Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 08.10.1934, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 08.10.1934, Qupperneq 1
Ankablad NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavflk, mánudaginn 8. október 1934. 238. blað Fjárlagaræðan í dag Eysteinn Jðnsson fjármálaráðherra gerír grein fyrír fjárlagafrumvarpí stjórnarinnar fyrir árið 1935 og fjárhagsafkomu kreppuáranna. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra. Áður en ég vík að frum- varpi því til fjárlaga fyrir ár- ið 1935, sem lagt hefir verið fyrir Alþingi, mun ég, svo sem venja hefir verið undan- farið, fara nokkrum orðum um afkomu ríkissjóðs og fjár- málaástandið í landinu yfii • leitt. Sá inngangur er alveg nauðsynlegur, til þess að menn geti áttað sig til fulls á þeim grundvelli, sem fjárJagafrur-v- varpið fyrir árið 1935 hlaut að hyggjast á. Kreppuárín Nú stendur svo sérstaklega á að Alþingi er háð að hausti, og að fyrverandi fjármálaráð- herra hefir í sérstöku útvaips- erindi, 6. marz s. 1., gert grein fyrir afkomu ársins 1933, að svo miklu leyti, sem þá var um hana vitað. Erindi þetta hefir og komið fyrir almenn- ingssjónir og sé ég því ekki á- stæðu til að gefa skýrslu um einstök atriði í afkomu þess árs. Hinsvegar te: ég mjög' vel viðeigandi, að rifja hér upp höfuðatriðin í fjarhagsaf- komu vorri undanfarin kreppu- ár. Með því móti fæst áreiðan- lega gleggst mynd af þeim erfiðleikum, sem við hefir ver- ið að stríða og sem! þjóðin á óneitanlega enn í höggi við. Hagur þjóðarinnar út á við Þótt þetta yfirlit sé gefið í sambandi við fjárlagaumræðui- og umræður um afkomu rík- issjóðs, hlýtur það að verða tvíþætt. Afkoma þjóðarinnar út á við, út- og innflutningur og greiðslujöfnuður við útlönd hefir svo gagngerð áhrif á af- komu allra landsmanna og af- komu ríkissjóðs sérstaklega, að hún hlýtur að mynda ann- an þáttinn í því yfirliti, sem gefa á hugmynd um grund- völlinn, sem aðgerðir þings og stj ómar í fjármálum verða að byggjast á. Arið 1931 Árið 1931 hefir verið talið fyrsta kreppuárið hér. Á því ári voru tekjur ríkissjóðs mik- ið lægri en undanfarin ár eða um 15.8 miljónir. Höfðu ver- Stefna stjórnarinnar: Lækkun nauðsynjavöru- og framleiðslutolla. Hækkun hátekju- og stór- eignaskatts og tolla á munaðarvörum. Niður- felling dýrtíðaruppbótar á háum launum. Stór- aukin framlög til atvínnuveganna og verklegra framkvæmda. — Greiðsluhallalaus fjárlög ið áætlaðar í fjárlögum 12.8 | miljónir. Otgjöldin voru þá, ! að viðbættum afborgunum fastra lána og öðrum eigna- hreyfingum, um 18.2 miijónir, en samkvæmt fjárlögum voru þau 12.8 miljónir. Greiðslu- halli ársins 1931 var því um 2.9 miljónir. Bið ég menn að gæta þess sérstaklega, að þeg- ar um greiðsluhalla er að ræða, eru taMar með útgjöld- um afborganir af föstum lán- um ríkissjóðs. Yfirlitið miða ég við greiðslujöfnuð en ekki reksturshalla eða rekstursaf- gang ríkissjóðs, sökum þess, að ekki er vel komið um rekst- ur ríkissjóðs fyrr en afborg- anir fastra lána eru af hönd- um inntar án nýrra lántaka. Otflutningur íslenzkra af- urða 1931 var um 48 milj., en innflutningur um 48.1. Var því verzlunarjöfnuður lítið eitt ó- hagstæður, en gi-eiðslujöfnuð- ur við útlönd hefir verið mjöa óhagstæður það ár. Eftir því, sem næst verður komizt um upphæðir þeirra greiðslna ann- ara en fyrir vörur, sem mynda greiðslujöfnuðinn, er talið að útborganir þjóðarinnar séu eigi minna en 8 miljónum hærri en innborganir. Þýðir það, að til þess að greiðslu- jöfnuðurinn sé hagstæður, þyrfti útflutningur vara að nema um 8 mllj. meira en inn- flutningur. Með vissu verður þetta ekki vitað, en nálægt hinu rétta verður komizt. Árið 1931 hefir því venð greiðsluhalli á rekstri ríkis- sjóðs og skuldir safnazt við útlönd. Ástæðurnar ber vitan- lega fyrst og fremBt að rekja til hins mikla verðfalls á af- urðum landsmanna. Arið 1932 Árið 1932, annað kreppuár- ið, reyndust tekjur ríkissjóðs 11.1 milj., en voru á fjárlög- rnn áætlaðar 11.4 miljónir. Greiðslur ríkissjóðs taldar á sama hátt og 1931 reyndust um 13.9 miljónir. Voru sam- kvæmt fjárlögum 11.5 milj. Greiðsluhalli ríkissjóðs var um 2.8 milj. Vörur voru þá út- fluttar fyrir 47.8 milj. en inn- fluttar fyrir 37.3 milj. Verzl- unarjöfnuður því hagstæður um 10.4 milj. og greiðslujöfn- uður við útlönd hagstæður. Gætti hér áhrifa innflutnings- haftanna. Jafnhliða því, sem innflutningshöftin björguðu greiðslujöfnuðinum við útlönd 1932, vegna þess hve mjög dró úr innflutningnum þeirra vegna, gætti áhrifa þeirra á afkomu ríkissjóðsins í því, að tolltekjumar hröpuðu niður og komust langt niður fyrir það, sem þær hafa verið um mörg ár, fyr og síðar. Varð því mikill greiðsluhalli hjá ríkissjóði, enda þótt útgjöld ríkissjóðs væru lægri en þau höfðu verið um langt skeið, og lægri en þau hafa verið síðan. Þessi af- koma ársins 1932 sýnir mjög glöggt sambandið á milli tekna ríkissjóðs og vöruinn- flutningsins. Hún sýnir, að semja verður fjárlög og skattalög með nákvæmu tilliti til þess, sem framundan virð- ist um möguleika fyrir vöru- innkaupum til landsina Arið 1933 Árið 1938 er síðasta árið, sem nokkumveginn fullnaðar- skýrslur eru til um. Tekjur ríkissjóðs á því ári voru um 18.7 milj., en voru áætlaðar um 11 milj. Greiðslurnar reyndust um 15 miljónir, en ætlaðar á fjárlögum um 12 milj. Greiðsluhalli ríkissjóðs árið 1933 var um' 1.3 miljónir. Samkv. bráðabirgðaskýrslum Hagstofunnar fyrir árið 1933 voru fluttar út vörur fyrir um 49.8 milj. króna, en inn vörur fyrir um 47.4 milj. 1933. Má búast við að tölur þessar hækki nokkuð við endanlega skýrslugerð, en ekki ástæða til að ætla annað en að þær sýni nokkurnveginn réttan mismun út- og innflutnings. Hefir verzlunarjöfnuðurinn því verið hagstæður um ca. 2.4 milj., en greiðslujöfnuðurinn við útlönd óhagstæður vegna þess hve greiðslur aðrar en fyrir vörur, eru okkur í óhag, svo sem áðan var drepið á. Heildar- svipurinn á afkomu ársins 1933 var því sá, að hagur þjóðarinnar út á við versnaði töluvert og greiðsluhalli ríkis- sjóðs var nokkuð á 2. miljón. Var hann þó mikið lægri en undanfarin ár. Ríkisskuldir í árslok voru 39.996 þús. kr. og höfðu hækkað um 916 þúsund krónur á árinu. Sjóður hækk- aði hinsvegar um 535 þús. krónur á árinu. Um einstök at- riði viðvíkjandi afkomu ríkis- sjóðs á árinu 1933, tel ég fullnægjandi að vísa til opin- berrar greinargerðar fyrver- andi fjármálaráðherra, sem

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.