Nýja dagblaðið - 25.04.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 25.04.1935, Blaðsíða 1
Hátíð barnanna er í dag Gleðilegt sumar Úr myndasafni Nýja dagblaðsins frá „bamadegínum" í fyrra. 1 í miðju sjást bttmin skipa sér i raðir við Austurbæjarskólann áður en skrúðgangan hefst. Til vinstri: Barnaskrúðgangan á leið nlður Laugaveg. Til hægri: Ragnar Kvaran heldur ræðu af svfilum Alþingishússlns. , Sumardagurinn fyrsti hefir verið gerður hér að sérstökum hátíðisdegi bamanna. Barnadagurinn gefur vafa- laust mörgum tilefni til að at- huga, hvað gert hefir verið fyrir börnin í hænum, hvort Vel sé að þeim búið frá bæjar- ins hálfu eða málefni þeirra hafi verið vanrækt. Þegar sumarið er komið og birtan eykst, er það meðfædd- ur eiginleiki heilbrigðs manns, að leita út í náttúruna og fást þar við leik eða störf, eftir því hvað aðstæðumar leyfa. Engum er það þó jafnt holt og nauðsynlegt að geta notið vorsins og birtunnar í sem rík- ustum mæli og börnunum. Til þess að verða þessa að- njótandi er það fyrsta skilyrðið íýrir bæjarbörnin að eiga kost góðra og hagkvæmra leikvalla. Allar menningarborgir kapp- kosta að veita bömunum sem mesta möguleika til leikja og útilífs. En hvernig hefir Reykjavík- urbær búið að bömunum hvað þetta snertir? Einn færasti skólamaður landsins svarar þeirri spurn- ingú í „Bamadeginum" á þessa leið: „Þegar alls er gætt, má það vera alvarlegt ájhyggjuefni, hvemig búið er að bömum Reykjavíkur um skilyrði til útileikja. í flestum hverfum bæjarins blasir ekki annar leik- vangur við bömunum en gatan níeð öllum sínum bílum, ryki og sóti. óhreinar götur fullar af bomum er eitt af því ömulrleg- asta við fátækrahverfi stór- borganna". Þessi lýsing er ófögur, en sönn. í sömu grein er jafnframt bent á þær umbætur, sem gera þurfi. Það er í fáum orðum sagt: endurbætur og viðbót við leikvelli barnaskólanna, fleiri dagheimili á borð við Grænu- borg og leikvellir víða um bæ- inn, búnir ýmsum leikföngum við hæfi barna á öllum aldri. Þar fengi æska bæjarins að njóta vorloftsins og leikjanna, ótrufluð af umferð bíla og hjóla. Að þessu marki verður að stefna. Það er heitstrenging allra þeirra, sem unna reyk- vískri æsku og una því ekki að lieilsu hennar og heilbrigðri vaxtarþrá sé spillt. Skemmtanir barnadagsins 1 dag hefst barnahátíðin með því að bömin ganga skrúð- göngu frá bamaskólunum að Austurvelli og verður lagt af stað kl. 1 e. h. Kl. V/z spilar Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli og stundarfj órðungi síðar flytur sr. Árni Sigurðsson ræðu af svölum Alþingishússins. Kl. 2% leikur Lúðrasveitin aftur á Austurvelli og kl. 3 hefjast fyrstu inniskemmtan- iraar í báðum bíóunum. Einnig verða haldnar inni- skem'mtanir síðar um daginn í Iðnó og K.R.húsinu og verða tvær skemmtanir á hvorum stað. Á öllum inniskemmtunum leggja börnin sjálf fram1 flest skemmtiatriðin með leiksýning- um, upplestri, danssýningum og söng. Verður áreiðaniega fjöliúennt á skemmtanir þessar og böm- unum sýnd sú vinátta á hátíðis. degi þeirra, sem þeim ber. Víðavangshlaupið hefst kl. 2 Víðavangshlaup íþróttafélags Reykjavíkur verður háð í dag. Taka þátt í því tvö félög: Knattspyrnufélag Reykj avíkur og íþróttafélag Borgfirðinga. Era sjö þátttakendur frá K. R. en Borgfirðingarnir verða átta. Meðal keppenda era ýmsir hlauparar, sem getið hafa sér mikið frægðarorð eins og t. d. Borgfirðingamir Gísli Alberts- son og Bjami Bjamason, sem hafa unnið í hlaupinu. 1 liði K. R. eru m. a. fyrsti og annar maður í skólahlaupinu í vor og Magnús Guðbjörnsson. Er talið ósýnt um hvorir sigur beri úr býtum. Þetta er 20. víðavangshlaup- ið, sem háð er og hafa þessi íélög unnið það áður: 1916—19 íþróttafél. Reykja- víkur. Verklall við höfnina Uppskipun á eíni til Sogsvirkjunar> innar stöðvuð í gær í gær lýsti verkamannafél. Dagsbrún og Sjómannafélagið \ erkbanni á skipi, sem er komið hingað með efni til Sogsvirkj- unarinnar. Skipið kom hingað aðfara- r.ótt laugardagsins s. 1. og hefir þegar verið skipað upp úr því nokkru af farminum. Síðan fyrir páska hafa staðið yfir samningar milli Dagsbrún- ar og fulltrúa firmans, sem1 tekið hefir þetta verk að sér, um ýms atriði viðkomandi vinnunni við Sogsvirkjunina. En í gær strönduðu samninga- umleitanimar og tilkynntu þá stjórnir Dagsbrúnar og Sjó- mannafélagsins, að stöðvuð yrði uppskipun á efni til Sogsvirkj- unar þangað til samkomulag hefði fengizt. Það sem deilan stendur um m. a. er það, hvernig eftir- vinna skuli greidd. Vill Dags- Ijrún að fylgt sé Reykjavíkur- taxta, en hinir vilja ekki greiða eftirvinnu fyr en eftir kl. 7. Einnig vill Dagsbrún að fé- lagsbundnir menn sitji fyrir vinnu, en hinir vilja hafa óbundnar hendur. Þá hefir firmað einnig flutt hingað tvo flutningabíla, sem það ætlar að nota í vinnunni, en Dagsbrún krefst að bílar héðan gangi fyrir. Deilan stendur einnig u!m fleiri smærri atriði. Fiskveiðar Norðmanna Norðmenn hafa nú í hyggju, að hefja flskvelSar vlð ís- land með dekkbátum, sem veiði í stór móðurskip. pverrandi fiskafli vlð Noreg. FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Oslo í apríl. Sú fregn hefir komið frá Álasundi, að tveir þekktir norskir útgerðarmen, Peter Au- gust Johannessen kaupmaður og Lars Larsen Osnes hafi á- formað, að hefja þorskveiðar við Island m'eð sama fyrirkomu. lagi og Norðmenn hafa á und- anfömum árum hagað fisk- veiðum sínum við Grænland. Ætla þessir tveir útgerðar- menn að gera út leiðangur með móðurskipi og dekkbátum og leggi dekkbátamir afla sinn 1920—25 Iþróttafél. Kjósar- sýslu. 1926—33 Knattspymufélag Reykjavíkur. 1934 íþróttafélag Borgfirð- inga. Hlaupið hefst kl. 2 rétt- stundis hjá Alþingishúsinu og endar í Austurstræti. Kepp- endaskrá verður seld á götun- um áður en hlaupið fer fram. um1 borð í móðurskipið. Búizt er við, að þegar á þessu ári verði hafizt handa og stundað- ar þorskveiðar við Island með þessu fyrirkomulagi. Fiskimálastjómin mun styðja þessar fyrirætlanir og er búizt við, að leiðangurinn fái styrk frá því opinbera. pverrandl fiskafll við Lofot- en. — Mikið mlnna fiskmagn en siðastliBiB ár. Komið hefir í ljós, að samán- lagður þorskafli við Lofoten hefir í vetur orðið miklu minni en síðastliðið ár, eða 89,248 tonn fiskjar, en í fyrra var afl- inn 70,486 tonn alls. Af þessa árs afla vora sölt- uð 31,191 tonn fiskjar (í fyrra 45,802), hert 6,183 tonn (í fyrra 22, 631), í ís voru öfluð 1,869 tonn (í fyrra 2,035). — Af bræðslulýsi vora framleidd- ir 27,591 hl. (í fyrra 48,538) og af söltuðum hrognum 21,197 hl. (í fyrra 39,563). Alls hefir síldarafli á vetrar- vertíðinni beggja megin við Stat orðið 3,813,500 hl., bæði vorsíld og stórsfld. Z.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.