Nýja dagblaðið - 23.11.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.11.1934, Blaðsíða 3
N f J A SASBIABIB 8 NÝJ A DAGBLAÐIÐ Útgefamli: „BlaðaútgAfan h.f." Bitatjórar: Gísli Guðmundsson, Hallgrimur Jónasson. Ritstjómarskrifstofumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. f iausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Hámark þjðnustu- aldurs embsttis- manna Eins og um hefir verið get- ið, flytur meirihluti allsherjav- nefndar Ed. frumV., eftir beiðni dómsmálaráðh., um það, að embættismenn ríkis og bæjarfélaga, skuli leystir frá störfum, er þeír hafa náð 65 ára aldri, en í síðasta lagi, þegar þeir ná sjötugu. Þetta frumv. er hið merki- legasta um margt. Bak við það liggur viturlegur hugsunar- háttur, bæði gagnvart ein- staklingunum, sem það snertir mest og ekki síður því opin- bera, er njóta þarf vinnu þeirra og þreks. Um 65 ára aldur eru flestir þeir, sem unnið hafa vel og samvizkusamlega, famir að láta ásjá. Slit margra ára hef- ir sett spor þreytu og minnk- aðrar afkastagetu á störf þeirra — oftast. Og þeir sem svo hafa hlíft sér á manndómsskeiðinu svo að í iðju þeirra verður ekki séð aft- urför við áminnst aldursmörk, hafa sjaldnast verið heilir menn í starfinu og eru því alla jafna opinberum stofnun- um til lítilla heilla. En svo kemur og annað til athugunar. Þeir tímar, sem nú ganga yfir heiminn, hafa sín sterku einkenni og blæ. Þeir eru markaðir hinum öru breytingum, þeim ólíku, skift- andi sjónarmiðum og skoðun- um í lífsvenjum og atvinnu- háttum, trú og hugmyndum, er koma og fara framhjá sjónum kynslóðanna, eins og skuggamyndir á tjaldi. Hversu gífurlegar breyting- ar hafa t. d. ekki orðið á síð- ustu 45—50 árum — mann- dómsskeiði 65 ára manns. Og mennimir eru ávalt böni síns tíma. Hver kynslóð mót- ast af þeim tíðaranda, sem var ráðandi í uppvexti hennar og æsku, og eftir þeim leiðum er henni gjamast að vinna og beina lífi sínu. En áður en sú kynslóð verður miðaldramenn, hefir önnur uppvaxandi skapað nýjan tíðaranda, ný sjónar- mið, nýja starfsháttu. Og gamlir starfsmenn fella sig oft trauðlega inn í ný vinnuform, reist á nýjum sjón- armiðum. Fyrir því er það hverju ríki nauðsynlegt að haf'a í sinni op- inberu þjónustu starfskrafta, sem skilja gerst samtíð sína og þarfir líðandi tímabils. Hitt verður skylda þess op- Um s a lt vinnslu á Islandi Eftir Höskuld Baldvinsaou verkfræðing Síðastliðin 7 ár hefir verið flutt hingað til lands árlega um 87,500 tonn af salti, fyrir um 21,4 milj. króna, að meðaltali. Við athugun á því, hverjar innflutningsvörur vér helzt get- um framleitt hér á landi, er því ástæða til að veita saltinu alveg sérstaka athygli, því að alkunnugt er, að salt er hægt að vinna úr sjó hér með aðstoð jarðhitans, en af honum eig- um vér gnægðir. Undanfarin ár hefi ég eftir föngum kynnt mér skilyrði fyrir saltvinnslu hér, í þeim tilgangi, að reyna að hrinda aí stað framkvæmdum á því sviði. Enn hefi ég þó ekki tal- ið rétt að hreyfa málinu opin- berlega, en með því, að nú hef- ir verið vakið máls á þessu efni í blöðum hér, þykir mér rétt að gera nokkrar athuga- semdir um málið, því að mér virðist að nokkur misskilning- ur ríki um sum aðalatriði þess. í „Tímanum" 26. okt. sl. ritar húsameistari ríkisins, hr. Guðjón Samúelsson, um salt- vinnslu. Hugsar hann sér hana sem nokkurskonar atvinnu- bótavinnu. I sömu átt munu greinar í dagbl. Vísi hafa hnig- ið. StotokoBtn&ður og tramleidsluBkilyrdi Nú er það svo, að skilyrði fyrir því að salt sem framleitt er hér, geti, hvað verð snertir, keppt við erlent salt, er að vinnslan sé rekin með góðum tækjum og helzt stöðugt yfir allt árið, eða a. m. k. mestan hluta þess. Þó gæti komið til mála, að starfrækja saltvinnslu í sambandi við hitaveitu Iteykjavíkur, þó að hún ekki gæti staríað með fullu afkasti allt árið, —• en að því kem ég síðar. En fyrir atvinnubótavinnu er mest þörf á veturna, eins og húsameistari tekur réttilega fram. Að vísu er hverskonar aukinn iðnaður til atvinnubóta, en saltvinnsla þó minna en ætla mætti, vegna þess, að stofnkostnaður saltvinnslu- stöðva, sem að verulegu leyti er fyrir aðkeypt efni, er all- hár, en vinna við sjálfa fram- leiðsluna tiltölulega lítil. Til þess að saltvinnslustöð hvili á hagfræðilega traustum grundvelli, þurfa að minni hyggju eftirfarandi aðalskil- yrði að vera fyrir hendi: Hún þarf að vera nærri góðri höfn eða markaðsstað, svo að ekki þurfi að flytja saltið langt á landi. Hitamagn stöðvarinnár þarf að vera mjög mikið, því að tæplega mun hægt að fram- leiða ódýrt salt, nema að það sé unnið í allstórum stíl. Æskilegast er að vísu að hita svæðið, sem að nota á, sé rétt hjá sjó, en þó er það ekki óhjákvæmilega nauðsynlegt, ef önnur skilyrði eru fyrir hendi. Vil ég nú minnast á þá staði, sem að minni hyggju eru helzt athugandi með tilliti til salt- vinnslu og þá fyrst þá þrjá staði, er húsameistari nefnir, nfl. Reykjanesin, syðra og vestra og Reykhóla. Aðstað&n við Reykhóla Á Reykhólum hefi ég gert nokkrar athuganir og mæling- ar beinlínis, með saltvinnslu fyrir augum. Svo sem kunnugt er, liggja Reykhólar á Reykja- inbera aftur á móti, að sjá svo um, að þeir menn, er ganga úr þjónustu þess fyrir aldurs sakir, geti átt áhyggjulítið æfi- kveld. Að þeim sé ekki kastað, slitnum og lítt vinnufærum út á eyðihjarn örbirgðarinnar. Þetta frumv. hefir nú hlaup- ið fyrir hjartað á Mbl. Það segir í því tilefni: „Allir embættismenn og op- inberir starfsmenn, sem náð hafa 65 ára aldri, skulu víkja úr embættum, svo gæðingar stjórnarinnar komist að jöt- unni“. Með þessu segir Mbl. þrennt: í fyrsta lagi að íhaldið sé vonlaust um að komast í stjóm og veita embætti. 1 öðru lagi, að gömlu slitnu embættismennirnir, „hin aldr- aða kynslóð“, tilheyri ein í haldsflokknum, æskan, mann- dómurinn ekki. Og í þriðja lagi vill íhaldið þrælka þessa sína gömlu menn allt fram á grafarbakkann. Hvort þeir geta gegnt »ínu starfi eins og ríkið þarfnast, það skiftir íhaldið vitanlega engu máli. Hverju varðar það íhaldsfl. þótt gamall og slitinn embætt- ismaður geti t. d. ekki rækt starf sitt og verði svo uppvís að mikilli fjáróreiðu, sem ekki er síður siðspillandi og for- dæmanleg. Það er allt gott og blessað, bara ef hann er í- haldsmaður. Ihaldið þarf ekki langt að skyggnast, til hvorrar handar, sem það vill, til þess að sjá þess ný og áþreifanleg dæmi, sem hér var nefnt í framan- rituðum línum. En þau dæmi bíta ekki á „móral“ þess né mannvit. Það er nú einu sinni hlut- verk Mbl. og lífsköllun að spyrna gegn þörfum málum og þjóðnýtum. Og það er ekki hættan á, að þvílík verkefni þrjóti, meðan Mbl. og íhalds- flokkurinn hæfa hvort öðru jafn prýðilega og raun ber um dagleg vitni. nesi að vestanverðu við Breiða fjörð innarlega. Innsigling þangað er máske nokkuð ó- lirein, éins og víðar um inn- anverðan Breiðafjörð, en þó vel fær og aðstaða til að gera þar bryggju (við Karlsey), er að minni hyggju sæmilega góð. Hafnleysi ætti því ekki að vera verulegur Þrándur í götu, ef önnur skilyrði væru nægi- lega góð. Hitasvæðið er allstórt (ca. 45000 m2 aðalsvæðið). Það liggur í hálfhring frá norð- vestri til suðausturs, neðan við og í túnjaðrinum á Reykhól- um. Hverirnir eru vatnshverir 70°—100° heitir. Vatnsmagn hvei-s um sig er frá litlu broti úr lítra upp í 2 lítra á sek. Alls munu uppspretturnar vera 30—40. Sameiginlegt hita- magn þeirra, miðað við að nota hitann niður 1 85°, virðist rnér vera um 7 milljón hitaein- ingar á klst. Með borunum, og jafnvel með því að grafa niður með uppsprettunum, má vafa- laust auka hitamagnið til muna. En fyrirfram verður ekki sagt um hve miklu sú aukning mundi nema. Aðstaða til að sameina hverina er góð. Og yfirleitt má telja afstöðu til saltvinnslu þar mjög góða. Fjarlægð hitasvæðisins frá sjó (flóðborði) er aðeins rúm- ur krir. Þrátt fyrir þetta reikn- ast mér svo til, að saltvinnsla ]rar beri sig tæplega, nema að hægt væri að auka hitamagnið verulega með borunum. Til að framleiða 1 tonn af matarsalti úr sjó, þarf að eima burtu ca. 35 teningsmetra af vatni. Ef að reiknað er með 80% nýtingu hitans, eins og láta mun nærri, þarf til þess um 28 miljón hitaeiningar. Með þeim 7 miljón hitaein- ingum, sem fyrir hendi eru á Reykhólum, má því framleiða um 0,25 tonn á klst. eða 2200 tonn á ári. Stofnkostnað saltvinnslu- stöðvar fyrir það saltmagn á- ætla ég um 150000 kr., en ár- leg útgjöld um 60000 kr. (þar, af rúmur helmingur vinna). Framleiðsluverð á tonni (kom- ið í skip) yrði því um 27 kr. Meðalverð aðflutts salts sí. 7 ár, er um kr. 28,50 fyrir tonn, en sl. árs tæpar kr. 25 fyrir tonn. Reykjanes við Isatjarðardjóp Á síðari hluta 18. aldar var saltvinnsla stunduð þar. Er talið að notaður hafi verið um 4/7 af jarðhitanum, en mesta framleiðsla var ekki nema um 125 tunnur á ári (1775). Þó að aðferðin við vinnsl- una væri að vísu mjög einföld og nýting hitans hafi alveg vafalaust verið mjög slæm, þá bendir þó þessi litla fram- leiðsla til þess, að hitamagnið sé fremur lítið, samanborið við Reyklióla t. d., enda var tal- ið að framleiða mætti á Reyk- hólum um 125 tunnur á mán- uði, eða um 7 sinnum meira en á Reykjanesi. Virðist því, þrátt fyrir á- gæta legu, að skilyrði fyrir saltvinnslu séu þar ekki nægi- lega góð, nema ef margfalda mætti hitamagnið mjög mikið með borunum. Reykj&neit syöra Á Reykjanesi syðra er mest um gufuhveri. Rýkur gufan víða upp um smáaugu í lirauninu og mun sennilega ó- mögulegt að beizla hitann þar nema með borunum. Þó eru nokkrir vatns eða öllu heldur leirhverir niðri í dældinni norð- an undir hæðinni, sem gufu- augun eru flest í. Hitamagn er þarna vafa- laust geysimikið, en án borana er ógerlegt að áætla það. Að- staða til saltvinnslu er góð að því leýti, að hitasvæðið er nærri sjó, en flutningar þang- að og þaðan mjög dýrir vegna hafnleysisins. Fyr en rannsókn á hita- magninu hefir farið fram, er ómögulegt að dæma um það, hvort hagkvæmt mundi að stofna þar til saltvinnslu, en vitanlega benda mjög sterkar líkur til að svo muni vera. Framh. Höskuldur Baldvinsson. Gula bandið bezi EEYKIÐ J. GKUNO’S ágæta hollenzka reyktébak V E R Ð : ARQMATISCHER SHAG kostar kr. 0,90 V20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 0,95---- bœst í öllum verzlunum

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.