Nýja dagblaðið - 22.11.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 22.11.1934, Blaðsíða 1
2. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 22. nóvbr. 1934. 277. blað Ný skipun síldarútvegsins 12. þii&g 4lþýðusambands Islands Meirihluti sjávarútvegsnefndar Nd. þeir Bergur Jónsson, Fínnur Jónsson og Páll Þorbjarnarson bera íram frv. um síldarútvegsneínd I gær var lagt fram á Al- þingi frv. um síldarútvegs- nefnd, útflutning á síld, hag- nýtingu markaða o. fl. Frum- varpið er flutt af meirihluta sjávarútv.nefndar, þeim Bergi Jónssyni, Finni Jónssyni og Páli Þorbjörnssyni. Helztu ákvæði frv. eru þessi: SlLDARÚTVEGSNEFND. „Ríkisstjómin skipar sjö manna síldarútvegsnefnd. Skip. ar atvinnumálaráðherra einn, en hinir skulu vera tilnefndir af þessum aðilum, einn af hverj- um: Útgerðarmönnum á Eyja- firði, útgerðarmönnum á Suð- urlandi, sunnan Snæfellsness, útgerðarmönnum á Norður- landi, utan Eyjafjarðar, og út- gerðarmönnum á Vesturlandi. Auk þess tilnefnir Alþýðusam- band íslands tvo menn. Við kosningu í nefndina kemur eitt atkvæði fyrir hvert skip, skrá- sett á hinum tilnefndu svæðum, sem haldið var út á síldveiðar árið á undan kosningu og lagði upp síld til verkunar og út- flutnings. Varamenn skulu skipaðir jafnmargir eftir til- nefningu sömu aðilja. Nefndar- menn eða varamenn þeirra skulu allir dvelja á Siglufirði vfir síldveiðitímann. VERKEFNI SÍLDAR. ÚTVEGSNEFNDAR. Síldarútvegsnefnd fer með út- hlutun útflutningsleyfa, veiði- leyfa til verkunar, söltunar- ! leyfa á síld og löggildir síldar- j útflytjendur. Hún skal gera ráðstafanir til þess, að gerðar séu tilraunir með nýjar veiði- aðferðir og útflutning á síld :með öðrum verkunaraðferðum en nú eru tíðkaðar. Hún skal hafa forgöngu um markaðsleit og tilraunir til að selja síld á nýja markaði og annað það, er lýtur að viðgangi síldarútvegs- ins. Til þess að standast kostnað af þessum störfum nefndarinn- ar, getur síldarútvegsnefnd ákveðið, með samþykki ráð- herra, að greitt verði í sérstak- an sjóð 2% — tveir af hundr- aði — af andvirði seldrar síld- ar. Sjóði þessum má eingöngu verja í þágu síldarútvegsins. Nú verður sjóður þessi svo mikill, að öruggt þyki, og get- Bergur Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í sjóvarútvegsnefnd nd. ur þá síldarútvegsnefnd ákveð- ið, að fengnu samþyltki ráð- herra, að endurgreiða úr hon- um til síldareigenda í réttu hlutfalli við verðmagn seldrar síldar. FÉLAG SÍLDARFRAM- LEIÐENDA. Síldarútvegsnefnd löggildir síldarútflytjendur, ákveður tölu þeirra og löggildingartíma. Nú hefir félag síldarfram- leiðenda fengið löggildingu sem síldarútflytjendi og hefir um- ráð fyrir 80% eða meiru tf saltsíldarframleiðslu lands- manna, og getur þá síldarút- vegsnefnd ákveðið að veita því útflutningsleyfi fyrir jafnhá- um eða hærri hundraðshluta af framleiðslunni og það hefir um- ráð yfir, en fullnægja skal þá félagið þeim skilyrðum, er hér fara á eftir, sé það eigi stofnað og starfrækt samlcv. lögum nr. 36 27. júní 1921, um samvinnu- félög. Félagið skal vera opið öllum síldarframleiðendum, þannig, að félög þeirra, sem ná yfir eina eða fleiri veiðistöðv- ar eða tiltekið svæði, hafi rétt til þátttöku og sendi fulltrúa á fundi þess. Útgerðarmenn og ' útgerðarfélög, sem ráða yfir ; 2000 tunnum saltsíldar eða | meiru, skulu eiga rétt á að gerast meðlimir og mæta eða láta mæta á fundum félagsins. j Æðsta vald í félagsmálum sé hjá félagsfundum. Við kosn- ingu fulltrúa til félagsfunda skal hver þátttakandi hafa at- kvæðisrétt, er eigi miðast nema j að nokkru leyti við síldarmagn. j Sama gildir og um atkvæðis- rétt á félagsfundum, enda fari þar enginn með meira en V20 af atkvæðimagni félagsins fyrir sjálfan sig og aðra. Ef ekkert almennt félag síld- arframleiðenda, sem i-æður yfir síldarmagni því, sem að fram- an greinir, sækir um og fær löggildingu síldarútvegsnefnd- getur nefndin löggilt tiltekna tölu síldarútfljhjenda, enda hafi hver þeirra til umráða að minnsta kosti 25000 tunnur af síld og fullnægi ákvæðum laga nr. 52 27. júní 1925, um verzl- unaratvinnu, ef um einstakling er að ræða, eða ef um félag' er að ræða, að það sé skrásett lög- um samkvæmt sem hlutafélag, samvinnufélag eða sölusamlag síldarframleiðenda, opið öllum síldarframleiðendum“. EINKASALA. Telji síldarútvegsnefnd og ríkisstj órn, að útflutnings- möguleikamir notist betur, með því að taka upp einkasölu á síld, getur ríkisstjómin gefið félagi síldarframleiðenda einka- söluleyfi, með samþykki síldar- útvegsnefndar. Sé slíkt félag ekki til, getur ríkisstjóm falið síldarútvegs- nefnd einkasöluna, en þó verð- ur leyfi nefndarinnar að fást til þess. Þing Alþýðusambands lands stendur yfir þessa dag- ana. Var það sett síðastl. laug- ardag af íorseta sambandsins, .Jóni Baldvinssyni alþm.. Er það 12. þing sambands- ins og það fjölmennasta, sem haldið hefir verið. Eru mættir þar á annað hundrað fulltrúar frá 47 félögum. Átján félög í samb. senda ekki fulltrúa. Alls eru 65 félög í Alþýðu- sambandinu og eru i þeim sam- tals 10305 félagsmenn. Meira en helmingur félag- anna, eða 37 eru í kaupstöðum. j Hin eru í kauptúnum. 1 sjö sýslum er ekkert félag innan Alþýðusambandsins, m. a. í Gullbringu. og Kjósarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Síðan seinasta þing var hald- ið 1932 hafa mörg félög bæzt í sambandið. 1 þingsetningarræðu sinni sagði forseti, að sambandið væri nú styrkara en nokkru sinni fyr og það væri hlutverk þingsins að ákveða hvemig valdi þess skyldi beitt og það bezt skipulagt til nýrra átaka. Þingið hefir gert eftirfar- andi samþykkt um stjómar- samvinnu Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins: „12. þing Alþýðusambands Islands iítur svo á, að við ai- þingiskosningarnar síðastliðið vor hafi komið fram greinileg- ur vilji kjósenda landsins um að Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn gengju sam- an til stjómarmyndunar og vnnu saman að umbótum á lög- gjöf og að heppilegum stjórn- arframkvæmdum til hagsmuna fyrir hinar vinnandi stéttir til sjávar .og sveita. Lýsir þingið ánægju sinni yfir því, að slík stjórnarmynd- un skyldi takast, og telur þar.n sáttmála, sem til grundvallar var lagður fyrir samvinnu flokkanna í öllu vera ávinning fyrir alþýðu þessa lands. Telur þingið sjáfsagt að halda þessari samvinnu áfram við Framsóknarflokkinn, svo lengi sem hann í engu gengur á gerða samninga, og svo lengi sem einstakir þingmenn þess flokks ekki ganga í berhögg við hagsmuni vinnustéttanna i landinu“. Fjárlagafrumvarpið iýsir ánœg-ju sinni yfír stjórnmála- samvinnnnni við Framsóknarfiokkinn ís- ÞJóðabandalagið og ófrið'jrinn í Suður-Ameriku Loudon kl. 17 21./11. FÚ. Aukafundur Þjóðabandalags- ns hélt áfram í dag, og var þá tekin til meðferðar skýrsla nefndar þeirrar, er rannsakar deilumál Boliviu og Paraguay, og reifaði fulltrúi Tékkó- slóvakíu það mál. Hann kvað bæði þessi ríki hafa brotið sáttmála Þjóðabandalagsins, og að það væri mál, sem skipti alla meðlimi bandalagsins. Hann sagði, að Þjóðabandalagið yrði þegar í stað að gera ráð- stafanir til þess að lcoma í veg fyrir slíkt. Anthony Eden tilkynnti, að 'Stóra Bretland væri samþykkt tillögum nefndarinnar og skor- aði á alla fulltrúa að sjá tií þess, að stjórnir þeirra gerðu þegar alvöru úr því að banna vopnasölu til Boliviu og Para- guay, ef þær hefði ekki þegar gert það. Sænski fulltrúinn mælti með því, að leitað yrði álits alþjóða- dómstólsins í Haag, til þess að fá úr því skorið, hvort ríkið liefði ráðizt á hitt, og ætti þannig sök á ófriðinum. Tiliðgur í Bitlingar og embættakostnaðu r á hvergi að lækka. En framlög til atvinnubóta lækki um 200 þús. kr. Framlag til byggmgar. og landnámssjóðs lækki um 100 þús. kr. og sömuleiðis framlag til verkamannabústaða. Aðarar tillögur ganga í svipaða átt. íhaldsmennimir í fjárveit- inganefnd hafa nú lagt fram nefndarálit sitt og tillögur. Má glöggt marka af þeim, hvem hug íhaldið ber til umbótamál- anna og hinna vinnandi stétta. Allar tillögur íhaldsmann j anna eru lækkunartillögur. En | þar er hvergi lagt til að draga úr embættiskostnaði, fækka J bitlingum eða koma á öðrum sparnaði, sem hagnýtur verður ' verður talinn. Allar tillögurnar ganga í þá átt að draga úr verklegum framkvæmdum og j þá einkum þar, sem harðast j kemur niður á hinum efna- ; minnstu þegnum þjóðarinnar. Þannig leggja íhaldsmenn- irnir til, að atvinnubótastyrk- urinn verði lækkaður um 200 : þús. kr„ framlagið til strand- ferða um 80 þús. kr„ framlag j til verkamannabústaða um 100 ! þús. kr. framlag til byggingar- og landnámssjóðs um 100 þús. kr., framlag til símalagninga um 35 þús. kr., framlag til verklegs framhaldsnáms um 5 þús. kr. og fellt verði niður 80 þús. kr. framlag til byggingar gagnfræðaskóla í Reykjavík. Tillögurnar eru lítið fleiri, en þær sem eru ótaldar stefna all- ar í sömu átt. í nefndarálitinu er fjargviðr- ast mikið um hið bága ástand atvinnuveganna, atvinnuleysi o. s. frv. Kemur það þó illa heim við tillögumar, sem aliar ganga í þá átt, að draga úr verkleg- um framkvæmdum og auka þannig á þau atvinnuvandræði, sem fyrir eru. Það er óhætt að fullyrða, að tillögur þeirra íhaldsmannanna í fjárveitinganefnd er eitt hið svívirðilegasta plagg í garð vinnandi stéttanna, sem komið hefir fram á Alþingi.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.