Nýja dagblaðið - 24.04.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 24.04.1935, Blaðsíða 3
N Ý 3 A DAGBLAÐID 8 Rannsókn áhagþjóðarinnar Hvernfg á að gera hana svo að hún sé ódýr en þé fullnsg)andi? NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ritstjórnarskrifstofumar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasðlu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Skattarnir til Reykjavíkurbajar öllum sem nokkuð hugsa, hlýtur að hrjósa hugur við út- gjöldunum í Reykjavíkurbæ. Þau vaxa ár frá ári, en sam- hliða minnkar atvinnan í bæn- um!, og möguleikamir til að ná inn tekjulnum. Árið 1934 var jafnað niður 2475800 kr. eða nærri hálfri þriðju miljón. Árið 1935 á að jafna niður 3108150 kr. eða um 25% meira en í fyrra. Samhliða er nokkur hluti af tekjum rafveitunnar og .gasstöðvarinnar látinn renna í bæjarsjóð, til að lækka út- svörin á þeim sem breiðust hafa bökin og mest burðarþol- ið, en koma þeim jafnt yfir á hvern ljósatíma og gastenings- metra sem bæjarmenn nota. Þetta er meir en lítil aukning á einu ári, og hvar lendir með sama áframhaldi ? Hve lengi rísa bæjarbúar undir? Á þingi 1934 töluðu íhalds- menn mikið um spamað. Þó loru allar tillögur þeirra í gagnstæða átt og hefðu stór- hækkað fjárlög og sett á þau mikinn tekjuhalla, ef sam- þykktar hefðu verið. 1 bæjar- -stjóm ræður íhaldið. Og gegn- um þá hækkun, sem það nú gerir á útgjöldum bæjarins, sjá menn vilja þess ómengaðan 3f stefnum ,annara flokka. Og haun er þessi: 25% hækkun á útsvörunum. Þar er spamaður- inn. Og svo leyfa þessir menn sér í blöðum sínum og á mann- fundum, að prédika sparnað. Þeit víta það, að Framsóknar- fiokkurinn hefir lýst yfir því, að hann vilji ekki búa til fölsk fjárlög. Þeir víta það, að fjár- lög fyrir yfirstandandi ár, eru ekki lægri og vildu þó sjálfir hafa þau hærri, og gera enga tilraun til spamaðar, þar sem þeir hafa tögl og hagldir. Slík er framkoma íhaldsmanna. Slík er hræsni þeirra og yfirdreps- skapur, og þeim lítt til sóma. Það orkar ekki tvímælis, að hér þarf að verða breyting á um fjármálastjóm Reykjavík- urbæjar. Það verður að heimta það af íhaldinu í bæj- arstjóm, að það lifi eftir sínum eigin kenningum um spamað. Og það byrji, þar sem það nú hefir völdin, á útgjöldum bæj- arins. En hvemig er farið með fé bæjarins nú? Að því verðuir vikið í næstu blöðum. Milliþinganefndirnar eru allt of dýrar. Undanfarin ár hafa verið skipaðar nokkrar milliþinga- nefndir til að undirbúa ýmisleg. ar ráðstafanir ríkisvaldsins. Má þar til nefna bændanefndina, er undirbjó kreppulöggjöfina og milliþinganefndir í sjávarút- vegsmálum, atvinnumálum og launamálum. Þessar nefndir hafa kostað ríkissjóðinn ærið fé, yfir 50 þúsund krónur á ári tvö hin síðustu ár, og er þó að- eins talinn kostnaður ofantal- inna nefnda. Þeim störfum, er nefndirnar höfðu með höndum, var þó auðvitað ekki lokið í eitt skifti fyrir öll, heldur verður að vinna þau áfram og endur- tekið á næstu ámm. Aðal vinna milliþinga- nefndanna var rannsókn á hag þjóðarinnar. Vinna þessara milliþinga- xiefnda var að lang mestu leyti fólgin í ýmislegri athugun á hag þjóðarinnar. Slík athugun var sjálfsagður grundvöllur fyr. ir öllum tillögum, er þær höfðu fram að bera. Því var það sjálfsagt mál og ekki eftirtölu vert, að til þeirrar athugunar væri kostað, og það er líka sjálfsagt mál, að slíkt verði gert eftirleiðis. En það er mér full ljóst af starfi mínu í milli- þinganefnd í launamálum, að gera má betri og fullkomnari rannsókn á öllum hag þjóðarinn ar á miklu óáýrari hátt, og tel ég mér þá líka skylt að gera grein fyrir því, hvernig mér hefir sýnst að því yrði bezt við komið. Það er af tveimur ástæðum einkum, að störf milliþinga- nefnda verða æfinlega tiltölu- lega dýr. önnur ástæðan er sú, að þær eru oftast skipaðar mönnum með ólíkum sjónarmið- um og þurfa því fyrst og finna grundvöll undir samstarf. inu, og þar á eftir undir sjálfu • starfinu, og kostar oftast hvort fyrir sig mikinn fím’a, þó að svo vel vilji til, að hvort- tveggja finnist að lokum, sem' ekki er nú alveg víst. Hin er, að nefndarmennirnir hafa sj ald. an næga æfingu í því starfi, er fyrir nefndinni liggur, og verða jafnvel oft að fá aðra til að vinna mikið af því og þá eftir ýmislegum forsögnum. Þetta „liggur í hlutarins eðli“, og er ekkert um það að fást, fyrst að nefndir eru á annað borð skip- aðar til verkefna á þennan hátt. Framtöl tU skatts bezta heimildin. Þegar hagur þjóðariniiar er rannsakaður fram yfir það, sem ráða má af afkomunni út á við og reikningumj og skýrslum bankanna, verður að byggja þá rannsókn að mestu leyti á eigin framtölum einstaklinga. Þess- um framtölum má þó því að eins treysta, að þau séu prófuð og endurskoðuð með ýmiskon- ar samanburði, og því að eins er hægt úr þeim að vinna, að þau séu gerð eftir settum regl- um. Af eigin framtölum eru framtölin til skatts almennust og yfirgripsmést. Þau hafa ver- ið gerð uím all langt árabil og eru reglumar um þau farnar að festast nokkug og þau eru þar á ofan endurskoðuð og sam- ræmd bæði heima fyrir af skattanefndum og síðar af yfir- skattanefnd og ríkisskattanefnd Þau eru líka sum hver mjög auðvelt að bera saman við önn- ur framtöl og aðrar heimildir um hag einstaklinga og þjóðar- innar í heild. Þau eru því, þeg- ar á allt er litið, beztu fram- tölin, sem til eru, en vinna verður úr þeim' með viti og hlið sjón af ýmsu öðru. Því ætti það að vera auðvitag og sjálfsagt mál, að þau séu fyrst lögð til grundvallar, þegar rannsakaður er hagur þjóðarinnar inn á við. . Skattstofu Reykjavíkur á að fela rannsóknina í samvinnu við hagstofuna Ekki verður unnið úr fram- tölunum til skatts á öðrum stað en á skattstofunni í Reykjavík. Stafar það bæði af þagnar- skyldunni um hag hvers ein- staks framteljanda og svo af liinu, að fyrirhafnarminnst er að vinna úr framtölunuml til skýrslugerðar um leið og þau eru lögð til hæfis til skattaá- lagningar. Ennfremur ætti það að geta orðið til þess, að skatta. framtölin verði sem bezt úr garði gerð, líka fyrir þá rann- sókn. Hinsvegar er það jafn sjálfsagt, að allt, sem skatt- stofan vinnur, sé gert í sam'ráði við og eftir fyrirmælum hag- stofunnar, er gerir skýrslumar sjálfar og birtir þær. Til þess að koma þessu vel fyrir, þarf ekki nem'a lítilshátt- ar breytingu á skattstofunni og lítilsháttar aukið starf þar. Skattstofuna á að gera hrein- lega að skattstofu fyrir allt rík. ið, eins og hún raunar er að mestu leyti nú þegar. Skatt- stjórinn á 'að taka við mestú af störfum og valdi ríkisskatta- nefndar og er það til trygging- ar því, að fullkomið samræmi fáist í framtöl af öllu landinu'. Skattstofan og hagstofan ættu líka helzt að vera tvær deildir sömu stofnunar, og skiptir það þó ekki miklu, ef samvinna er góð á milli. Aukið starf á skatt. stofunni er í því fólgið, að draga það út úr framtölunum!, sem beztar upplýsingar gefur um þjóðarhaginn, prófa það og raða því og leggja til hæfisvið skýrslugerðir. Endurbætt form fyrir framtölin. Til þess að unnt verði að fá fullkomið yfirlit um þjóðar- haginn af framtölunum til skatts, þurfa þau að vera þann. ig úr garði gerð, að auðvelt sé að fá yfirlit yfir atvinnureksr- ur hvers atvinnurekanda. Frá því er fyrst komst skipulag á framtölin, hafa þeir, er lifa á landbúnaði að nokkru eða öllu leyti, fyllt út sérstakt skýrslu- form um landbúnað sinn og má af þeim framtölum fá yfirlit yfir þann atvinnuveg. Síðastlið- ið ár var og sent út sérstakt skýrsluform til útfyllingar fyrir þá, er lifa á sjávarútvegi og getur það orðið merkilegur á- fangi á þeirri leið, að gera skattaframtölin sem fullkomn- ust gögn við rannsókn á hag þjóðarinnar. Margir atvinnurek. endur í Reykjavík láta fylgja framtölum sínum efnahags og rekstursreikning fyrirtækis síns og oft endurskoðaða af löggilt- um endurskoðendum. Þessu jyrfti aðeins að finna sam- ræmdara form og senda það cllum verzlunarfyrirtækjum1 og stærri atvinnurekendum. Svo ætti og að fá iðnaðarmönnum sérstakt skýrsluform til útfyll- ingar, eins og þeim er stunda landbúnag og sjávarútveg. Að þessu öllu fengnu yrðu skatta- framtölin svo fullkomin gögn um hag þjóðarinnar, að engin önnur þjóð ætti þau þvílík. Kostnaðurinn. Störfum á Skattstofu Reykja víkur er svo farið, að þar er óhemju annríki fyrstu mánuði hvers árs, meðan verið er að taka framtölin og vinna úr þeim til skattaálagningar og út- svars, og svo aftur nokkurt undir árslokin, þegar farið er að undirbúa ný franitöl. Hálft árið er þar aftur fremur lítið að gera. Með því að fela skatt- stofunni rannsókn á hag hverr- ar atvinnugreinar og þjóðarinn ar í heild úpp úr þeim sömu gögnum og hún notar við starf sitt nú, mundi atvinnan jafn- ast yfir allt árið, en hvort- tveggja starfið yrði unnið af sama fólki. Kaup þess þyrfti eitthvað að auka og þó ekki mikið, en engan þyrfti að taka til þessa starfs frá annari arð- berandi vinnu. Og sannarlega eru það góð kaup, að fá fulÞ komnar skýrslur um hag hverr ar atvinnugreinar þjóðarinnar fyrir nokkur þúsund krónur, í stað þess að fá ófullkomnari skýrslu fyrir nokkra tugi þús- unda króna. Milliþinganefndirnar aft. ur. Nú mun ef til vill einhver segja, að þó að yfirlitið yfir hag þjóðarinnar sé á þennan hátt fengið, jafnvel svo að ekki verði um bætt, þá sé enn eftir að ráðgast og gera tillögur um, hvernig öllu skuli vísdómsleg- ast fyrirkomið, semj gert er, að fenginni þeirri þekkingu, og þá komi enn milliþinganefnd- irnar og þær velti bara lengur vöngum yfir staðreyndunum, þegar ekki þurfi eftir þeim að grafa. Þetta er að vísu rétt, ef skipun milliþinganefnda er bara sjúkdómur, sem ekki verð- ur læknaður. En ef um hitt er að ræða, að leysa mál og vand- kvæði, þá verður það oftast beztur kostur, að fela það ein- um manni að gera þar um til- legur í hendur Alþingis, því að margra manna afskipti á því stigi rriáls eru oftast mest til þess, að tillögurnar verða sjálf- um sér ósamkvæmar, og ekki er fyrst spurt um réttan grund. völl málsins, heldur einhvers- konar meðaltal af vilja margra sundurþykkra manna. Og þeim, sem mjög trúa á blessun margra manna ráðs, skal líka á það bent, að sú blessun kemur yfir hvert mál, þegar það kem- ur til Alþingis. Arnór Sigurjónsson. mz&itiV'ziz® rimmtugsafmæli Jónasar Jónssonar frá Hriflu Hinn 1. maí n. k. verður þess minnst með samkvæmi að Hótel Borg Þeir vinir og samstarfsmenn J. J., pólitískir sam- herjar og aðrir, sem taka þátt í samkvæminu, geri svo vei og riti nöfn sín á lista, sem liggur frammi á afgreiðslu Nýja dagbl. Austurstr. 12. 1 undirbúningsnefndinni GUÐBRANDUR MAGNÚSSON SIGURÐUR KRISTINSSON GlSLI GUÐMUNDSSON.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.