Nýja dagblaðið - 28.11.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 28.11.1934, Blaðsíða 2
t m ý j a DAOBbAÐIÐ Boienthkl Keramik nýkomiö 1 miklu úrvali. BEBLIN Austurstræti 7 Sími 2320. Nýtízku matarstellin og kaffistell úr ekta postulíni, eru komin aftur; eru seld fyrir 2 til 24 manns, eða einstök stykki eftir vild. Sama lága verðið. K. Einarsson & Blörnsson Bankastrœti 11 Framsótnarfálag BeyHavítur Aðalfundur Framsóknarfólags Reykjavíkur verður haldinn í Kaup- þingssalnum í dag og hefst kl. 8V* síðd. Fundaref ni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2, Störf skipulagsnefndar í atvinnumálum: Jónas Jónsson alþingismaður. Stjórnin Leikfélagsdeilan Niðurl. Það skal fúslega tekið fram Lárusi Sigurbjömss. til hugar- hægðar, að hann var ekki sá aðilinn (af framkvæmdastj. og gjaldk.) sem rekinn var, eða látinn fara frá starfi sínu vet- urinn 1932—33 og er því sú skýring hans rétt, en það breytir í engu mínum orðum. Það er ekki rétt, að ég hafi boðist til að láta hinn burt- rekna framkvæmdastjóra s. 1. vetur (V. G.) eiga sæti í stjóra með mér, ef til kæmi. Mér hefði aldrei dottið slík vitleysa í hug. Haraldur Bjömsson getur svar- að fyrir sig. L. S. hefir sjálfur sagt mér, að hann hafi oftast- nær gert upp (hin umræddu uppgjör) heima á skrifstofunni einn. Hann getur náttúrlega neitað því nú og ég ætla mér ekki að saxma það, enda skiptir það minnstu máli, hvar hann hefir gert það, né heldur breyt- ir í nokkru útliti og vitnisburði þessara óverjandi uppgjöra. Um kosningu L. S. í stjóm í vor, með öllum atkvæðum, er það að segja, að okkar flokkur kom sér saman um að reyna þessa þrautaleið til samkomu- lags, eins og ég hefi áður tékið fram, en sem var hafnað af hinum. En ég vissi þá heldur ekki um alla óstjómina s.l. vet- ur. L. S. segist ekki hafa tekið við eyri frá fyrv. gjaldkera (ó. Þ.), hvað þá heldur þúsundum. Ég sagði að hann hefði tekið við peningunum frá aðgöngu- miðaseljara félagsins án þess að gefa honum kvittun fyrir þeim — og það voru þúsundir, og þær höfðu ekki allar komið til skila í bókhaldi félagsins, þegar ég varð að taka við. L. S. segir í lok greinar sihnar, að L. R. eigi nú 2000 kr. umfram skuldir, en að ég hafi skilað því með 3000 kr. skuld. Þetta er svo klaufalega orðað, að ég tel gustuk að lag- færa það, og gera þá um leið nokum frekari samanburð á fjárreiðum L. S. og Co. — og mínum í þjónustu L. R. Haustið 1930 tók L. S. og gjaldkeri hans við fjárreiðum L. R. með um 22.700 kr. skuld; fengu 23.000.00 kr. opinberan styrk og að auki 17.000 kr. óbeinan styrk eða peningahjálp — samtals 40.000 kr. — fjöru- tíu þúsxmd krónur — en skildu við þær eftir 2 ár með um 30.000 kr. skuld. Ég tók við fjárreiðunum með þessari stór- um auknu skuld, fékk einar einustu 7000 kr. í opinberan styrk og engan óbeinan styrk eða hjálp, og skilaði fjáxreið- unum með rúmlega 11.000 kr. skuld, eins og ég hefi áður tek- ið fram. Að frádreginni sölu eigna fyrir 8000 kr., var því raunveruleg lækkun um 11 þús. kr. á einum vetri undir minni stjóm. Á þessu geta ménn séð, að fjármálastjóxm — eða ó- stjóm — þessara manna (L. S. og gjaldkera hans) — hefir verið fyrir neðan allar hellur og það endemi, að furða er, að menn með almennu viti, skuli reyna að mæla henni bót. — Með 40 þús. kr. peningahjálp hækka þeir skuldimar um 7 þúsundir. — Með 7 þús. kr. samskonar hjálp lækka ég skuldirnar raunverulega um 11 þúsundir. Þegar ég tók við reyndust skuldir félagsins umfram eignir um 6800 krónur. Ég hefði getað skilað af mér við 1000 kr. halla — eða með um 6 þús. kr. bættum efnahag — ef meðstjómendur mínir hefðu ekki (með öllum at-kvæð_ um gegn mínu) fallið frá eða gefið eftir tekjuliði eða kröfur, sem telja bar fyllilega réttmæt- ar, og skemmt með því efnahag félagsins um ca. 2000 kr. Leik- starfsemi félagsins það ár var aðeins 50 leikkvöld. Á síðasta leikári varð starfsemin aftur miklu meiri (um 70—80 leik- kvöld) og opinber styrkur var 1000 kr. meiri en árið áður. Samt batnar hagurinn ekki meira það ár en um tæpar 5000 kr. eftir sögn L. S. þrátt fyrir einsdæma aðsókn að Manni og konu (um 40 leik- kvöld), sem hlýtur að hafa gefið félaginu alveg óvenjulega mikinn ágóða. (Ég gæti gizk- að á 5 til 6 þús. kr.). Þetta ætti að samsvara 4 til 5 þús. kr. verri afkomu hlutfallslega það ár en árið áður undir minni stjóm. Þar að auki má svo lipplýsa, að hin oft áminnstu 2 ár, áður en ég tók við, var fólk gert margafturreka með reikninga sína og kaupkröfur á hendur félaginu, með þeirri viðbám, að engir peningar væm til, þrátt fyrir það, sem síðar sannað- ist, að þúsundir hefðu þá átt að vera í sjóði. Sama sagan end- urtók sig í fyxra haust. Fólk mátti standa og bíða eftir greiðslu tímunum saman og var gert afturreka hvað eftir annað. Stundum lét fjármála- stjórn! félagsins meira aðsegja ekki sjá sig á útborgunardög- um félagsins, svo menn fóru al- gerða erindisleysu. Mitt stjórn- arár kom naumast fyrir, að nokkur væri gerður afturreka með reikning sinn og þann vet- ur var auk heldur innieign fé- lagsins í bankavaxtabók stund- um svo skipti þúsundum króna. Loks skal bent á, að í grein sinni gefst L. S. alveg upp við að mótmæla öllum ásökunum mínum, nema reikningshaldi stjómarinnar nú, er hann telur komið í gott horf. Færi betur að svo væri. Hann reynir ekki lengur að verja þessi megin at- riði í ádeilu minni : Hina ólögmætu og vítaverðu ráðningu erlenda leikstjórans. Hinn óþolandi drátt á félags- fundinum. Frumhlaup sitt um yfirlýs- ingu okkar H. B. Ásakanir mínar á hendur hinum rekna framkv.stj. s. 1. vetur. ölvunarásakanir minar á hendur ýmsum starfsmönnum L. R. Tölur þær, í síðustu gi-ein minni, sem sýndi hinn gífurlega mun á fjárreiðum hans og gjaldkerans hin umgetnu 2 ár áður en ég tók við — og svo mínum það árið, sem ég gegndi þessum störfum. Hera L. S. þykist ætla að stefna mér fyrir rétt og tala við mig þar. Geri hann það bara. Ég hræðist ekki þann rétt, því sannanir liggja fyrir á öllum sviðum, og það fá þá áreiðanlega fleiri að verða samferða. Og að endingu þetta: Al- þingi verður að taka hér í taumana, ef Leikfélag Reykjar víkur á ekki framvegis að verða „klúbbur“ fyrir óráðs- seggi og drykkjumenn og lág- gengis klíkuskap íslenzkrar leikstarfsemi. Það verður að rétta leiklistinni hjálparhönd með því að hreinsa til — taka hana undir sinn veradarvæng og yfirráð að meira eða minna leyti en strika úr upphrópun- armerkin um vesalmennsku og óreglu í þessari starfsemi. Freymóður Jóhannsson. B. D. S. E.s. Lvra fer héðan fimtudaginn 29. þ. m. kl. 6 síðdegis til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshavn. Flutningur tilkynnist fyrir hádegi á morgun. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. Kic. BJarnason & Smitb Ný egg Lífur og björtu Sviö íshúsið Fríkirkjuveg 7. Síml 4565 Aðeins það bezta er nógfu g ott ^ þegar heilbrigði yðar á i hlut Epoka-dömublndl ^ Epoka-beltl 1‘frMffl Það langbezta eu þó ekki dýrast. Fæst í Ingfólfsapoteki og Reykjaviknrapoteki

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.