Nýja dagblaðið - 28.11.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 28.11.1934, Blaðsíða 3
N f J A DAQBLAÐIB 8 Pw hræsmnr vilna Eldhúsumræðurnar sanna tjandskap íhaldsins gegn afurdasölumálnnum. NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“ Ritstjórar: Gísli GuSmundsson, Hallgrimur Jónasson. Ritstjómarakrifatofurnar 1 Jiugav. 10 Símar 4373ogZ35S Afgr. og augiýsingaskrifitofa: Austurstrseti 12. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. Eldhúsumræðumar hafa stað'- ið yfir undanfarna daga á Al- þingi. Kjósendunum úti um byggðir landsins hefir gefist á því kost. ur, að heyra höfuðþætti í stjómmálum og atvinnuhátt- um rædda að þeim áheyrandi. Þessi meginefni, sem nú verða um svo sterk átök, eru m. a. þau mál atvinnuveganna, er núverandi stjórn hefir hrundið fram (afurðasala land- búnaðarins) og frumVörp henn. ar og tillögur um viðrétting á sviði sjávarútvegsins. Afurðasölumálin hafa sætt þeim heiftúðugasta fjandskap, sem íhaldið hefir lagt við nokk- urt mál í langan tíma. Upp undir 30 níðgreinar hafa birzt um þau í þeim tveim dagbl. íhaldsmanna, sem hér koma út í Reykjavík. Leiðtogar þess flokks, eins og t. d. Magnús Jónsson hafa gengið framar- lega í flokki um rógstörfin gegn bjargræðisvegum landbúnaðar- ins. Aðrir forystumenn flokks- ins tóku ýmist undir eða biðu og hlustuðu eftir áhrifunum — eins og malandi kettir yfir bráð. Bóg’berarnir hræddust sjálta sig. En svo kom eftirleikurinn. Lögin urðu gagnleg og um leið vinsæl. Álygar íhaldsins undust saman um þess eigin háls. Rógi þess var kastað aft- ur yíir flugumennina eins og ísköldum öldufaldi. Þeir tóku andköf undir þunga sinnar eig- in smánar. Og þeir kiknuðu undir áhrifunum og óttanum, sem níðið, ósannindin og hat- urmögnuð óvildin á viðreisnar- málum stjórnarflokkanna hafði fellt yfir sjálfa þá. Og þá hófst trúarvakning í íhaldsflokknum — á yfirborð- inu. Framsóknarflokkurinn boðaði til funda úti um sveitir. íhalds- menn fundu ískalda óvild sveit- anna leggja móti sér. Þá umsnerust þeir á einni nóttu. Þeir unnu það meistara- stykki í ræfilshætti og eymd, að taka allt aftur, sem þeir höfðu, sagt afurðasölumálunum til ófrægingar — ekki af iðrun, heldur hræsni. Þeir kváðust vera með af- urðasölumálunum, já, meir að segja sögðust þeir hafa búið málin að fullú í hendum núver- andi stjórnar. Þeir fullyrtu, að þeir, sem talað hefðu og skrif- að móti hækkuðu afurðaverði (t. d. Magnús Jónsson, Mbl. og Vísir) væru ekki „heilvita“ og á slíkum tæki auðvitað enginn maður mark. Það er líklega af sömu ástæðu runnið, að þeir láta heita svo, að Magnús hafi verið að halda upp á afmælið sitt sömu dag- ana og eldhúsumræðurnar fara fram, til þess að eiga ekkert á hættu um það, að sá speking- ur spilli meir málstað þeirra en orðið er. Þmgmennirnir eru Eeytendnr! Veslings Pétur Ottesen fann líka til sektarinnar, tómlætis- heiftar sjálfs sín og íhalds- ins gegn áminnstum nytja- málum. En hann afsakaði það með því, að hann sjálfur (nú umi þingtímann), Magnús Jóns- son og allir flokksmenn þeirra, sem nítt hafa afurðasölulögin, séu neytendur kjöts og mjólk- ur! Meðan P. 0. er að borða matinn sinn hér í Reykjavík og borga hann, vakna hjá hon- um ljót orð og hugsanir um það, hvað ólukku kjötbitarnir séu dýrir. Það eru neytendurnir, sem eru óánægðir, segir P. O. Flest- ir þingmenn íhaldsins eru neyt- endur, og bændaumhyggja þessa bónda, sem lifir eins og blindur álfur í íhaldsflokknum, er ekki meiri en það, að hann leitast við að verja fjandskap þeirra með þeim rökum, að það sé eðlilegt og sjálfsagt, að þeir beri fyrst og fremst fyrir brjósti lítilfjörlega stundar- hagsmuni sjálfs sín, fremur en hag einar fjölmennustu stétt- arinnar í landinu. Og samt þykjast þeir og einmitt þeir vera hollustu fulltrúar þessar- ar stéttar. Lágreistari bjálfaskap er vart hægt að hugsa sér í rök- um og málafylgju. Undir stimpii blaðanna íhaldsmenn standa naktir í framkomu sinni og fjandskap gegn hagsbótamálum alþjóðar. Belgur hræsninnar og blekk- inganna hefir verið dreginn af höfði þeim, jafnharðan og þeir reyndu að hylja bak við hann ásjónu sína og innræti. í stað- inn hafa skammagreinarnar í Mbl. og Vísi um viðreisnarmál- in verið límdar á þá eins og stimpill. Og með þvílík frí- merki er þeirn þröngvað fram á sjónsvið landsmálanna undir dóm og athugun almennings. Og Pétur Ottesen finnur — í öllu sínu óskammfeilna snuðri eftir málsbótum — enga afsök- un fyrir íhaldsflokkinn. Hann veit að það er hlegið að því, þegar hann og sálufélagar hans eru að geipa með þau ósann- indi, að þeir séu viðreisnarmál- unum fylgjandi. Þrautavörn hans er sú, að íhaldsþingmenn- irnir séu bara neytendur sjálf- ir. Það sé von, að þeir séu á móti hækkun kjöts og mjólkur. f lauaasölu 10 aura. eint. PrentsmlBjan Acta. Umhyggja hinna launuðu þjóðarfulltrúa í íhaldsflokknum nær aldrei út fyrir þarfir og þægindi sjálfra þeirra. Eldhúsdagsumræðunum er loltð. Hræsnaramii' hafa vitn- að. En upp úr sumum þeirra hefir flotið játning þess, að persónuhagsmunir og hatur til stjórnarinnar sitji með íhalds. mönnum í fyrirrúmi fyrir hag allrar þjóðarinnar, sem landið byggir. Foreldravika Til þess m. a. að ná sem beztri samvinnu milli foreldra og skóla, hefir sú starfsemi verið upp tekin við bamaskóla í Kaupm.höfn, að stofna til foreldraviku. Foreldrum er boðið að koma í skólana og fylgjast með kennslunni og námsstarfinu í eina viku. Til þess er ætlazt, að kennslan sé í engu breytt frá því venjulega, heldur sjái foreldrar bamanna sem rétt- asta mynd af starfi þeirra og háttum annarsvegar, en kennsluformum, framkomu og aðferðum kennaranna hins- vegar. Á kveldin hafa svo kennarar og foreldrar fundi með sér, þar sem skólavistin dg starfið, sem þár fer fram, er rætt frá ýmsum hliðum. Foreldravikan er einn liður í þeirri starfsemi að tengja skóla og heimili saman um það geysimikilsverða mál, sem upp- eldið er og verður. Þessi aðferð var upp tekin s. 1. vetur, en er nú komið í fast form við flesta eða alla skóla borgarinnar. Mollisonshjónin gjnldþrota Eins og kunnugt er tóku hinir frægu fluggarpar, Molli- sonshjónin, þátt í Ástralíuflug- inu. Leiddu þau flugið á tíma og var þá talið líklegt, að þau myndu hreppa verðlaunin. En hamingjan var ekki með þeim í þetta sinn. Vél þeira varð fyr- ir allmikilli bilun og þau urðu að hætta fluginu, því aðgerð á skemmdunum fékkst ekki í tæka tíð. Nú hafa þau lýst yfir því, að þau hafi varið öllum sínum fjármunum til þess að geta tek. ið þátt í fluginu. Flugvélin kostaði þau um 100 þús. kr. og annar undirbúningur litlu minna. Smjörlíkisgerð okkar, sem ætíð heíir verið brautryðjandi í því að lækka smjörlíkisverðið í landinu, kemur nú á markaðinn með nýja endurbætta tegund af smjörlíki Gula-bandið Smjörlíki þetta er það bezta, sem nokkru sinni hefir verið framleitt. Fœst ávallt i Kaupfélagí Reybjavíkur og víðar og kostar aðeins kr. 0,65 pr. ’/* kg. Biðjið verzlun yðar ætíð um GULA B A N D I Ð ef þér þurfið að kaupa smjörlíki. Kaupfélag Eyfirðinga ■ r ** n * ■ Nú þarf að efnagreina og rannsaka vörurnar. Fóðurblanda S.I.b Ier þannig samsett, samkvæmt rannsókn Efnarann- sóknarstofu Ríkisins: „Vatn.............. • • .. 11,2% Aska .................... 6,5% Köfnunarefniasambönd..... 27,1% Hráfita.................. 5,17 % Tréni.................... 5,8% önnur efni............... 44,23% Amiðefni................. 1,5% Eggjahvítuefni, meltanleg. 22,2%“ Athugið þessa efnagreiningu áður en þér festið kaup á fóðurvörum. Samb. ísl. samvinnufólaga Skyr, rjóma, smjör er ávallt bezt aö kanpa hjá Mjólkurbúi Flóamanna Vonarstræti Sími 4287 iugljsiogar i NJja dagblaðino aoka liOskiItin.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.