Nýja dagblaðið - 25.04.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 25.04.1935, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 Fj ármálaóstjómin í Reykjavík Hvar er sparnaðarvilji íhaldsins? i. m. nýja dagblaðið Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ritstj ómarskrifstofumar Laugv. 10. Sfmar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Askriftargjald kr. 2.00 á mán. f lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. QaBakosiðn f Asi Guðrún Lárusdóttir var að íræða lesendur Mbl. um það héma á dögunum, að bömum Qg sjúklingum hefði orðið illt af gerilsneyddri mjólk, svo að heilsu þeirra væri hætta búin. Prúin í Ási þykist þess vist betur ulmkomin að vitna urn þetta, heldur en læknar bæjarins. Frá þeim hafa engar tilkynningar komið um þessa hættu. Það er líka svo, að hingað til bæjarins er selt mik- ið af ógerilsneyddri mjólic „beint úr kýrspenanum“ eins og frúin í Ási kemst að orði. Sú mjólk er mestöll seld utanSam. sölunnar, og ekki ætti blessaðri frúnni að þykja hún verri fyr- ir það! Það hefir líka jafnvel komið til orða, að auka söluna á ógerilsneyddu mljólkinni, ef neytendur óska og vilja taka á sig þá ábyrgð, að draga úr heilbrigðislégu öryggi m'jólk- urinnar. Nýja dagbláðið verður sem sagt mjög að draga það í efa, að frú Guðrún segi satt um, að böm og sjúklingar hafi beð- ið tjón af gerilsneyddri mjólk. En það er hægt að skýra frá öðrum tíðinduim í þessu sam- bandi. Það er til gamalt og las- burða fólk héma i bænum, sem hefir veikst og líður illa — ekki af því að hafa drukkið genÍsneydda mjólk — heldur af því að hafa enga mjólk drukkið. Frúin í Ási ber ábyrgð á þessu. Fyrir hennar fortölur hafa þessar m'aimeskjur — að vísu ekki margar — farið að neita sér um þá fæðu, semj sjúkum og hrumum er nauð- synlegust. Þær hafa látið telja sér trú um, að þeirra veika þátttaka í „stríðinu" myndi geta ráðið úrslitum, að hinni „heilögu“ baráttu gegn Samsöl- unni og sunnlenzkum bændum væri þá og þegar lokið og full- ur „sigur“ unninn. Frúnni í Ási væri það nú á- reiðanlega sæmst, að reyna að bæta fyrir þennan ósóma. í staðinn fyrir að halda áfram ritiðju sinni í Mbl„ ætti hún nú að fara heim til þessa fólks og hvetja það til að fara að drekka mjólkina sína aftur. Ef hún ekki gerir þetta, þá er hún áreiðanlega ekki sá vinur gamalmennanna, sem hún vill ^ era láta. Frúin í Ási sér það ef til víll nú, að framkoma hennar í mjólkurmálinuj var mikil yfir- sjón. Trú hennar í málinu hef- ir sjálfsagt í upphafi verið öllu meiri en skilningurinn. En hún í\ að sýna þá kristilegu auð- mýkt að læra af reynsluhni, og Hér í blaðinu var í gær gerð grein fyrir hinni miklu útsvars hækkun, sem orðið hefir, og er að verða í Reykjavíkurbæ. Á þessu ári er hækkunin áætluð hvorki meira né minna en 25%. Fyrir ihverjar 1000 kr., sem bærinn tók í útsvörum í fyrra ætlar hann nú að taka 1250 kr. En ekki nóg með það. Jafu- framt er nokkur hluti af tekj- um! gasstöðvarinnar og raf- liiagnsstöðvarinnar látinn renna í bæjarsjóð. Þetta er neyzlutoll- ,ur á alla bæjarmenn, fátæka sem ríka. Sennilega lætur nærri, að skatthækkun sú, sem íhaldið leggur á bæjarbúa, nemi alls um 30% frá því, sem var í fyrra. Ef ríkið færi að dæmi hinna íorsjálu og sparsömu íhalds- manna í Reykjavík, ætti það að hækka skattana á landsfólkinu á næsta ári uml rúml. 4 milj. kr., eða úr ca. 14 milj. upp í rúml. 18 miljónir. n. Enn eru laun allra, sem vinna íyrir bæinn hærri en laun sam- bærilegra manna, sem vinna fyrir ríkið. Þetta muhar nú allt upp í 40 og 60%. Á gjaldliðum bæjarins munar þetta mörgum tugum þúsunda. Þennan lið má spara. Það er ekkert sem mæl- ir með því að borga lögfræðing í þjónustu bæjarins hærra en skrifstofustjóra í stjómarráð- inu. Það er ekkert, sem mælir með því að borga skrifara hjá bænum hærra en fulltrúa í stjórnarráðinu. Þó er þetta gert. Og þetta dregur dilk á eftir sér, því starfsmenn rík- isins vitna að vonum í laun starfsmanna bæjarins og bera sig saman við þá. 1 stað þess að spara embætti þá er bætt nýjum við, og stundum eins og við rafveit- una, gegn mótmælum viðkom- andi yfirmanns. -Embættum, sem launuð eru með tugum þúsunda, hefir ver- ið bætt við og ber flestum saman um að þau séu öll óþörf. Bara búin til sem bitlingar handa góðum flokksmönnum bæjarstjómarmeirahlutans. — Slíkur er spamaðurinn. 1 starfsmannahaldi bæjarins má auðveldlega spara stórfé, sumpart með því að lækka laun og sumpart með því að afnema aftur alóþörf embætti og krefj- ast sæmilegrar vinnu af starfs- mönnunum. játa að henni hafi skjátlast. Hún á að hætta að leggja sig niður við að breiða út ómerki- legar og lúalegar furðusögur til að hræða ístöðulítið fólk. Korpúlfsstaðafeðgar geta verið sjálfum sér nógir í því efni. Fátækraframfærið vex hröð- um fetum og ekkert er gert til að fyrirbyggja það. Menn, sem eru á föstum launum og hafa 300—400 kr. á mánuði, spenna bogann svo hátt til lífsþarfa, að laun þeirra hrökkva ekki og láta svo bæixm leggja sér. Hár má áreiðanlega margt gera fcil sparnaðar og skal bent á nokk- ur atriði. Það ætti að verða venja, að gera sameiginleg inn- kaup handa þurfalingum bæj- arins. Með því mætti mikið spara. Væru þarfir þeirra allra t. d. keyptar hjá sömu verzl- unum, matvælin hjá einni, fatn- aðurinn hjá annari, skófatnað- urinn hjá þeirri þriðju o. s. frv. þá orkar það ekki tvímælis, að fá mætti mikinn afslátt. Þá er mikil spuming, hvort ekki borgar sig að setja upp sameiginlegt mötuneyti fyrir marga þurfamennina. Fyrir mörgum þeirra eru ástæður þanníg, að þeir mundu því fegnir, og það gæti orðið sér úti um vinnu. Sérstaklega gildir þetta stúlkur með eitt eða tvö böm, sem þær eyða tímanum' í að matreiða fyrir. En þetta gildir líka ýmsa karlmenn og jafnvel hjón. Þá er enginn vafi á, að láta mætti sauma sam- eiginlega á böm o. fl. og jafn- vel nota til þess sumja styrk- þegana, sem ekkert hafa að gera, ef komið væri á sameigin- legu mötuneyti. Bærinn á mikið land og mætti láta marga þurfamenn rækta á því kartöflur til eigin nota eða til nota mötuneytisins, og á þann hátt styrkja þá til sjálf- bjargar, eða að minnsta kosti létta á fátækraframfærinu. En íhaldsmeirihlutinn heldur að sér höndum. IV. Atvinnuleysið vex og sam- hliða vaxa útgjöldin til atvinnu- bótavinnu. Enn sem komið er hefir þessu fé ekki verið varið til verka, sem gefa varanlega framtíðarvinnu eða skapa mögu leika fyrir nýrri framleiðslu. Þetta ætti þó að vera innan- handar. Þurfamenn bæjarins leigja hingað og þangað um' bæinn, sumir í kjallaríbúðuím, sem dæmdar hafa verið óhæfar til íbúðar. Því ekki að nota atvinnu bótavinnuna til að byggja yfir þurfamennina? Götur bæjarins eru malbikaðar með erlendu rélaafli og að nokkru leyti með aðkeyptu efni. Því ekki að láta atvinnuleysingjana hafa vinnu við að höggva til innlenda steina og leggja síðan göturnar með þeim? Með því mundi skapast vinna í bænum og spar ast erlendur gjaldeyrir. Yrði það dýrara? Það þarf rann- sóknar við. Og reynist einstaklingsfram- takið marglofaða ekki megnugt þess að stofna hér ný fram- leiðslufyrirtæki, nýja útgerð, nýjan iðnað, þá verður bærinn að gera það og með því skapa möguleika fyrir atvinnu, svo að atvinnubótavinnan geti horfið mikið til eða alveg af fjárhags- áætlun bæjarins. Það er ekki vafi, að hér þarf að breyta um stefnu. Það verð- ur að kref jast þess, að tekin sé upp sú stefna í atvinnubóta- málinu, sem hefír í för með sér varanlega framtíðaratvinnu, svo atvinnubótavinnan geti borfið. Það er betra að stofna atvinnufyrirtæki, þó það kosti rnikið, sem svo geti með aulc- irmi árlegri atvinnu útilokað framtíðaratvinnuleysi, en kasta árlega fé í óarðberandi atvinnu bætur, bara til þess að menn geti fengið borgun, sem ekki heitir sveitarstyrkur. V. En vill íhaldið spara? Er það nokkuð annað en látalæti, þeg- ar það talar um spamað? Það mun sýna sig í framkvæmd- mni hvort hugur fylgir máli. Enn ihefir ekki í blöðum þe3S verið bent á neitt, sem hægt væri að spara og enn hefir ekk- ert verið gert í þá átt, heldur látið fljóta sofandi að feigðar- ósi. En svo má ekki verða. Hér þarf að taka fjármálin sömu traustatökunum og síðasta Al- þingi tók fjármál landsins. Búa til fjárhagsáætlun, sem stenzt rejmsluna og finna leiðir til að lækka útgjöldin. En jafnframt má svo fara, að einhverjir þurfi að gera lífsvenjubreyt- ingar. Gleðileét sumar! Skipaútgerð ríkisins Dagskrá: KL 1 Skrúðganga bama frá bamaskólunum að Austurvelli. Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir skrúðgöngunum og skátar aðstoða- Börnin mæti á skólaleiksvæðunum í síðasta lagi kL 12,45. — 1,30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli. — 1,45 Ræða af svölum Alþingishússins: Árai Sigurðsson, fríkirkjuprestur. — 2 Hlé (VíðavangsHlaup I. R.). ti . ... — 3 Skemmtanir í Nýja Bíó og Gamla Bíó. — 4,30 Skemmtun í Iðnó. — 5 Skemmtun í K.R.húsinu. — 8,30 I Iðnó: HENRIK OG PERNILLA. Hinn bráð- skemmtilegi gamanleikur L. Holbergs, ieikinn af menntaskólanemendum. — 9,30 DANSLEIKUR í K.R.húsinu (7 mannabandið spilar). Að öðru leyti vísast til dagskrár þeirrar, sem prentuð er í blaði bamadagsins og verður blaðið selt í dag á afgreiðslum Nýja dagblaðsins og Morgunblaðsins. v i : Aðgöngumiðar að öllum skemmtunum dagsins verða seldir í skemmtihúsunum frá kl. 10—12 árd. í dag og eftir kl. 1. — Takið þátt í hátíðahöldunum! Kaupið merkin!

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.