Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 23.11.1934, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 23.11.1934, Qupperneq 1
Vaxtalækkun i Laudsbankanum Tjónið af olvidrinu wiiiria. fyrsta vetrardag Bréfi sjávarútvegsnefndar neðri deild- ar Alþingis um vaxtalækkunina var svarað af bankastjórum Landsbank- ans í fyrradag Sjávarútvegsnefnd neðri deild. ar ritaði stjórn Landsbank- ans bréf 15. þessa mánað- ar og spurðist fyrir, hvort bankinn myndi láta vaxtalækk- un til handa sjávarútvegin- um koma til framkvæmda á þéssu hausti. „Leyfir nefndin sér að spyrjast fyrir um, hvað máli þessu líði, þar eð komið hefir til mála að flytja þings- ályktunartillögu um þetta efni, ef þér skylduð ekki vera búnir að taka ákvörðun um lækkun þessara vaxta“, segir í bréfinu. Nefndinni barst svohljóðandi svar í fyrradag: „Landsbanki Islands. Reykjavík, 21. nóv. 1934. Út af bréfi háttvirtrar sjáv- arútvegsnefndar Alþingis dags. 15. þ. m. skal nefndinni hér með tjáð, að vér höfum ákveð- ið að lækka vexti af nýjum fiskveiðilánum í 5 '/2 % og að framlengingargjald af þeim víxlum verði ekki reiknað fyr en liðnir eru sex mánuðir frá stofnun skuldarinnar. Verði ( slíkir víxlar eldri en níu mán- j aða, reiknast af þeini venjuleg- ir forvextir að viðbættu fram- lengingargjaldi. Virðingarfyllst Landsbanki íslands. Magnús Sigurðsson. Georg Ólafsson. Sj ávarútvegsnefnd neðri deildar Alþingis". Vextir af lánum þessum hafa verið 6% og að auki V2% fyrir framlengingu. Kosningahneykslí í Kalifornín Fölsuðu Republikan&r 125 þús. atkv. ? Landstjórakosningarnar í Kaliforaíu fóru eins og kunn- ugt er á þá leið, að Upton Sinclair féll. Frambjóðandi re- publikana, Merriam, fékk 1.011 þús. atkv., en Sinclair 748 þús. atkv. Hefir enginn frambjóð- andi demókrata í Kalifomíu komist nálægt því, að ná svo hárri atkvæðatölu. En Upton Sinclair er ekki af baki dottinn, þó hann tapaði í kosningunum. Hefir hann ný- lega snúið sér til formanns öldungadeildarinnar í Washing- ton og óskað þess, að þingið léti fara fram rannsókn á at- kvæðatalningunni í Kálífomíu og myndi þá ýmislegt óhreint koma í ljós. Hefir verið haldið fram af ýmsum stuðnings- mönnum hans að republikanar hafi aflað sér 125 þús. atkv. á ólögmætan hátt. Það voru kvikmyndakóng- arnir í Hollywood, sem áttu drýgsta skerfinn í kosninga- ósigri Uptons Sinclair. Þeir lögðust gegn honum með öllum ráðum, hótunum, mútum og öðrum kosningabrellum, sem beitt er í Ameríku. Margir leikararair stóðu þó fast m'eð Sinclair allan tímann, og bar þar mest á Charlie Chaplin. Hafði Sinclair heitið honum að Charlie Chaplin í Ramansömu hlutverki. láta hann fá mjög valdamikið embætti, ekki ósvipuðu því, sem Johnson hafði hjá Roose- velt forseta. IX SL f í S 10 sjómílur nndan Straumnesi Veðurstofunni bárust í gær fréttir um stóra hafísbreiðu í norðaustri út af Horni og náði hún þaðan alla le ð vestur að ísafjarðardjúpi. ísbreiðan var á hraðri ferð norðaustur eftir. Hún var talin um 10—12 sjómílur undan Straumnesi. Hannes á Hvammstanga gengur á mála hjá sósialistum? Hannes Jónsson frá Hvamms- tanga greiddi í fyrradag at- kvæði með socialistum í neðri Hannes Jónsson. deild gegn fjölgun manna í skipulagsnefnd atvinnumála og gekk þangað móti áður gefinni yfirlýsingu flokksmánns síns, Magnúsar Torfasonar, í útvarp. inu. Hannes virðist eftir þessu vera „genginn á mála“ hjá socilistum, sbr. Alþýðublaðið í gær! Tveír milljarðar dollara af fölskum seðlum í umferð Kalundborg kl. 17 22./U. FÚ. Lögreglan í New York hefir í dag komizt fyrir einhverja mestu seðlafölsun, sem kunnugt er um í Bandaríkjunum'. Ein kona og 11 karlar hafa verið teknir fastir. Talir er, að seðla- falsaraflokkurinn hafi sett í umferð um 2 miljarða dollara af fölskum seðlum. A Slg’lnfírdi einum er skaðinn metinn 245 þús. kr. Matsnefnd sú á Siglufirði, sem skipuð var til að meta skaðann af ofviðrinu og flóðbylgjunni 26. og- 27. f. m., hefir nú lokið störfum. 68 menn, sem orðið hafa fyrir tjóni, hafa gefið sig fram við nefndina, þar af 55 í Siglufjarðarkaupstað. Tjón þeirra er samtals metið á 245.550 krónur. Á Siglunesi gáfu sig fram 7 menn og er tjón þeirra metið á 16.450 krónur; á Héðinsfirði 6, tjón þeirra samtals 14000 krón- ur. Þeir, sem beðið hafa fimm þús. króna tjón og þar yfir, eftir mati nefndarinnar eru ( þessir: Halldór Guðmundsson, kr. útgerðarm., Sigluf. . . . 42400 Kaupfélag Eyfirðinga á Siglufirði............. 33500 Ríkisverksmiðjurnar . . 22000 Hafnarsjóður Siglufj. . . 19800 Gooseignirnar........... 17500 Sigurður Kristjánsson, kaupmaður.............. 16400 Hinrik Thorarensen . . . 13000 Ragnarsbræður........... 13000 Olaf Hinriksen ...... 11100 Götukerfi bæjarsjóðs . . 9500 Ásgeir Pétursson & Co. . 9200 Þorsteinn Jónsson, Héð- insfirði................. 8500 Skúli Tínes, útgerðar- maður, Siglufirði .... 5600 Alfons Jónsson............ 5000 - (FÚ). Atvínnudeíld víð Háskóla Islands Þýðingarmikíð mál, sem þarfn&st rœkilagrar athngnnar. Frá umr. á stúdentatandiymm i tyrrakvöld Við umr. um atvinnudeildina komu fram tvær stefnur í mál- inu. Hákon Bjamason skóg- fræðingur fann það að frv. sérstaklega, að það væri meii*a. miðað við menn en málefni. Það væri samið með hliðsjón af því, hvaða menn við hefð- um til þess að stjórna hinum ýmsu vísindagreinum, fremur en hitt, hverjar vísindagreinar þjóðin hefði mesta þörf fyrir. Landbúnaðurinn afskiptur, verkefnunum tvistrað Benti hann sérstaklega á það, að hagur landbúnaðarins væri fyrir borð borinn í frv. Land- búnaðinum væri skift á milli tveggja deilda, líffræðideildar og efnafræðideildar, og í frum- varpinu kæmi það alls ekki fram, að reynt yrði að leysa nein sérstök vandamál land- búnaðarins. Að vísu mætti bæta úr þessu með reglugerð, . en með þessari tvískiptingu myndu mörg mál rifin úr eðli- legn samhengi. Ennfremur drap hann á, að það myndi hvorki verða farsælt í reynd né von um mikið samstai’f, ef tveir sérfræðingar, hvor á sínu sviði, ættu að vinna undir stjóm prófessors í líffæra- meinafræði. En án náinnar samvinnu mætti aldrei búast við miklum árangri. Auðvitað væri þetta fyrirkomulag spara- aðarráðstöfun og þakkarvert að próf. Dungal vildi taka þetta starf að sér launalaust, en svo mætti þó spara, að ekki borgi sig til lengdar. Þýðingarmestu urlausnar- efnin verða útundan Rannsóknir á landbúnaði hvíla á 8 höfuðatriðum, jarð- vegi, plöntugróðri og húsdýr- um. Tilraunir um kynbætur húsdýra væru hér hreinasta kák, vegna vantandi vísinda- legrar þekkingar, væru þær þó undirstaða húsdýraræktunar. Á því stigi stæði þjóðin í sömu sporum og fyrir 1000 árum. Þekking vantaði sömuleiðis al- gjörlega um gildi og lífsslöl- yrði plantnanna. Hefði hér verið sérfræðingur til staðar í hitteðfyrra, er kartöflusýkin gerði framleiðendum þeirrar vöru fleiri hundruð þús. kr. skaða, mundi miklu hafa mátt bjarga af því, sem eyðilagðist þá. Eklvi væri gert ráð fyrir því í frv, að atvinnudeildin tæki fyrir þessar bráðnauðsyn- legu vísindagreinir, sagði skóg- fræðingurinn. Þessu þyrfti að Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.