Nýja dagblaðið - 09.12.1934, Síða 1

Nýja dagblaðið - 09.12.1934, Síða 1
2. ár. Reykjavík, sunnudaginn 9. desemb. 1934. ammmm^m—m^^mmmrna—m 292. blað Heimsviiburiir síðustu viku u Heitustu deilumálin í Evrópu eru milli Ungverja og Júgoslava og um Saarhéraðið Voflr vfir nv Deila Ungverja og Júgóslava. Mest umrædda málið þessa vikuna hefir verið deila Ung- verja og Júgóslava.. Tilefni hennar hefir áður verið rakið ítarlega hér í blaðinu, en >að er í stuttu máli ásökun Jugo- slava um það, að Ungverjar eða sex mánaða í senn. Stjóm Jugoslava hefir nú ákveðið, að landvistarleyfi þessara manna skuli ekki endurnýjuð, og telur sem aðalástæðu, að vegna mikillar atvinueklu í landinu hafi orðið að grípa til þessara ráðstafana. Stjórnin í Ungverjalandi hef- Litla bandalagið. Frá vinstri til hægri: Titulescu utanríkisráðh. Rúmeniu, dr. Benes utanrikisráðherra Tékkóslóvakiu, Jcítitsck utanrikisráðh. Júgóslaviu. hafi veitt banamönnum Alex- anders konungs beinan og ó- beinan stuðning, leyft þeim landvist, ungverskir liðsforingj- ar æft þá í vopnaburði o. s. frv. Krafa Jugoslava um að Þjóðabandalagið tæki málið til rannsóknar, kom til umræðu í Þjóðabandalagsráðinu síðastl. föstudag. Fulltrúar beggja landanna báru þar fram á- kveðnar óskir um það, að Þjóðabandalagið tæki málið að sér og hinn raunverulegi sann- leikur kæmi í ljós. En jafnframt þessu hefir gerst nú í vikunni atburður, sem er liklegur til að auka fjandskapinn milli þessara landa að miklum mun. Um 80 þús. Ungverjar hafa dvalið í Jugoslavíu um lengri tíma og hafa þeir fengið endurnýj- uð landvistaxlsyfi til þriggja ir mótmælt þessari ákvörðun. En þau mótmæli hafa ekki ver- ið tekin til greina. Eftir frásögnum frá landa- mærahéruðum, er ástandið þar hið uggvænlegasta. 1 bæjunum í Ungverjalandi nálægt landa- mærunum, er nú fullt af flótta- mönnum og hefir sumstaðar ekki verið hægt að útvega nema litlum hluta þeirra húsaskjól. Þetta fólk hefir orðið að skilja eftir eigur sín- ar og muni og hefir ekkert fyrir sig að leggja. Margir hafa hina hörmulegustu sögur að segja. T. d. hefir verið sagt frá því, að gömul hjón hafi orðið að skilja eftir tvær dæt- ur sínar, sem dvöldu hjá skyld- mennum þeirra, vegna þess livað þau fengu,1 nauman tíma til burtferðar. Með vissu verður það ekki sagt, hvorsu margir flótta- mennirmr eru, en bæði ung- verskum og jugoslavneskum yfirvöldum kemur saman um það, að þeir sikpti mörgum þúsundum. Ungverska stjórnin tók þá ákvörðun á fundi 7. þ. m. að sem flest af þessu fólki yrði flutt til Bqdapest, þar sem yrði séð fyrir því fyrst um sinn. Vegna brottrekstranna hafa Jugoslavar aukið til muna herafla sinn á landamærunum og hafa Ungverjar litið á þær ráðstafanir með mikilli tor- tryggni. Atburðir þessir eru hinir í- skyggilegustu fyrir friðarhorf- urnar í álfunni. Löndin þama í kring skiptast þegar í tvo flokka, og myndu óðar tilbúin að veita sinn stuðning, ef grip- ið yrði til vopna. Ítalía og Austurríki fylgja Ungverja- landi að málum, en Rúmenía og Tékko-Slovakía fylgja Jugo- slavíu, en það eru þessi þrjú síðastnefndu lönd, sem mynda Litla bandalagið svokallaða. Saar-málíð Athygli manna beinist nú alltaf meira og meira að at- kvæðagreiðslunni í Saar, en hún á að fara fram í næsta mánuði. Þriggja manna nefnd, valin af Þjóðabandalaginu, hef- ir undanfarið unnið að því, að r.á samkomulagi milli Þjóðverja og Frakka um Saarmálin og gaf nefndin skýrslu um störf sín nú í vikunni. Hefir hún komið sér saman um eftirfar- andi atriði, sem stjórnir Þýzka- lands og Frakklands telja sig geta fallizt á: 1. Falli atkvæðagreiðslan þannig að Saar komi undir yf- iráð Þýzkalands skulu Frakkar selja Þjóðverjum kolanámur sínar í Saar fyrir 900 milj. franka. Kolanámur þessar eru afarauðugar og eru Frökkum mikilsvirði. Þó skal Frökkum heimilt að halda ýmsum nám- um' endurgjaldslaust næstu fimm ár, en kolavinnsla þeirra má þó ekki fara fram úx 2-2 Sogsvirkjunin (xengið frá samningum um lán til virkjunarinnar Samkvæmt skeyti sem blað- inu hefir borizt frá borgar- stjóra Jóni Þorlákssyni, og upplýsingum frá fjármálaráðu- neytinu, hafa samningar nú verið fullgerðir um lán til virkjunar Sogsins. Lánið er að upphæð öVí milj. sænskar krónur. Vextir af því 4i/o% og útboðsgengi 9714 af hundraði. Samið hefir verið við ýms firmu og félög um að taka að [ sér vissa hluta verksins og sölu efnis. Verður verkið hafið innan skamms og talið ekki ólíklegt að rekstur geti byrjað haustið 1936. Fyrir hönd ríkisstjónrarinn- ar hafa þeir Jón Krabbe stjómarfulltrúi í Kaupmanna- höfn og Sigurður Jónasson forstjóri aðstoðað við lántök- una og gengið frá samning- um. Lobrun forsetl Frakklands. milj. smál. árlega. 2. Embættismenn skulu ekkí verða látnir fara úr stöðum sín- um vegna þjóðernislegra á- stæðna. 3. Verkamönnum skal vera frjálst að halda félagssamtök- um sínum áfram og trúar- bragðafrelsið sltal eldd afnum- ið. Fleiri ákvæði eru í þessum samningum en þetta eru þau helztu. Þýzk blöð láta vel yfir þessu samkomulagi, en and-nazista- blöð láta sér fátt um finnast og telja að reynslan hafi sýnt, að Þjóðverjar haldi illa loforð sín í seinni tíð. Saarmálin verða rædd á Þjóðabandalagsfundum, sem nú standa yfir og verður þar meðal annars gengið frá fyrir- komulagi á alþjóðalögreglu þeirri, sem á að starfa í Saar meðan atkvæðagreiðslan stend- ur yfir. Er ætlazt til að í henni taki þátt lögreglumenn frá sem fiestum þjóðum 0g stafi hún á ábyrgð Saarnefndar Þjóða- bandalagsins. Telja Þjóðverjar sig vel geta fallizt á það, að höfð verði þar alþjóðalögregla, en Frakkar hafa látið svo um madt, að þair muni ekki taka þátt í henni. Samskonar yfir- lýsingar hafa fulltrúar Rúss- lands og Tékkóslóvakíu gefið. Kosningahiti er mikill í Saar og er undirróður geysilegur af hálfu þýzku st j ómarinnar. Merkilegt er það, að kommún- istár, sósíalistar og katólskir menn standa hlið við í barátt- unni gegn yfirráðum Þjóð- verja. Tveir þeir fyrstnefndu gera það af pólitískum ástæð- um, hinir síðastnefndu af trú- arbragðaástæðum. Morð Kíerofís 1. þ. m. var myrtur í Lenin- grad þekktur rússneskur verka- mannaleiðtogi, Serge Kieroff. ILann var einn af nánustu sam- verkamönnum Stalins og þótti með afburðum snjall ræðumað- ur. Banamaður hans var hand- tekinn, en dómur hefir ekld felldur yfir honum ennþá. Morð þetta hefir að sögn valdð miklar æsingar í Rúss- landi og hefir alla síðastliðna viku verið gengið að því kapp- samlega að klófesta alla þá, sem líklegir væru til gagnbylt- ingarstarfsemi. 1 Leningrad hafa 8 embættismenn lögregl- unnar verið reknir, sakaðir um slælegt eftirlit. Fjölmargir menn hafa verið teknir til yfir- he.vrslu. Stjórnin hefir lagt fyrir dómstólana að hraða öll- um glæpamálum, sem eigi pólitískar orsakir og ekki skuli hikað við að kveða upp dauða- dóma. Þessari fyrirskipun stjórnar- innar hefir sýnilega verið vel hlýtt, því 6. þ. m., þegar Kieroff var jarðaður, var opin- berlega tilkynnt, að síðan hann var myrtur hafi 71 maður ver- ið tekinn af lífi vegna póli- tískrar undirróðursstarfsemi gegn stjórninni

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.