Nýja dagblaðið - 23.11.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.11.1934, Blaðsíða 4
4 K Ý J A DAGBbAÐIB IDAG Annáll Atvinnudeild við Háskóla Islands Sólai'upplsoma kl. 9,23. Sólarlag kl. 3,03. Flóð úrdegis kl. 6,30. Flóð síðdegis kl. 6,50. Veðurspá: Vaxandr suðvestanátt. píðviðri. Ljósatimi hjóla og bifreiða kl. 3,35—8,50. Söín, skrifstofur o. fl.: Landsbókasafnið ...... 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 Landsbankinn ................. 10-3 Búnaðarbankinn ...... 10 12 og 1-3 Útyegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Fósthúsið: Bréfapóststofan ... 10-6 Bögglapóststofan ........... 10-5 Skrifstofa útvarpsins . 10-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ....... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (Skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Skipaútg. rikisins .... 9-12 og 1-6 Eimskip ....................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. ... 10-12 og 1-4 Samb. ísl, samv.fél. . . 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfr.l. .. 10-12 og 1-6 Skrifst. bæjarins ..... 9-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan ..... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Skrifstofa lögreglustj. 10-12 og 1-4 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Ha;stiréttur kl. 10. Heimsóknartími sjúkrabúsa: Landspitalinn ............... 3-4 Landakotsspítalinn ........ 3-5 Kleppur ..................... 1-5 Vífilstaðahælið . 12^2-1/2 °g Næturvörður í Reykjavíkurapó- teki og lyfjabúðinni Iðunn: Næturlæknir: þórður þórðarson Eiríksgötu 11. Sími 4655. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Leynifarþeginn, kl. 9. Leikíélag Reykjavíkur: Jeppi á Fjalli, kl. 9. Hreinn Pálsson: Söngskemmtun í í Frikirkjunni kl. 8%. Samgöngur og póstierðlr: Suðuiland til Borgamess. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Ha- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,40 Fréttir. 19,10 Veðuríregnir. 19,20 þingfréttir. 19,30 Útvarp frá Alþingi (Eldhúsdagsumræður), til 23,30. í kvöld kl. 8: Jeppi á Fjalii Gamanleikur í 5 þáttum. eftir Holberg. Lækkad verd Aðgöngumiðar aeldir i Iðnó daginn áður en leikið er, kl. 4—7 og leikdaginn eftir kl. 1. — Sími 3191. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn næstkom- andi miðvikudag. Skipafréttir. Gullfoss var á Ak- ureyri í gær. Goðafoss fór frá Vesl mannaeyj um i gær á leið til Huil. Brúarfoss kom til Kaup- niannahafnar í gær. Dettifoss kom frá útlöndum 1 fyrrakvöld. Lagar- loss var í gær á Haganesvík. Sel- foss er ú leið til Reykjavíkur frá Leith. Guðspekifélagið. Fundur í Sep- tínu i kvöld kl. 8y2. Kristján Sig. Kristjánsson Jes upp kafla úr l'rumsaminni sögu eftir sjálfan sig. Snýst kaflinn um stjómmál og er ljósi guðspekinnar brugðið yfir þau rnál. Félagsmenn mega bjóða gestum. Súðin var á Búðardal í gær- kveldi. Á hvaða aldri giftast kailmenn- irnir? Samkvæmt mannfjölda- skýrslum 1926—30, sem Hagstofan befir nýlega gefið út giftust 3455 karlmenn á þeim árum. 823 voru vngri en 25 ára, 2013 á aldrinum 25- 34 ára, 519 frá 35—49 ára og 8t' voru komnir yfir fimmtugt. Aldur 14 var ótilgreindur. Veðriö í gær. Hæg vestan átt um allt iand og úrkomulaust eS. mestu. Frostlítið með ströndum lrani, en 3—5 stig frost í innsveit- um. ísfisksalan. Ólafur seldi í Grims- by i gær 1475 vættir fyrir 895 sterl.pd. Arinbjörn hersir seldi í F.nglandi i íyrradag 1278 vættir fyrir 1120 stel.pd. Smásöluverð í Reykjavík hefir í gl. októbermánuði verið sem hér segi á eftirtöldum vörutegundum: Rúgmjöl kr. 0,31 pr. kg., hveiti nr. 1 kr. 0,40 pr. kg., bankabyggsmjól kr. 0,62 pr. kg., hrísgrjón kr. 0,46 pr. kg., hafragrjón kr. 0,47 pr. kg., baunir kr. 0,83 pr. kg., sykur kr. 0,60 pr. kg., strásykur kr. 0,50 pr. kg., kaffi, óbrennt, kr. 2,58 pr. kg., kaffi, brennt, kr. 4,07 pr. kg., smjörlíki kr. 1,66 pr. kg. Sam- Uvæmt nýútkomnum skýrslum Hagstofunnar. Aðalfundur ísl. vikunnar á Suð- uriandi var haldinn mánudaginn 19. þ. m. í baðstofu Iðnaðarmanna. Fundarstjóri var kosinn Metúsal- em Stefánsson búnaðarmálastjóri, og tilnefndi hann sem fundarrit- ara Egil Guttormsson. — Stjórnin gaf skýrslu um störf sin frá stofníundi félagsins og yfirlit yf- ir fjárhagsafkomu þess, og ræddi nokkuð um framtíðarstarfsemina, um það atriði urðu nokkrar um- ræðúr, og kom þar fram almennur áhugi fundai-manna fyrir félaginu og starfi þess. — Samkvæmt lög- um félagsins skyldu 2 stjórnar- meðlimir ganga úr, og komu upp nöfn þeirra Helga Bergs, framkv.- stjóra og Tómasar Jónssonar kaup- manns og voru þeir báðir endur- kosnir. í stjórninni eru, auk þeirra, Brynjólfur þorsteinsson, bankafulltrúi, Eggert Kristjánsson, stórkaupm. og Guttormur Andrés- son, byggingarmeistari. þólaravísur berast blaðinu alltaf öðru hvoru. Eins og áður hefir verið getið, hefir tíminn til verð- launakeppninnar verið framlengd- ur til 1. des. — Að gefnu tilefni skal tekiö fram að þófaravísur þær, sem prentaðar hafa verið og seldar á götunum, eru blaðinu og starfsmönnum þess alveg óviðkom- andi. Margar vísumar, sem blað- inu hafa verið sendar, eru smelln- nr og bera flestar langt af þeim vísum. Fertugur er í dag Guðbjörn Guðmundsson prentsmiðjustjóri í Acta. Framh. af 1. síðu. breyta, og væri svo að þjóðin ætti ekki menn sem færir væru um að veita forstöðu þessum rannsóknum, þyrfti að fá þá frá öðrum löndum. 1 stað svo- nefndrar líffræðideildar ætti að koma landbúnaðardeild, sem fyrst og fremst tæki að sér þau vandamál landbúnaðarins, sem krefðust úrlausnar. Tryggja þarf samvinnu milli ýmsra deilda stofnunarinnar Atvinnudeildin væri þá sam- sett af 4 undirdeildum, fiski- deild, efnafræðideild og land- búnaðardeild. — Efnafræði- deildina þyrfti að gera vel úr garði, fá henni „biokemiker“ og jafnvel gerlafræðing, sem starfsmenn, svo að hinar deild- irnar gætu haft ýmiskonar not af henni og' samvinna gæti átt sér stað milli deildanna. Fiski- deild og landbúnaðardeild ættu í framtíðinni að geta sagt mönnum hvernig þeir ættu að vinna, en efnafræðideildin ætti svo með afurðarannsóknum að dæma um árangurinn af störf- um atvinnuveganna. Stofnunin ber þess og mikinn svip, að hún er stofnuð utan um ákveðna menn Prófessor Niels Dungal sagði að frv. þetta væri jafnhliða samið með tilliti til þess hvaða menn við hefðum, til þess að starfa við atvinnudeildina og hvaða menn væntanlegir væru á næstunni að afloknu námi í útlöndum, og hins hverjar vís- indagreinar væru gagnlegar. Þessum mönnum ætti að skapa vinnuskilyrði og fög þeirra væru gagnlegir hlutir. Engin leið væri til þess að speciali- sera allar nauðsynlegar vís- indagreinar hér fullkomlega. Prófessorinn kvaðst geta fall- izt á þá skoðun Hákonar Bjarnasonar, að líffæradeildin mætti frekar heita landbúnað- ardeild, en þetta nafn hefði verið sett á deildina með tilliti til þess að hann veitt deildinni forstöðu, enda vildi hann helzt losna við þann vanda. Sagðist hann fúslega fallast á þá skoð- un H. B. að landbúnaðinn vant- aði vísindalegar leiðbeiningar í þeim greinum, er H. B. hefði nefnt og væri það hart, þar sem árlega væri varið stórfé úr ríkissjóði til leiðbeininga á því sviði. Ýmsar athugasemdir Hákon Bjarnason benti á að það gæti verið hættulegt að stofna atvinnudeild með hlið- sjón af því, að hún yrði framfærsluhreppur ungra og óreyndra menntamanna. Ann- ars hafði hann bent þeim, sem frumvarpið sömdu, á að ungur íslendingur væri langt á veg kominn að nema plöntusjúk- dómafræði, en þrátt fyrir það hefðu þeir ekki gert ráð fyrir, að slíkur maður fengi vinnu- skilyrði við þessa stofnun. Næstur tók til máls Trausti Ólafsson. Benti hann á ýmis- legt, sem betur mætti fara við- víkjandi efnafræðideildinni og hallaðist hann fremur að þeirri verkaskiptingu innan deildar- innar, sem H. B. stakk upp á, heldur en þeirri, sem tekin er fram í frumvarpinu. Árni Friðriksson talaði um nauðsyn þá, sem væri til þess að stofna atvinnudeild og ræddi síðan um verksvið fiski- deildarinnar. Tók hann í sama streng og Trausti ólafsson um fyrirkomulag deildarinnar. Riklsútgáfa skólabóka Tveir ölvaðir nionu brutust inn 1 íbúðarhúsið nr. 13 við Rauðarár- stig í fyrrinótt og gerðu ýmsan óskunda, bratu tvær hurðir o. fl. Var lögreglunni gert aðvart, og tókst henni að handsama þá, en þá voru þeir búnir að yfirgefa húsið. Báðir þessir menn hafa komist í kynni víð lögregluna oft áður. J. G. Ohr. Rasmus forstjóri and- aðist að heimili sínu, málleys- ingjaskólanum í gærmorgun eftir langa vanheilsu. Dánardægur. í gærmorgun lézt á Blönduósi Lárus Erlendsson, á hundraðasta og fyrsta aldursári. Hann var fæddur á Kindilmessu eða 2. febrúar — 1833, að Engi- hlíð í Langadal. Hann var giftur Sigríði, dóttur Bólu-Hjálmars, og bjuggu þau í Holtastaðakoti i Langadal. þau áttu 10 böm, og eru fimm þeirra enn á lífi. þrjátíu og þrjú síðustu ár æfi sinnar var Blönduósi, Guðnýju og Ingibjörgu, og lézt á heimili þeirra. Haun liafði legið rúmfastur í þrjú ár. Lárus las bæði blöð og bækur, og fylgdist með í daglegum viðburð- um til þess aiðasta. — FÚ. Mál þetta stóð lengi yfir við 2. umr. í nd. í gær. Hafði Ás- geir Ásgeirsson framsögu í málinu fyrir hönd menntamála- nefndar. Sýndi hann með þung- um rökum fram á nauðsyn þess, að ríkið hefði ráðstöfun- arvald ekki aðeins um það hverjar bækur væru löggiltar fyrir bamaskóla, heldur og um hitt, hverjir semdu slíkar bæk- ur. Með frv. kvað þm. að trygging fengist fyrir því að bækumar yrðu betri en verið hafa, bæði að efni og frágangi, en þó ódýrari fyrir þá, sem þurfa að kaupa þær. Forleggj- urum, er nú eiga upplög bók- anna, væri í frv. tryggð sæmi- leg kjör um sölu sinna bóka. Pétur Halldórsson andmælti frv. af þráa miklum. Voru eig- inhagsmunir forleggjara og bóksala undirtónninn í ræðum hans, enda þótt hann reyndi að hrekja réttmæta gagnsemi frv. , Virtist mörguiri sanngjamt, er á hlýddu, að hann hlyti þófara- nafnbót fyrir framriristöðu sína í þessu máli, og þá er fyllt þófarakúgildi íhaldsins. Nýja Bfó BHHI Leynifarþeginn Sænskur tal- og hljómgleði- leikur. Aðalhlutverkin leika: Birgit Tengroth, Edwin Adolphron o. 1L SÝND KL. 9. • Odýrn § auflýsingarnar. III Kaup og sala m LUMA ljósaperuraar eru komnar aftur. . Kaupfélag Reykjavíkur. öilkinærföt á 8/50 settið. Siikiboiir frá 2/50. Silkibuxur írá 2/85. Undirkjólar frá 3/75. Náttkjólar 8/75. Náttföt 8/50. Sérlega fallegir Silkivasaklútar. Mislitir Dömuklútar á 2/50 stk.__________Verzl. „Dyngja“. Harðfiisk hvítan og bragð- góðan selur Kaupfélag Reykja- víkur. Samkvæmishanzkar á 6/25 parið. ___________Verzl. „Dyngja“. Rauðbeð.ur og gulrætur ný- komið. Kaupfél. Reykjavíkur. Náttkjólar, lérefts og flúnels lrá 3/75. Náttföt, lérefts, m/ löngum ermum. Kvenbolir frá 1/75. Kvenbuxur frá 1/25. Corselet frá 2/95. Sikkabanda- strengir 1/50. Lífstykki frá 3/95,______ Verzl, „Dyngja“. SaltfLskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Morgunkjólar, Morgunkjóla- tau, Svuntur, Svuntutvistur, Sloppar, hvítir og mislitir. VerzL „Dyngja“. Laufásbúðin vel birg af nýj- um fiski. Sími 4956. Silkiléreft, rósuð, í náttföt og rúmfatnað. Dökk, munstruÖ í skólasvuntur. Verzl. „Dyngja". Taða til sölu. A. v. á. Kaffidúkar í fallegu úrvali, nýkomnir. Verzl. „Dyngja“. Tilkynningar Saumastofan Laugaveg 18 (áður Baldursgötu 11). saumar dömukjóla og kápur. Fljót af- greiðsla. Engir lærlingar. Dýrleif Pálsdóttir, Tek menn í þjónustu ódýrt. Uppl. i sima 4003.____________ Prjón tekið á Óðinsgötu 80, fljótt og vel unnið. Hvergi ódýrara. Hefi síma 2869. Dr. Max Keil, Tjamargötu 10, B. B. S. 1. — hefir bezta bíla. — Sími 1540.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.