Nýja dagblaðið - 04.12.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 04.12.1934, Blaðsíða 3
n t j a ÐAOBLABXB 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Bl&S&útgáf&n h.f.“ Ritstjórar: Gísli GuSmunds-wm H&llgrímur Jón«Axcnci Ritst jóm&nikrifstof um&r Laugav. 10 Sínuir 4373ogS353 Ai'gr. og auglýsinga&knfNtafa: Austuratmti 12. Simi 2SS. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. f l&usa&ðlu 10 aura eint. Frentssniðjan Ajtto. Tiltektlr andstaðinganna Annari umr. fjárlaganna er nú lokið. - Þingstörfunum miðar áfram jafnt og að því er séð verður farsællega. Stjómarandstæðingar hafa ekki treyst sér til að halda uppi endalausu málþófi í ýms- um hihum stórmerku málum, sem fyrir Iágu til úrláusnar. Sá siður hefir löngum tíðk- ast, að þingmenn kepptust um að bera fram tilíögur til fjár- veitinga þessa eða hins í kjör- dæmum þeirra. Þessar fjárveit- ingar hafa oft hækltað útgjöld ríkissjóðs að verulegu leyti, án þess að séð væri fyrir tekju- öflun't staðinn,- sem þeim svar- aði. ' ' ' ' : -I þéttá sínn er brugðið af þessu ráði hvað stjórnarflokk- ána snertir. Stjórnin hefir samið' f járlagafrumvarp sitt af hinni mesfeu vandvirkni og vit- anlega í samráð við þá flokka, sem’iað henni stóðu. ' Hún hefir tékið ýmsa liði inn á það frumv., sem fyrv. stjómir. höfðu ekki gert.en sem þó kröfðust útgjalda úr ríkis- sjóði og áttu því heima í fjár- íagafrumv. ' Og í því sámbandi er um það fuílt sámkoraulag innan þing- flokka stjórnarinnar, að gera af sinni hálfu ekkert, sem að 'neinu verulegu leyti gæti rask- að þeirri tilraun að afgreiða tekjuhallalaus fjárlög. Þetta mæltist vel fyrir hjá almenningi. Það ber vott um vandvirkni, festu og rílta ábyrgðartilfiningu. En það mæltist illa fyrir hjá íhaldsmönnum. Þetta er nú ekki eftir þeirra kokkabólt, enda hefir fjármálaráðherra ljósast sýnt fram á hið taum- lausa hirðuleysi þeirra umj út- komu á fjárlögunum'. En íhaldið ræður ekki. Annað atriði, sem ef til vill hefir vakið einna mesta athygli í eldhúsumræðunum er það, að í stað þess að áfellast stjóra- ina fyrir unnin verk sín, eins og andstæðinga er siður jafn- an, gerðu íhaldsflokkarnir tvennt annað. 1 fyrstá lagi lýstu þeir (eink- um form. íhaldsfl.) niðurlæg- ' íngu og ófremd þess atvinnu- vegar, sem þeir hafa sjálfir stjórnað um langan aldur. Sú lýsing var svo ljót, að _ líkast var að þar hefðu menn farið með mál, sem nokkuð hefði. skort .á „þekkingu, vit og ráðkænsku“ svo ekki sé meira Suður um England Ferðatnínningar frá 1931 Stór 28 manna bíll rennur léttilega af stað út úr borg- inni. Loksins komumst við af stað 15 mínútum seinna en áætlað var. Höfuðstaður Skotlands ljóm- ar allur í dag — af sól og fán- um og prúðbúnu fólki. En hvað hefir tafið hinn stundvísa bílstjóra, sem reynir að vinna upp tímann með svo hröðum akstri og leyfilegt er? Ekkert meira né minna en sjálfur kóngurinn. Ekki svo að skilja að hann hefði átt neitt. erindi við okkur, þess^ 28 ferðalanga, sem sitj- um í vagninum og ætluðum suður til Lundúna í nótt. Nei! Við höfðum einungis verið svo óheppin — eða ham- ingjusöm, að lenda inni í miðri þvögu af fólki, sem vildi sjá konunginn og drottninguna. Þau höfðu komið daginn áður norður til Edinborgar í sumár- leyfi og ætluðu að búa fáeina daga J gömlu Holyrood hölinni, þeirri, sem geymir m. a. svo mörg kynleg æfintýri úr lífi Maríu Stuart. Við vorum stödd á 'breiðu torgi við hið undur fagra Princesstreet, rétt hjá mál- verkasöfnunum fallegu. Þar inni vom þau nú einmitt þessa stundina, hans og hennar há- tign, að líta á listaverkin. Og úti fyrir bylgjaðist manngrú- inn í fíkinni eftirvæntíngu. Ég brölti út úr bílnum -- hann komst hvort eð var ekki spannarlengd — rétt mátulega til þess að geta látið forvitin augu hvíla andartak á Játvarði konungi og drottningu hans, það var hvort eð var óvíst að ég sæi þau seinna. Mannbreið- an hrópaði þeim til dýrðar með- an þau gengu vingjarnleg og hljóðlát miili lögregluvarðanna úr annari safnbyggingunni og yfir í hina. Þó var sú dýrð um garð gengin og sæmst að flýta sér í sæti sitt aftur. Litlu seinna smaug vagninn út úr mannhafinu og tók á rós suður úr borginni sagt. En það vorui þær dyggð- ir og eiginleikar, sem Kveld- úlfsforstjórinn taldi sína höfuð- prýði. í öðru lagi kepptust stjóra- arandstæðingar við að eigna sjálfum sér verk stjórnarinnar í afurðasölumálunum. En það voru höfuðmálin, sem hrundið var fram til úi> lausna, þegar eftir stjómar- skiptin. Mun það fullkomið einsdæmi, að framkvæmdir ríkisstjórnar hér á landi, hljóta þær afburða vinsældir, að heiftrammir and- stöðuflokkar, sjá sér þann kost kænastan, að eigna sér þau verk, eftir því sem hugur og óskammfeilni leyflr. En sú hefir orðið raunin á 1 þettó siiux.. . .. Eftir 15 klst. áttum við að vera í Lundúnum, eða um 8 leytið næsta morgun. Vegalengdin er 700 km., en er nær helmingi fljótfamari í hraðlest. Bílfarið er aftur stórum ódýrara og miklu meir sést af landslagi og náttúm úr bíl en brautarvagni. Og þótt nótt fari í hönd, nýtur birtu hins fagra júlídags langt fram á kveldið. Að vísu hefði ferðin notast betur að degi til, en fyrir al- ólcunna er naumast fýsilegt að komá til Lundúna um! hánótt. Eftir stutta stund er borgin að baki og vagninn þýtur suð- ur öldótt akurlendi með óslit- inn trjágróður báðum megin við eggsléttan veg. Langt í suðvestri sér til bungumýndaðra fjalla í bláleitri hitamóðu kveldsins. Það er nyrðsti hluti Penninahálendis- ins, er um margt svipar meir til hásléttu en fjallgarðs. 1 suðaustri og beint framundan, glampar sólin á ávalar Che- viots-hæðir, skóglitlar, en róm- aðar fyrir ágætt haglendi, fé og ullardúka. Hér er fátt um stöðuvötn, lík þeim norður í Hálöndunum og loftslag er svo rakt og svalt að kornyrkja þrífst einungis á hinum lægri svæðum landsins. Fram með veginum sjást stór vaxnar, fjárhjarðir á beit og reisuleg bændabýli úr rauð- um, brenndum1 leirsteini og með helluþaki, en á stöku stað sér á mosagróin stráþök, líkt og víða í Damnörku. Á hinum brennda tígulsteini. ber annars svo mildð í húsagerð Englands og Norðurlanda, að manni verð- ur að spyrja, hvort heima finn- ist engin lík leirefni til húsa- gerðar. Það orð hefir legið á Bret- um, að þeir séu lítt málgefnir við ókunnuga, hvort sem í hlut ættu landar þeirra eða útlend- ingar. Einkum á það þó við á ferðalögum. Það heyrðist heldur ekki hósti né stuna til þeirra, vel flestra, þennan 700 km. vegarspöl. Þeir hreiðmðu um sig í sætum sín- um og reyndu að sofa —þegar á kveldið leið. Skrafhreifnastur reyndist miðaldra Indverji í næsta sæti fyrir aftan mig, sveipaður víðum slopp og ber- fættur. Hann hafði oft farið þessa leið og kunni ljós skil á borgarlífi Lundúna. Þegar að landamærunum dró féll yfír skozka mistrið umi stund. Það er afarfíngerð þoka, en oftast úrkomulaus. En er suð- ur kom1 1 England, birti upp og hélzt skínandi veður það sem1 eftir var kvöldsins. Um það bil, að sól gekk til viðar, var haldið upp víðáttu- mikinn heiðafláka. Skógargróð- ur var enginn, en landið vaxið lyngi og víðikjarri. Byggð var enga að sjá, nema Utian bónda- Fegurð Alpanna er víðfræg og heillandi. Á sumrum skipt- ast. þar á glampandi stöðuvötn, iðgrænir akrar, skógar og skriðjöklar, én uppi yfir gnæfa himinháir tindar fjallanna. En á vetrum þykir fegurðin ekki síður aðdáunarverð, enda flykkjast þangað stórir hópar fólks úr nær og fjærliggjandi löndum, til þess að njóta unaðs fjallanna við íþróttir útiveru. Vetur í bá-Ölpunum bæ uppi í há-heiðinni, norðan- megin. Húsin voru fá og lág- vaxin og tún ekkert. Fé var á beit um hæðadrögin, tveir hest- ar sáust nasla móana heima- undir bænum og stór, loðinn rakki lá fram á lappir sínar í hlaðvarpanum. Þama var svo undur sviklíkt og heima í manns eigin átt- högum. Hið hrj óstraga strjálbyggða land, búsmalinn á beit í frelsi víðáttunnar, lognkyrrð kvelds- ins og unaður undir fölvablæ sólarinnar, sem slær um! byggð og heiði draummildum1 geisla- hjúp vestan yfir hálendið um leið og hún hylst að baki fjar- lægra fjalla. Sessunautur minn getur ekki frætt mig á því, hvað þessi kyrláta heiði heitir og sá vagn- stjórinn, sem ekki er við stýr- ið, dottar ofan í bringu sína fremst í vagninum. Ég fer að hugsa uml, hvort hér muni ekki einhversstaðar vera Vinuheiði, sem sagt cr frá í Eglu, þar sem Þórólfur barðist og féll í málaUði Aðal- steins konungs í hinni mann- skæðustu orustu. Ef til vill hefir hér — nær en mig grunar — runnið bana- blóð hins rammeflda íslenzka víkings. En fyrr en varir erum1 við á hæsta heiðarásnum og mikil- fenglega sýn gefur suður yfir lágt og flatt landsvæði norð- austur Englands. Vegurinn Uggur i aneiðing- um, niður hallana. Þaj: hefst iðgrænt akurlendi, sundur- greint af skógarálmum. Allt umhverfis blasa við bóndabæir, en lengra suður er aÖ sjá þétta þorpabyggð, en fjarst út við sjóndeildarhringinn hefjast tumar víðáttumikillar borgar — við dökkblátt kvöldloftið. I austri sér niður til strandár og á haf út, þar sem svartir eimknerir k.ljúfa kyrran haf- flötinn með ströndum fram. Framh. H. J. p SORÉN — án rafmagns. E WELLA (3 teg. olíu — R niðursett verð). M Lótið okkur krulla hár A yðar með þeirri aðferð, N sem ó bezt við hár yðar. E N T Hárgreiðslustolan PERLA Sími 3895. Berg.str. 1. Góð bók Ier einhver bezta tæki- færisgjöfin. — Flestir bókamenn lesa Nýja dagblaðið. Vegna þessa er gott að minna é | góðar bækur t blaðinu. Verzliö við þé. að öðru jöfnu, sem auglýsa 1 Nýja dagblaðinu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.