Nýja dagblaðið - 24.04.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 24.04.1935, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 3. ár. Reykjavík, miðvikudagiim 24. apríl 1935. 93. blað Oguriegir landskjálftar Ferðalög þorsksins milli Islands og Grænlands Um »Dana«-leiðangurinn og fiskirannsóknir danskra og ís- lenzkra vísindamanna. Viðtal við danska vísindamanninn dr. A. VedekTáning japönsku eyjunni Formosa FRÁ FRÉITARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Kaupm.höfn 1 apríl. Hafrannsóknir þær, sem| ís- lenzkir og danskir sérfræðing- ar hafa unnið að á undanföm- um árum við ísland og á haf- inu milli íslands og Græn- lands, hafa vakið athygli víðs- vegar um heim. Hefir það vakið rnesta athygli, að rann- sóknir þessar hafa varpað nýju ljósi yfir hfnaðarhætti þorsks- ins og göngur hans. Má þakka það íslenzkum og dönskum haf- rannsóknum, að vitað er um þær miklu fiskgöngur, sem eiga sér stað milli Islands og Grænlands. Hefir eins og kunn- ugt er, verið uppgötvað, að ungur þorskur, eflaust í milj- ónatali, berzt með hafstraum- um frá Islandi til Grænlands. Frá hrygningastöðvunum við suðvesturströnd íslands berzt ungur þorskur norður að Látrabjargi. Við Látrabjarg greinist Golfstraumurinn í tvær kvíslar og fer önnur aust- ur með norðurströnd Islands og austur fyrir land, en hin til Grænlands. Þau árin, sem straumurinn er sterkur á haf- inu milli Grænlands og íslands, eru líkur til þess, að mestur hiuti þorskseiðana berizt til Grænlands. Með því að rann- saka hafstraumana, getur orðið mögulegt að segja um það með nokkurri vissu, hvenær þorsk- urinn fer mestmegnis til Græn- lands, þar sem hann dvelur þangað til hann, 8—10 ára gamall, er orðinn kynþroska og fer aftur til íslands til að hrygna. Með þessum útreikn- ingi eru því sterkar líkur fyrir því, að takast megi að segja um það fyrirfram á hvaða tímabili megi vænta mikillar þorskmergðar við ísland. Ligg- ur í augum uppi, að þetta get- ur haft mikla hagfræðilega J-ýðingu, auk þess sem það er vísindalegt áhugamál. Hafrann- sóknunum við ísland og Græn- land er þess vegna fylgt með mikilli athygli. Þess vegna hef- ir fréttaritari Nýja dagblaðs- ins snúið sér til hins fræga haffræðings dr. Á. Vedel Táning, sem er yfirmaður „Dana“-leiðangursins, til þess .. að fá upplýsingar um hvemig • ■ hafrannsóknum „Dana“ verður fcagað á komándi sumri. Farast dr. V. Táning svo orð: Tilhögun „Dana^-leiðang- ursins í suntar. — „Dana“ mun leggja af stað frá Kaupmannahöfn 1. júní. Fyrst verða framkvæmd- ar hafrannsóknir í Norður- sjónum í mánaðartíma, en því- næst höldum við áfram til Is- lands. Munum við fyrst gera athuganir meðfram suður- strönd Islands á leiðinni til Reykjavíkur, en þangað má búast við að við komum 5. eða 6. júlí. Þvínæst verður haldið norður fyrir land og þaðan til Angmagsalik, til þess að koiri- ast að raun um, hvort mikið hafi flutzt af íslenzkuni þorski til Grænlands á þessu ári. Eftir að hafa' framkvæmt athuganir meðfram austurströnd Græn- lands, leggjum1 við aftur af stað til Islands til þess að rann- saka útbreiðslu síldarungvið- isins. Þannig er mál með vexti, að taldar eru miklar líkur til þess, að sumarsíldin hrygni líka fyrir austurströndinni og eigum við, ef mögulegt er, að ieiða í ljós hvort þetta sé rétt, og ef svo er, má gera ráð fyrir, að það sé bein afleiðing Togarinn Kópur var í fyrra- kvöld um kl. 11 á leið til Hafn- arfjarðar af Eldeyjargrunni. Veður var dimmt og margt skipa þarna á veiðum. Það slys vildi til, að Kópur rakst á norskan línuveiðara, og skemmdist hann svo mikið, að hann sökk á sköm'mum tíma. Hinsvegar sakaði Kóp ekki svo teljandi væri. Skipverjar á norska skipinu, 17 að tölu, björguðust yfir í Kóp, áður en það sökk. þess, að sjávarhiti við austur- strönd íslands er meiri nú en áður. Þann 10.—15. ágúst förum við aftur til Grænlands, heldur dr. Vedel Táning áfram. Er ætl. unin að rannsaka göngu þorsksins og sér í lagi ef straumhvörfin eru þannig, að ungur þorskur hafi borist til Grænlands. Reynist svo, mun- u m við rannsaka það hve langt íslenzki þorskurinn gengur meðfram strönd Grænlands cg er það mjög þýðingarmikið at- riði með tilliti til þess, að hægt verði að fá fulla vitneskju um lifnaðarhætti og göngur þorsks- ins. — Álítið þér að þess- ar rannsóknir muni leiða til þess að innan skamms tíma verði hægt að vita um það fyrirfram, hvenær þorskmergð verður mikil við ísland. — 1 öllu falli eru miklar lík- ur fyrir því, að það muni tak- ast. I fyrsta lagi er það komið undir því, að framkvæmdar verði nákvæmar vísindalegar sjávarrannsóknir. Að vísu1 er fullt útlit fyrir að alltaf megi búast við arðmiklum1 þorsk- veiðum við Island, en einmitt þess vegna er það auðvitað enn rreira áhugaefni að hægt verði Framh. á 2. síðu. Stýrimaður á Kóp var á verði, þegar slysið vildi til. Segja skipverjar á Kóp, að þeir hafi ekki séð ljós á þessu skipi, en aftur á móti á öðrum skip- um, semj þarna vöru. Kópur kom til Hafnarfjarðar í gærmorgun og var málið strax tekið til rannsólmar. Norska skipið, sem sökk, hét Faustine og var frá Hauga- sundi. Það var tréskip og orðið nokkuð gamalt. Iiondon kl. 18,50 21./4. PÚ. Ógurlegur jarðskjálfti varð í morgun á eyjunni Formosa í Japan. Þúsundir manna hafa farizt og særzt. Talsíma. og rit- símalínur hafa slitnað, og talið er að meira en 12000 hús hafi algerlega eyðilagzt, auk fjölda húsa, sem skemmdust. Enn er ókunnugt uni nákvæma tölu þeirra, sem farizt hafa eða særzit, en með vissu er áætlað að 2495 manns hafi farizt, en 5770 særst. Tvær borgir á norð- vestanverðri eynni hafa orðið harðast úti, Taiehu hefir að heita má eyðilagzt, og Taiko er í rústum. Jámbrautir, sem lágu til T.aiko hafa rifnað upp og járnbrautargöng hrunið. Um vegi verður naumast komizt fyrir hundruðum manna, sem ]?ar eru á ferð með særða menn sem fluttir eru á sjúkrabörum til hjúkrunar. Rauði krossinn í Japan hefir gengið afar dug- lega framj við hj úkrunar. og björgunarstarfið, og stjómin er nú að gera ráðstafanir til að koma hinum nauðstöddui til að- stoðar. Þetta er talinn hræðilegasti jarðskjálftinn, sem komið hefir í Japan síðan 1923, er 140.000 manns fórust, og Tokio og Hallir. ]díssoi fór utan I gærkveldi og kynnir sér skólamál á Norðurlöndum Hallgrímur Jónasson kennari og frú hans voru meðal farþega til útlanda með Brúarfossi í gærkveldh Mun Hallgrímur Hallgrimnr Jónasson. dvelja um hríð erlendis og kynna sér skólamál aðallega í Svíþjóð. Iiann hefir svo sem kunnugt er annazt ritstjóm við Nýja dagblaðið í vetur, en lætur nú af því starfi. Samstarfsmenn H. J. við blaðið færa honum þakkir fyrir samvinnuna og óska honum góðrar ferðar. Yokohama lögðust að mestu leyti 1 rústir. London kl. 16, 22./4. FÚ. Brezka stjórnin hefir í dag boðizt til þess að senda herskip frá hinni kínversku flotastöð sinni með matvæli, lyf og sára- umbúðir og aðrar nauðsynjar. Síðustu fregnir telja að 8000 manns hafi farizt, en um 12 þús. særst og orðið fyrir meiðslum. London kl. 16,15 23./4. FÚ. Opinberar skýrslur hafa nú verið birtar um tjónið af land- skjálftanum á Formosa. 3065 menn hafa farizt, að því er tal- ið er, en 7889 eru mjög hættu- lega særðir eða slasaðir og þúsuhdir annara hafa meiðst lítillega. 3000 hús hafa fallið að einhverju eða öllu leyti, um helmingur þeirra er gereyddur. Járnbrautarlestimar hafa aftur getað tekið til starfa og hefir það létt mikið undir björgunar- starfið. Bjðrgun á skipi Ægir hefir unnið að því und- anfari, að reyna að ná út tog- aranum, sem strandaði á Skerjafirði í vetur. Er þar um mjög óvenjulega björgunartilraun að ræða hér við land. Skipið liggur á bakborðshlið, hálft í sjó. Er stórgrýti á hina hliðina, og er hugmyndin að sprengja grjótið burtu, svo hægt sé að leggja skipið á þá hliðina, og á síðan að þétta hliðina, sem skipið liggur á nú. Hafa kafarar unnið að þessu undanfarið. Fulltrúi frá enska vátryggingarfélaginu, sem1 tog- arinn var tryggður hjá, hefir athugað skipið og telur að þessi björgunartilraun muni vel svara kostnaði, ef hún tekst. Heppnast þessi tilraun von- andi vel og myndi slíkt björg- unamerk geta orðið okkur til mikils sóma. Sú var tíðin, að Islendingar voru svo ósjálf- bjarga á þessu sviði sem öðr- um, að hafa varð erlent björg- unarskip hér við land. Líflátsdómar í Gríkklandi London kl. 19,30 22./4. FÚ. Tveir grískir herforingjar voru í dag dæmdir til líflács fyrir herrétti í Aþenuborg, vegna þátttöku í uppreisninni. Annar þeirra var áður yfirfor- ingi gríska hersins í Litlu-Asíú. Ásigling Togarinn Kópur rekst á norskan línu- veiðara á Eldeyjargrunni. Norska skipshöfnin bjargast um borð í Kóp

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.