Nýja dagblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 3
I f 3 k Tt k • BLAVIP Jón Þorlátsson borgarstjóri nýja dagblaðið Utgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“ Ritatjórar: Gisli Guðmundsson. Mallgrimtir Jónasson. Ritstjómarskrifstofurnar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. r»; auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12, Sími 2323. Askriftargjuld kr. 2,00 á mán. I lausasolu 10 aura eint. rrentsmiðjan Acla. Jakob Mttller sýnt í eigin barm Jakob Möller hefir undai.- farna daga í Vísi verið með allskonar ásakanir í garð Fram- sóknarmanna fyrir fjármála- stjórn landsins. Það er ekki úr vegi að ræða þessi efni nokkuð við J. M. og leggja fyrir hann ýmsar stað- teyndir, sem honum kunna eí' til vill að verða dálítið óþægi- legar. Þær sömu staðreyndir voru lagðar fyrir Magnús Jónsson, er byrjaði á ósönnum árásum á Framsóknarflokkinn fyrir sömu; efni og Jakob Möller tekur nú upp. Og M. J. hefir tekið skyn- samlegasta kostinn, en ekki þann skemmtilegasta fyrir hann eða hans flokk. Sá kostur var að þagna, gefast upp. J. M. og íhaldsmenn hafa sem sé verið með öllum stórlán- um, sem tekin hafa verið, bæði til Reykjavíkurbæjar og rik- isins. Það er þessvegna tilgangs- laust fyrir J. M. að stynja undan þessum lánum. Þau eru öll hans verk og flokksbræðra hans. J. M. veit um enska lanið 1921. Hann veit hvert það lán rann og hverjir heimtuðu það tekið. Það íor allt í botnlausa hít íhaldsmanna. Næst tók íhaldið með J. M. veðdeildarlánið mikla 7 miljón- ir. Hvert fór það fé? Það fór langmest í villur íhaldsmanna í Reykjavík. En ríkið tók lánið og stend- ur í ábyrgð fyrir því. Þriðja lánið, að upphæð 10 miljónir, fékk stjórn íhaldsins heimild til þess að taka í Ameríku. Framsóknarmenn beittu sér eindregið móti þeirri lánveit- ingu, en J. M. og íhaldið sigr- aði þá. Þessu láni átti að fleygja í íslandsbanka, en nota Lands- bankann sem millilið. Hefði íhaldið sigrað 1927, hefði þetta mikla eyðslulán verið tekið, er varið hefði ver- ið á sama hátt og láninu frá 1921, ókjaraláninu mikla, sem Magnús Guðmundsson lét taka og greiddi milliliðunum fyrir 100 þús. krónur. Þá kemur að enska láninu 1930. Það var framfaralán, því var varið til hinna nýtustu stofnana og fyrirtækja, svo sem Búnaðarbankans, síldar- lu-æðslustöðvar og mai-gra ann- ara þjóðnýtra mannvirkja. fhaldsménn voru með þessari Jón Þorláksson borgarstjóri andaðist af hjartabilun í fyrri- nótt, tveim vetrum miður en sextugur. Jón Þorláksson hefir í aldar- fjórðung verið einn af þekkt- ustu forustumönnum í íslenzk- um stjórnmálum, og eru aðal- drættir úr æfisögu hans mjög kunnir öllum landsmönnum. Hann var prestssonur úr Húna- vatnssýslu, fór ungur í Latínu- skólann, vann sér þar mikið álit sem afburðanámsmaður. Stundaði síðan verkfræði í Kaupmannahöfn og var orðinn aðalverkfræðingur landsins 27 ára gamall. Skömmu síðar byrjar hann að taka mjög lántöku. Þá kenndi engrar hræðslu hjá þeim1. Þeir sam- þykktu hana meira að segja tvisvar sinnum. Og nú síðast í vetur, er Ey- steinn Jónsson fjármálaráð- herra færir saman í eitt stórt samningsbundig og langt lán þær lausaskuldir, er safnast höfðu fyrir í tíð Þorst. Briem og Magn. Guðmundssonar, þá samþykkja íhaldsmenn enn lán. tökuna eins og ekkert sé. Þeir fundu, að syndin var þeirra, skuldirnar þeirra — sökin þeirra. Að öllum þessum lánum hef- ir íhaldið staðið, fyrst og fremst sínum eigin lánum, en líka að framfaraláni því, er Framsóknarfi. tók 1930. Um allt hafa íhaldsmenn að saka sjálfa sig í fjármálastjórn landsins. Og ef þeir íhaldsmennirnir hefðu siðmenningu venjulegi-a stjórnmálamanna, mundu þeir hafa vit á að stilla sig um álas á núverandi fjármálaráðherra fyrir að hafa komið lausa- og óreiðuskuldum Þorst. Briem og M. Guðm. í langt, hagfellt og samningsbundið lán, með lægri vöxtum en áður hafa tíðkast í viðskiptum ríkisins við út- lönd. ákveðinn þátt í landsmálum, í lleimastjórnarflokknum, var kosinn í bæjarstjóm Reykja- víkur og var áhrifamikill mað- ur í stjórn bæjarins svo að segja alltaf síðan, nema þau ár sem hann átti sæti í ríkis- stjórninni. I miðju stríðinu sagði hann af sér landsverk- l’ræðingsstarfinu, en gerðist at- hafnamikill kaupmaður um byggingarefni, en stundaði samtímis ’ verkfræðisstörf. Stærsta verk hans frá þeim tíma var forstaða hans fyrir Flóaáveitunni. Hann var kosinn þingmaður fyrir Reykjavík 1921, en landskjörinn þingmað- ur 1926, og hélt því umboði þar til Iauk deilunni um kjör- dæmamálið. Hann var fjár- málaráðherra frá 1924—27, og forsætisráðherra síðasta áríð sém hann átti sæti í stjórn. Hann var kosinn borgarstjóri í Reykjavík haustið 1932, en var þá farinn að finna til las- leika þess er dró hann til dauða. Dvaldi hann síðustu árin nokk- um hluta sumars við frægan baðstað í Rínardalnum. En ekki fékk hann þar varanlega bót meina sinna, og þóttist vita, að hann myndi ekki verða lang- lífur. Höfðu sumir nánir frænd- ur hans, t. d. Þórarinn málari, þjáðst af sama sjúkdómi. Jóni Þorlákssyni tókst ekki verulega að beita kröftum sínum sem borgarstjóri, nema við eitt stórmál, undirbúning og fram- kvæmd lántökunnar til Sogs- í v i rk j unarinnar. Þegar litið er yfir æfi Jóns Þoi'lákssonar skiptast þar á skin og skúrir. Á námsárunum verður honum allt að giftu. Hann tekur há próf, og nær miklu áliti. Eftir að hann byrj- ar verzlunarfyrirtæki sitt 1917 blómgast það fyrirtæki ár frá ári, unz það varð eitt hið stærsta í sinni röð. Safnaðist Jóni fé á þeim árum, svo að hann var talinn með mestu eignamönnum á landinu, en hafði byrjað með tvær hendur tómar. Eftir að hann kom á þing varð hann fljótt aðalleið- 1ogi í flokki sínum, bæði innan þings og utan, mjög vel treyst og mikilsvirtur af samherjum sínum og skoðanabræðrum, en sætti að sama skapi andófi frá andstæðingum. Jóni Þorlákssyni hlotnaðist þannig mikið af þeim gæðum, sem almennt þykja eftirsóknar- verð. Hann hafði mikla þekk- ingu, nokkuð fjölbreytta reynslu, mikinn auð eftir ís- lenzkum mælikvarða, mikil niannaforráð í stjórn flokks síns, í stjórn landsins og stjóm höfuðstaðarins. Jón Þorláksson var fæddur til að vera í flokki hinna var- l'ærnu í þjóðfélaginu. Gáfur hans, nám hans og starf hans, allt einbeindi honum í þá átt. Hann v'arð mikill forvígismað- ur einstaklingshyggjunnar í landinu. I félagslegum efnum trúði hann á mátt sinn og meg- in, og hið ítrasta athafnafrelsi einstaklingsins. Þessvegna varð hann einlægur og sannfærður andstæðingur samvinnumanna og sameignarstefnunnar í land- inu. Saga hans er að mjög verulegu leyti um átök hans og samherja hans við þessar fé- lagslegu stefnur. Jón Þorláksson náði ekki svo fljótt sem við mátti búast eft- ir hæfileikum hans, þeim for- ráðum í þjóðmálum, sem hann vildi gjarnan hafa. Ilann bauð sig fyrst fram til þings 1908, en var ekki kosinn á þing fyr en 1921, og var þó allan þann tínia einna mestur áhrifamaður í sínum flokki. Hann var mað- ur fámáll og fáskiptinn og sein- tekinn í kynningu. Dró þetta nokkuð úr fljótteknum vinsæld- um, en varð honum líka til stuðnings er á leið„ eftir að hann hafði fengið mikil manna- forráð. Annað séreinkenni í fram- komu Jóns Þorlákssonar mátti rekja til hinna stærðfræðilegu gáfna og verkfræðináms. Hon- um var tamt að beita stærð- § fræðkenndum röksemdaleiðsl- um og að álykta út frá föstum lögmálum hinnar dauðu nátt- úru um mannleg málefni. En það átti ekki alltaf við. Manns- sálin er kvikul, lítt þekkt og torskilin, og gátur hennar tor- leystar með kaldri glögg- skyggni. Var þessi eðlismunur mjög glöggur 1 fari þeirra sam- herjanna Jóns Magnússonar og Jóns Þorlákssonar. Jón Magn- ússon var minni stærðfræðing- ur og hvergi nærri jafn mark- viss. En hann þekkti dular- lieima mannssálai’innar flestuin betur, og átti gengi sitt að þakka glöggri innsýn í skap- gerð nxanna. Jón Þorláksson leit á mannfélagið eins og óbrúað fljót, þar sem eingöngu Dyrfti að beita þekkingu á ráttúrulögmálunum til að sigra efnisheiminn. Þegar sambandsmálið var leyst 1918 hlaut hin gamla flokkaskipun að líða undir lok og nýir flokkar að myndast um innanlandsmálin. Samvinnu- menn og socialistar höfðu hvor um sig hafið flokksmyndun 1916, og hafa flokkar þeirra eflzt síðan. Þriðji flokkurinn lxlaut að nxyndast, í höfuðand- stöðu við hina tvo. Jón Þor- láksson átti mikinn þátt í að mynda þennan flokk, og móta hann. Frá sjónanniði andstæð- inganna var hann æskilegur leikmaður. Hann raðaði fylk- ingum sínunx vel og skipulega, og fór ekki í launkofa með stefnu eða talcmörk. Jafnvel þeir.sem nálega aldrei áttu sam- leið með honum eins og sá senx þetta ritar, kann að meta ein- lægni hans og stefnufestu við þann málstað, sem hann hugði réttan. Fyrir skömmu var Jón Þor- láksson á fundi ungra floklcs- bræðra sinna gerður að heið- ursfélaga. Blöðin sögðu svo frá, að hann hefði sagt þar nokkur orð, sem benda á, að hann hafi þá þegar verið farinn að sjá inn í hulda heima. Hann gerði Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.