Nýja dagblaðið - 08.05.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 08.05.1935, Blaðsíða 1
Stórmerkileg tilra.un í fræðsln- og félagsmálum sveitanna Undirbúningur hafínn að árlegum kvenna- og bændanámskeiðum, byggðasafni og »vordegi« við heima- vistarskóiann á Reykjanesi vestra Eitt merkasta nýmælið á sviði skólamálanna er starf- ræksla Reykjanesskóla við Isa- fjarðardjúp. Er þar heimávist- arskóli, sem tvö hreppsfélög hafa byggt í sameiningu. Aðalsteinn Eiríksson réðist þangað skólastjóri á síðastliðnu hausti. En Ihann hefir ritað áður mjög athyglisverðar grein ar um hlutverk slíkra heima- vistarskóla í sveitum og haldið fram, að auk þess að vera skólasetur yfir vetrartímann, eigi þeir að vera miðstöð al- mennrar alþýðufræðslu í hlut- aðeigandi byggðalögum. Er þegar hafinn undirbún- ingur að því vestra að hrinda tillögum Aðalsteins í fram- kvæmd í sambandi við Reykja- nesskóla. Hefir verið ákveðið að halda árlega tvö námjsskeið við skól- ann og auk þess svokallaðan vordag. Vordagur skal haldinn lau'g- ardaginn í 5. eða 6. viku sum- ars og koma þá allir menn, er geta, úr héraðinu til Reykja- ness. Verður unnið að því um daginn að fegra umhverfi stað- arins, en að loknu. dagsverki skemmta menn sér við sund, leiki, söng, ræður og dans. Námsskeið fyrir konur verð- ur haldið um' mánaðamótin maí og júní. Tilgangur þess er að veita konum í héraðinu fræðslu og hvíld. Fræðsla verður veitt í garðrækt, matreiðslu, einkum meðferð grænmetis o. fl. Þá verða flutt erindi um uppeldis- mál, húsbúnað, fatagerð og annað, sem að heimilisprýði lýtur. Bændanámsskeið verður hald ið 15.—17. febr. Þar verða haldnir fyrirlestrar um búnað- armál, uppeldismál, félagsmál, stjórnmál, bókmenntir o. fl. 1 sambandi við fyrirlestrana verða umræðufundir. Náms- skeiðið endar með skemmti- kvöldi. Þá hefir verið ákveðið, að nemendur skólans með hjálp annara héraðsmaima vinni að söfnun lifandi jurta til gróður- setningar í gróðurreit, sem verði sem sönnust mynd aí náttúrufari héraðsins. Aulc þess verði komið upp byggða- safni. Héraðið yrði rannsakað, samin jarðfræðilýsing þess, myndir teknar af einkennileg- um stöðum, safnað grösuml, dýr um og steinum og ýmsum hlut- um snertandi atvinnu og sögu héraðsins. Eins og áður er sagt, hefir verið hafinn mjög myndarlegur undirbúningur í héraðinu fyrir þessa starfsemi. Nefndir starfa að únd- irbúningi vordagsins og náms- skeiðanna og ávarp, undirritað af þeim, hafa verið send til í- búa Nauteyrar- og Reykj ar- fjarðarhreppa. Segir þar m. a., að með þessu sé „verið að gera tilraun til fjölþættari fræðslu og fé- lagslífs í sveitum og fjölbreytt- ara val á verkefnum, einkum fyrir æskuna. Á þann hátt geta heimavistarskólar hvers héraðs orðið menningarmiðstöð, ekki eingöngu í bóklegum fræðum, heldur fyrst og fremst til efl- ingar þeirrar tækni, sem ein- London kl. 16, 7/5. FÚ I Róm var í dag gefin út opinber tilkynning um það, að nýjar hersveitir hafi verið send ar til Austur-Afríku. I tjlkynn- ingunni er komizt svo að orði, að Italska stjómin verði að telja það óumflýjanlegt að gera írekari varúðarráðstafanir þar eystra en hingað til hafi verið gerðar til þéss að tryggja ör- yggi Austur-Afríku nýlend- Aðalsteinn Eiríksson, skólastj. staklingunum er mest þörf á í lífsbaráttu sinni og að velja þau hugðarefni, sem vænlegust eru í öllu siðgæðisuppeldi og þó í samræmi við staðhætti og umhverfi. Aukið félagslíf, nyt- söm fræðsla, gnægð verkefna og sköruleg framkvæmd, mun skapa þá festu, ásamt vænlegri lausn atvinnumálanna, sem nauðsynleg er til þess að tryggja efnalegt og mienningar. legt öryggi sveitanna“. Verður þessari merku til- raun áreiðanlega mikill gaum- ur gefinn um land allt. anna, vegna þeirra sífelldu flutninga á vopmnn og skotfær- urn, sem nú fari frairi til Addis Ababa frá ýmsum löndum'. Seg- ist ítalska stjómin einnig geta nefnt ýms vopnafélög, sem selji vopn þangað. Vegna þessa segist Italska stjórnin ihafa boðið út einni herdeild innfæddra manna og tveimur fyrstu herdeildum fas- istaliðsins. En þar sem lög mæla svo fyrir, að setja þurfi ítalir senda emn herlið til Abyssiniu Frá mótmælafundi í höfuðborg Abyssiniu Enginn fiskur í Norðursjónum Togararnir eru búnir að eyðileggja miðin Norðmenn byggja 10 þús. tonna skip með nýtizkn kæliútbunaði til að flytja nýjan flsk til Englands FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Oslo í apríl. Enski fiskifræðingurinn, C. A. Lyon, hefir sagt í viðtaii við blöðin í London, að togar- arnir hafi gengið svo ötullega til verka, að innan skamms ' verði með öllu fisklaúst í sjón- 1 um umhverfis Englands. Enn- 1 fremur, að togaramir hafi gert svo mikinn óskunda á hrygningastöðvunum, að fisk- laust verði um ófyrirsjáanleg- an tíma. Togararnir hafa, seg- ir Lyon, sópað upp öllum1 fiski, sem er þess verður að hann sé hirtur og þurausið allan Norð- ! ursjóinn og Ermarsund, svo þar er nú ekkert að hafa nema verðlausan smáfisk. Eftir upplýsingum Lyons, veiða alls 1200 togarar við strendur Islands, Noregs, Bjarnareyjar, Svalbarða og Norður-Rússlands. Sökum þess hve togaramir eru lengi á leið- inni frá fiskimiðunum til Englands, er mjög miklum erfiðleikum bundið, að koma fiskinum þangað nýjulm og ó- skemmdum. Flestar þeirra 10 þús. fiskbúða, sem til em í London, verða þess vegna að sætta sig við það, að selja fisk, sem verður eins og grautur við suðuna. Englend- inga hungrar eftir nýjum fiski. Þess vegna er þeim tryggð góð verzlun, sem get- ur komið fiskinum' nýjustum til Englands. Eins og nú er háttað, líða oft 14 dagar frá því að fiskurinn er veiddur, þar til hann er kominn til neytendanna. í sambandi við þetta álit enska fiskifræðingsins, er rétt að geta þess, að Norðmenn hafa nú ráðagerðir úm það, að byggja nokkur 10,000 tonna skip með nýtízku kælirúmurii, með það fyrir augum, að þau verði notuð til fiskflutninga til Englands. Z. Kosningar í Jugo-Slavíu London U. 16, 7/5. FÚ Stjómin hefir sigrað í kosn- ingunum í Júgó-Slavíu. At- kvæðatalning stendur að vísu ennþá yfir, en síðustu tölumar sem frétzt hefir um, eru þann- Fnndinum í Róm lank í gær. AUir á eitt sáttir London kl. 21, 6/5. FÚ Fundi þeim, sem staðið hef- ir yfir í Ítalíu um! vígbúnaðar- mál Dónárlandanna, lauk í dag og var gefin út opinber tilkynn- ing að honurii loknum. Þar var sagt, að allir hefðu verið á eitt sáttir og verða niðurstöður fundarins lagðar fyrir 10-velda ráðstefnuna, sem á að haldast í Róm’ í næsta mánuði. herdeild heim í stað hverrar þeirrar, sem send er að heiman, hefir verið boðið út tilsvarandi liði frá 1914. Meðal manna, sem kunnugir eru stjómarráðunum í Róm, er sagt, að stjómin ráði ekki við neitt í Abyssiníu og þykjast menn hafa þær fréttir með sannindum þaðan austan að. ig, að stjómarflokkurinn hafði fengið 1.640.000 atkvæði, en alL ir andstöðuflokkamir til sam- ans 970 þúsund atkvæði. I Júgóslavneska þinginu eru 370 fulltrúar. Ferðalðg til útlanda Ný reglugerð viðkomandi gjaldeyrisleyfium kemur út í dag. Ný reglugerð til viðbótar þeirri, sem fyrir er um gjald- eyrisleyfi, verður gefin út í dag. Snertir hún aðallega ferða. lög til útlanda. Samkvæmt henni verður öll- um, sem fara til útlanda, skylt að gera gjaldeyrisnefnd grein fyrir því, hvemig þeir afla sér peninga til ferðalagsins. Em þessi ákvæði sett vegna þess, að töluvert hefir borið á því, að menn hafa reynt að fara á bak við gjaldeyrisnefnd í þessum efnum. Hafa t. d. nokkr ir menn farið ■ utan, eftir að nefndin var búin að synja þeim um gjaldeyri.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.