Nýja dagblaðið - 04.12.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 04.12.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 4. desbr. 1934 287. blað Atkvæ ðagreiðsla á Alþingi í gær Fulltrúar stjórnarflokkanna samtaka um að taka ábyrgð á fjárlögunum Ihaldíð fær engan tekjuhalla og engan niðurskurð verklegra framkvæmda Atkvæðagreiðsíur við 2. umr. fjárlaganna fóru fram á Al- þingi í gær. Stóðu þær frá því kl. 1—4 og kl. 5—6Alls fóru fram um 230 atkvæðagreiðsl- ur, þar af margar með nafna- kalli. Skal hér getið helztu breyt- úagatillagnanna, sem samþykkt- ar voru: Hækkun vitagjalds 30 þús. kr., hæfckun áfengistolls 70 þús. kr., hækkun á tekjum póstsjóðs 23.640 kr., hæfcfcun á rekstrarhagnaði Áfengisverzl. unarinnar 100 þús. kr., hækkun á tekjum útvarpsins 20 þús. kr., lækkun á kostnaði við dag- skrá útvátpsins 20 þús. kr., lækkun á Alþingiskpstnaði 5 þús. kr., lækkun á kostnaði við hæstarétt 5 þús. kr., lækkun á kostnáð við landhelgisgæzluna 150 þús. kr.', til utanferða hér- aðslækna 3000 kr., styrkur til tveggja lækna eða læknakandi- data til geðveikrafræðináms 8000 kr., lækkun starfslauna á Nýja Kleppi 5000 kr., aukið framlág til læknabústaða og sjúkraskýla 10 þús. kr., til sjúkraskýlis Rauða krossins í Sandgerði 3500 kr., til Andakíls- vegar 6000 kr., til ólafsvíkur- vegar 5000 kr., Saurbæjarveg- ar 6000 kr., aukið framlag til Holtavörðuheiðarvegar 10 þús. kr„ til Bitruvegar 6000 kr., til Patreksfj arðarvegar 6000 kr„ ^il Siglufjarðarskarðsvegar 15 þús. kr., til Kópaskersvegar 3000 kr„ aukið framlag til ISforðfj arðarvegar 15 þús. kr„ til Suðursveitarvegar 5000 kr„ til Landmannavegar 3500 kr„ til Gnúpverjahreppsvegar 5000 kr„ Hrunamannahreppsvegar 10 þús. kr„ til Sogsvegar 50 þús. kr„ aukið framlag til fjall- vega . 6 þús. kr„ hækkim á styrk Eimskipafélagsins 50 þús. kr. „enda haldi félagið 0PP siglingum í sama horfi og áður og með eigi minni skipa- stól" (íhaldm. greiddu atkv. á móti þessu!), aukið framlag til hafnarg. á Húsavík 5000 kr„ til hafnargerðar á Sauðárkróki 25 þús. kr„ aukið framlag til bryggjugerða og lendingar- bóta 20 þús. kr„ til sjóvamar- garðs á Flateyri 2500 kr„ hækkun á skrifstofufé biskups 1000 krónur, styrkur til fyrverandi bamakennara 2000 kr„ til byggingar Flensborgar- skóla 20 þús. kr„ utanfara- styrkur til annara kennara en bamakennara 3000 kr„ til baðstofubyggingar við Núps- skóla 1000 kr„ til byggingar húsmæðraskóla á Laugalandi 15 þús. kr„ til Blindravinafé- Ifly ffllan/!,« (bgtlelfun) 8000 kr„ tál Bjöms Jakobssonar til íþróttakennslu 2400 kr„ til út- gáfu Jarðabókar Áma Magn- ússonár 1000 kr„ til Fomrita- útgáfunnar 4000 kr„ til Helga Guðmundssonar og sr. Jóns Thorarensen til þjóðsagnasöfn- unar 600 kr. og 400 kr. til Páls Isólfssonar til söngkennslu 2000 kr„ til Sambands ísl. karlakóra (hækkun) 1500 kr„ til Þórarins Jónssonar tón- skálds 2000 kr„ til Þórbergs Þórðársonar 2500 kr„ til Hanu- esar Þorsteinssonar til æfi- sagnaritunar 1600. kr„ til Ás- mundar Sveinssonar mynd- höggvara 3000 kr„ hækkun á framlagi til áburðarflutninga 15 þús. kr„ til Þykkbæinga til að geta notað skurðgröfu 6000 kr„ til Guðm. Andréssonar til dýralækninga í Austur-Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum 700 kr„ tii Halldórs Pálssonar til náms í sauðfjárrækt 1000 kr„ hækkun á framlagi til berklavama 100 þús. kr„ til Theódórs Gíslasonar til að kynna sér störf á björgunar- skútu erlendis 2000 kr„ styrk- urinn til elliheimilsins Gmnd felldur niður, til próf. Sæmúnd- ar Bjamhéðinssonar 2500 kr„ hækkun ritstyrks til Helga Péturs 1000 kr„ til Halld. Lax- ness 5000 kr. í stað 2500 (samþ. með 30:13 atkv. 6 sátu hjá), til Indriða á Fjalli, Jóns á Am- arvatni, Theodórs Friðriksson- ar og Kristleifs Þorsteinssonar 500 kr. til hvers. Ábyrgðir fyrir Hafnar- fjörð, Norðfjörð, Hrísey, Blönduós og Sauðárkrók. Samþykktar vom eftirfar- andi heimildir fyrir ríkisstjóm- ina: „Að ábyrgjast fyrir Hafnar- fjarðarkaupstað, gegn þeim. tryggingum, er stjómin metur gildar, 150000 kr. lán til að breyta eldri lánum í hagkvæm- ari lán. Að ábyrgjast fyrir Neskaup- stað allt að 30 þús. kr. viðbót- arlán til síldarverksmiðjunnar á Norðfirði. Að áhýrgjcuK fyriz Kriaeyj- arhrepp, gegn endurábyrgð Eyjafjarðarsýslu, allt að 10 þús. kr. lán til vatnaveitu, gegn því, að jarðskjálftasjóður leggi fram allt að sömu upphæð. Að ábyrgjast fyrir Austur- Húnavatnssýslu, vegna rafveitu á Blönduósi, allt að 60 þús. kr. Að ábyrgjast fyrir Sauðár- krókshrepp, vegna rafveitu, 40 þús. kr„ gegn bakábyrgð Skagafj arðarsýsiu“. Búnaðarfélagið. Ennfremur var samþ. til- laga frá méirihl. fjárveitinga- nefndar. um, að styrkur til Búnaðarfélagsins skyldi bund- inn eftirfarandi skilyrði: „Ríkisstjórninni er falið að undirbúa tillögur um framtíð- arskipulag félagsins og um yfirstjóm búnaðarmála og leggja þær fyrir næsta Al- þingi. Þar til sú framtfðarskip- un er gerð, getur ríkisstjórain gert það að skilyrði fyrir greiðslu á styrk til félagsins, að fjárhagsáætlun þess sé sam- þykkt af landbúnaðarráðherra svo og ráðning búnaðarmála- stjóra, ér ekki sé nema einn“. — Samþykkt með 25:16 atkv. Skilyrði fyrir ábyrgðum. Samþykkt var: „Að krefjast þeirra trygg- inga, sem stjómin metur gild- ar, fyrir hverri þeirri ábyrgð, sem hún gengur í f. h. ríkis- sjóðs, enda séu allar slíkar lán- tökur framkvæmdar af fjár- málaráðuneytinu eða öðrumi trúnaðarmönnum landsins, sem ráðuneytið samþykkir til þess í hvert sinn“. Afnám dýrtfðaruppbót- ar á hálaunum. Samþykkt var: „Að greiða embættis- og starfsmönnum ríkisins, sem taka laun samkv. launalögum og hafa undir 4000 kr. laun, dýrtíðaruppbót eftir sömu regl- um og jafnháa og gert var 1934, þeim, sem hafa 4000 til 4100 kr. iaun, 15%. dýrtíðar- uppbót, þeim, sem hafa 4100 til 4200 kr. laun, 14% dýrtíð- aruppbót, og þannig stiglækk- andi um 1% fyrir hverjar 100 kr„ sem launin hækka, þó aldrei hærri uppbót en svo, að laun ásamt dýrtíðaruppbót nemi ekki meiru en 5000 kr. — Samþ. með 28:7 atkvæðum. 14 greiddu ekki atkvæði. Starfsmenn utan launa- laga. Samþykkt var; „Að gera þær ráðstafanir, sem þarf til að: geta fram- kvæmt spamað á launum þeirra manna, sem ekki taka laun samkv. launalögum, en starfa þó hjá ríkinu, stofnunum þess eða öðrum stofnunum1, sem rík- isstjómin getur ráðið launa- greiðslum hjá. Skal sú niður- færsla vera tilsvarandi og gerð eftir sömu reglum og lækkun dýrtíðamppbótar á laun sam- kvæmt launalögum og koma til framkvæmda eftir því sem lög og samningar Ieyfa“. — Sam- þykkt. með 32:3 atkvæðum. 14 greiddu ekki atkvæði. Eftirtektarvert var það, að fjöldi ihaldsraanna sat hjá við þessa atkvæðagreiðslu eða greiddu atkvæði gegn tillög- unni. Hefir þó löngum! kveðið við þann tón í íhaldsblöðunum1, að laun utan launalaganna væru of há, en nú gugna íhaldsménn, þegar á á að herða. „Yfirboð* frá „bænda* flokknum“. Felld var með 29:13 atkv. (7 sátu hjá) tillaga frá „bænda- flokknum" um heimild fyrir ríkisstjórnina til „að greiða úr ríkissjóði framlag til verðjöfn- unarsjóðs til aukaverðuppbót- ar á útflutt kjöt af framleiðslu ársins 1934, allt að þeirri upp- hæð, er aðrar tekjur sjóðsins nema það söluár, ef verð á því kjöti verður tilfinnanlega lágt, svo að verðjöfnunarsjóður hrekkur hvergi nærri til að bæta upp verð útflutta kjötsins til samræmis við kjötverð á innlendmn znazkaSi“. Yfirlýsing forsætisráð- herra. í sambandi við þessa at- kvæðagreiðslu gaf Hermann Jónasson forsætisráðherra svo- hljóðandi yfirlýsingu viðvíkj- andi afstöðu stjóraarflokkanna tíl málsins: „Út af breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið frá 3 þing- mönnum um heimild handa rík- isstjórainni til þess að greiða úr ríkissjóði aukauppbót á út- flutt kjöt af framleiðslu ársins 1934 vill ríkisstjórnin taka þetta fram til viðbótar þeim yfirlýsingum, sem hún hefir áður gefið um þetta mál: Ennþá er ekki seldur nema nokkur hluti kjöts þess, sem seldur verður á erl. markaði af framleiðslu þessa árs og því ekki vitað um úrslit kjötsöl- unnar fyrir þetta ár. örugt er heldur ekki að heimild til greiðslu í verðjöfnunarsjóð komi að notum, 'nema ríkis- stjóminni sé jafnhliða séð fyr- ir tekjum til að mæta greiðsl- unum . Tekjuöflunar er ekkert getíð í sambandi við tillöguna og ekki líklegt að slík tekjuöfl- un geti gengið fram á þessu þingi, m. a. vegna þess, áð eng- inn veit hver upphæð kann að vera nauðsynleg i þessu skyni. I byrjun næsta þings, senni- lega í marz, verður komin frek- ari vitneskja um úrslit kjötsöl- unnar, og mun ríkisstjómin þá, ef verðjöfnunargjaldið skapar ekki viðunandi verðjöfnun, beita sér fyrir nauðsynlegum aðgerðum og jafnfram bera fram tillögu til tekjuöflunar til að standast framlög þau til verðjöfnunarsjóðs, sem honum yrðu ætluð“. Tillögur stjómarand- stæðinga um aukna eyðslu og niðurskurð ó verklegura framkvæmd- um felldar með einróma atkvæðum meírahlutans. Tillögur fjárveitinganefndar, sem bomar voru fram af nefndinni í heild eða méira- hluta hennar vorú sam- þykktar, að undanteknum nokkrum minnaháttar tillögum, sem teknar voru aftur. En allar tillögur einstakra þingmanna um hækkun á gjöldum ríkisins voru felldar, nema tvær frá Magnúsi Torfa- syni, önnur um 10 þús. kr. til sandgræðslu f Ámessýslu og 400 kr. hækkun til Odds Odds- sonar á Eyrarbakka. Tillögur íhaldsmanna í fjár- vaitinganefnd um stórfelldan Framh. 4 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.