það er þó
ekki byrjað á þeim enn.
— Verður ekki moldarbrekk-
an, sem er innan leiksviðsins,
flutt á brott?
— Um leið og leiksvæðið
verður lagað, má brekkan auð-
vitað ekki verða eftir, enda
hefir réttilega verið á það
Framh. á 4. síðu