Nýja dagblaðið - 14.10.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 14.10.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÖ 3 Hvar á ieikvangur (Stadion) Reykjavíkur að vtraP Borgarstjóri og íorseti í. S. í. NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson, I-Iallgrímur Jónasson. Ritstjórnarskrifstofurnar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. l,50ómánuði. Í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Ihaldið vill tala - en ekki af viti í ræðu þeirri, sem fjármála- ráðherra flutti, er hann lagði fjárlagafrumv. fyrir Alþingi, gat hann þess m. a., að and- stæðingar stjórnarinnar myndu sjálfsagt hafa sitthvað út á fjármálatillögur stjórnarinnar að setja. En ef þeir gætu ekki bent í gagnrýni sinni á heppilegri leiðir, en stjórnin leggur til að farnar séu, félli gagnrýni þeirra um sjálfa sig. Þessi ummæli finnst Mbl. fram úr hófi óviðeigandi. Að* þeim íhaldsmönnum beri að benda á leiðir, jafnframt og þeir mótmæla stefnu stjórnar- innar, að þeim beri að flytja rökhugsað mál? Hvílík regin- firra. Mbl. hefir bókstaflega aldrei heyrt annað eins. Það fer um þetta svofelldum orðum m. a.: „Hann (þ. e. fjármálaráðh.) sagðist fyllilega búast við því, að hann mætti gagnrýni frá andstæðingum sínum. Slík upp- gjöf, slíkt ráðleysi er í raun og veru svo langt fyrir neðan allar hellur, að vart er hægt að fjölyrða um“ (Mbl. 9. okt.). Hver er nú hugsun blaðsins og mannsins, sem skrifar þessa klausu? í hverju liggur „uppgjöfin“ og „ráðleysið"? Er það ráðleysi, af stjórn að búast við gagnrýni andstæð- inga sinna? Er það ekki ein- kenni andstöðunnar, að gagn- rýna? Mönnum skilst, að á henni byggist m. a. andstaða í þing- inu. Það kann raunar að vera, að fjármálaráðh. hafi notað hér of virðulegt orðatiltæki um1 íhaldið, þegar hann gerir ráð fyrir gagnrýni frá þess hálfu. Með orðinu gagnrýni er átt við rökhugsaðar athugasemd- ir og mótmæli. En það er til annarskonar mótstaða. Mótstaða hins glaumháa málæðis. Þóf, sem ekki hirðir um rök, sem lætur sig engu skifta skynsamlegar úrlausnir, sem einungis á sinn tilgang í gjallandi hrópyrðum og glamri, er liggiír utan við svið rökhugsaðs máls. Og þarna er óneitanlega form þeirrar mótspyrnu, sem að ríkisstjórninni snýr. íhaldinu er boðið upp á að benda á leiðir, er séu réttari en þær, sem frumv. stjórnarinnar fer. Fyrir nokkrum dögum birti Mbl. viðtal við Jón Þorláksson borgarstjóra og Ben. G. Waage, um það hvar heppileg- ast væri að byggja leikvang fyrir Reykjavíkurbæ. 1 því viðtali tjáir borgarstj. blaðinu, að hann álíti heppileg- asta staðinn vera sunnan við skemmtigarðinn við tjörnina, norðan við Njarðargötu. Ég hefi verið að bíða eftir því, að þetta viðtal væri leið- rétt, því ótrúlegt er annað en það hafi eitthvað aflagast í rneðförunum. Borgarstjóri tek- ur það sem sé fram, að ekki sé hægt að byggja á þessum stað af þeim ástæðum, að frá- rennsli verði ekki fengið það- an. Af því leiðir fyrst og fremst það, að miklum erfið- leikum verður bundið að þurka landið, en það er fyrsta skilyrðið til þess að þétt og sterk rót fáist á grasvöllinn. 1 öðru lagi fylgja leikvangi ó- hjákvæmilega ýmsar bygging- ar, sem ekki verða starfræktar án frárennslis. Næst á eftir viðtali borgar- stjóra kemur svo viðtal við forseta í. S. I., þar sem hann lýsir yfir því, að hann hafi í mörg ár haft augastað á þess- um bletti, sem sérstaklega á- kjósanlegum fyrir leikvang. 1 næsta blaði þakkar svo Kjart- an fyrir, eins og hann er van- ur, því hann er 'þakklátur. Er Og málgagn íhaldsins tryll- ist af vandlætingu. Magnús Jónsson, Öl. Thors og m. fl. íhaldsmanna tala sig móða og „dauða“ um frumvarp stjórnarinnar. Þeir t. d. vilja ekki hækkaða tolla á lítt þarfar munaðarvörur, kæra sig lítið um afnám gengisviðauka á kaffi og sykri, finnst fátt um lækkuð eða afnumin útflutn- ingsgjöld á framleiðsluvörum landsmanna og tapa nær stjóm á sjálfum sér, þegar minnst er á hátekju. og stóreignaskatt. En séu þeir minntir á að benda þá á aðrar réttlátari leiðir, snýst málgagn þeirra til stjórn. lausrar reiði. Að íhaldið færi að benda á leiðir til úrlausnar! Skárri er það nú ósvífnin. Ályktanirnar af framkomu Mbl. og íhaldsmanna í þinginu hljóta því að verða þessar: Þeir vilja hafa takmarka- lausan ræðutíma, en þeir stand. ast ekki reiðari, en ef þeim er bent á að vel sé viðeigandi að þeir hagi orðum sínum af viti og af velvilja til þeirra mála þjóðarinnar, sem bíða skjótra og hagfeldra úrlausna. Þeir vilja tala flaumósa og óhugsað, en ekki gagnrýna, þ. e. rökhugsa. þetta hvorttveg'gja að vísu óá- nægjulegt fyrir íþróttamenn, en þó varla til annars en að brosa að því, því vonandi verð- ur það ekki málefninu til tjóns. Hvar á að byggja Leikvang? Þar sem telja má nú líklegt eða jafnvel víst, að mjög bráð- lega verði hafizt handa um það, að byggja íþróttavelli og ef til vill leikvang hér í bæn- um, þá verður það að teljast mjög æskilegt, að sem flestir láti til sín heyra um það, hvar eigi að byggja þessa velli. Þess vegna ætla ég að gera grein fyrir minni skoðun á þessu máli, með fáum orðum, þó að tillögur mínar geti ekki orðið svo ákveðnar og ljósar, sem ég hefði kosið, af því að það land, sem ég tel bezt fall- ið til þessa, er ókortlagt. Það er mitt álit, að bærinn éigi sem allra fyrst að ákveða völlunum stað, og taka all- stórt land til þessa, frekar of stórt en of lítið, því hér á ekki að byggja til bráðabirgða, heldur þannig, að það verði viðunanlegt um langa framtíð, því þetta hlýtur að kosta mik- ið fé og taka langan tíma. Má í því sambandi benda á, að í- þróttavöllurinn á Melunum, sem nú er notaður, kostaði að minnsta kosti 60—70 þúsund krónur. Sá staður, sem ég álít bezt til þessa fallinn, er, eins og ég hefi áður bent á, vestan við Öskjuhlíðina. Vil ég leggja til, að vegur verði lagður frá Laufásvegi suður að Naut- hólsvík, og austan þess vegar verði vellirair byggðir. Skal ég gera nánar grein fyrír þessari hugmynd minni í eft- irfarandi línum. • 1. Sjóbaðstaður. Við Naut- hólsvík sé byggður sundskáli úr steinsteypu, og verði þar sjóbaðstaður, en nokkurt land meðfi'am sjónum afgirt, þar sem komið sé fyrir sólbaðs- skýlum við sjóinn, en þar upp- af verði grasvöllur, til af- nota fyrir baðgesti. 2. íþróttavellir og leikvellir. Norðan við þetta svæði, en austan hins fyrirhugaða vegar, verði ákveðið allstórt land fyrir íþróttavelli og leikvelli, tii afnota fyrir íþróttafélög og skóla bæjarins. Ætlast ég til, að einstök félög og skólar hafi umsjón með þessum völlum, og leggi fram vinnu við að byggja þá, eftir nánari ákvæð- um, sem viðkomandi félög og skólar koma sér saman um við bæjarstjóm. 3. Barnagarður. Það er orð- ið ljóst fyrir öllum meginþorra | bæjarbúa, þvílík knýjandi | nauðsyn það er, að komið verði | upp allstóru dagheimili fyrir böm, þar sem foreldrar geti komið börnum sínum fyrir á um sumartímann, á heilnæmum og góðum stað utanbæjar. Bömin eiga að geta átt þess kost, að vinna ein- hver störf við sitt hæfi, ein- hvern tíma dags, undir stjórn góðra kennara eða annara þar til hæfra manna, þarf því all- stórt land fyrir þetta heim- ili. Sýnist mér að góður staður væri fyrir það austan íþrótta- vallanna og sunnan í öskju- hlíðinni. 4. Leikvangur (Stadion). — Norðan við íþróttavellina kæmi svo leikvangur. Væri hægt að fá þarna ágætan stað til þessa, sem hefði fleiri og betri kosti en aðrir staðir hér nærri, sem ég hefi séð. í nánd við leik- vanginn ætti að ákveða stað fyrir útisundlaug, sem byggð yrði í framtíðinni. 5. Skemmtigarður. Svæðið austan hins fyrirhugaða vegar en milli leikvangs og Hring- brautar, ætti svo áð notast til skemmtigarða. Það má vel vera, að sumurn mönnum þyki þessar tillögur óhóflegar, og ekki líklegt, að þær séu framkvæmanlegar í náinni framtíð. Þess vegna vil ég líka taka það skýrt fram, að ég ætlast ekki til þess, að þetta verði allt fullgert á fáum ámm. Nei, það tekur mörg ár, og á að taka mörg ár, að koma þessu upp. Annað væri óeðli- legt, en þetta er mál, sem á að hugsa stórt, meðal annars af því, hvað það hefir dregizt ó- eðlilega úr hömlu allt til þessa dags, að sjá Reykjavíkurbúum fyrir sæmilegri aðstöðu í þeim málum, sem ég nú hefi minnst á. Slíkur er starfsháttur for- ystumánna íhaldsins á Alþingi. ' daginn, Magnús Stefánsson. Saumastofan er íiutt á Grundarstíg 4 (aðra hæð) 1. flokks vinnustofa fyrir allskonar kvenfatasaum, svo sem: kápur, samkvæmis. og hverndagskjóla. Vinnuna annast lærðar saumastúlkur. — Saumum einnig allskonar kvenundir- íatnað eftir máii. Sníðum og mátum fyrir þær, sem óska að sauma föt sín heima. Námskeið í kjólasaum heldur áfram eins og áður. HILDUR SIVERTSEN, Grundarstíg 4, annari hæð. Sími 3085. JÖHANN BRIEM: Málverkasýning í Góðtnmplarahúsinu 14. til 21, október, Opin 10—12 og 1—5 . ... -.-. - ......----....... Tvær hjúkrunarkonur vantar að heilsuhælinu á Vífilsstöðum frá 1. des. og 1. janúar n. k. Umsóknir ásamt venjulegum upplýsiogum, sendist undirrituðum fyrir 1. oóvember n. k. Sigurður Magnússon. Símaskráin Handrit að símaskránni fyrir næsta ár liggur frammi í afgreiðslsal landssímastöðvarinnar frá óg með 15. til 20. þessa mánaðar. Þeir sem óska breytinga á skrásetningum í skrána og eigi hafa þegar tilkynnt það, eru minntir á að segja til á þessu tímabili. Ennfremur skal vakin athygli á því, að þeir, sem eigi tilkynna um breytingar á skrásetningum í atvinnu- og viðskiptaskrá símaskrár. innar verða skráðir þar i næstu útgáfu á sama hátt og áður.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.