Nýja dagblaðið - 25.04.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 25.04.1935, Blaðsíða 2
ilis&if&itb!*1 N Ý J A A Q B 9 I 9 Gleðílegt sumar! m )3* Viðtækjaverzlun ^ ríkisins. Gleðilegí sumavl Asgarður h-f Gleðilegí sumar! Þökkum samstarfið á vetrinum Kaupfélag Reykjavikur og Brauðgerð Kaupfélags Reykjavikur Gleðilegí sumav! H.f. Máninn. Gleðilegt sumar! Sláturfélag SuðurJands. Gleðilegt sumar! Hf. Eimskipafélag íslands. Ólag, sem þarf að leiðrétta Á síðastl. tveim árum hafa verið stofnuð hér á landi tvö eimskipafélög með því mark- miði, að taka að sér flutning á saltfiski til Miðjarðarhafs- landanna. Fyrra félagið er h/f. Isafold, sem keypti e/s. Edda, en hið síðara er h/f. Fram, sem keypti e/s. Columbus. Frumkvöðull að stofnun fceggja þessara félaga og sá sem mest og bezt vann að því að safna hlutafé til þessara skipa- kaupa, var ungur sjómaður hér í bænum, að nafni Ólafur Jónsson. Hann sá, að það var ekki aðeins metnaðarmál fyrir fcjóðina, að taka þennan út- flutning í sínar hendur, heldur var hér líka um að ræða mikla fjárfúlgu, sem árlega var greidd út úr landinu til ann- ara landa, en slíkt hefir hina mestu þýðingu á þessum erfiðu tímum, þegar landið er í stöð- ugu gjaldeyrishraki og hver þjóð leggur sem ríkasta á- herzlu á að spara peninga- greiðslur út úr landinu og að búa sem mest að sínu. En auk þess er á það að líta, að hvert skip, keypt til landsins, gefur mörgum manninum atvinnu, sem annars gengi iðjulaus að meira eða minna leyti og yrði þar með til þyngsla fyrir bæ og ríki, því vitanlega er hin svokallaða atvinnubótavinna þung byrði á þeim aðiljum og óvíst hve lengi þeir rísa undir henni,í því formi sem nú er,auk þess sem sú atvinna skapar ekki nægileg lífsskilyrði fyrir þá, sem verða að sætta sig við hana. Á þeim tveim skipum, sem hér er um að ræða, hafa unnið 38 manns, auk þess sem nokkr- ir menn hafa atvinnu í landi við útgerð skipanna. Allir þess- ir menn hafa lagt meiri og minni peninga fram til skipa- kaupanna og sérstaklega hefir einn góður og gildur borgari þessa bæjar, Þ. Þ., lagt fram mikla fjárhæð til að kom!a fyrirtækinu í gang og sýnt í því meiri skilning á þörfum þjóðfélagsins og borgaranna en aimennt gerist. Nú er samt svo komið, að annað þetta skip liggur hér aðgerðalaust, án þess að fá flutning, en á sama tíma sigla héðan útlend skip hvert af öðru með fullfermi til Suðurlanda. Slíkt er hin mesta þjóðar- skömm og háski og mundi sjálfsagt hvergi líðast nema hér. Jóhann G. Jónsson. G-leðilegt sumax I ZEEótel ZBorg1. Mjólkursamsalan óskar öllnta viðskiptavinum sínum Gleðilegs sumars! Qleðileg-t snmar? Frentmyndagerdin Olainr J. Hvanndal

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.