Nýja dagblaðið - 31.01.1935, Qupperneq 1
3. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 31. janúar 1935.
25. WaS
a
inwi
afneitar saurblaði
»einkafyrirtækisins«
BlaS þeirra Jóns í Dal og-
Þorsteins Briem birti síðastlið-
inn laugardag ákaflega ill-
kvittnislegan greinarstúf um
meiðyrðamál Sigurðar Ivrist-
inssonar gegn Morgunblaðinu.
Er í grein þessari teldð á
mjög lúalegan og ógeðslegan
hátt í streng með Morgunblað-
inu út af þessu máli. Er alveg
ótvírætt gefið í skyn, að blaðið
álíti, að J. J. hafi svarið rang-
an eið í þessu máli, en Ólafur
Thors hinsvegar sagt heilagan
sannleikann! Um þetta segir
„Framsókn“ m. a.:
„Að vísu hafa ekki að því,
er vitað er, verið bornar brigð-
ur á framburð Ólafs Thors, en
hinsvegar mjög sveigt að J. J.
um þá hluti“.
Hér í blaðinú var í gær vak-
in athygli á því, hversu undar-
legt það mætti heita, að
Tryggvi Þórhallsson, serri vel
má vita hið sanna í þessu máli,
skuli láta blað, sem hann er
talinn útgefandi að, flytja ann-
að eins og þetta.
Það kom líka fram í gær, að
Mbl. hafði reiknað með því, að
þessi urnmæli „Framsóknav"
væru frá Tryggva Þórhallssyni
komin. Um þetta stendur í
Mbl.:
„Blaðinu Framsókn er stjórn-
að af þriggja manna útgáfu
stjórn auk ritstjórans, og er
þar talinn ef stur á blaði:
Tryggvi Þórhallsson banka-
stjóri — sem sennilega ber að
skilja svo, að hann sé formaður
stjórnárinnar. Það er því full-
komlega óhugsandi, að blaðið
minnist einu orði á mál, sem
Tryggvi Þórhallsson.
Tr. Þ. er svo mjög við riðinn,
án þess að hann ráði því, með
hvaða hætti það er gert“.
En í þessu efni hefir nú
Morgunblaðið orðið fyrir stór-
kostlegum vonbrigðum.
Tryggvi Þórhallsson hefir í
gærkveldi birt í einu dagblað-
inu hér yfirlýsingu um það
„Að hann hafi ekki skrifað
þessa smágrein í Framsókn og
eigi engan þátt í henni, og hafi
hún komið í blaðinu án sinnar
vitundarog vilja“.
Mörgum gömlum vinum og
samherjum Tr. Þ., sem tæplega
gátu trúað því að greinin væri
írá honum, mun þykja vænt
um, að hann hefir opinberlega
hreinsað óþverrann af sér.
En það vesala blað, sem Tr.
Þ. ennþá telst meðal útgefenda
að, hefir með þessari afneitun,
hlotið verðskuldaða smán.
Efri máistofa Bandaríkjaþingsins fell-
ir tillögu Roosevelts um þáttöku
Bandaríkjanna í alþjóðadómstóínum
London kl. 8,45 30./1. FÚ.
Efri málstofa Bandaríkja-
þingsins hefir fellt tillöguna um
þátttöku Bandaríkjanna í Al-
þjóðadómstólnum í Haag. Þetta
kom mönnum mjög á óvart,
enda er það í ’fyrsta skipti
sem felld er tillaga sem komið
hefir fram samkvæmt ósk
Roosevelt forseta. Til þess að
samningurinn um þátttöku
Bandaríkjanna í starfi alþjóða-
dómstólsins yrði staðfestur,
þurfti 7» atkv., en atkvæði
féllu þannig, að 52 greiddu at-
kvæði með, en 36 á móti.
London kl. 17 30./1. FÚ.
Roosevelt forseti hefir færst
undan að láta uppi neitt álit um
þá ráðstöfun öldungadeildar,
að fella frumvarpið um þátt-
töku Bandaríkjanna í alþjóða-
dómstólnum í Haag. Einn af öt-
ulustu stuðningsmönnum frum-
varpsins komst svo að orði um
Hitler lætur mlkið
yfir sér
London kl. 17 30./1. FÚ.
Hitler gaf út opinbera til-
kynningu í dag, í tilefni af því,
a, 2 ár eru liðin frá valdatöku
nazista í Þýzkalandi. Þar segir
á þessa leið: Með fögnuði og
fómarlund hefir ótölulegur
fjöldi samlanda von’a gengið í
þjónustu ættjarðar sinnar. Ný
veröld hefir tekið við af hinni
gömlu. Ég bað um 4 ár til þess
að framkvæma stefnuskrá mína
en á hálfum þeim tíma hefi ég
efnt meira en 2/a loforða minna.
Því næst skýrir Hitler frá því,
að margir af fyrri fjandmönn-
um hans hafi beðið hann fyrir-
gefningar af einlægu og iðrandi
hjarta, því að þeir hafi séð, að
Nazistaflokkurinn var að koma
því í framkvæmd, sem þeir
hefðu alltaf þráð, en það er að
rétta við heiður, frelsi og ham-
ingju hinnar þýzku þjóðar.
Hernaðaríyríræti'
anir Þjóðverja
ræddar á þingi
Sovétríkjanna
London kl. 17 30./1. FÚ.
I dag ræddi sambandsþing
Sovétríkjanna ræðu þá, er Mo-
lotof flutti í gær um utanríkis-
mál. Einn af ræðumönnunum
sagði, að verkamenn í ýmsum
hlutum Sovét-Rússlands hefðu
fyrir löngu vitað um árásar-
fyrirætlanir Þýzkalands og hélt
því fram, að rússneska þjóðin
hefði rétt til að krefjast vitn-
eskju um það, hvað Þýzkaland
hefði í hyggju gagnvart Rúss-
landi. Fulltrúi frá Ukrainu tal-
aði um það sem hann nefndi,
hinar fasistisku fyrirætlanir
Þýzkalands og væru í því fólgn-
ar, að taka Ukrainu herskildi,
en hann lýsti því yfir jafn-
framt, að hverri slíkri tilraun
mundi verða svarað með ósigr-
andi andstöðu allra Ukraniu-
búa.
þessa atkvæðagreiðslu: Hún
sýnir aðeins að vér verðum að
halda áfram baráttu vorri fyrir
bættri stjórnmálafræðslu, þang-
að til vér fáum 7 atkvæði til
viðbótar. I Genf kom fregnin
eins og þruma úr heiðskíru
lofti og var þegar talið, að öll
viðleitni til þess að Bandaríkin
inn í Þjóðabandalagið hefði
beðið mikinn hnekki. Andstæð-
ingar frumvai*psins eru hins-
vegar mjög kátir og telja að
hér með sé málinu frestað að
minnsta kosti í nokkur ár og ef
til vill fyrir fullt og allt.
„Siðaðir menn“
Svar til Thors Jensen og Olafs Thors
Eítir séra Sveinbjörn Högnason
Thor Jensen og sonur hans
Ólafur senda mér hvor í sínu
lagi „alúðar kveðjur" og „vin-
samlegar“ ráðleggingar í Mbl.
í fyrradag. Thor Jensen gerir
]iað með bréfi, sem enn er ó-
komið í mínar hendur, enda
mun það fremur eiga að prýða'
dálka Mbl. og geðjast lesendum :
þess en að ræða rökfast þau
málefni, sem samningar stóðu
um, og nú er um deilt. En son-
ur hans gerir það í leiðara, þar 1
sem hann fellur framl og tilbið- j
ur föður sinn, lofar ráðvendni
hans,. ósíngirni og búhyggindi j
í meðferð mjólkur. Telur hann |
mig lítinn karl í samanburði við
þá yfirburði, sem faðir hans
hafi í öllu þessu sýnt. — Vel
má vera að s,vo sé einnig, enda
mun ég ekki óska eftir að taxa
þátt í þeirri samkeppni við
föður hans. — Ég býst við,
að við leggjum dálítið misjafn-
an mælikvarða á þessi hugtök.
— En ekki er alveg laust við,
að mér og öðrum finnist, sem
nokkur bjarnargreiði sé það,
sem sonurinn gerir hér föður
sínum með flani sínu og fljót-
fæmi, eins og búast mátti við
af manninum, af öllum þeim,
sem þekkja hann.
En fyrst feðgarnir báðir
telja svo mikið við liggja að
verja heiður sinn og fram-
komu í þessu efni, og ausa til
þess ókvæðisorðum og órök-
studdum 'sleggjudómum yfir
mig, þá tel ég hlýða, að gera
nánari grein fyrir því, hvað það
er, sem sett hefir svo skaps-
muni þeirra úr skorðum ög
svift þá rósemd þeirri og ör-
yggi, sem góð samvizka veitir.
Ég var hvatamaður að því í
Mjólkursölunefnd, að leita
samninga við Korpúlfsstaðabú-
ið um, að það tæki að sér að
framleiða „bamamjólk“ fyrir
samsöluna eftir þeim reglum,
sem settar voru og fá um leið
eiganda búsins til að undir-
gangast það, að senda aðra
mjólk sína til gerilssneyðingar í
sameiginlega stöð með öðrum
mjólkurframleiðendum. Og ég
undirgekkst jafnframt með for-
stjóra samsölunnar, að reyna á
skilning og velvilja. eigandans
í þessu efni. — Ef þetta næðist
vannst það tvennt, að draga úr
dreifingar- og gerilsneyðingar-
kostnaði fyrir alla hlutaðeig-
endur samsölunnar á friðsam-
legan hátt, og að uppfylla þá
ósk ýmsra neytenda um að
„bamamjólk“ væri seld í sam-
sölunni.
Thor Jensen vildi ekki ræða
þetta sjálfur, en setti Ólaf son
sinn til að taka þann vanda af
sér. Strax í fyrsta samtali
virtist Ólafur vilja sýna nokk-
urn skilning á þessu. Viður-
kenndi hann, að ekki gæti
komið til mála að kaldhreins-
aða mjólkin, sem seld var frá
Korpúlfsstöðum áður, yrði seld
í samsölunni framvegis. — Það
væri hreint lagabrot, eins og
rétt er. — Ennfremur viður-
kenndi hann, að „barnamjólk-
in“, sem áður var seld þaðan,
hefði verið seld svo háu verði,
að hrein fjarstæða væri, að
hugsa sér það verð framvegis.
„60 aurar er of hátt og 50 aur_
ar eru of hátt“, sagði hann.
Verðið hlyti að liggja einhvers-
staðar á milli 45 og 50 aura,
sem sanngjamt væri að selja
slíka mjólk fyrir. — Þá taldi
hann, að hann og faðir sinn
yrðu að athuga ákvæði reglu-
gerðarinnar, um það, hvort
þeir teldu sér fært að framleiða
slíka „barnamjólk“. Næsta dag
sátu faðir og sonur yfir þess-
um athugunum. Báru þeir síð-
ar fram ýms atriði, sem erfitt
yrði að uppfylla, t. d. kælingu
mjólkurinnar,' tímalengd til að
koma mjólkinni til neytenda o.
fl. o. fl. Allt myndi þetta ærið
kostnaðarsamt að því er þeir
töldu, þegar borið væri saman
við það, sem þeir hefðu leyft
sér áður í þessu efni. Þá vildu
þeir fá verðið ákveðið. Var
verðlagsnefnd kölluð saman til
þess, og þeim boðið að gera
tillögu til hennar. Skyldi sú til-
laga íhuguð, ef rökstudd væri.
— Sú tillaga kom þó aldrei, og
var þá verð ákveðið til bráða-
birgða 5 au. hærra en á venju-
lega mjólk. — Er það minni
verðmúnur en nokkursstaðar
þekkist hér í löndunum um-
hverfis, þar sem barnamjólk er
framleidd. — Þegar hér var
komið sáu þeir feðgar, eftir að
vera búnir að fá frest dag eftir
dag, að gamli loddaraleikurinn
með Korpúlfsstaðamjólkina yrði
ekki leikinn framvegis, undir
því eftirliti, sem hér átti að
hafa. Saían myndi minnka og
verða hverfandi. Meiri kröfur
og meiri kostnaður en áður og
þó ættu þeir að selja lítrann
15 aurum lægra. Upp úr þessu
var ekkert að hafa á mæli-
Framh. á 4. síðu.