Nýja dagblaðið - 14.10.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 14.10.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, sunnudaginn 14. október 1934. 244. blað Frakkland heiðrar hinn mvrta ráðherra sinn Líkræðu Doumergue forsætfsráðherra útvarpað frá öllum frönskum stöðvum Bylting og- óeirðir á Cuba í sumar varð stjórnarbylting á eynni Cuba. Forsetinn, Machado, flýði til San Dom- ingo og hefir Cubanska stjórnin hvað eftir annað heimtað hann framseldan. Síðan byltingin varð hafa verið stöðugar óeirðir og róstur á eynni. Hvað eftir ann- að hefir sprengjum verið varpað á opinberar byggingar, en sjaldan hefir þó hlotizt tjón af. Meiri og minni uppþot eru þar daglegir viðburðir. Nú í vikunni var hafið allsherjarverkfall um alla eyjuna. Urðu í byrjun verkfalls- ins töluverðar óeirðir í höfuðborginni, Havana, en þó tókst að halda uppi umferð með að- stoð sjálfboðaliða. Á myndinni sézt fyrverandi forseti, Machado (til vinstri), núverandi forseti, Dr. Carlos Manuel de Cespedes og forsetahöllin. Hermenn hafa nú tekið sér aðsetur í höllinni, því útsýn er þaðan góð yfir höfnina. Samkomulag um verzlunarviðskifti milli Noregs og Þýzkalands. London kL 17, 13./10. FÚ. Jarðarför Barthou’s fór fram í dag í París, í þungbúnu veðri. Jarðarförin fór fram á ríkis- ins kostnað, og er það mesti heiður, sem ríkið getur veitt framliðnum borgara sínum. Jarðarförin hófst kl. 1 og var ekki lokið fyr en kl. 6. Snemma í morgun var orðið krökt af fólki á Signubökkum. Jarðar- förin var hin viðhafnarmesta, sem1 fram hefir farið í París. Kl. IV2 var kistan borin of- an þrepin frá höll utanríkisráð. herrans, en þar hafði líkið legið á viðhafnarbörum. Þegar það var hafið út, var það sett í fallbyssuvagn, sem sveipaður var frönskum fána. Síðan fór líkfylgdin hægt og hátíðlega Pétur konungur II. kom til Belgrad í mórgun með móður sinni. Á jámbrautarstöðinni tók Páll prins á móti honum, og patriarki borgarinnar, borg- arstjórinn og aðrir virðinga- menn. I öllum strætum, sem konungurinn fór um var röð af hermönnum, en mannfjöld- inn kallaði hástöfum: „Lengi lifi Pétur konungur!“ Á jámbrautarstöðinni var konungum, samkvæmt, fomum sið, gefið brauð og salt, og forsætisráðherra flutti stutta ræðu 0g lýsti hollustu stjóm- arinnar við hinn nýja konung, „son hetjukonungsins, sem sameinaði Júgóslavíu". Konungsmorðlð undirbúið af flótta- mönnum í Ung- verjalandi. Ráðstafanir hafa verið gerð- ar til þess, að Pétur konungur geti haldið áfram námi sínu í Englandi, þótt stjórnarskráin geri ráð fyrir því, að konung- áleiðis til Esplonade d’Inva- lides. Forsetinn gekk fyrstur á eftir kistunni, einsaamll, og síðar ráðherramir, erlendir sendiherrar og þingmenn. Á torginu nam líkfylgdin staðar, og var kistan tekin og sett á bömr, sem reistar höfðu verið þar undir beram himni. Þar flutti Duomergue forsætisráð- herra líkræðuna, og branr, minningareldur milli hans og kistunnar. Hann var mjög hræður, er hann talaði um störf Barthou’s í þjónustu ríkisins, og hina heitu ást hans til Frakklands: „Hann liggur hér fallinn fyrir morðingjahendi,-en verk hans mun lifa“. Líkræðunni var útvarpað um allt Frakkland. urinn skuli vera búsettur í landinu. Æsingar í landinu hafa auk- izt nokkuð vegna þess, sem komið hefir í ljós við rann- sóknimar á morðinu. Það hefir komið í ljós í rannsóknum frönsku og júgóslavnesku lög- reglunnar, að árásin á konung- inn var undirbúin af mönnum, sem vora í útlegð í Ungverja- landi. 1 Genf leikur orð á því, að stjómin í Júgóslavíu hafi farið fram á það, að sérstakur fundur í ráði Þjóðabandalags- ins verði haldinn, til þess að rannsaka málið. I Ungverjalandi er því mót- mælt mjög harðlega, að morð- ið hafi verið ráðgert þar í landi. I Ítalíu hafa sum blöðin birt fregnir um' mótmælafundi gegn Itölum í Júgóslavíu og gera mikið úr þeim, en þessi blöð hafa verið gerð upptæk. Sendiherra Júgóslavíu í Ital- íu hefir bent ítölsku stjóminni vinsamlega á það, að blærinn á nokkrum ítölskum útvarp3- fregnum um júgóslavnesku málin væri eltki æskilegur, 0g hefir stjórnin lofað því, að slíkt endurtaki sig ekki. Frá Alþlngi Léleg framkoma Fyrsta mál á dagskrá í neðri deild í gær var frv. stjómar- innar um tekju- og eignaskatts. auka, sem er þess efnis að skattar þessir verði á þessu ári 1 innheimtir með 40% álagningu eins og gert var árið 1933. Af- brigði þurfti frá þingsköpum1 tii þess að mál þetta mætti koma til umr. En þegar for- seti ætlaði að bera afbrigðin undir atkvæði, kvaddi ólafur Thors sér hljóðs um þingsköp. Talaði hann með þjósti mikl- um, kvað sig og sinn flokk ekki mundi greiða fyrir máli þessu. Vildu þeir íhaldsmenn sjá fyrst hverju fram færi með af- greiðslu fjárlaga fyrir 1985. Manndáð ihaldsins Fjármálaráðh. svaraði ólafi og sýndi fram á, hversu lítil- mannlegt það væri af flokki hans að setja fót fyrir þetta mál með því að neita um afbrigði Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1934 á síðasta þingi hefði verið gengið út frá þessari framlengingu, en eins og allir vissu, bæri „sjálfstæðisflokk- urinn“ að sínum hluta ábyrgð á þeim fjárlögum, þar sem hann hefði stutt fyrverandi stjórn. Það ylli nokkrum óþæg- indum vegna innheimtu á þess- um sjálfsagða skattauka, ef frv. yrði tafið. Þetta frv. væri Framh. á 4. gíðu Um miðjan s. 1. mánuð gekk í gildi samningur milli þýzka- lands og Noregs um gagn- kvæm vöruinnkaup þessara landa. Samkv. samningnum skal borgun fyrir allar þýzkar vör- ur, sem flytjast til Noregs, ganga gegnum Noregsbanka. Tilsvarandi ákvæði gilda um greiðslu fyrir norskar vörur, sem1 fluttar eru til Þýzkalands. Andvirði þeirra gengur ein- göngu til ríkisbankans þýzka. Greiðsla skal ixmt af hendi í norskum krónum í Noregi (fjrrir þýzkar vörur) og í þýzkum mörkum 1 Þýzkalandi (fyrir norskar vörur), þótt um aðra mynt sé samið í vöra- kaupasamningi. Samningurixm gildir eingöngu norskar og þýzkar vörur, en aðrar vörur eru ekki háðar samningnum. Svo er ráð fyrir gert, að aðr- ar greiðslur til Þýzkalands fari aðeins fram með samþykki Noregsbanka. Bein vöraskipti einkafyrir- tækja í Þýzkalandi og Noregi geta farið fram utan samn- ingsins í undantekningartil- fellum ef hlutaðeigendur hafa fyrirfram tryggt sér aamþykki Noregsbanka. Beinar ávísanasendingar til Þýzkalands án milligöngu Nor- egsbanka, til greiðslu á vöram frá Þýzkalandi, era baxmaðar. Af öllum greiðslum, sem lagðar eru inn í reikning rlk- isbankans þýzka við Noregs- banka skal færa sem svarar 15% í sérstakan reikning og hefir ríkisbankinn þýzki frjáls umráð yfir innstæðu á þessum reikningi. Á hálfsmánaðar- fresti fer fram reikningsjöfn- uður milli bankanna. Semja bankarnir sín á milli með hvaða gengi skuli reikna. Ef ixmstæða þýzka ríkisbankans yfirstígur 500.000 n. kr„ skal fæxu innstæðuna í sér- reikning ríkisbankans (til írjálsra umráða). Iimstæða Noregsbanka skal yfirfærast til næsta reikningstímabils. Yfirstígi innstæða Noregs- banka í þýzka ríkisbankanum 1 milj. ríkismárka, gefa for- ráðamenn þýzkra gengismála ekki einstaklingum ótakmörk- uð leyfi til innborgunar í reikning Noregsbanka. Þegar innstæða Noregsbanka lækkar við þessar ráðstafanir, verða aftur veitt ótakmörkuð layfi. Pétur konungur II. tekur við ríkí í Jugo-Slavíu London kL 17, 13./10. FÚ. I

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.