Nýja dagblaðið - 20.03.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 20.03.1935, Blaðsíða 1
Líftrv^iMastofnun Frumvarp nm bana er nú flntt at meirahluta allsherjarneindar Nd., samið at Arna Björnssyni t'yffflngatrsiingi Meirihluti allsherjarnefndar neðri deildar flytur sanikvæmt beiðni atvinnumálaráðherra frumvarp til laga um Líftrygg'- ingarstofnun ríkisins. Upphaf- lega er frv. samið af Árna Bjöi’nssyni tryggingarfræðing eftir beiðni skipulagsnefndar, sem síðar hefir gert á því ýms- ar breytingar. Samkvæmt frv. skal setja á fót stofnun fyrir iíftryggingar, sem nefnist Líftryggingarstofn- un ríkiöins og hefir hún með höndum alla venjulega líftrygg- ingarstarfrækslu hér á landi. Eftir 1. jan. 1936 er engum öðrum heimilt en líftryggingar- stofnun ríkisins, að taka að sér líftryggingar, af hvaða tegund sem er. Núverandi liitrygglngar kosta erlendan gJaldeyrL I greinargerðinni segir, að liftryggingarstarfsemi hér á landi hafi eingöngu verið rekin af erlendum félögum og stofn- unum, en það myndi tvímæla- laust verða til mikilla bóta, að gera líftryggingarstarfsemina innlenda. Á síðari árum hefir verið skortur á erlendum gjaldeyri til kaupa á erlendum nauð- synjavörum, en á meðan líf- tryggingarstarfsemin er rekin hér af erlendum stofnunum, verður yfirfærsla iðgjaldana jafnan einn liður, sem eykur þörfina fyrir erlendan gjald- eyri. Innlend tryggingastarf. semi mundi hinsvegar á því sviði takmarka gjaldeyris- þörfina á varanlegan hátt. Líftryggingastarfsemi hér á landi hefir farið mjög í vöxt á síðustu tveim áratuguml Ná- kvæmar skýrslur eru að vísu ekki til um þessa starfsemi, en af þeim skýrslum, sem eru til, virðist mega ráða, að tala tryggingarskírteina hafi meir en 5-faldazt á árunum 1914— 1982, og að tryggingaupphæð- ir hafi meira en 10-faldazt á sama tíma. Ária 1032 vorn iglenxkir menn liitryggBir íyrir nm 27 milj. kr. Samkv. Hagtíðindum (19. árg. nr. 4) hefir tala trygginga og samanlagðar tryggingar- ulpphæðir í árslok verið sem hér segir: Lífsábyrgðir Upphæðir Tala kr. 1914 ......... 1353 2530452 1932 ......... 7219 26925410 Þó eru árið 1932 ekki með- taldar tryggingar, sem enn kunna að hafa verið í gildi af líftryggingum félaga, sem áð- ur hafa starfað hér, en nú eru hætt að taka nýjar tryggingar og hafa hér engan umboð3- mann. En jafnframt er talið sennilegt, að eitthvað vanti á, að taldar séu allar tryggingar árið 1914. Það má því telja lík- legt, að það, semj vantalið er, raski ekki mikið þeirri hug- mynd um vöxt líftrygginga- starfseminnar, sem taflan gef- ur. Árley lSgJBld um 800 þús. Líftryggingastarfsemi er nú rekin hér á landi af 6 líftrygg- ingastofnunum. Þar af eru þrjár danskar, tvær sænskar og ein norsk. Iðgjöld hafa sam- tals numið þeira upphæðum, sem hér greinir: Iðgjöld: 1980 ..............kr. 469232 1981 ................— 570054 1982 ................— 579127 Þessar tölulr bera það með sér, að líftryggingastarfsemi hér á landi hefir farið vaxandi, þrátt fyrir kreppuna, og bend- ir það til þess, að líftryggingar hafi þegar náð hér almennri hylli, þótt mikið vanti á, að þær hafi náð svo mikilli út- breiðslu sem í nágrannalönd- unum. ]ói Pirláksson borgarstjóri andaðist að heímili sinu í nótt klukkan hálf tvö, eftir stutta legu. Banameinið mun hafa verið hjartabilun. Frakkar og Italir ásaka Breta fyrir að senda sir John Simon til Berlin »Vér munum þurka hina fasistisku ræningja út af yfirborði jarðarinnar« segir Sovét-blaðið Pravda porbergur porleifsson alþm. Þau einkennilegu mistök urðu í prentsmiðju Nýja dag- blaðsins í gær, að mynd af Sig- urði Baldvinssyni póstmeistara lenti inn í blaðið í stað myndar af Þorbergi Þorleifssyni alþm. Orsökin vai- sú, að myndarmót- ið, sem áður hafði verið notað í blaðinu, hafði • í ógáti verið sett í skakkar umbúðir, með mynd af Þ. Þ. utan á, og villfci þetta þann, sem annaðist „um- brot“ blaðsins. En þessi mis- tök hafa að einu leyti haft mjög góðar afleiðingar, því að myndin af formanni útvarps- notendafélagsins minnti í gær marga frjálslynda útvarpsnot- endur í bænum á það, að þeir áttu eftir að fara á kjörstað- inn í húsi Páls Stefánssonar við Lækjartorg og kjósa C-listann. Yflrlýsing Bergur Jónsson bæjarfógeti í Hafnarfirði hefir, að gefnu tilefni, beðið blaðið að birta eftirfarandi SlMSKEYTL „Alþingismaður Bergur Jónsson, Reykjavík. Ég lundirritaður settur sýslu- maður í Barðastrandarsýslu votta. hérmeð, að þér hafið af- hent mér tregðulaust allai- þær peningagreiðslur sem yður sam- kvæmt bókum embættisins bar að inna af hendi. Patreksfirði 19. marz 1935. Þorsteinn Símonarson. Undirskriftina staðfestir J. M. Snæbjörnsson stöðvarstj.“. Lygasaga, sem gengið hefir í bænum um fjárreiður Bergs Jónssonar í Barðastrandar- 3ýslu, er hér með kveðin niður. London kL 20.30 18/3. VÚ. Orðsending brezku stjórnar- innar til þýzku stjómarinnar var birt í London í kvöld. Hefst hún á mótmælum gegn því að Þjóðverjar skuli auka landher sinn og sé sú ráðstöfuh hin háskasamlegasta, þegar þar við bætist einnig tilkynning þýzku stjórnarinnar um stofnun flug- hers. Þá bendir brezka stjómin á orðsendingu Breta og Frakka 3. febr. Er sýnt fram á, að þar var gert ráð fyrir hernaðar- herra og utanríkisráðherra þar. Texti hins brezka boðskapar til þýzku stjórnarinnar var birtur í Berlín í dag. Þýzk blöð ræða mjög mikið um væntanlega komu Sir John Simon til Berlínar. Sama máli gegnir um ítölsk blöð. Þau telja för Sir John Simon á þessum tíma örlagaríka bend- ingu um það, að ekki takist að ná samvinnu milli Frakklands, Italíu og Bretlands gagnvart Þýzkalandi. Kemst eitt blaðið svo að orði, að með þessan för Ungar stúlkur úr rauða hemum. bandalagi til varnar friðinum í álfunni og jafnframt nýju samkomulagi um vígbúnað Þjóðverja, sem kæmi í stað tilsvarandi ákvæða Versala- samninganna. Telur brezka stjómin að Þjóðverjar hefðu ekki átt að taka neina slíka ákvörðun fyr en að loknum þeim umræðum. Að lokum spyr stjórnin að því, hvort Þjóðverjar óski eft- ir umræðum, á þeim grundvelli, er um hafði verið samið. Neurath utanríkisráðh. Þjóð- verja tók við þessari orðsend- ingu síðdegis í dag. Skömmu síðar tilkynnti hann, að Þjóð- verjar óskuðu eftir þessum umræðum. Frönsk blöð mæla með því, að málinu sé skotið til Þjóða- bandalagsins. Rússnesku blöðin segja, að herlög Þjóðverja sýni, að þeir séu að búa sig undir árásarstríð. London kl. 17, 19/3. FÚ. Stjómmálamenn eiga ann- íikt í dag við að undirbúa við- ræðumar í Berlín í byrjun næstu viku. Sir John Simon hefir í dag átt viðræðu við sendiherra Itala og Frakka í London um þessi mál, og sams- konar viðræður hafa átt sér stað í París og Róm milli sendi- hafi Bretland gert að engu allar vonir um slíka samvinnu, en sýnt að það ætli að ráða ráðum sínum á eigin spýtur. Annað blað segir, að allur grundvöllur sá, er áður var undir þessum væntanlegu um- ræðum, sé hruninn og að jafn slyngur stjórnmálamaður, sem Sir John Simon, hefði átt að vera maður til að hegða sér eftir hinum breyttu kringum- stæðum. Nokkur hluti þýzkra blaða lætur í ljósi kala og tortryggni í garð Englendinga, og segja þau sem svo, að Bretland þurfi ekki að gera sér vonir um að ráða um vígbúnað í Þýzkalandi. Það sé Þjóðverja einna að skera úr slíku og öðrum verði ekki þolað að blanda sér í það. Frönsk blöð taka heldur kuldalega í liinn brezka boð- skap og yfirleitt í afstöðu Eng- lendinga. Þeim ber öllum sam- an um það, að hin nána sam- vinna Frakklands og Bretlands hafi beðið mikinn hnekki. Eitt blaðið kallar slíkan boðskap beinlínis sprengikúlu, sem skot- ið sé á samvinnuhugmyndirnar milli Frakklands og Englands og önnur líta svo á, að mjög illa hafi tekizt. Blaðið Eclio De París segir, að þetta hve Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.