Nýja dagblaðið - 20.03.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 20.03.1935, Blaðsíða 3
I f ! A BAQBLAlll 8 Nýbýli og samvinnu* byggðir Eitt af merkustu írumvörpum, sem flutt hafa verið á yfirstandandi þingi, er frumvarp um ný- býli og samvinnubyggðir, er þeir flytja Bjanii Ás- geirsson, Emil Jónsson og Páll Zophoníasson. Fer hér á eftir yfirlit um stofnkostnað einnar slíkrar byggðar með 10 býlum, eins og hann er á- ætlaður í greinargerð: I. Áætlun um stofnkostnað samvimiubyggðar og rekstur hennar. Byggð verða 10 býli í sama hverfi. Til ræktunar eru ætlaðir 100 ha. Gert er ráð fyrir, að landið sé mýrlendi, er þurfi að ræsa að fullu. Beitiland, 400— 500 ha. af grónu landi, verður að fylgja byggðinni. Aðalbústofn byggðarinnar verða nautgripir, en auk þess svín og hænsni, jarðrækt og búpeningsrækt verðuir rekin sameiginlega fyrir hverfið, en hvert býli hefir hænsni fyrir sig og dálítínn matjurta- garð til sérræktunar. Ríkið leggur veg frá þjóðvegi að byggðinni, og nauðsynlegustu ræktunarvegi um hana. Það lætur grafa aðalþurrskurði um allt tún- stæðið — 100 ha. —og þurrkar að fullu 30 ha. og ræktar þá. Ræktun landsins stendur yfir í tvö ár, og verður sáð höfrum hið fýrra en grasfræi hið síðara. Samhliða framræslu og ræktun verður túnstæðið girt. Ibúðar- og peningshús verða reist, er nægi fyrir hinn fyrirhugaða búrekstur. Að þessum framkvæmdum loknum verður byggðin afhent samvinnubyggðafélagi samkvæmt þeim ákvæðum, er í frumvarp- inu greinir. 1. Ræktunarkostnaður: Framræsla: Aðalþurrskurðir, opnir, um 100 ha. svæði, ca. 5000 m. á lengd, 1,75 m. djúpir, breidd að ofan 3 m., botnbreidd 0,4 m. Þverflötur 8 m.2 Rými skurðanna 15000 m.3 á 0.70........... kr. 10500.00 30 ha. af landinu eru fullþurrkaðir með hnausræs- um, ca. 15000 m. á lengd á 0.40 .... — 6000.00 Vinnsla á landinu: 80 ha. unnir að dráttarvélum fyrsta vinnsla á 120.00 — 3600.00 30 ha. unnir með dráttarvél, önnur vinnsla 100.00 — 3000.00 Sáðvörur og áburður: Höfrum sáð 1. ár — 6000 kg. á 0.20 ........ — 1200.00 Áburður 1. ár — 90 sk. nitrophoska á 35.00 .... — 3150.00 Áburður 2. ár — 90 sk. nitrophoska á 35.00 .... — 3150.00 Grasfræ — 40 kg. pr. ha. — 1200 kg. á 2.25 .... -— 2700.00 Girðing um tún: Girt með 65 cm. háu vírneti og 1 strengur af gaddavír — 4000 m. á 0.75 .......... — 3000.00 Ræktunarvegur: 1000 m. á lengd — ca. 300 dagsverk...... . — 2500.00 Verkstjórn o. fl. ...................... . — 1200.00 Kr. 40000.00 2. Húsagerð. Hýsing jarða er eitt erfiðasta verkefni landbúnaðarins. Húsa- gerð verður afar dýr, þar sem við verðum að flytja inn megin- hluta alls byggingarefnis. Landbúnaður vor krefst mikils húsa- kosts, vegna þess hve búféð er rúmfrekt. Frá landnámstíð hefir aðalverkefni hveirar kynslóðar verið það, að byggja léleg moldar- hreysi yfir sig, og nú er svo ástatt, að mikill meiri hluti af bænda- býlum vorum má teljast húsalaus með öllu. Þess verður að gæta, að yfirbyggja ekki býlin með of dýrum húsum, eins og nokkrir hafa brennt sig á nú síðustu árin. Vandasamasta úrlausnarefni nýbýlamálanna er að reisa nægi- iega vandaðar byggingar, sem þó verði ekki of dýrar. Hér er birt kostnaðaráætlun um að byggja hús í 10 býla sam- vinnubyggð. Áætlunina hefir gert Þórir Baldvinsson. Þá hefir hann og sömuleiðis gert uppdrætti þá, sem fylgja yfir húsaskipun væntanlegrar samvinnubyggðar. Ibúðir hinna 10 býla eru reistar í einni lengju og gripahúsin í annari. Á milli þeirra myndast matj urtagarðar, þar sem hver fjölskylda hefir sinn eigin garð. Til hliðar við matjurtagarðinn eru reist hænsnahús, 5 sambyggð hvoru megin. Er svo til ætlazt, að hvert býli hafi hænsni fyrir sig. Þetta er að vísu aðeins frum- drættir að skipulagi slíkrar byggðar, en mun þó sýna allglöggt í aðalatriðum, hvernig verður að leysa þessi vandamál. Ibúð hverrar. fjölskyldu er: Tvö herbergi og borðstofueldhús. 1 kjallara, sem er undir hálfu húsi, er sameigin- legt þvottahús fyrir hverjar tvær fjölskyldur. Peningshús eru: Tvö fjós fyrir alls 100 nautgripi, ásamt hlöðum fyrir þurrhey og vothey og steyptum haugstæðum fyrir mykju og þvagþróm undir nokkurn hluta haugstæða. Hest- hús er fyrir 9 hesta og svínahús fyrir nálægt 50 svín. Sameiginlegt verkstæði fyrir tré- og járnsmíði er einnig í byggingunni. Að lokum er ætlazt til þess, að eitt hænsnahús sé fyrir hverja fjölskyldu, sem rúmi allt að 50 hænsn. Til er ætlazt, að öll hús séu byggð úr steinsteypu og að út- veggir allir séu tvöfaldir og lagður þurr strengur í tróðholið. K o s t n a ð a r v er ð húsa: Ibúsir 10 fjölskyldna — 1420 m.3 á 30.00 .... kr. 42600.00 Gripahús með hlöðu og haugstæðum fyrir 100 gripi, kr. 500.00 pr. grip ..................... — 50000.00 Svínahús, smíðaverkstæði, verkfærageymsla og girðingar um matjurtagarð ............... — 8000.00 10 hænsnahús — hvert á 600.00 ............... — 6000.00 Samtals kr. 106600.00 3. Búpeningur (stofnkostnaður): 70 kýr á 270.00 .................... 5 svín (4 gyltur og 1 göltur) 200.00 8 vinnuhestar á 200.00 ............. 18900.00 1000.00 16000.00 kr. Samtals kr. 4. Búslóð: 1 dráttarvél með tilheyrandi jarðvinnslutækjum — plóg, diskaherfi, rótherfi og flaghverfi 25% 1 plógur — fyrir hesta ......................... 3 hverfi — fyrir hesta — meðalverð 150.00 ...... 2 þvagdreifarar — ámur til þess að setja á vagna 150.......................................... áburðardreifari — fyrir tilbúinn áburð ........ sláttuvélar — 400.00 .......................... snúningsvélar 475.00 .......................... rakstrarvélar 250.00 .......................... 3 vagnar — til þess að flytja hey og áburð — 400.00 2 kerrur 200.00 ................................. Garðyrkjuáhöld — raðhreinsari, sáðvél o. fl...... Smærrj áhöld og verkfæri ýmiskonar .............. 1 vöruflutningabíll ............................. 21500.00 4500.00 100.00 450.00 300.00 350.00 800.00 950.00 1000.00 1200.00 400.00 600.00 500.00 4000.00 Samtals kr. 15150.00 Til kaupa á innanhússmunum er ekkert ætlað. Verður hver fjölskylda að sjá fyrir áhöldum til matgerðar og nauðsynlegustu húsgögnum án stuðnings. Hinsvegar verður að taka með í stofn- kostnaði samvinnubyggðarinnar öll tæki, er þarf við rekstur bús- ins að því er tekur til jarðræktar og búfjárræktar, því að nýbýl- mgum er ókleift að afla sér þeirra á annan hátt. Framh. á 4. síðu. Þegar áhug- inn vaknaði Fjölda mörg málefni þessa bæjar þau er að almenningi snúa, hafa verið í ákaflega augljósum ólestri undanfarin ár og eru enn þann dag í dag. Mörg þessi mál eru þannig vaxin, að þau hljóta að vekja konur borgarinnar ekki síður en karla til umhugsunar og áhuga um það, að þar á verði ráðnar einhverjar umbætur. Það eru til dæmis atriði, sem grípa inn á útgjaldaliði hvers heimilis, og snerta einkum störf konunnar. Tökum til dæmis gasið, sem notað er til suðu. Allir vita hve gífurlegt okurverð er á því frá hendi bæjarins. Og allir vita hitt líka, að drjúgur hluti þess beina gróða, sem bærinn hefir af sölu þessarar nauðsynjavöru, er tekinn sem eyðslueyrir til út- gjalda. Með öðrum orðum, það er skattur, sem tekinn er jafnt af fátækum sem ríkum, ekki í þágu fyrirtækisins, sem fram- leiðir nauðsynjavöruna, heldur í þágu hátekju- og stóreigna- mannanna, sem losna þá frem- ur við réttlát útsvör til síns bæjarfélags. Hafa íhaldskonurnar, sem allt í einu þykjast hafa fengið þennan líka logandi og dæmá- lausa áhuga fyrir velfarnað- armálum heimilanna í bænum, nokkurntíma siimt þessu máli? Nei! Þær hafa aldrei gert það svo vitað sé. Þeim hefir legið þetta hjartanlega í léttu rúmi. Og hvernig er með rafmagn- Framh. á 4. BÍðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.