Nýja dagblaðið - 14.10.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 14.10.1934, Blaðsíða 4
i N Ý J A DAGBLAÐIÐ ÍDAG Sólaruppkoma kl. 7,15. Sólarlag kl. 5,11. Flóð árdegis kl. 9,05. Flóð síðdegis kl. 9,35. Ljósatimi. hjóla og bifreiöa kl. 5,40—6,50. Veðurspá: Stinningskaldi á vestan og norðvestan. Éljaveður. Batn- ar síðdegis. Messur: í dómkirkjunni kl. 11 sr. Bjarni Jónsson, kl. 2 barnaguðsþjónust-i sr. Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 2 sr. Árni Sig- urðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 3 sr. Jón Auðuns. í þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi kl 2 sr. Garðar þorsteinsson. Söfn, skrifstofnr o. fL Alþýðubókasafnið ............ 4-10 þjóðminjasafnið ............. 1-3 Náttúrugripasafnið .......... 2-3 Listasafn Einars Jónssonar .. 1-3 Pósthúsið ................. 10-11 Landssíminn .................. 8-9 Heimsóknartimi sjúkrahúsa: Landspítalinn ............... 3-4 Landakotsspítalinn .......... 3-5 Laugarnesspítaii .......... 12^-2 Kleppur ..................... 1-5 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 31/2-IV2 Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Gísli Fr. Petersen. Sími 2675. Næturlæknir aðra nótt: Guðm. Karl Pétursson. Skemmtanir og samkomnr: Mólverkasýning Jóhanns Briem í Goodtemplarahúsinu kl. 10—12 og 1—5. Nýja Bíó: Ófullgerða hljómkviðan kl. 3 og 5 og Bláa flugsveitin kl. 7 og 9. Iðnó: Leikfél. Reykjavíkur: Maður og kona. Málverkasýning Kristjáns H. Magn- ússonar, Bankastræti 8, opin 10—10. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,40 Veðurfregnir. 14,00 Messa i Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði (sr. Garðar þorsteinsson). 15,00 Erindi Læknafélags Reykjavíkur: Skipu- lag bæja (Guðm. Hannesson). 15,3Ó Tónleikar frá Hótei Borg (hljómsv. Zaliál). 18,45 Bamatími: Sögur (sr. Friðrik Hallgrímsson). 19.10 Veðurfregnir. 19,25 Grammó- fónn: Margrödduð ópemlög. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Búdda og Búddatrú, I (sr. Jón Auðuns). 21.10 Grammófóntónlcikar: Beet- lioven: Kvartet nr. 15 í A-moll. Danslög til kl. 24. I kvöld kl. 8 Maður og kona Alþýðusýning Verð: kr. 1,50; 2,00; 250. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó daginn áður en leikiö er, kl. 4—7 og leikdaginn eftir kl. 1. — Sími 3191. Axmáll Skpiafréttir. Gullfoss væntan- iegur til Reykjavíkur i morgun. Goðafoss er á Akureyri. Dettifoss er á leið til Hamhorgar frá Hull. Brúarfoss fór til Ixtndon í gær- kvöldi um Vestm.eyjar og Reyðar- fjörð. Lagarfoss kom til Skála í gær. Seifoss er á leið til útlanda. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í lijónaband af séra Garð- ari þorsteinssyni: Ingveldur Jóns- dóttir og Guðjón Jónsson frá Stokkseyri. Sömuleiðis Margrét Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum og Bjarni Jónsson á Bárugötu 19. Leikfélagið leikur Mann og konu í síðasta sinn í kvöld. Búning- amir verða síðan strax sendir ti! Akureyrar og leikritið leikið þar undir stjórn Ágústs Kvaran, er sjálfur mun leika aðalhlutverkið. Tóniistarskólinn. — Dansleikur verður í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 9 e. h. Nemendur mega taka með sér gesti. Afgreiðsla blaðsins óskar eftir nr. 218 og 224 af Nýja dagblaðinu. HreyfiII, hið nýstofnaða bifreiða- stjórafélag, hélt mjög fjölmennan framhaldsstofnfund að Hótel Borg 1 fyrrinótt. Gengu þá í félagið auk þeirra, sem áður voru komnir, yf- ir 50 biíreiðastjórar. Og telur nú félagið talsvert á 2. hundrað fé- laga. Samþykktar voru var vinnu- reglur og lágmarkskaup skyldi vera 300 kr. á mánðui og 2 kr. um kl.stund í yfirvinnu. Fundur- inn stóð til kl. 4 í gærmorgun. Skeljungur kom nýlega til Vest- mannaeyja. Um 18 sjómílur norð- v.estur af þrídröngum hafði hann fundið 60 feta langan hval. Tókst að koma í hann dráttartaug, en hún slitnaði eftir hálfs tíma sigl- ingu, og var ekki frekar aðgert. Hefir hvalsins verið leitað síðax, en árangurslaust. Dánarfregn. Frú Jónína Thorar- ensen frá Kirkjubæ, móðir Egils Thorarensen kaupfélagsstjóra og þeirra systkina andaðist í gær á I.andsspítalanum. Skattamálablekkingar Ól. Thors. í Nýja dagbl. næsta þriðjudag kemur m. a. grein, sem rekur á ný sundur blekkingavef Ól. Thors, þann er birtist í Mbl. í gær og á að vera um skattafrumv. stjómar- innar. Vegna afarmikillar aðsóknar verður hin ágæta mynd úr lífi tónsnillingsins Schuberts sýnd enn í dag kl. 3 og 5 í Nýja Bíó. í þetta sinn með lækkuðu verði. Jóhann Briem frá Stóra-Núpi opnar málverkasýningu í dag í Goodtemplarahúsinu. Hann hefir stundað málaralist síðan haustið 1929 þangað til í vor, er hann lauk námi við listháskólann í Dresden með ágætum vitnisburði. Hann liefir einkum lagt fyrir sig að mála mannamyndir. Karl Runólfsson tónskáld, sem undanfarið hefir verið búsettir á Akureyri hefir verið ráðinn hljóm- listarstjóri hjá Leikfélagi Reykja- vikur í vetur. Steingrímur Davíðsson skóla- stjóri á Blönduósi kom til bæjar- ins i gær. Hitti blaðið hann að xnáli og spurði hann frétta. Sagði hann, að mikil ótíð hefði verið nyrðra undanfarið og sumarið eitt það óþurkasamasta, er komið liefði. Væri enn úti hey bæði í þingi og Vatnsdal. Heyskapur- inn væri með minnsta móti og öll hey meira og minna hrakín. þegar hann fór frá Blönduósi á fimmtudag var búið að slátra um 15 þús. fjár hjá Sláturfélaginu á Blönduósi, en búizt við að alls yrði slátrað um 22 þús. fjár og er það með langmesta móti. Fjár- sem vilja fylgjast vel með erlendum og innlendum nýjungum og gangi al- mennra mála þurfa að lesa aðal málgagn stjórnarinnar. Nýja dagblaðið er blað félagslyndra og framsækinna manna. Hringið í síma 2323 eða komið á afgr. Austurstr. 12 — og gerist áskrifendur, að blaðinu. Alþingí Framh. af 1. síðu. aigerlega óviðkomandi af- greiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir 1935 og þeim tekjuöflun- arfrumvörpum, sem stjórnin legði fram í sambandi við það. Ihaldsmenn vita, að frv. þetta nær fram að ganga á þessu þingi. Þó felldu þeir af- brigði með 10 atkv. gegn 19 (2/3 atkvæða þarf til að heim- ila afbrigði). Emil Jónsson flytur að til- hlutun Landssambands iðnað- armanna frv. um undanþágu á sköttum og útsvari fyrir iðn- og iðjufyrirtæld, sem stofnuð verða hér á landi í þeim iðn- greinum, sem áður hafa ekki verið reknar hér, sem fram- leiða vörtir, er hafa ekki áður verið notaðar hér, og nota til framleiðslunnar innlend hrá- efni, er ekki hafa verið notuð hér áður. Frv. þeta var til 1. umr. í neðri deild í gær og fékk góðar viðtökur. Ólafur Thors flytur frv. um að stofna 7 manna fiskiráð. Atvinnumálaráðh. tilnefni for- mann ráðsins, Sölusamband fiskframleiðenda, Félag at- vinnurekenda, Alþýðusamband- ið, Verzlunarráð, Samlag mat- jessíldarframleiðenda og Fiski- félagið sinn manninn hvert. Ráðið rannsaki og geri tillögur um breyttar og nýjar aðferðir um framleiðslu og sölu sjávar- afurða, útvegun nýrra mark- aða eftir því sem í þess valdi stendur. Ekki er samvinnu- félögunum ætlaður neinn full- trúi í samkundu þessari. Frv. þetta var til umr. í gær. Héðinn Valdimarsson sagði, að þetta umsvifamikla en gagnslausa frv. minnti sig á talsháttinn: „Fjöllin tóku jóð- sótt, en fæddist lítil mús“. Þetta fiski-„sovét“ ætti að framkvæma byltingu til umbóta á sjávarútveginum, en því væi'i ekkert vald gefið og engin fjárráð fengin. Það gæti því ekkert gert, nema það, sem þær stofnanir, sem ættu að kjósa ráðið, gætu gert og ver- ið og verið búnar að gera, on það væri að gera tillögur til umbóta. Eins og kunnugt er, hefir íhaldið alla sína tíð barizt á móti hverskonar skipulagningu frá hálfu hins opinbera á mál- um almennings. Er það eitt gleggsta einkennið á stefnu þess. En stundum, þegar al- menningsmálum þeim, er íhald- ið ræður yfir, hefir verið siglt í strand, vegna skipulagsleysis og blindrar oftrúar á framtak einstaklingsins, vaknar íhaldið við vondan draum. Leitar það þá stundum eftir hjálp hjá Framsóknarflokknum, sem fús- lega hefir verið veitt. (Fisk- sölusambandið). Frv. Ólafs Thors um fiski- ráð sýnir að íhaldið hefir ekki hæfileika til að skipuleggja þennan atvinnuveg. En engu að síður er full ástæða til að gleðjast yfir því, sem það hef- ir lært, að skipulag, er þessum atvinnuvegi nauðsynlegt. Frá umr. um frv. landbúnað- amefndar neðri deildar, um breyting á lögum um forða- gæzlu verður nánar getið síð- ar. toka hefir verið mjög lítil hjá kaupmönnum. Reykjaskóli tekur til starfa fyrsta vetrardag. Skólanum hafa boi’izt milli 30—40 umsóknir og verður hann fullskipaður. Málverkasýning Kristjáns Magn- ússonar er í dag opin í síðasta sinn. Manníjöldaskýrslur fyrir árin 1926—1930 hefir Hagstofa fslands nýlega gefið út. Iðunn 1.—2. hefti þessa árgangs er komin út. Efnisskráin er svo- hljóðandi: Stefán frá Hvítadal eft- ir Halldór Kiljan Laxness, Útlagi (kvæði) eftir Rögnvald þórðarson, Fi-amvindan og sagan eftir Ragn- ar E. Kvaran, Fórn Jefta (kvæði) eftír Guðmund Daníelsson, Reier- sen á „Suðurstjörnunni" (saga) óftir Knut Hamsun, Mannúðin i Vesturheimi eftir Ásgeir Magnús- son, þrjú kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson, Guðmundur Gislason Ilagalín eftir Stefán Einarsson, Sólarlag (kvæði) eftir Rögnvald þórðarson, Hið hempuklædda xirásarlið eftir Skúla Guðjónsson, Lærður og leikur eftir Kai Hoff- mann. Auk þess sinágreinar og rit- dómar eftir ýmsa. Yfirlýsing Að gefnu tilefni vottast hér með, að Jens Stefánsson, sem í forföllum annars gengdi und- irstýrimannsstöðu á varðskip- inu Ægi, óskaði sjálfur eftir að verða afskráður af varð- skipinu 1. okt. þ. á. p. t. Reykjavík, 13. okt. 1934. Guðm. Guðjónsson 1. stýrim. Gcstir í bænum: þórir Stein- þórsson bóndi, Reykholti, Ingimar Jóhannesson skólastjóri, Flúðum. „Salka Valka“. Gunnar Gunnars- son skáld hefir þýtt á dönsku bækur Halldórs Kiljan Laxness „þú vínviður hreini“ og „Fuglinn í fjörunni" og hafa þær verið gefnar út undir nafninu Salka Vnlka. „Social-Demokraten" hefir nýlega birt ritdóm um bókina, þar sem um hana er farið lofsamleg- um orðum. Nýja Bíó Bíáa flugsveitin ítölsk tal_ og tónkvik- mynd, sem tekin er fyrir tilstilli Mussolini og Balbo 0g sýnir . hinar stórfeng- legu flugsveitir ítala við æfingar og í bardögum. Sýnd kl. 7 (lækkað verð) og kl. 9. Ofullgerða hljómkviðan verður sýnd kl. 3 (barna- sýning) og kl. 5 (lækkað verð). — Síðasta sinn. 9 OdLýrn § auglýsingarnar. Tilkynningar Beztu og ódýrastar allskon- ar viðgerðir á skófatnaði. Skó- vúnnustofan, Njálsgötu 23, sími 3814. Tek að mér að kynda mið- stöðvar. Uppl. á Laufásvegi 27 (kjallara). Bifrastar ilar Hverflsg. 6 estir Sími 1508 NB. Opið allan sólarhringinn. Vil kaupa notað karlmanns- reiðhjól. Sími 4598. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Freyju kaffibætir er beztur. Ef þið hafið ekki notað hann áður, þá reynið hann nú um helgina, því ekki er sízt þörf að fá gott kaffi á sunnudögum. SPIRELLA. Munið eftir hinum viður- kenndu Spirella lífstykkjum. Þau eru haldgóð og fara vel með líkamann, gjöra vöxtinn fagran. Komið og skoðið sým ishorn á Bergstaðastræti 14 IIT. hæð. Sími 4151. Viðtalstími kl. 2—4. Guðrún Helgadóttir. Kemifsla Orgelkennsla. Kristinn Ing- varsson. Kenni sænsku. Eiríkur Baldvinsson Lækjarg. 6 A. Heima kl. 1—2 og 6—7. Ivenni leðurvinnu. Guðrúh Guðjónsdóttir, Sími 3760. Barónsst. 59. Tungumálaskólinn Laugaveg 11. — Það er ódýrast að læra þar sem beztur árangur fæst. Veljið félaga og sækið skólann hér í vetur, og í vor verðið þér komin yfir öðrugasta hjallann. Viðtalstími 7—8 e. m.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.