Nýja dagblaðið - 08.10.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 08.10.1934, Page 3
K Ý J A DAGBLA&IÐ S ingar. og landnámssjóðs kr. 100.000,00. 6. Aukið framlag til hafnar- gerða kr. 40.000,00. 7. Aukið framlag til vita- bygginga kr. 16.000,00. 8. Aukið framlag til nýrra símalína kr. 30.000,00. 9. Aukið framlag til atvinnu- bóta kr. 200.000,00. Þar af kr. 100.000,00 til stofunar nýbýla. 10. Kostnaður við skipu- lagningu afurðasölunnar kr. 20.000,00. Lækkanir Helztu lækkanir stjórnarinn- ar, sem korria hér á móti eru þessar: Lækkun á styrk til Eim- skipafélagsins kr. 100.000,00. Launalækkanir vegna dýrtíð- aruppbótar á laun yfir 4000 kr. og burtfelling uppbótarinn- ar á laun yfir 4600 krónur kr. 70.000. Hækkanir að frádregnum lækkunum Þannig leggur stjómin til, að framlög til verklegra fram- kvæmda hækki um sem næst 700.000 krónur, en hækkani.r stjórnarinnar að frádregnum lækkunum hennar nema sem næst 500.000 kr. Er rétt að taka það fram í þessu sam- bandi, að á fjárlagafrumvarpinu eru um kr. 110.000 ætlaðar til greiðslu vaxta og afborgana af lánum til vega. og brúar- gerða, sem tekin hafa verið undanfarin ár og er geta ríkis- sjóðs til framlaga til verklegra framkvæmda 1935 vitanlega minni en ella, sem því nemur. Rétt þykir mér að benda á það alveg sérstaklega í sambandi við framlög til verklegra framkvæmda, að í frumvarp- inu eru sett þau skilyrði fyrir framlagi til atvinnubóta, að ríkisstjórnin geti krafizt þess að Unnið verði að framkvæmd- um fyrir ríkissjóð sem framlagi ríkisins nemur. Ennfremur er það mikilsverða nýmæli í frum- varpinu að 100.000 kr. af fram. lagi til atvinnubóta skuli verja til stofnunar nýbýla. Er hér um algjörða stefnubreytingu að ræða frá því, sem verið hef- ir og gengur hún í þá átt, að framlög ríkisins til atvinnu- bóta renni til nauðsynlegra framkvæmda ríkissjóðs og til þess að skapa varanlega at- vinnuaukningu, m. a. með fjölgun býla í landinu. Greiðslur 1935 áætlaðar 13,7 miljónir Greiðslur ríkissjóðs á árinu 1935 eru samkvæmt frumvarp- inu um 13,7 miljónir kr. Eru þá meðtaldar afborganir fastra lána, sem nema um 976 þús. króna, en hinsvegar ekki fym- ingar. Tel ég upphæðina þannig til samræmis við greiðslur ár- anna 1931—33, sem! ég hefi gert að umtalsefni, og sökum þess að ég álít að takmarkið hijóti að vera það, að ganga frá fjárlögunum greiðsluhalla- lausum. En vel skulu menn gæta þess að í greiðsluhalla- lausum fjárlögum er gert ráð fyrir nál. 1 miljón króna lækk- un á ríkisskuldum. Beri menn heildargreiðslurnar samkvæmt frumvarpinu saman við fjárlög undanfarinna ára og yfirstand- andi kemur það í ljós, að þær eru hærri samkvæmt því en verið hefir, liðlega 2 miljónum króna hærri en á fjárlögum þessa árs. Nú þegar hefir verið gerð grein fyrir þessari 2 mil- jón króna hækkun. 3/4 (l'/2 milj.) hlutar hennar eru leið- réttingar og ný lögboðin út- gjöld, V4 hluti (um y2 milj.) eru áukin framlög til verk- legi-a framkvæmda að frá- dregnum lækkunum stjórnar- innar. Áriö 1931 reyndust þær 18,2 milj., árið 193213,9 milj. og ár* ið 1933 um 15 milj. Séu gi’eiðslur ríkissjóðs sam- kvæmt frumvarpinu hinsvegar bornar saman við greiðsluv ríkissjóðs samkvæmt lands- reikningnum þau 3 ár, sem ég hefi drepið á, kemur það í ljós, að greiðslurnar samkv. frum- varpinu eru lægri en sam- kvæmt reikningunum, jafnvel lítið eitt lægri en 1932, en þá voru útborganir ríkissjóðs lægri en þær hafa orðið um mörg ár, fyr og síðar Þannig voru greiðslumar eins og áður er vikið að 1931 um 18,2 milj., 1932 um 13,9 milj. og 1933 um 15 milj. kr., en í frunivarpinu fyrir 1935 13,7 milj. kr. Kem- ur hér enn í ljós það, sem ég hefi drepið á fyr í ræðu minni, að bundin útgjöld hafa yfirleitt verið of lágt áætluð í fjárlög- um. Með því að hafa áætlanir sínar lægri gat stjórnin vitan- lega lagt fyrir þingið frum- varp, sem sýndi lægri heildar- útgjöld en frumvarp það, sem hér liggur fyrir. En stjómin tók þann kost að áætla bundin útgjöld, sem hún ekki treystist til þess að breyta, svo nærri sanni sem unnt var, til þess að tryggja það semj bezt, að út- gjöld ekki færi fram úr áætlun. Við það hækkuðu útgjöldin í frumvarpinu eins og rakið hef- ir verið, en jafnframt jukust líkurnar fyrir því að fmm- varpið stæðist í framkvæmd og er slíkt fyrir miklu. Nái þetta frumvarp samþykki Alþingis og takist vel um framkvæmd þess, ættu endanleg útgjöld ársins 1935 sízt að verða hærri en útgjöld undanfarinna ára, þótt þau séu hærri samkvæmt frumvarpinu en í fjárlögum! fyrir þessi ár. í þessu sam- bandi tel ég alveg sérstaka ástæðu tiJ þess að benda á, að ef vei á að fara um afkomu ríkissjóðs framvegis verður að hætta því að samþykkja á Al- þingi útgjöld utan fjárlaga, nema alveg óhjákvæmilegt sé, enda sé þá jafnhliða séð fyrir nýjum tekjum, til þess að standast þau útgjöld. Tekjuáætlunin Mun ég þá þessu næst víkja að tekjuhlið frumvarpsins. Ég vék áðan að því að undanfarin ár hefði tekjur ríkissjóðs ekki hrokkið fyrir greiðslunum. Benti ég á í því sambandi, að undanfarin ár, að undanteknu árinu 1932, hefði ríkissjóður þó orðið aðnjótandi meiri toll- tekna en verið hefði, ef vöru- kaup frá útlöndum hefðu verið miðuð við greiðslugetu lands- manna. Jafnframt sýndi ég fram á hið nána samband, sem er á milli vöruviðskipta við út- lönd og tekna ríkissj óðsins. Af þessu er ljóst, að þegar stjórn- in lilaut að gera sér grein fyrir því, hvaða tekna hún mætti eiga von á næsta ári af tekjustofnum ríkissjóðs, varð hún að byrja á því að gera sér grein fyrir horfunum um út- og innflutning vara á árinu 1935. Varð þá fyrst fyrir að slá því föstu, að innflutningur vara hiýtur að miðast við það, sem þjóðin getur borgað með andvirði þess hluta ársfram- leiðslu sinnar, sem seldur er til útlanda og ekki rennur til greiðslna af lánum og annara óumflýjanlegra útgjalda. Til lengdar er ekki hægt að halda áfram að stofna til skulda er- lendis vegna ofmikilla vöru- kaupa. Nú verður ekki sagt, að útlitið með sölu á afurðum okkar á eriendum markaði sé glæsilegt. En undir sölu þeirra er vöruinnflutningurinn til landsins kominn og þar með tekjur ríkissjóðsins að veru- legu leyti eins og nú er háttað álagningu tolla. Þegar hér við bætist svo að innflutningur vara 1933 og væntanlega í ár verður meiri en hægt er að greiða með þeim erlenda gjald- eyri, sem væntanlega verður fyrir hendi, er niðurstaða stjórnarinnar sú, að búast verði við því að innflutningur til landsins verði að vera til muna minni 1985 en hann var 1933 og verður væntanlega í ár, og þýðir það að_ búast megi við minni tekjum í ríkissjóð 1935 en verið hafa, að óbreyttum tekjustofnum. Eru tekjumar í frumvarpinu að verulegu leyti áætlaðar með hliðsjón af reynslu ársins 1982. Er það álit stjómarinnar, að mjög sé óvarlegt að gera ráð fyrir hærri tekjum næsta ár með til- Jiti til þess, sem! að framan er sagt um horfur f.vrir inn- og útflutningi. Skattalækkanir I frumvarpinu eins og það liggur fyrir er reiknað með þeim tekjustofnum, sem ríkis- sjóður nú hefir, að undanskild- gengisviðauka á kaffi- og syk- urtolli, sem stjómin leggur til að verði felldur niður. Ekki er heldur reiknað með 40% álagi á tekju- og eignarskatt, sem innheimt var 1933 og yfirleitt er gengið út frá að verði fram- lengt fyrir yfirstandandi ár, þótt dregizt hafi sökum þess hve þinghaldið er nú seint á árinu. Tekjumar eru samkvæmt frumvai-pinu áætlaðar kr. 11.950 iriiij. Til þess að gera sér grein fyrir frumvarpinu og breytingum þess frá því, sem verið hefir, er rétt að athuga hver tekjuáætlunin hefði orðið, ef miðað er við núverandi tekjustofna óbreytta og gengið út frá framlengingu 40% álags á tekju- og eignarskattinn. Við tekjuáætlunina mætti þá bæta: Gengisviðauka á kaffi- og syk- ur-tolli kr. 225.000,00 og 40% álag tekju. og eignarskatts ca. kr. 375.000,00, eða samtals 600 þús. kr. Að óbreyttum öllum tollum og sköttum hefði þá tekjuáætlunin orðið um 12.550 milj. og greiðsluhalli í frum- varpinu um 1,2 milj. kr. Er það iiokkuð í samræmi við afkomu ársins 1933. Þessi upphæð hefði þá orðið að fást eftir nýjum tekjuöflunarleiðum ef eldri skattalöggjöf hefði átt að standa óbreytt. Nú er það hinsvegar svo, að stjómin lít- ur á það, sem eitt af sínum hlutverkum, að færa skatta- og tollabyrðina í réttlátara horf. í samræmi við það leggur hún nú til þær breytingar á skatta- löggjöfinni til lækkunar, að gengisviðauki á kaffi og sykri falli niður og ennfremur að út- flutningsgjald af síld lækki stórlega og útflutningsgjald af landbúnaðarafurðum falli nið- ur. Eftir fjárlagafrumvarpinu eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar um kr. 11.950 eins og áður er sagt og er þá eins og venja er til reiknað með núgidandi skattalöggjöf og tollum þeim, sem stjómin leggur til að verði framlengdir. Greiðslurn- ar eru hinsvegar um 13..750 kr. Er því greiðsluhalli í frumvarp. inu, sem nemur um 1.800.000. Kér við bætist tekjurýmun samkv. frumvarpi um útflutn- ingsgjald, ef að lögurn* verður, áætluð um kr. 200.000,00. — Verður mismunurinn þá kr. 2.000.000,00. Tekjuaukar Upphæð sú, sem vegast verð- ur alveg upp með nýrri tekju- öflun, til þess að fullur greiðslujöfnuður fáist, finnst síðan með því að draga. hér frá áætlað 40% álag á tekju- og eignarskatt, sem er raun- verulega aðeins framlenging og innifalin í frumvarpi stjóm- arinnar um hækkun tekju- og eignaskatts og ætla má að nemi um kr. 375.000,00. Verða það þá um kr. 1.625.000,00. sem nýju tekjuöflunarfrum- vörpin þurfa að gefa í ríkis- sjóð. Þar af um 425 þús. kr. vegna lækkunar stjórnarinnar á útflutningsgjaldi og kaffi og sykurtolli og um 1.200.000 króna vegna þess að innflutn- ingur vara hlýtur að lækka frá því sem nú er og tolltekj- | ur ríkissjóðs að lækka. Stjórn- in mun leggja fram frumvörp um öflun nýrra tekna, til þess að jafna greiðsluhalla fjárlag- anna. Fjárlagafrumvarpið eitt út af fyrir sig gefur því ekki hugmynd um fjármálatillögur stjórnarinnar. Þegar rætt er um tillögur hennar, verður að taka tek j uöfhmarfrurrivörpin til greina, þótt tekjur þær, sem þeim er ætlað að afla, séu ekki færðar á fjárlögin fyr en tekjuöflunarfrumv. eru sam- þykkt. Tekjuöflunarfrumvörp þau, sem nú þegar hafa verið lögð fyrir Alþingi, eru þessi: 1. Frumvarp um hækkun á tekjuskatti og eignarskatti. Er ætlazt til að samkv. þessu frumvarpi hækki skatturinn upp í ca. 1.925.000 kr. Tekju- auki samkv. því, miðað við skattinn eins og hann var innheimtur 1983 og verður vafalaust í ár (með 40% á- lagi), ætti að vera um 450.000 kr. 2. Frumvarp um hækkun á tóbakstolli og tolli á brjósts- sykri, átsúkkulaði. Tekju- hækkun samkvæmt því ætti að nema um 250.000 kr. 3. Frumvarp um hækkun benzinskatts. Tekjuauki sam- kvæmt því frumvarpi er áætl- aður um 240.000,00. 4. Frumvarp um afnám andanþágu frá gjaldi af inn- lendum tollvörum, er þau fyr- ii'tæki hafa notið, sem stofn- sett voru fyrir 1. jan. 1927. Er þess vænst, að tekjur rík- issjóðs aukizt um nál. 150.000 verði þetta frumvarp að lög- um. 5. Frumvarp um einkasölu á eldspýtum og frumvarp um að Áfengisverzlun ríkisins hafi einkasölu á ilmvötnum, hár- vötnum, andlitsvötnum, bökun- ardropum, kjörnum til iðnaðar og pressugeri. Þykir mega vænta þess að tekjur sam- kvæmt þessum frumvörpum nemi um 100.000 kr. Tekjuaukar þessir eru því á- ætlaðir samtals um 1.190 milj. kr. og vantar þá rúml. 400 þús. kr. til þess að fj :rlögin verði alveg greiðsluhallalaus. Verða að tilhlutun stjórnarinnar flutt frumvörp til þess að jafna greiðsluhalla fjárlag- anna að fullu. Um tvennt að velja Nú hefi ég gefið yfirlit í stórum dráttum um fjárlaga- frumvarpið og meðfylgjandi skattafrumvörp. Eins og menn munu nú hafa áttað sig á til hlítar, átti stjómin um tvennt að velja, þegar hún samdi fjármáiatillögur sínar fyrir þingið. Annaðhvort varð hún að taka þann kost að létta ekkert tolla á neyzlu- og framleiðsluvörum og minnka jafnhliða framlög til verklegra framkvæmda vegna fyrirsjá- anlegrar rýmunar á tolltekjun- um! eða hinu, að létta neyzlu- og framleiðsluvömtolla svo sem urint var, auka verk- legar framkvæmdir og' afla síðan nýrra tekna í ríkissjóð. Síðari leiðin var valin í fullu samræmi við stefnu flokka þeirra, sem að stjóminni standa og þarfir almennings á þessum tímum. En ég vil leyfa mér að vekja sérstaka athygli á því, að með fjár- málatillögum sínum, fjárlaga- fmmvarpi og meðfylgjandi tekjuöflunarfrumvörpum, fer

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.