Nýja dagblaðið - 10.01.1935, Page 1

Nýja dagblaðið - 10.01.1935, Page 1
Íjómannadeilan Viðtal vid sáttasemjara ríkisins. íormann Sjó- mannatélagsins og varatormann Félags íslenzkra botnvörpnskipaeigenda Nýja dagblaðíð átti í gær við- tal við sáttasemjara í vinnu- deilum, Bjöi-n Þórðarson lög- mann, varaformann Félags ísl. botnvörpueigenda, Kjartan Thors og formann Sjómannafá- lags Reykjavíkur, Sigurjón Á. Ólafsson, og spurði þá hvað liði sjómannadeilunni ’og um orsakir hennar. Vidtal viÖ Björn Þórðarson Bjöm Þórðarson skýrði blað- inu frá því, að undanfama daga hefði hann haldið fundi með báðum aðiljum, án nokk- urs árangurs, og væri enn ekki meiri vonir um samkomulag en í upphafi deilunnar. Vidtal viö Sigurjón Olafsson Sigurjóni ólafssyni sagðist frá á þessa leið: Deilan milli sjómanna og út- > gerðarmanna er urri ýms at- ; riði, sem samningarnir frá 1929 / ná ekki til. Hafa orðið ýmsar . breytingar á útgerðarháttum . síðan, sem ekki var gert ráð fyrir í samningunum, en nauð- syn krefur, að tekið sé tillit til í samningum milli sjómanna og útgerðarmanna. Má t. d. nefna, að í samn- ingunum frá 1929 er tekið fram, að skipstjóri geti gefið hóseta frí með fullu kaupi, meðan skipið er í söluferð. En þetta hefir oft verið þannig í framkvæmdinni, að nokkrir há- i setar hafa verið afskráðir meðan skipið fór út og ekkert , kaup fengið meðan skipið var í ferðalaginu. Úr þessu vilja sjómenn fá bætt og afstýra því, að útgerðarmenn noti þessa aðferð til að rýra kaup þeirra. Þá hafa sumir útgerðarmenn tekið þá venju upp,að láta skip- in veiða sjálf nokkuð af afl- anum og kaupa síðan til við- bótar. Þetta þýðir kauplækkun hjá sjómönnum, því lifrarhlut- urinn verður lægri, en ef skipin veiddu allan aflann. Því vilja sjómenn fá lifrarhlut af þeim afla, sem er keyptur. Mesta breytingin er þó sú, að togaramir hafa verið gerð- ir að einskonar flutningaskip- um, látnir kaupa fisk á höfn- um til útflutnings. Þetta hefir þýtt mikla kauplækkun hjá há- Björu pórðarson lögmaður, Háttasemj. ríkisins í vinnudeilum. setum, þar sem þeir fá engan lifrarhlut, enda þótt fastakaup- ið sé 18 kr. hærra. Sjómenn fara því fram á, að mánaðarkaupið á flutningatog- urum sé 300 kr. og er það byggt á því, að það séu venju- leg laun háseta á togurum, sem stunda veiðar. Einnig hefir verið samþykkt í Sjómannafélaginu, að háset- um yrði fjölgað á þessum skip- um, en þeir eru nú til muna færri, en á hinum, sem stunda veiðar. En Sjómananfélag3- stjómin taldi sig geta fallizt á þá tölu háseta, sem útgerðar- menn álitu hæfilega, enda hafði þá samninganefndin frá út- gerðarmönnum fallizt á kaup- hækkunina, en þær vonir brugðust eins og kunnugt er. Viðtal við Kjarfan Thors Kjartani Thors sagðist þann- ig frá: Þó erfiðlega líti út á hinu nýbyrjaða ári, ætluðu útgerð- armenn að gera út með ó- breyttum samningum við sjó- menn. Verkfallið stafar af því, að sjómenn vilja gera ýmsar breytingar á samningunum, sem útgerðarmenn vilja ekki fallast á. I samningunum frá 1929 seg- ir, að skipstjóra sé heimilt að gefa háseta frí með fullu kaupi meðan skipið er í sölu- ferð. Sjómannafélagið vill orða þetta svo, að sjómenn haldi fullu kaupi þangað til skipið komi úr utanför. Á það vilja útgerðarmenn ekki fallast, því ef skipið dvelst eitthvað ytra, t. d. vegna viðgerðar, vilja þeir ekki kosta meiri mannafla en nauðsyn krefur. Frh. á 4. s. Taining atkvaða f Saar verönr lokiö á mánu- dagskvöld Menn ern tarnlr aðflytja traneka peninga úr landi Londou kl. 17, 9/1. FÚ. Mikið er nú farið að flytja franska peninga í Saar til Frakklands. Sagt er að meir en hundrað miljónir franskra franka hafi verið flutt síðast- liðinn hálfan mánuð. Menn sem eiga þetta fé, óttast það að ef atkvæðagreiðslan verður méð Þjóðverjum, muni Schacht taka franska peninga í Saar, en þeir eru gulltryggðir, en láta í staðin þýzka seðla, sem engin gulltrygging er fyrir. Berlln kL 8, 9/1. FÚ. Kjörstjóm Þjóðabandalagsins í Saar tilkynnir, að talning at- kvæða eftir atkvæðagreiðsluna á sunnudaginn kemur, verði sennilega lokið á mánudags- kvöld, og muni úrslitin þá sam- tímis birt í Saarbriicken og Genf. Berlin kL 8, 9/1. FÚ. Burckel, Saarfulltrúi Hitlers, mun tala á fundi, sem haldinn verður í Kaiserslautem í kvöld. Hefir öllum erlendum1 blaða- mönnum í Saar verið boðið á fundinn. Svartaþoka f gær í Englandi og flmeríku Flugvél var í 3 tima að leita að fluffhöfninni í Chioago London kL 17, 9/1. FÚ. Þoka grúfir yfir mestum hluta Englands í dag og haml- ar umferð jámbrautarlesta og bifreiða, en hefir alveg stöðv- að skipaferðir á Thairies og táfið flugferðir. Á ýmsum stöð- um hefir það aukið hættuna, að fannkoma hefir verið tals- verð og frost. Þokan er ennþá verri á suðausturströndinni en á Thames. í New York hefir þoka einn- ig hamlað skipaferðum. 13 skip liggja nú í New Yorkhöfn og komast ekki leiðar sinnar vegna þoku og nieðfram allri austurströndinni hafa skipa- ferðir tafizt tvo undanfarna sólarhringa. Tveggja ferjuskipa frá New York er saknað. Alvarlegar truflanir á flugferðum hafa Framh. á 4. aiðu. Laval kom heim í gær Samningar Frakka og Itala hafa verið undirritaðir og birtir London kL 17, 9/1. FÚ. Þegar Laval kom heim frá Róm í dag.tóku á móti honum á j árnbrautarstöðinni ráðh err- amir og milcill mannfjöldi ann ar. Seinna gekk hann á fund forsetans og skýrði honum frá viðræðunui»i í Róm. Hann af- henti einnig Flandin forsætis- láðherra skýrslu sína og sömu- leiðis enska sendiherranum í París. í viðtali við frönsk blöð sagði Laval í dag, að hann kæmi heim aftur mjög ánægð- ur yfir því, að sér og Musso- lini hefði tekizt að koma á ör- uggri og varanlegri vináttu milli Frakklands og Italíu. „Ég held“, sagði hann, „að ég hafi unnið vel fyrir hagsmuni lands- ins og fyrir málefni friðarins“. London kL 17, 9/1. FÚ. Afvopnunarboðskapur, und- irskrifaður af Laval og Musso- lini, var birtur í dag. í honum eru engin ákveðin ummæli um það, að nokkur sérstök þjóð sé að vígbúast, en hinsvegar er sagt, að ef það sannist, að ein- hver þjóð vígbúist, múni Frakkar og Italir ráðgast um málið. Báðar þjóðir skuldbinda sig til þess að reyna, að fá Þjóð- verja til þess að taka aftur þátt í umræðunum um afvopn- unarmálin. Frönsku blöðin gefa það í skyn í dag, að í viðræðunum í Róm hafi náðst fullt samkomu- lag um nýjan grundvöll fyrir frekari samningaumleitunum um afvopnunarmálin og L’ Ouvre segir, að Laval ætli til Berlínar þegar hann og Fland- in komi úr Lundúnaför sinni. Múhaneðstrúarmenn og Hindúar berjasj i Indlandi Lögreglan akaut & mannfjöldann — 9 menn lélln London kL 17, 8/1. FÚ. • Mikið upphlaup varð í dag í Colapor í Indlandi og börðust ]/ar Múhaméðsmenn og Hindú- ar. En 9 ménn féllu, meðal þeirra tvær konur, og margir særðust. Söfnuður Múhameðsmanna hafði plantað trjám meðfram veginum að musteri þeirra í banni yfirvaldanna, sem höfðu synjað um leyfi til þessarar trjáplöntunar. Þegar verkinu var lokið, komu eftirlitsmenn til þess að skoða það. Mikill mannfjöldi safnaðist saman og bjóst við því að rífa ætti trén, og tókst brezku1 yfirvöldunum með naumindum að afstýra upphlaupi. Seinna kom hópur af Hindúum á staðinn og sló þá á skömmum tíma í trylltan Verða 5000 Saarbúar sYÍftir amerísknm borgararétti? Kalundborg kl. 17, 9/1. FÚ. Margir Þjóðverjar frá Banda- ríkjunum hafa farið til Saar, til þess að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni þar. Nú er sagt að komið hafi til orða i stjórninni vestra, að svifta þessa menn amerískum borg- ararétti, ef þeir gerðu alvöru úr því að neyta atkvæðisréttar síns. Ef úr þessu verður nær það til 5 þúsund manns. bardaga, og var allt haft að vopni, sem í náðist, axir, grjót og sigðir. Lögreglan neyddist til þess að skjóta á múginn áður en það tókst að dreifa honum og lágu þá fallnir menn og særðir eftir á götunni. Yfirvöldin hafa fyrirskipað rannsókn á málinu. Engir brezkir embættismenn voru við þetta riðnir. August Krogh, hinn heims- i'rægi danski lífeðlisfræðingur, sem fékk Nobelsverðlaun 1920, fyrir afrek sín í þessari vís- i indagrein, varð sextugur ný- lega. Hann er heiðursdoktor við marga erlenda háskóla og er með allra þekktuStu vísinda- mönnum Dana.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.