Nýja dagblaðið - 22.11.1934, Qupperneq 3
!» t J A
DASBLABIB
8
Tekur íhaldið þátt í
störfum skipulagsnefndar?
Atkvæðagreiðslan um tillögu Asgeirs
Asgeirssonar fór fram í gær.
Ihaldsmenn heimtuðu að fá að biða
ósigur í málinu!
SaaBBBHBBHHBBBI
Inýja dagblaðið
l ’tfíofjimii: „Blaöaútgáían h.f.'"
Hitstjórar:
Gisli Guömundaaon,
Hallgrímur Jónasson.
Ritstjórnarskrifstofurnar
l.augav. 10 Símar 4373 og 2353
Afgr. og auglýsingaskriístofa:
Austurstrœti 12. Simi 2323.
Áskriftargjaid kr. 2,00 á mén.
í lausasölu 10 aura eint.
PrentsmiOjan Acta.
PrestakennariRn
biður um aukna kaup-
getu, en telur hana samt
hinn mesta háska fyrir
alla aðra.
. a i.
Meðal margs annars, sem nú
liggur fyrir Alþingi, er skjal
frá háskólanum. Er það ein-
dregin tilmæli og beiðni kenn-
aranna við þann skóla, að A!-
þingi hæklvi með löggjöf laun
þeirra og það allmikið frá þ'/i
sem nú er.
En nú telja þeir þau óviðun-
andi lítil.
Nýja dagbl. er í engu að
leg-gja neinn dóm á það, hvert
háskólakennarar eru í þessu
efni jafn illa eða ver settir
hlutfallslega en t. d. kennar-
ar við ýmsa aðra skóla. Yfir-
leitt býr kennarastéttin í land-
inu við afar þröng kjör.
En samtímis og háskólinn
berst fyrir launahækkun
starfsmanna sinna, ritar sá
kennari hans, sern ætlað er
að halda málinu fram í . þing-
inu, grein um álit sitt á því,
hverja þörf almenningur í land-
inu muni eiga á launahækkun.
Maðurinn er Magnús Jónsson
prestakennari.
Þessi maður hefir ávalt
þjónað braskstéttinni í landinu
af heitustum huga og dýpstri
auðmýkt. Og innflutningshöft-
in á óþarfa varningi hafa allt-
af verið honum sárastur þyrnir
í augum.
Og M. J. er iðinn við kolann.
I Mbl. í gær hefur hann enn
upp raust sína í grein, sem
heitir „Greiðslujöfnuður >g
gjaldeyrir“.
M. J. viðurkennir þar, að
bönkunum sé nauðsynlegt að
fá umráð á gjaldeyrinum, og í
öðru lagi, að ríkisstjórnin þurfi
að hafa íhlutun um utanríkis-
verzlunina. En svo bætir hann
við: „En til þess að ná þssum
tvennum tilgangi, tel ég enga
þörf á því, að leggja hömlur á
innflutninginn beinlínis“.
Og litlu síðai- i grein sinni
segir klerkurinn enn: „Fjár-
málaráðherra hefir að vísu
sagt, að stefna stjórnarinnar
sé sú, að auka kaupgetuna,
jafnhliða því að bæta úr
greiðslujöfnuðinum. En þetta
er eitthvert mésta óvit, sem
heyrst hefir“.
Svona er fjármálaspeki
Magnúsar Jónssonar. Því meiri
kaupgetu sem þjóðin hefir, þ.
e. því meira fé, sem hún hefir
handa á milli, því ófærari er
hún til þess að sjá fjárhag sín-
um borgið t. d. við útlönd.
En fjármálaofvitinn í í-
Atkvæðagreiðsla við 2. umr. j
um heimild handa skipulags-
nefnd til að heimta skýrslur j
o. íl. fór fram í neðri deild i
gærdag. Lá þá fyrir svohljóð-
andi breytingartillaga frá Ás-
geiri Ásgeirssvni, við 1. gr.
f rv.:
„Aftan við greinina bæt-
ist: enda sé þá þing-
flokki sjálfstæðismanna
gefinn kostur á að til-
nefna tvo menn í nefnd-
ina“.
En íhaldsmenn höfðu við i.
umr. þessa máls kvartað sár-
lega yfir því, að enginn maður
úr þeirra flokki hefði verið
skipaður í þessa, að þeirra
dómi þjóðhættulegu, nefnd.
Áður en atkvæðagreiðslu
hófst, kvaddi Eysteinn Jónsson
f j ármálaráðherra sér hljóðs og
gaf þá yfirlýsingu af hálfu
Framsóknarflokksins
að þar sem kunnugt
væri, að Sjálfstæðis-
flokkurinn í deildinni,
ásamt flutningsmanni
tillögunnar, hefðu það á
valdi sínu að. ráða því,
hvort tillagan yrði sam-
þykkt eða ekki og þar
sem Framsóknarflokkur-
inn væri því ekki mót-
fallinn, að Sjálfstæðis-
flokksmenn tækju þátt í
nefndarstörfunum, ef
þeir sjálfir vildu — þá
myndu Framsóknarmenn
sitja hjá við atkvæða-
greiðsluna.
ólafur Thors kvaddi sér þá
hljóðs af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins. Hafði sýnilega ekki
búizt við, að honum yrði veitt
svo mikið „sjálfstæði“ í málinu.
Sagði hann, að Sjálfstæðis-
menn myndi ekki standa á móti
því, að flokkurinn ætti kost á
þessum „réttindum“, en hins-
vegar hefði ekki verið ákveðið
hvort hann notaði sér þau.
Héðinn Valdimarsson kvað
I
Alþýðuflokkinn myndi greiða
atkvæði gegn tillögunni.
Fór þvínæst fram atkvæða-
greiðsla með nafnakalli. íhalds-
menn greiddu atkvæði með til-
lögunni (J. ól. var þó fjarver-
haldsflokknum marghnykkir á
þessu. Hann margendurtekur
það, að „kaupgetan" verði að
,,minnka“.
Niðurlagsorð hans eru
þessi:
,,það er ef til vill ekki gleði-
legnr boðskapUr. En hann er
gleðilegri heldur en boðskapur
I fjármálaráðherrans um það, að
kaupgetuna beri að auka, því að
andi). Alþýðuflokkurinn greiddi
atkvæði gegn henni. Framsókn-
armenn sátu hjá. En Bænda-
flokkurinn var klofinn! Var
Magnús Torfason með tillög-
unni. En Hannes greiddi at-
kvæði með socialistum, aldrei
þessu vant!- Lýsti forseti þá
yfir því, að tillagan væri sam-
þykkt með 15:8 atkv.
En þá gerðust þau furðulegu
tíðindi, að íhaldsmenn í deild-
inni risu upp hver á fætur öðr-
um og mótmæltu því, að til-
lagan væri löglega samþykkt.
Var þeim það sýnilega mikið
hitamál, að úrskurðað yrði, að
þeir hefðu beðið ósigur(!) við
atkvæðagreiðsluna.
Urðu út af þessu atriði lang-
ar viðræður um þingsköp milli
forseta og þessara íhalds-
manna, en svo fór að lokum, að
þeir urðu að sætta sig við það
að hafa unnið sigur í málinu!
Mótmæli íhaldsmanna voru
byggð á því, að ekki hefði
fullur helmingur fundarmanna
greitt atkvæði með tillögunni.
En forseti sýndi fram á, að
föst venja væri um að skýra
þingsköpin á þann hátt, sen
hann hefði gert, enda væri það
óeðlilegt, að þeir,- sem' ekki
greiddu atkvæði gætu fellt mál,
sem annars fengju meira hluta
greiddra atkvæða. Vitnaði
hann 1, að fjöldi laga hefði
verið afgreitt frá þinginu fyr
og síðar samkvæmt þessari
skýringu.
Frumvarpinu var síðan vísað
til 3. umr. gegn atkvæðum
Sjálfstæðismanna og Hannesar.
Ástæðan til þessarar skop-
legu framkomu íhaldsmanna
liggur í augum uppi. Ætlun
þeirra virðist hafa verið sú,
að tillagan yrði drepin með
sameinuðum atkvæðum stjóni-
arflokkanna, og að íhaldið losn-
aði þannig úr þeirri klípu að
taka ákvörðun um þátttöku í
nefndinni. 0g af þeirri ástæðu
létu þeir líka Hannes greiða
atkvæði móti tillögunni.
Nú eiga þeir völina — og
kvölina — og eru að minnsta
kosti ekki ánægðir!
hruns og ríkisgjaldþrots."
Hér er beinum orðum sagt,
að það sé hinn berasti háski,
ef kaupmáttur þjóðarinnar
eykst, en aukin kaupgeta þýð-
ir það, að almenningur í land-
inu fái meiri arð af framleiðslu
sinni og starfi en áður.
Nú munu ýmsir spyrja:
þvl í ósköpunum er M. J. að
það leiðir beina leið til fjárhags-
Brauða & tökubúð
opna ég undirritaðui í dag á Skólavörðustíg 28.
Verða þar á boðstolum allskonar brauð og kökur
úr bezta efni. — Sími auglýstur síðar.
Ingímar Jónsson
Jorð
Hálf jörðin Kotsirönd í ölfusi með húsum
og kúgildum, fæst til kaups og ábúðar í næstk.
fardögum eða nú þegar.
Nánari upplýsingat gefur
\
Landsbanki íslands
Útbúið á Selfossi
Smjörlíkisgerð okkar, sem ætíð
hefir verið brautryðjandi í því að
lækka smjörlíkisverðið í landinu,
kemur nú á markaðinn með nýja
endurbætta tegund af smjörlíki
Gula-bandíð
Smjörlíki þetta er það bezta, sem
nokkru sinni hefir verið framleitt.
Fœst ávallt 1
Haupfélagi Reykjavíkur
og víðar og kostar aðeins kr. 0,65
pr. 'I* kg.
Biðjið verzlun yðar ætíð um
GULA BANDIÐ
ef þér þurfið að kaupa smjörlíki.
Kaupfélag Eyflrðinga
sækja um hærri laun fyrir sig
við háskólann? Hvemig stend-
ur á því, að hann biður af
mikilli ákefð um meiri og
hærri laun — aukna kaup-
getu? Samtímis segir hann að
þetta sé hið háskalegasta mein
fyrir alla aðra og þjóðina í
heild.
Mönnum hefir skilizt á
beiðni háskólakennaranna um
hækkuð laun — sem Nýja
dagbl. er hvorki að mæla með
né andmæla — að þau eigi að
ganga í þeirra persónulegu
þarfir og þágu þess starfs,
sem þeir hafa á hendi, m. ö.
o. verða að eyðslueyri — auk-
inni kaupgetu.
En eftir kenningu M. J. há-
skólakennara — sem sjálfur
sækir um þessi fríðindi — er
þetta fjarstæðasta vitleysa,
„því að það leiðir beina leið
til fjárhagshruns og ríkisgjald-
þrots“.
M. J. hefir oft tekist illa,
þegar hann á og ætlar að leika
hlutverk hins umhyggjusama
manns fyrir almenningshag.
En sjaldan hefir honum far-
izt óhöndulegar en þegar hann
ætlar að fara að sanna þjóð-
inni, að hún þurfi að búa við
„litla kaupgetu“, en M. J. og
collegar hans við háskólann
verði aftur á móti að fá síria
„hýru“ aukna og stækkaða.
Hann er sjálfsagt þarfur þjónn
í sinni hjörð.
Hitt er álitamál fyrir íhalds-
menn, hvort hann er ekki
orðinn helzt til hroðvirkur og
seinheppilegur um falsrökin og
leikarastarfsemina.