Nýja dagblaðið - 23.03.1935, Page 2

Nýja dagblaðið - 23.03.1935, Page 2
2 N Ý J A DAGBL AÐIÐ Til sölii er húseignin nr. 9 við Grundarstíg Upplýsingir gefur Valtýr Blöndal, Landsbanka Islands. SPRING CLASSES IN ENGLISH Three classes, with five Papils in each class, will begin in the last week of March. Have you an examination coming? Are you going to England? Will you meet Tourists this Summer? Pupils are encouraged to,ask about their difficuities. HOWARD LITTLE, Lauga veg 5, — Traðarkotssund 8Júkraaamlag Reykjavikur Aðalfundur samlagsins verður haldinn í Iðnó næstkomandi föstudag 29. þ. m. kl. 8V* síðd. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á skrif- stofunni Bergstaðastræti 3, gegn sýningu gjaldabókar. Arsreikningar S. R. eru þar til sýnis fyrir samlagsmenn Reykjavík, 21. marz 1935 STJÓRNIN Síðasti daúurinn sem hægt er að selja okkur flöskur, og þd aðeins til kl. 3. Áfengisverzlun rikísins V Nýborg Ssnfös* í 1 kg. stykkjum og stærri bögglum 9 nýkomið írá Vík 1 Mýrdal, Rauðalæk og víðar, Samband ísl. samvínnufélaga Prjónavélar Husqvarna- prjó.:avélar eru viðux kenndar íyrir gæ'i I»ó er veröiö ótrúlega lágt Samband fsl. samvinnufélaga I sunnudagsmatinn: ■r 1 Svínakótelettur Nautabuff Beinlausir fuglar Guiasch Kálfakjöt Ennfr. allsk. álegg KjQtbúðReykjavikor Vesturgötu 16. Sími 4769. Cr.8. Island fer sunnudagirm 24. þ. m. kh 8 síðd. til Leith og Kaup- mannahafnar. Tilkynningar um vörur komi fyrir hádegi í dag. Farþegar sæki farseðla í dag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. - Sími 3025. Þann 4. þ. m. undirritaði konungurinn í Síam afsal sitt til konungsdóms í landinu. Hef- ir hann að undanförnu dvalizt í Englandi, sökum ágreinings við stjórnina í Síam. Prajadhipok lconungur er að- eins 41 árs að aldri. Hann naut í æsku ágætrar skólamenntun- ar í Englandi og mótaðist mjög af vestrænum áhriíum. — Hann var um nokkurt skeig einvaldur í landinu, þar til fyrir fáum árum síðan, að bylting varð og landið félck stjórnarskrá. Síðan 1934 hefir konungur verið mjög í andstöðu við rík- isstjórnina, sem eigi hefir fall- ið í geð frjálslyndi hans og umbótahugar. Konungur setti fram kröfu um það, að ríkisstjórnin gæti eigi tilnefnt menn til þingsetu- og að liðsforingjar, sem væru starfandi í hernum, skyldu ekki hafa rétt til þátttöku í stjórn- málum. Einnig krafðist hann þess, að neitunarvald hans skyldi aðeins ógildast af % hlutum þingsins eða með þjóð- aratkvæði, málfrelsi og prent- frelsi skyldi lögleiða og öll pólitísk afbort dæmd af æðsta dómstóli landsins. Allir pólitísk- ir fangar skyldu látnir lausir og þeir embættismenn, sem af pólitískum ástæðum: hafa verið reknir úr embættum sínum, skyldu taka við þeim aftur, eða fá full eftirlaun. Ennfremur krafðist hann þess, að fá rétt til að náða dauðadæmda fanga. Þegar stjórnin í Síam hafn- aði þessum kröfum, afsalaði konungur sér af frjálsum vilja öllum rétti til að bera kórónu Síams. Höfuðástæðan fyrir ágrein- ingi þessum er talin vera sú, hve konungur lagði mikið kapp á að innleiða menningu og siðu Evrópumanna í Síam. Hann hugðist að vinna sigur á æfa- gömlum kreddum og fordóm- um1 og leiða landa sína á braut menningar og þróunar að hætti vestrænna þjóða. En fastheldni landa hans varð honum yfir- sterkari. Konungur og drottning hans, sem alltaf hefir staðið við hlið manns síns í baráttunni, hafa nú tekið sér nafnið prins og prinsessa Sukhodaya. Þau eru bæði aðdáendur vestrænnar menningar og iðka íþróttir og ferðalög af miklu kappi. Prins Sukhodaya segist vera mjög feginn að losna við titla sína, „drottnari hinna 24 regn- hlífa“ og „bróðir mánans“, og geta nú frjáls og óháður notið hvíldar eftir annir og and- streymi undanfarinna ára. Búizt er við, að hinn 11 ára gamli prins Ananda verði næsti konungur í Síam. Er hann nú á skóla í Lausanne, og krefst móðir hans þess, að hann fái að ljúka námi, áður en byrð- ar konungsdómsins séu lagðar á herðar hans. Þegar móðir litla prinsins spurði hann, hvort hann lang- aði til að verða konungur í Síam, þá svaraði hann: — Því ræður þú, mamma. Wella: niðursett verð. — Sorén: án rafmagns. — Látið permanent-krulla yður, með þeirri aðferð, sem á bezt við hár yðar. HÁRGEIÐSLUSTOFAN „PERLA“ Sími 3895. Bergst.str. 1. Flóra Austurstræti 1. Sími 2039 Vorlaukarnír eru komnir, svo sera: Anamönur Gladiolur Georgínur Ranunklur Montbritslur og Liljur Einnig Gloxiniur og Begó- níur. Allskonar matjurta- og blómafræ nýkomið. Flóra Austuratræti 1 P E R M A N E N T Síðasti rsningiahiifðinginn I Korsíku stóð vagga Napó- leons mikla, en þessi hrjóstr- uga fjöllótta eyja, hefir líka fóstrað margar skæðar ræn- ingjasveitir, sem fram til þessa dags hafa gert eyjarbúum þungar búsifjar og skotið veg- faröndum skelk í bringu. Nýlega var André Spada, sem talinn er síðasti ræningja- höfðingi Korsíku, dreginn fyr- ir lög og dóm og dæmdur til dauða. Þau atvik, sem leiddu til þess ag Spada gerðist ræningi, eru með nokkuð óvenjulegum hætti. Einn vinur hans hét Ratili. Tveimur dögum áður en Spada skyldi taka til starfa, sem toll- þjónn í þjónustu ríkisins, var Ratili staddur á veitingahúsi. Lenti þar í slagsmálum og var kona ein, serh þar var stödd, skotin til bana. Ratili var af misgáningi tekinn fastur o g haldið með hann áleiðis til fangelsisins. Þetta var meira en Spada gat afborið og fór hann á stúfana og drápu þeir félagar hermennina, sem hand- tóku Ratili. Eftir þetta lögðust þeir út og stofnuðu ræningjaflokk. En fyrir löngu síðan féll Ratili í hendur réttvísinnar og var sendur til Djöflaeyjunnar. Eitt síðasta og mesta hryðju- verk Spada var það, að eitt sinn sem oftar stöðvaði hann bifreið og krafðist þess, að eig- andinn borgaði sér skatt. Þeg- því var neitað, skaut hann fjóra menn, sem' voru í bílnum og brenndi síðan allt til ösku. Þetta fannst stjónarvöldun- um að bera í bakkafullan læk- inn. Var send 600 manna lið- sveit búin beztu hergögnum til höfuðs Spada. Eftir 18 mán- aða vöm var hann að lokum liandtekinn. Spada var sakaður um sjö niorð og 18 morðtilraunir, sem kostað höfðu alls 14 mannslíf. Auk þess aragrúa af stærri og smærri glæpum. Hann virðist hafa álitið sig vera nokkurskonar Robin Hood, sem stal af þeim ríku til að gefa fátækum. Og olli það honum miklum vonbrigðum, að eftir handtökuna þurfti að hafa um hann hervörð, til þess að landar hans tækju hann eklci af lífi án dóms og laga. Við réttarhöldin komst Spada meðal annars þannig að orði: — Ég er vinur meðal vina, en ægilegur óvinum mínum. — Ég er voldugasti ræningja- höfðingi heimsins.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.