Nýja dagblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 4
4 H Ý J A daoblabib I DAG Sólaruppkoma kl. H.80. Sólarlag kl. 6.41. Flóö árdegis kl. 5.55. Flóð síðdcgis ki. 6.10. l.jósatími hjóla og biíreiða kl. 7.10—6.0Ó. Veðurspá: Stinningskaldi a suð- austan. Rigning öðru hvoru. Söín, skriístofur ð. fL Landshókasafnið ...... 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 þjóðminjasafnið .............. 1-3 Náttúrugripasafnið ........... 2-3 I.andsbankinn ............... 10-3 Rúnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Utvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 l'tbú Landsb., Klapparst...... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan ......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins. .10-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Piskifélagið (skrifsLt.) 10-12 og 1-5 Skipaútgerð rikisins .. 9-12 og 1-6 Kimskip ...................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél. .. 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstoíur bœjarins .. 9-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrón.st. rik. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Bœjarþing kl. 10. Ræjarstjórnarfundur í Kaupþings- salnum kl. 5. Hðinuóknartíml ijtknháu: Landspítalinn ................ 3-4 Landakotsspitalinn ........... 3-5 Vifilstaðahælið . 12ya-iya og 3y2A% Laugamesspítali . 12V&-2 Kleppur ...................... 1-5 Elliheimtlið ................. 1-4 Næturvörður i Laugavegs- og Ing- ólfs-apóteki. Næturlæknir: Halldór Stefánaaon, Lækjargötu 4, sími 2234. Skemmtanir oy aamkomnr: Gamla Bíó: Kristín Svíadrottning kl. 9. Nýju Bíó: Riddarinn i dauðadaln- um kl. 9. Samyðnyur oy póstferdix: Lyra til Færeyja og Bergen kl. 6. Suðurland til Borgarness. Dettifoss væntanl. frá Akureyri. Dayskrá ótvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Hó- degisútvarp. 12,45 Enskukennsla. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 þingfrétt- ir. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukku- slóttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (Vilhjálmur þ. Gísla- son). 21,00 Lesin dagskrá næstu viku. 21,10 Bach-hljómleikar (250 ára afmæli): a) Plötur; b) Orgel- hljómleikar (Páll ísólfsson). Jalndœyur er i dag. Ettirlit með skipum. Sjóvarút- vegsnefnd Nd. flytur frv. til laga um eftirlit með skipum eftir beiðni fjármólaráðherra. Er frum- \arpið samið af skipaskoðunar- stjóra og er gert til að samræma .'lcvæði íslenzkra laga við tvær aíþjóðasamþykktir um öryggi mannslífa á sjónum, en þessar samþykktir voru gerðar í London 1929 og 1930 og hafa gilt hér síð- an 1933. I Kristín Sviadrottníng Gleymið ekki til um seinan að sjá hina ógleymanlegu mynd Gretu Garbo Annáll Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Vestm.eyja frá Leith. Goðafoss var í Grímsey í gær. Dettifoss lá til rlrifs fyrir ntan Önundarfjörð í gær. Brúurfoss er i Kaupm.höfn. Lagarfoss var væntanlegur til Reykjavíkur í morgun. Selfoss var á Akranesi i gær. Dánardægur. Björn Sigurbjarnar- son, umsjónarmaður í Landspít- alanum, andaðist i gær. Nýir kaupendur að Nýja dag- blaðinu fó það ókeypis til mónaða- móta og svo geta þeir fengið alla Dvöl frá byrjun (47 hefti) nieð sér- stöku trekifærisverði. Morgunblaðið heldur uppteknum liætti að „agitera" fyrir Magnúsi prestakenhara í útvarpsráð. það veit sem er, að liann er einhver sá líklegasti maður til að verða útvai'pinu óþarfur með sundrungu og pólitískar æsingar, svo vaxandi vinsældir þeirrar stofnunar rninnki. Er það undarleg óstríða hjá Mbl., að vinna alltaf með hel- stefnunni gegn öllum þeim mál- um, sem til umbóta horfa. Kjósið víðsýna umbótamenn i útvarpsráð, en ekki pólitískan hræsnara. Útvarpið er menningar- stofnun, sein á að vera fyrir alla þjóðina jafnt, en ekki fyrir ein- stakan flokk. Allir vita að Jón Ey- þórsson er einlægur og áhugasam- ur fyrir þróun útvarpsins og auk þess maður sem allir treysta, er 1il þekkja. Frú Karolína Söbeck, kona Bents Bjarnasonar á Laufósveg 27 varð hráðkvödd nýlega. Var hún vinsæl kona um sextugt. Nemendasamband Samvinnu- skólans heldur fund með sameig- inlegri kaffidrykkju á Hótel Boi'g næstk. sunnudag kl. 3x/2. Rædd \ erða ýms mál sambandinu við- komandi, og eru allir gamlir nem- endur skóians velkomnir á fund- inn. Pólitíska „húsmæðrafélagið“. — Páll frá þverá hefir stundum látið ílialdskonurnar segja, að hús- mæðrafélagið sitt væri ópólitískt. Reyndar vita allir að félagið hef- ir pólitískt markmið, enda hefir hinum ógófaðri íorystukonum ekki tekizt að leyna því, t. d. Guðrúnu Pétursdóttur. Lét hún um mæit ó þá leið á fundinum í fyrradag, að ef „framsóknarkonur" kæmu á fundina, þá væri það til þess að njósna. Guðrún Lórusdóttir sagð- ist biðja þær , sem væru að njósna, að taka ve) eftir og flytja rétt. Bendir þössi ótti við „njósn- ir“ til þess, að þær kæri sig eklci um, að láta allt fréttast, sem ger- irt A fundunum og í ópólitísku fé- lagi myndu ekki konur, sem hefðu sérstakar pólitískar skoðanir, \era nefndir „njósnarar". I fund- argerð frá fyrra fundi, sem lesin var upp á fundinum i fyrradag, var líka gefið í skyn, að konur, sem greiddu þá atkvæði gegn til- lögum, sem íhaldskonur báru íram, hefðu ekki verið rétttrúaðar í |iólitik. Á fundinum i fyrradag var hafður lögregluvörður við (lyrnar og engri konu sleppf inn, sem ekki vildi ganga undir iarð- armen íhaldsins. Fundur var haldinn í sarnein- nðii þingi i gær og minntist for- seti fvrv. alþni. Jóns þorlákssonar hörgai’Stjóra. Deildarfundir voru lelldir niður í tilefni af láti hans. Höfnin. Togararnir, sem kömn af veiðum í fyrradag, fóim aftur á veiðar i gær. Dánarfregn. Pálmi Tónsson and- aðist í fyrradng úr hjartabilun að 'neimili sínu hér í bæ, Fjölnisveg 11. Hafði hann ásamt eftirlifandi konu sinni dvalið alllengi hjá dóttiir sinni og tengdasyní, Aðai- steini Kristinssyni framkv.stjóra og Láru Pálmadóttur. — Hans verður nánar getið hér í blaðinu. Austfirðingafélag. Stofnfundur Austfirðingafélags verður haldinn á Skjaldbreið annað kvöld (föstu- dag). Stendur fyrir því nefnd, sem kosin var á móti Austfirðinga, er haldið var á Skjaldbreið laugar dnginn 23. f. m. Tilgangur félags- ins er sá að efla samband og samstarf milli hér búsettra Aust- firðinga og sömuleiðis að halda við sambandi við sjálfan fjórðung- inn. Austfirðingar eru beðnir ftð fjölmenna og lcoma stundvíslega. Ellefu mál verða á dagskrá Nd. í dag. Meðal þeirra er breytingin á Hæstarétti, 3. umr., Líftrygging- arstofmin ríkisins, 1. umr., breyt- ing lagn um Söfnunarsjóð ísiands, 1. umr. og frv. til laga um rann- sóknai’stofnun í þarfir atvinnuveg- anna, við Háskóla íslands, 3. umr. Fjórtán mál eru á dagskrá Ed. Alþingis í dag. Meðal þeirra erú lireyting' á lögum um sparisjóði, eftirlit með sjóðum og sjálfseigna- slofnunum, breyting á póstlögum o. fl. Veðrið i gær. Austan hvassviðri umi norður- og austurhluta lands- ins með dólitilli snjókomu. Hiti um frostmark. Á Suður- og suð- vesturlandi var stinningskaldi á austan og lítilsháttar rigning. Hiti l’i'á 3—5 stig. Næstsíðasti dagur er í dag fyrir menn að kjósa í útvarpsráð. — Frestið ekki til morguns því sem þið getið gert í dag. Fimleikakeppni um farandbikar Oslo Turnforening, verður háð í fimleikasal Austurbæjarskólans 28. apríl. Handhafi bikarsins nú, er Glímufél. Ármann. Öllum félögum innan í. S. í. er heimiluð þátttaka. Flokkar þeii', sem ætla að taka þátt i keppninni verða að senda stundaskrá flokksins ósamt nöfn- um keppenda, eigi síðar en 14. apríi n. k. til stjórnar Glímufél. Ármann. Vátryggingarfélagið Verðandi hélt ársfund sinn síðastl. sunnu- dag, í Haukadal i Dýrafirði. Félag þetta var stofnað 1904 af fjórum vátryggjendum og ábyrgðarmönn- um, öllum þá búsettum í þing- eyrarhreppi, án nokkurs fjárfram- lags annarsstaðar frá. Síðan hefir það vátryggt hvis gegn eldsvoða ó þingeyri til 1921, en í sveitinni til 15. október 1934, að vátryggingar- skylda sveitabýla í Brunabótafé- lagi íslands gekk í gildi. Varasjóð- íii' Verðanda er nú 31 þús. 817 krónur. Itaus fvindurinn fimm manna nefnd til þess að semja ski pulags.sk i’á fyrir sjóðinn, og skal leggja hana fyrir næsta fé- lagsfund til samþykktar. Um langt skeið hefir aðalstjórnandi sjóðsins verið Ólafur Guðbjartur Tónsson, fyrverandi skipstjóri og bóndi í Haukadal, en meðstjórn- f.ndui' Jóhannes Olafsson hrepp- stjóri og Kristján Andrésson Með- aldal. — FÚ. Jón Þorlákssofl Framh. af 3. síðti. stutt vfirlit um síðasta aldar- fiórðung'. Hann lýsti viðhorfi heirra sem enn voru ungir, hegar hin æðsta umboðsstjórn i'luttist inn í landið eftir alda- mótin 1900. Hann lýsti vonutn þeirra nm síhækkandi stjörnu hjóðarinnar, um vaxandi frel3i íslendinga og vaxandi umbætur í landinu. Nú þótti honum syrta að með heimskreppunni, og sennilegt að á næsta manns- aldri verði verkefnin býsna ó- lík, og átökin önnur en verið hafa. Jón Þorlcksson er fallinn frá á þeim aldri, þegar margi” menn eru að b.vrja að njóta krafta sinna. Vinir hans hefðu viljað njóta miklu lengur sam- starfs hans og forustu. And- stæðingar hans myndu líka hafa kosið að eiga hann lengur sem leikbróður á hálum velli stjórnmálanna. En bæði vinir og andstæðingar Jóns Þorláks- sonar munu geta viðurkennt sameiginlega, að hinum fallna þjóðmálaleiðtoga auðnaðist að starfa lengi og mikið í fullu samræmi við samtíð sína, og áð átak þeirrar kynslóðar, sem starfaði með honum, er mikið og verður lengi minnst. J. J. Bifreið fer tll Blönduóss. Síðastl. föstúdag' fór Páll Sigurðsson bíl- stjóri ásamt tveim mönnum öðr- um í 18 manna bifreið héðan úr Reykjavík, áleiðis til Blönduóss. Voru þeir 15 klst. að þyrli á Hval- fjarðarströnd. Voru sand- og grjót- skriður aðallega til trafala á þeirri leið. Frá þyrli var farið til Akra- ncss og út fyrir Hafnarfjöll og var vegurinn sæmilegur til Forna- hvamms. Á Holtavörðuheiði var færi verst frá Sæluhúsinu og norð- ui’ til Grænumýrartungu. Urðu þeir að aka bílnu má flekum yfir verstu skaflana. Frá Grænumýrar- tungu til Blönduóss var gott. færi. — Bílnum er ætlað að ganga milli Blönduóss og Holtavörðuheiðar, þangað til bílfært er suður yfir. Mannanöfn. Guðbrandur Jónsson flutti athyglisverðan fyrirlestur í útvarpið nýlega um mannanöfn. Tilgreindi hann fjölda afkáralegra nafna, sem fólk er látið heita, því og öllum smekkmönnum á is- lenzka tungu til slcapraunar. Væri full þörf á að sem oftast væri vak- in athygli á því, hve hjákátlegt, en þó raunalegt það er að margir foreldrar velja börnum sínum ljót og leiðinleg nöfn til að bera á lífs- leiðinni. það er nóg af fallegum íslenzkum nöfnum til að gefa börn- uiium, og því engin afsökun nema íáfrreði og smekkleysi að vera að skíra þau útlendum eða afbökuð- uni skrípanöfnum. Frá Keflavík. Selfoss var í Keflnvík í gær og tók 4—5 þúsund pakka af saítfiski, þessa árs fram- leiðslu. Útgerðarmenn og sjómenn í Keflavílc segja að íiskur sá, sem uflazt hefir á þessari vertið sé talsvert vænni en nokkur undan- farin ár. — Kristján Guðnason, sem í mörg ár hefir vérið yfirlifr- ai'bræðslumaðui’ hjá Bræðslufélagi ,-Keflavíkur, skýrir frá því, að lifr- in á þessari vertíð sé allt nð 8—10 t'.i hundraði lýsismeiri en á samn tima 4 undanfarin ár. — Flestallir bátar voru á sjó í gær, en fiskuðu misjafnlega. — FÚ. Nýja Bíó Riddarinn í dauðadalnum Spennandi amerísk tal- og tónmynd. — Aðalhlutverkið leikur Cowboykóngurinn TOM MIX og undrahesturinn Tony. Myndin sýnir æfintýraríka gullgrafarasögu, sem gerist í Califomiu. — Aukamynd: Talinyndafréttir. § Odýrn % auglýsingarnar Notuð ísleiizk frímerki kaup- ir Bjarni Þóroddsson, Urðar- stíg 12. Fasteignasala Helga Sveina- sonar er í Aðalstrœti 8. Inxyg. frá Bröttugötu. Sími 4180. Saltfiskur 1. fl. Spánarmetinn, fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Vil kaupa pústursrör, aftur- sæti og e. t. v. fleira af upp- gjafa mótorhjóli. A. v. á. Munið ódýra kjötið. Kjöt- búðin Njálsgötu 23. Sími 2648. Steiktar kjöt- og fiskabollur með lauk daglega. Einnig soðin svið. Kjötbúðin Njálsgötu 23. Sími 2648. Spönsk Gardinu. og Portieraefni, þykk, Ijóm- andi falleg. Verzlunin „DYNGJA“. Hinir ágætu sjálfblekungar, Orthos, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur.__________________ HVAÐ Á ÉG AÐ HAFA I MATINN 1 DAG? Beinlausau fisk, ýsu, nýjan stútung, næt- ursaltaðan fisk, síginn fisk, kinnar, saltfisk, hausa, lifur og hrogn. Allt í síma 1689. Gúmmísvampar góðir til að þvo glugga, glasaþurkur, gólf- klútar og tausnúrur. Kaupfélag Reykjavíkur. Nýja bifreiðast. Sími 1216. 1456, 2098, 4402 hafa verið, eru og verða, beztu físksímar bæjarins. Hafliði Baidvinsson. Regnhlífar teknar til viðgerð. ar á Laufásveg 4. Við saumum fermingarkjóla og kápur og útvegum góð og ó- dýr efni. Saumastofan Tízkan, Austurstræti 12 (1. hæð). — Sími 4940. Persian í Kápur og Kápukraga, aðeins 18/50 mtr. Verzlunin „DYNGJA“. Ili Tilkynningar Lóan er komin. (Sást fyrst í gær og varð þá J. J. þetta að orði): Lóuna hefi ég sjálfur séð syngjandi úti í haga. Allt of fáir fylgjast með frumleik hennar braga. Jónas Jónsson í Grjótheimi.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.